Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 64

Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 LÖGREGLAN í Reykjavík hefur aukið viðbúnað við helstu opinberar byggingar og heimili forystumanna ríkisstjórnarinnar í kjölfar átaka í Írak. Einkennisklæddir lögreglu- menn gæta stjórnarráðsins og bandaríska sendiráðsins en óein- kenndir bílar og menn fara um borg- ina allan sólarhringinn og hafa eft- irlit með öðrum byggingum og heimilum ráðherra. Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að skemmdarverk á stjórnar- ráðinu, þegar rauðri málningu var skvett á bygginguna, hafi gefið lög- reglunni tilefni til að ætla að fleiri skemmdarverk yrðu framin. Svo virðist þó ekki vera og þarna hafi verið um einangrað tilfelli að ræða. „Við höfum haldið uppi eftirliti á þeim stöðum þar sem ætla mætti að einhver reyndi að skapa usla,“ segir Geir. Nokkur mótmæli hafa verið í borginni vegna stríðsins í Írak og af- stöðu íslenskra stjórnvalda til þess. Hafa þau að mestu farið friðsamlega fram. Ekki er búið að hafa hendur í hári þeirra sem skvettu málningu á stjórnarráðið samkvæmt lögreglu. Heimili ráðherra vöktuð Aukinn viðbúnaður lögreglunnar í Reykjavík MILLJÓNIR manna víða um heim stunda blogg, þ.e. skrifa dagbækur sínar á vef- inn, þennan víðfeðmasta fjölmiðil heims. Hér á landi má gera ráð fyrir að á annað þúsund manns stundi þessa iðju reglu- lega. Margir lesa þessi blogg, en vinsæl- ustu vefleiðarahöfundarnir eins og Dr. Gunni fá 20 þúsund „heimsóknir“ á bloggsíðu sína. Bloggið er notað í mjög fjölbreytilegum tilgangi. Margir segja frá hvunndagslífi sínu, aðrir eru álitsgjafar. Sumir bera saman bækur sínar um ákveð- in sérfræðileg málefni. Bent hefur verið á að ekki hafi komið fram á sjónarsviðið eins gott lýðræðistæki og vefleiðararnir hin síðari ár og talið er að það verði notað í stjórnmálabaráttu í sífellt meira mæli. Þá má nefna að töluverður fjöldi bandarískra bloggara nýtti bloggið sér til sáluhjálpar til að komast yfir áfallið 11. september, þegar ráðist var á World Trade Center. Lýstu þeir reynslu sinni af atburðinum og skiptust á reynslusögum. Þar komu oft fram nákvæmari upplýs- ingar um atburðina en í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Nú er svo komið að það á að fara að kenna um bloggið í HÍ í íslenskuskor á vormisseri 2004. Kennari verður Matthías Viðar Sæmundsson dósent. Samkvæmt kennsluskrá er bloggið flokkað með bók- menntum síðari alda. Bloggað á háskólastigi  Gullöld hins skrifaða orðs/B1 ENN bætir í farfuglafánuna og í síðustu viku sáust tvær maríuerlur spóka sig við fjárhúsin að Lækjarhúsum í Suðursveit. Þá sáu fuglaáhugamenn þúfutittling skjótast í Fossvogskirkjugarði, en í því tilviki gæti verið um vetursetufugl að ræða. Maríuerlurnar í Suðursveit eru mjög snemma á ferð, en samkvæmt Fuglavísi Jó- hanns Óla Hilmarssonar dvelst hún í vest- anverðri Afríku á veturna og kemur ekki heim á klakann fyrr en seinni hluta apríl. Hlýindi og hagstæðar sunnanáttir kunna að valda því hversu fyrstu fuglarnir sjást hér snemma árs. Þó nokkur umferð farfugla hefur og ver- ið, t.d. hefur verið vel merkjanleg fjölgun álfta og skógarþrasta að undanförnu að mati fuglaáhugamanna og eitthvað eru grágæsir byrjaðar að sýna sig sunnanlands. Óvenjumikið hefur einnig verið af vepjum að undanförnu, m.a. á Norðausturlandi. Morgunblaðið/Ómar Maríuerlur í Suðursveit GRÉTAR Hannesson var ásamt félögum sínum að hengja upp keilu í hjöllum sem standa úti í hrauninu við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesi þegar ljósmyndara bar að garði. Hann sagði skreið hengda upp allan veturinn og búið sé að hengja upp marga umganga. Fyrst er keilan hausuð og síðan spyrt. Grétar segir tíðarfarið ráða því hve lengi fiskurinn hangi. „Það hefur verið blautt í vetur. Það er verra. Betra er að hafa kalt og þurrt. Þá þornar skreiðin.“ Að því loknu er skerpt á henni inni í húsi með hausaþurrkara. Síðan er skreiðinni pakkað og hún flutt til Nígeríu. „Töluvert magn hefur ver- ið þurrkað í vetur,“ segir Grétar. Morgunblaðið/RAX Keilan þurrkuð fyrir Nígeríumarkað AÐ BEIÐNI utanríkisráðuneytis- ins hafa símafyrirtækin Landssími Íslands og Tal og Íslandssími sent SMS-skilaboð í íslenska farsíma, sem eru í notkun í nokkrum Mið- Austurlöndum, þar sem símnot- endur voru hvattir til þess að kynna sér upplýsingar á heimasíðu utanríkisráðueytisins vegna stríðs- ins í Írak. Á heimasíðunni, www.ut- anrikisraduneyti.is, er m.a. skrá yfir þau sendiráð á svæðinu sem ís- lenskir ríkisborgarar geta leitað til. Þá eru íslenskir ríkisborgarar beðnir um að fylgjast grannt með þróun mála á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu var þetta gert til þess að tryggja öryggi íslenskra borgara vegna stríðsins í Írak. Að sögn talsmanna símafyrirtækj- anna urðu fyrirtækin við þessari beiðni af sömu ástæðum, þ.e til að tryggja öryggi íslenskra borgara. Skilaboðin voru send til ís- lenskra síma í eftirfarandi löndum: Bahrein, Egyptalandi, Íran, Ísrael, Jórdaníu, Kúveit, Líbanon, Óman, Katar, Sádi-Arabíu, Sýrlandi, Sameinuðu arabísku furstadæm- unum og Jemen. Símafyrirtækin fundu íslensku símanúmerin með því að fara yfir það hvaða númer væru í þjónustu hjá símafyrirtækj- unum á umræddum svæðum. Skilaboðin voru send tugum not- enda Íslandssíma og Tals að sögn Péturs Péturssonar, forstöðu- manns upplýsinga- og kynningar- mála Íslandssíma og Tals. Þá voru skilaboðin send til um 15 til 20 not- enda Símans að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upp- lýsinga- og kynningarmála hjá Símanum. Íslenska utanríkisráðu- neytið hefur aldrei áður farið þessa leið til að ná til íslenskra ríksborg- ara skv. upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu og ekki er heldur vitað til þess að þetta hafi verið gert í öðrum löndum. Pétur og Heiðrún taka bæði fram að símafyrirtækin hafi orðið við beiðni utanríkisráðuneytisins vegna öryggissjónarmiða. Þau taka fram að upplýsingar um við- skiptavini fyrirtækjanna; hvar sím- arnir hafi verið staddir og hverjir eigendur þeirra séu, hafi ekki verið gefnar upp. Sendu SMS til Íslend- inga í Austurlöndum ÍSLENSKI matreiðslumeistarinn Guðmundur Guðmundsson er orðinn einn þekktasti sjónvarpskokkur í Færeyjum og matreiðslubókin hans Okkara kokkur (Kokkurinn okkar) sem gefin var út í Færeyjum í fyrra hefur slegið í gegn og selst í 3.500 eintökum sem þýðir að bókina er nú að finna á ríflega fimmta hverju heimili í eyjunum. Guðmundur fór af stað með mat- reiðsluþátt í færeyska sjónvarpinu fyrir fimm árum og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda og verið end- ursýndir þrisvar sinnum í viku yfir vetrartímann. Í þáttunum hefur ver- ið lögð áhersla á færeyskt hráefni og að meðhöndla það með nýjum hætti. Íslenskur sjónvarps- kokkur í Færeyjum  „Okkara kokkur“/16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.