Morgunblaðið - 04.03.2003, Side 17

Morgunblaðið - 04.03.2003, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 17 ÍSLAND og hin EFTA-ríkin í Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) eru í „forréttindastöðu“ í Evrópusamstarf- inu með því að standa utan vissra kjarnasamvinnusviða Evrópusam- bandsins (ESB). Þetta sagði Gerhard Sabathil, sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, á ráðstefnu um Ísland og stækkun ESB og EES, sem ráðgjafarfyrir- tækið Euphoria stóð að í Reykjavík í gær, með stuðningi frá Samtökum at- vinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Alþýðusambandi Íslands og upplýs- ingaskrifstofunni Euro Info Centre. Í umræðunum á ráðstefnunni furð- aði Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sig á þessum ummælum Sabathils. „Þetta hljómar í mínum eyrum sem gjaldþrotsyfirlýsing,“ sagði Gunnar Snorri og spurði Sabathil hvort hann héldi því virkilega fram, sem talsmað- ur Evrópusambandsins, að það væri „forréttindastaða“ að standa utan við kjarnaþætti ESB eins og sameigin- legu landbúnaðarstefnuna, sjávarút- vegsstefnuna og tollabandalagið. Sagðist Gunnar Snorri ekki sjá betur en að í þessum orðum Sabathils feld- ist hörð gagnrýni á þessi kjarnasam- vinnusvið ESB. Eigið val að standa utan við Morgunblaðið fékk Sabathil til að skýra betur hvað hann hefði átt við með þessum orðum sínum. „Það sem ég átti við með þessu er að mikilvægir hlutar innri markaðar- ins voru útilokaðir frá EES-samn- ingnum, að beiðni Íslands og Noregs, þ.e. sameiginlega landbúnaðar- stefnan, fiskveiðistefnan, tolla- bandalagið og skattastefna,“ sagði hann. Að sögn Sabathils hófu fulltrúar ESB samningaviðræðurnar um að- lögun EES-samningsins að stækkun ESB „með þá vitneskju í farteskinu að mikilvægasti þáttur íslenzks efna- hagslífs, sjávarútvegur, væri lokaður fyrir fjárfestingum [borgara og fyr- irtækja í ESB-ríkjum]“. Í þessu felist „ójafnvægi, sem ekki verður jafnað með öðrum hætti en að útiloka frjáls viðskipti með sjávarafurðir“, segir sendiherrann. Sabathil tók í máli sínu annað dæmi í þessu samhengi. Sagði hann Íslendinga myndu verða að afnema fríhafnarverzlun þegar ferðast er til og frá Íslandi og ESB-landa, væri Ís- land í ESB. „Það var mjög tekizt á um það í ESB þegar ákveðið var að af- nema fríhafnarverzlun milli aðildar- landanna. En þessi undantekning var gerð fyrir EFTA-löndin í EES,“ segir hann. Að mati Sabathils sýna þessi dæmi að EFTA-löndin hafi náð mjög hag- stæðum samningum er þau gengu í EES árið 1994. „Við virðum þessa samninga að sjálfsögðu, en við verð- um að standa fast á því að a.m.k. kostnaður innri markaðarins, sem var auðvitað miklu minni fyrir áratug [en hann verður eftir stækkunina til austurs], skiptist réttlátlega á herðar þeirra þjóða sem njóta góðs af innri markaðnum,“ segir hann. Fjárhagshliðin óaðskiljanleg Þá spurði Morgunblaðið Sabathil einnig út í þá fullyrðingu Gunnars Snorra, að það væri, að mati íslenzkra stjórnvalda, auðveldlega hægt að að- skilja samninga um framlög EFTA- ríkjanna í þróunarsjóðinn frá hinum eiginlegu viðræðum um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB, sem til stendur að ljúka fyrir 16. apríl er samningarnir um stækkun ESB verða formlega undirritaðir og stað- festingarferlið hefst. Þessu er Sabathil ósammála. „Við verðum að taka með í reikninginn staðfestingarferlið fyrir allt þetta og því þurfum við að nýta tímann til að ganga frá þessum samningum. Og stækkunin til austurs [bæði ESB og EES] er nokkuð sem ekki er hægt að halda aðskildu frá fjárhagslegu hlið- inni,“ fullyrðir hann. „Löndin sem eiga eftir að staðfesta stækkunar- samningana vilja hafa það á hreinu hvað hangir á spýtunni. Ég fyrir mitt leyti myndi ekki vilja þurfa að [taka afstöðu til slíkra samninga] ef stækk- uninni yrði hrint í framkvæmd og kostnaðarhliðin fyrst skýrð eftir á. Ég held það sé í allra þágu og þjóni gegnsæi [í stjórnsýslu] að hafa alla þætti málsins uppi á borðinu í einu.“ Og Sabathil bætir við: „Ég sé ekki hvernig á að vera hægt að örva tilvon- andi aðildarríkin til að staðfesta líka aðild sína að EES ef þau þekkja ekki hina efnahagslegu og fjárhagslegu þætti sem henni fylgja.“ Sendiherrann var þá spurður hvort hann væri með þessu að segja að hann teldi tilvonandi aðildarríkin ekki myndu vilja verða aðilar að evrópsku efnahagssvæði með 28 aðildarríkjum – þ.e. stækkuðu Evrópusambandi með 25 ríkjum auk EES-ríkjanna þriggja – nema þau vissu fyrst fyrir víst hve háar fjárhæðir þau fengju í sinn hlut frá EFTA-ríkjunum? „Þetta er hliðstætt samningunum um stækkun ESB,“ svarar Sabathil. „Í fyrsta lagi: Ímyndum okkur að við [í núverandi ESB-ríkjunum 15] hefð- um sagt [við hin tilvonandi]: jú, þið getið orðið aðilar á morgun, án þess að segja þeim hvernig plúsar og mín- usar kæmu út hvað fjárhagslegu hlið- ina varðar. Í öðru lagi: Já, það er rétt, þessi lönd [sem eru á leið inn í ESB] hafa samningsumboð [í viðræðunum um stækkun EES] og fjárhagslegi þátturinn er hluti af því. Það er ekki hægt að gera bara hálfan samning,“ segir sendiherrann. Hann segir það ekki rétt, að þróun- arsjóðurinn sé ekki hluti af EES. „Þessir þættir hanga allir saman,“ fullyrðir Sabathil. Ísland nýtur „for- réttinda“ innan EES Gerhard Sabathil Gunnar Snorri Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.