Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 33 ÞRÓUN er ekki svo galin, sagði einhver. Og það er víst rétt en engin ástæða til þess að láta eins og ferlin séu bilaðar hraðlestir sem geysast áfram á fyrirfram lögðum teinum. Stundum er látið eins og þróunin í málefnum rithöfunda, útgefenda og bókaseljenda sé óviðráðanleg – og næstum alveg sjálfsögð, líkt og nátt- úrulögmál. Auðvitað stýrir fólk þessu öllu meira eða minna með- vitað, rétt eins og margs konar ann- arri þjóðfélagsþróun. Og allir hafa einhverra hagsmuna að gæta og margir þrýsta á að fyrirkomulagið sé svona eða hinsegin. Þess vegna verður að staldra við og skoða hvern þátt. Ég ætla ekki að fjalla um hlut kaupenda (m.a. mín sem bókakaup- anda!); þeir fara oftast ágætlega út úr svokölluðu verðstríði, þ.e. þegar þeir kaupa bók ódýrt og meðvitað; án þess að grípa næstu bók af ein- hverjum listanum á tilboði. Þess í stað örfá orð um alla hina. Einu má reyndar ekki gleyma: Í smásölu eru innlendar bækur nær eingöngu seldar sem umboðsgóss, einar allra vara. Menn panta til verslunarinnar og skila síðan því sem ekki selst og er öll skrifborðs- vinna beggja aðila sem því fylgir leiðinleg og dýr, og allar söluáætl- anir torveldar. Bókaútgefendur Bókaútgefendur greiða fyrir samningu (höfundalaun), prentun, lagergeymslu, flutninga og kynn- ingu (við slepptum vsk). Þeirra verð til smásala og stórkaupenda kallast verðlistaverð. Það er ákveðið í takt við stærð, gerð og upplag bókar og vinnu við hana. Bókaútgefanda er heimilt að veita afslætti til seljenda bóka eða stórra kaupenda, án sam- ráðs við höfund. Algengt verðlista- verð meðalskáldbókar er um 2.500 kr. hvert eintak. Hlutur útgefand- ans eftir útgjöld gæti verið 20–30% af því, ef verkið selst í meðallagi; annað fer í fyrrgreind útgjöld. Bókaútgefendur geta ýmist farið vel eða illa út úr viðskiptum með lágt verðlistaverð; illa ef verðið er ein- faldlega of lágt eða magnafslættir leiða ekki til góðrar sölu en vel ef salan er góð og magnafslættir valda verulegri söluaukningu. Þarna verð- ur að vega saman lækkun frá verð- listaverði viðkomandi hluta upplags- ins (sem fer með magnafslætti) og ágiskaða aukningu í sölunni sem af frávikinu stafaði. Það er oftast býsna erfitt. Þetta á líka við í raun um hlut höfunda en kjör þeira eru bundin verðlistaverðinu. Rithöfundar Höldum okkur bara við skáld- bækur. Algengast er að höfundur fái í sinn hlut 23% af verðlistaverði. Af meðalverkinu á 2.500 kr. (verð- listaverð) eru það 575 kr. eða rúm hálf milljón króna fyrir hver 1.000 eintök seld (ef engir eru afslætt- irnir). Þokkaleg sala gæti verið um 2.000 eintök fyrsta heila söluárið (með jólavertíð) sem gefur höfundi rúma 1,1 milljón króna (miðað við árs vinnu gæfi það innan við 100 þús. á mán.). Seljist hálft þetta upp- lag á 2.000 kr. verðlistaverði, nemur kjaraskerðing höfundar 125.000 kr. Fari verðlistaverðið niður í 1.750 kr. (30% afsl.) af hálfu söluupplaginu ber höfundur 180.000 kr. minna úr býtum en ella. Hann hefði sloppið við lækkunina með rúml. 300 bóka sölu á fullu verðlistaverði. Á þessu sést að hagsmunir rithöfunda eru ekki endilega þeir að viðmiðunartala hlutfallslauna þeirra sé lækkuð sem mest í von um fleiri seld eintök. Auðvitað er myndin breytt ef salan nær 5.000–10.000 eintökum en afar fáar bækur ná því og stórmarkaðir standa kannski aðeins undir 30% bóksölu hvers árs þegar upp er staðið. Hvað tímabundin afsláttartil- boð bókabúða gera í öllum þessum pataldri, er erfiðara að meta. Bókaseljendur Hinir eiginlegu bóksalar miða gjarnan við 30% álagningu í sínu starfi. Þeir lýsa því yfir að sérþjón- usta þeirra sé hluti verðmyndunar í búðinni. Stórmarkaðir hafa væntan- lega betri möguleika til að lækka álagninguna en minni verslanir og fábreyttari, og þá mismikið, jafnvel niður í örfá prósentustig. Sumir kunna að gera það til að þjónusta viðskiptavinina án nokkurra ann- arra verðbreytinga í búðinni, aðrir gætu gert þetta en hækkað um leið álagningu svolítið á nokkrum öðrum vöruflokkum þannig að heildar- hagnaðurinn væri lítt breyttur. Um þetta veit enginn nema sem á held- ur. Gleymum því svo ekki að fram- boð á bókum, t.d. einhæfni sem mið- ast aðallega við sölulista, mótar um sumt jólasöluna og jafnvel smekk kaupenda. Hvað svo? Vissulega er ekki fært að einoka bóksölu við sérverslanir. En reynsl- an sýnir að þær eru afar mikilvæg- ar, árið um hring, og hluti af mennta- og menningarskipulagi í landinu, rétt eins og bókasöfn. Ver- tíðarhugsunin gegnsýrir alla bóka- útgáfuna og stórmakaðirnir taka þátt í rispunni. Gott og vel. Þá hlýt- ur að vera unnt að ræða mál í hópi fulltrúa allra aðila þannig að t.d. hinn hái auglýsingakostnaður, bóka- framboðið, sölulistakapphlaupið og skerðing höfundalauna taki á sig einhverja vitræna mynd. Niðurfell- ing söluskatts og fast grunnverð bóka er meðal þess sem aðrar þjóðir hafa reynt. Afslættir geta gengið þrátt fyrir það, en þá í smærri stíl og með ljósum tilgangi. Bókin verðskuldar meiri virðingu og manneskjulegri við dreifingu hennar en þá sem þróunin afhjúpar okkur. Hugverk eiga ekki að fara á hálfgerða tombólusölu fáeinum dög- um eftir útkomu. Jólavertíðin verð- ur trúlega lengi við lýði en hún á að vera með heldur meiri reisn en nú er. Eftir jólavertíðina Eftir Ara Trausta Guðmundsson Höfundur er bókakaupandi, bókaút- gefandi og rithöfundur. „Bókin verð- skuldar meiri virð- ingu og mann- eskjulegri við dreifingu hennar en þá sem þró- unin afhjúpar okkur.“ KRINGLUNNI OG SMÁRALIND ÚTSALAN hefst í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.