Morgunblaðið - 28.03.2003, Síða 59

Morgunblaðið - 28.03.2003, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 59 Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir frá síðasta ári. Ósvikin epík um hug- rekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.) Smárabíó Aðlögun (Adaptation) Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhuga- verð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zellweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara hamförum í svellandi kvikmyndagerð leik- hússverksins. (S.V.) ½ Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Maður án fortíðar (Miles vailla menneisyttä) Minnislausi maðurinn er kúnstug andhetja í vankaðri jaðarveröld hornreka og Hjálpræð- ishermanna – sem er blákaldur raunveruleik- inn í spéspegli meistarans. (S.V.) ½ Háskólabíó Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.) ½ Háskólabíó Píanóleikarinn (The Pianist) Píanóleikarinn er löng og erfið í óvæginni lýs- ingu sinni á ofsóknum nasista gegn gyð- ingum í Póllandi í heimsstyrjöldinni síðari. Þar hafa Roman Polanski og samstarfsfólk hans skapað heildstætt og marghliða kvik- myndaverk, sem vekur áhorfandann enn til umhugsunar um þetta myrka skeið sögunn- ar. (H.J.) Háskólabíó Örvita af ást (Punch Drunk Love) Algjörlega ófyrirsjáanleg mynd en þó fyrst og fremst virkilega falleg ástarsaga með sönn- um gildum. (H.L.)  ½ Regnboginn Varðandi Schmidt (About Schmidt) Vitræn, dramatísk, kaldhæðin, vel skrifuð og leikin. (S.V.) Laugarásbíó, Sambíóin Keflavík. 8 konur (8 femmes) Ferskt, lifandi, litríkt og fyndið tilbrigði við franska menningu og kvikmyndir. Ekki þó þannig að hún sé tilgerðarleg, mikillát og húmorslaus eins og franskar myndir eiga það stundum til að vera. Nei – ó nei, allt nema það.(H.L.) Háskólabíó Solaris Mjúk mynd. Svífandi, heillandi sem sogar mann til sín. Spennan hefði þó mátt vera meiri, átökin sterkari. Þá hefði Solaris verið virkilega sterk mynd. (H.L) Smárabíó Veiðin (The Hunted) Friedkin og áhöfn eiga fínan dag, útkoman spennandi afþreying byggð á bjargi góðrar sögu um hámenntaðan atvinnumorðingja sem fer út af sporinu (Del Toro), og læri- meistara hans (Lee Jones), sem getur einn stöðvað drápsmanninn. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Á síðustu stundu (25th Hour) Sektin þjakar persónur nýjustu myndar Lees sem heldur sig í hópi þriggja New York-búa. Eins þeirra bíður löng fangelsisvist að morgni. Fyrst þarf að taka til. Forvitnileg, miskunnarlaus. (S.V.)  Sambíóin Gengi New York-borgar (Gangs of New York ) Metnaðurinn og hæfileikarnir hefðu tví- mælalaust notið sín betur hefði Scorsese farið styrkari höndum um hina áhugaverðari þræði sögunnar, en á heildina litið er þetta mögnuð kvikmynd. (H.J.)  Smárabíó, Sambíó Keflavík. Hringurinn (The Ring) Þéttur, óvenjulegur hrollur, blessunarlega laus við blóðslabb og ódýrar brellur en virkj- ar ímyndunarafl áhorfenda. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Gullplánetan (Treasure Planet) Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sambíóin Tveggja vikna uppsagnarfrestur (Two Weeks Notice) Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær í þessari vel heppnuðu rómantísku gamanmynd. (H.J.)  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuð á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Frida Á heildina litið kraftmikil, litrík en helst til of melódramatísk kvikmynd um ævi Fridu Kahlo. (H.J.)  Regnboginn Manhattanmær (Maid in Manhattan) Haganlega gerð rómantísk gamanmynd með sjarmerandi leikurum, þar sem sígild Ösku- buskusaga er færð inn í nútímalegt og örlítið pólitískt rétthugsað samhengi. (H.J.) ½ Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Njósnakrakkarnir 2 (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bond-hasar og laufléttri fjölskylduskemmtun. (S.V.) ½ Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akur- eyri. Ofurhugi (Daredevil) Affleck er borginmannlegur í titilhlutverki ófrumlegs ofurmennis en brellur og útlit vandað og skemmtanagildið vel yfir með- allagi. (S.V.) ½ Smárabíó, Laugarásbíó Endalokin 2 (Final Destination 2) Vel gerð framhaldsmynd um hóp fólks með Dauðan á hælunum. Meinið að við sáum þetta mest allt í fyrstu myndinni. (S.V.) Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak- ureyri Þrumubrækur (Thunderpants) Falleg saga um strák sem bjargar heiminum með prumpufýlu sinni. (H.L.) Sambíóin Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Öldugangur (Blue Crush) Dæmigerð keppnismynd, dálítið klaufaleg í framvindu, en hefur þó sinn sjarma, ekki síst vegna þeirrar tilveru sem hún gefur innsýn í og tilkomumikilla brimbrettaatriða. (H.J.) Sambíóin BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  kvikmyndir.com www.regnboginn.is Sýnd kl.5.30, 8 og 10.20. B.i 12 . Sýnd kl. 3 og 5.30. B.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 5. 0 og 8. . 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARS-VERÐLAUN Sýnd kl. 10. B.i. 16.  HJ MBL RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómed- ía með stór leikur- unum Jack Nichol- son og Kathy Bates sem bæði fengu til- nefningar til Óskar- sverðlaunanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10. Eingöngu sýnd um helgar. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveim- ur geggjuðum - Steve Zahn og Martin Lawrence! SHANGHAI KNIGHTS MIÐNÆTURFORSÝNING KL 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.