Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 45 Alúðarþakkir til þeirra mörgu sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar og frænda, EYJÓLFS ÓSKARS ÞORSTEINSSONAR frá Garðakoti. Einnig sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hjallatúns fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Þorsteinsson, Gróa Þorsteinsdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir og frændfólk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS G. MAGNÚSSONAR prentara, Keilugranda 2, Reykjavík. Ingibjörg Vigdís Stefánsdóttir, Matthildur Kristinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Magnús Júlíus Kristinsson, Sigurlína G. Sigurðardóttir, afabörn og langafabörn. Alúðarþakkir til þeirra mörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, Dalbraut 21, áður Bogahlíð 10. Sigríður Gunnarsdóttir, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Jóhann Hólmgrímsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Már Óskarsson, Gunnar Ragnarsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HANSDÓTTIR, Seljahlíð, andaðist mánudaginn 17. mars. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 24. mars kl. 13.30. Hanna María Siggeirsdóttir, Erlendur Jónsson, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir, Þórólfur Þórlindsson, Siggeir Siggeirsson, Auður Þórhallsdóttir og barnabörn. Lokað Embætti Tollstjórans í Reykjavík verður lokað þriðjudaginn 25. mars næstkomandi frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar HÓLMFRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR. Tollstjórinn í Reykjavík. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför fóstra míns, BALDVINS ÓLAFSSONAR húsasmiðs. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild Baldvins í Skógarbæ fyrir hlýja og góða um- önnun. María Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR ÖNNU HALLMANNSDÓTTUR, Suðurgötu 15-17, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja fyrir góða umönnun. Sigurður Gíslason, Hallmann Sigurður Sigurðarson, Aðalheiður Helga Júlíusdóttir, Margrét Ragnheiður Sigurðardóttir, Þorsteinn Valgeir Konráðsson, Ráðhildur Ágústa Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hulda G. Harð-ardóttir fæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. mars síðastliðinn. Hulda var dóttir hjónanna Friðbjargar Hann- esdóttur og Harðar Sigurjónssonar sem bæði eru látin. Syst- ir Huldu er Erla, gift Þórði Walter, og eiga þau fjögur börn, Hörð, Arnar, Svövu Björgu og Önnu Rós. Eftirlifandi eiginmaður Huldu er Meyvant Meyvantsson, f. 16. maí 1930. Hann er sonur El- ísabetar Jónsdóttur og Mey- vants Sigurðssonar á Eiði. Son- ur Huldu og Meyvants er Sigurður Frímann, f. 1. des. 1969. Stjúpbörn Huldu eru: a) Anna, f. 18. mars 1952, hennar maður er Butch Kervin. Börn Önnu eru Halldór og Aðalheiður, b) Guð- mundur, synir hans eru Guðmundur, Ívar og Davíð, c) Stella, sonur hennar er Sig- urður. Hulda ólst upp í Reykjavík og lauk þar skólagöngu. Hún vann lengst af við gæslu barna, þar af mörg ár á gæsluvelli Seltjarn- arnesbæjar, en síðustu ár í Mýr- arhúsaskóla, og hjá Ríkisútvarp- inu starfaði hún við ræstingar í rúman aldarfjórðung. Útför Huldu var gerð frá Nes- kirkju 17. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þegar ég kveð þig elskulega móð- ur mína rifjast upp margar góðar minningar. Fyrstu minningarnar eru úr Skipasundinu, þar sem alltaf var glatt á hjalla og við bundumst sterkum böndum enda vorum við oft tvö saman þar sem pabbi stund- aði sjóinn. Minningarnar frá þess- um tíma munu ylja mér um hjarta- rætur um ókomin ár enda ekki hægt að hugsa sér jafn gefandi móður eins og þú varst. Ég man líka vel að þegar á reyndi gat ég ætíð leitað huggunar hjá þér, enda varstu skilningsrík, hjartgóð og ótrúlega þolinmóð. Ég man einnig þegar ég kom í Ásbyrgi í fyrsta sinn. Þú hafðir sagt mér svo margar sögur hversu vel þér leið þar og hvað þér þætti vænt um svæðið í kringum Ásbyrgi. Þeg- ar ég loks upplifði að koma þangað skildi ég hvers vegna, enda um náttúruperlu að ræða, líkt og ég upplifði þig sjálfa. Nesið og sérstaklega Nesvegur verða alltaf tengdir þér í huga mér. Stundir eins og fermingardagurinn og sú hátíð sem fylgdi í kjölfarið á Nesveginum standa uppúr. Ég man vel hversu stolt þú varst þegar við komum heim úr kirkjunni, ég fermdur og þú svo stolt við að reyna að gera mig að manni. Síðan þegar ég hélt að ég væri orðinn maður og fékk bílpróf og ætlaði að vaða út í lífið gafstu mér heilræði sem ég minnist á hverjum degi „farðu alltaf varlega, hugsaðu um hvað þú ert að gera og Guð veri með þér“. Án þín hefði starf mitt sem liðs- stjóri hjá Gróttu-KR orðið skamm- vinnt. Trú þín á mér og aðstoð var ómetanleg og gaf mér meira en gleði, því að þú styrktir sjálfstraust mitt og sjálfsímynd. Síðustu orð þín lýsa huga þínum vel gagnvart mér: „Er litli hvolpurinn minn kominn í heimsókn?“ Mig vantar orð til að þakka þér, í þögninni geymi ég bestu ljóðin, gullinu betra gafstu mér, göfuga ást í tryggða sjóðinn og það sem huganum helgast er, hjartanu verður dýrasti gróðinn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku mamma, Guð gefi þér frið. Takk fyrir að hafa verið mamma mín. Sigurður Frímann. Elsku hjartans Hulda mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur en það er sagt að þeir sem Guð elskar deyi ungir. Það eina sem huggar er að við vitum að nú ert þú búin að fá hvíld og heil- brigðan líkama hjá Guði. En sökn- uðurinn er og verður mikill, elsku Hulda mín, hjá okkur öllum sem þótti vænt um þig en sérstaklega hjá pabba og sólargeislanum þínum honum Sigga. Þeim á líka eftir að bregða við að hafa þig ekki til að hugsa um þá, betri konu og móður hefðu þeir ekki geta átt. Ég hefði aldrei kynnst konu sem var eins þolinmóð og ósérhlífin eins og þú varst, elsku Hulda mín, nema þá kannski mamma mín enda kom ykkur alltaf vel saman. Þegar ég hugsa til baka þá man ég heldur ekki eftir neinum sem kynntist þér sem ekki þótti vænt um þig, þú lést aldrei mikið fyrir þér fara og vildir aldrei neitt umstang í kringum þig svo það var þér líkt að vilja hafa jarðaförina í kyrrþey, bara nánustu vinir og fjölskylda. Ég man aldrei eftir að þú hafir viljað halda upp á afmælið þitt og þegar ég sendi þér afmæliskort frá Ameríku faldir þú þau svo þau myndu ekki minna pabba og Sigga á að þú ættir bráð- um afmæli, en ef þeir áttu afmæli var alltaf bakað og stórveisla. Það lýsir þér nú samt besta, Hulda mín, eins og þú varst nú orðin veik að þú áttir alltaf erfitt að kalla eða láta mig ná í hjúkrunarkonu fyrir þig. Þú vildir ekki ónáða þær, því að þær hefðu svo mikið að gera að sinna „veiku fólki“ eins og þú sagð- ir. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu á 11E á Landspítalan- um við Hringbraut fyrir hvað þær voru allar góðar og yndislegar við þig, Hulda mín, og við okkur öll sem þóttum vænt um þig. Ég held að Guð hafi valið þær hverja og eina í þetta starf. Það er ábyggilega al- veg sérstakt þar sem svona margt fólk vinnur að allar þessar stúlkur séu alveg einstakar. Það var eins og þú værir eini sjúklingurinn þeirra og við einu aðstandendurnir sem þær þyrftu að hafa afskipti af, ég gleymi þeim aldrei. Ég tala nú ekki um lækninn þinn hann Sigurð Böðv- arsson, þú hefðir ekki getað fengið betri lækni! Enda töluðum við oft um það, yndislegri og betri lækni hefðirðu ekki getað fengið, held ég Hulda mín, en þú áttir það besta skilið. Það er svo margs að minnast eins og til dæmis þegar þið pabbi og Siggi komuð til mín til Ameríku ár- ið 2000. Það var svo gott og gaman að fá ykkur þessar tvær vikur sem þið voruð og það voru síðustu for- vöð að koma til okkar þangað, því hver hefði trúað að ég ætti eftir að fá manninn minn til að flytja heim til Íslands nokkrum mánuðum seinna. Vegir Guðs eru órannsakan- legir og ég held að hann hafi átt hönd í þessu öllu því að ég er svo þakklát að hafa verið flutt heim og getað átt dýrmætar stundir með þér áður en þú kvaddir okkur. Einnig var gaman að sjá hvað þú varst ánægð þegar þú, pabbi og Siggi bróðir skruppuð til Noregs síðast liðið sumar til að vera við- stödd þegar systursonur þinn gifti sig og ég veit hvað það var Erlu mikils virði að þið skylduð koma. En mest var kátínan þegar þið komuð heim og Moli tók á móti ykkur, elsku litli hundurinn saknar svo mömmu sinnar núna. Það er erfitt að kveðja, en við þurfum víst öll að gera það fyrr eða síðar. Svo ég bið góðan Guð að passa þig vel fyrir okkur og ég bið hann að gefa pabba, Sigga okkar og Erlu styrk á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, elsku Hulda mín, þín Anna. Það er með miklum söknuði sem við ritum síðustu kveðju um hana Huldu. Hjartalag hennar var ein- stakt og hlýtt. Við munum ekki eftir fyrstu kynnum af Huldu enda vor- um við smástrákar þegar hún byrj- aði að gæta okkar. Hulda var dag- mamma okkar um nokkurt skeið og í framhaldi af því kynntumst við þeim Huldu, Kamma og Sigga syni þeirra. Hófst þá hinn besti vinskap- ur, sem hefur haldist alla tíð síðan. Hulda var með eindæmum barn- góð og hafði mikið lag á börnum. Alltaf leið okkur vel í návist hennar enda var heimili hennar okkur alltaf opið, og ætíð var tekið á móti okkur með opnum örmum og gleði. Ósjald- an gátum við skemmt okkur yfir þeim sögum sem Hulda og Kammi sögðu okkur á sinn skemmtilega hátt um það sem á daga okkar hafði drifið. Minningar úr Skipasundinu og af Nesveginum eiga eftir að lifa um ókomna tíð enda var ætíð glatt á hjalla og léttleikinn allsráðandi. Við erum þakklátir fyrir þann tíma sem við áttum með Huldu og varðveitum minningu hennar í hjarta okkar. Við sendum Kamma og Sigga Mey innilegar samúðar- kveðjur og Guð styrki ykkur á þess- um erfiðu tímum. Jón Björn og Gunnar. HULDA G. HARÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.