Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 44

Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþing- iskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á fram- færi fyrir kosningar. Alþingiskosningar MÉR gremst stundum þegar ég heyri svokallaða spekinga í stjórn- málagreiningu halda því fram, að hugtökin hægri og vinstri eigi ekki lengur heima í nú- tímastjórnmálum eins og það er svo nútímalega orðað. Þessar andstæður eru engu að síður staðreynd hvað sem menn annars vilja kalla þær og birtast okkur ljóslega í áherzlum stjórn- málaflokkanna nú. Misskipting hefur aukist Þjóðfélag sem hefur þróast hratt til aukinnar misskiptingar lífsins gæða þarf svo sannarlega á ann- arri skilgreiningu að halda en þeirri að öll samhjálp og fé- lagshyggja vinstri stefnunnar sé eitthvað sem tilheyri liðinni tíð. Þessar kenningar henta mætavel málsvörum ofurgróðans og þær koma heldur ekki mjög við það miðjumoðslið sem nú um stundir bylur hvað hæst í. Umræðunni um fátækt er m.a. í skjóli þessa drepið á dreif, en sá sem starfað hefur um árabil á vettvangi öryrkja veit ofurvel, að hin sára og sívaxandi fátækt svo alltof margra er einmitt smánarblettur á samfélagi sem er í raun svo auðugt. Og menn mega trúa því, að einungis lausnir fé- lagshyggju og samhjálpar geta dregið úr eða jafnvel afmáð að mestu þessa nöturlegu staðreynd. Stefna VG snýst um réttlæti Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð gengur til þessara kosninga undir kjörorðinu Næst á dagskrá: Réttlæti og með alveg dagljósa og eindregna stefnu á velferðarstjórn eftir þessar kosningar, enda sú samfélagsleg nauðsyn mest. Sem félagi þess flokks, hafandi sára reynslu af fórnarlömbum fátækt- arinnar, þá gleðst ég yfir þessari megináherzlu og ég er ófeiminn við að kalla þetta vinstri stefnu í beztri mynd. En þau eru fleiri áherzluatriðin sem tekið skal undir heils hugar. Eindregin er andstaða VG við inn- göngu í Evrópusambandið þar sem við værum dæmd til að glata um- ráðaréttinum yfir auðlindum okk- ar. Áherzlan á eindregna frið- arstefnu gegn hvers konar stríði og hernaðar-umsvifum er ein sam- boðin vopnlausri, friðelskandi þjóð. Efling innlendra atvinnugreina með sérstökum stuðningi við landsbyggðina er bráðbrýn. Fyrir mig sem bindindismann er sérstök ánægja með stefnu VG í áfeng- ismálum þar sem heilbrigðissjón- armið og mannheill eru sett ofar hagsmunum skammsýnna gróða- afla. Og ég fagna því að flokkurinn skuli ekki falla í gryfju ofurloforða utan allra mögulegra efnda eins og blasa hvarvetna við okkur annars staðar. Stefnan í málefnum barna- fólks gleður sér í lagi mitt gamla hjarta. Nauðsynin mest er sú að snúa af braut misskiptingar, of- urgróða fárra, kaupaukum og starfslokasamningum auðfirring- arinnar. Gegn þessum býsnum kvitta menn bezt fyrir með stuðn- ingi við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Þann stuðning þarf að tryggja. Velferðarstjórn í vor Eftir Helga Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Húsasmiður getur bætt við sig verkefnum í uppslætti, þökum og klæðningum. Er með góð mót. Upplýsingar í síma 698 2261. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Tónleikar Söngfjelagið, kór FEB í Reykjavík, heldur vortónleika sunnudaginn 4. maí kl. 17.00 í Bústaðakirkju. Kópavogsbúar Í dag, laugardaginn 3. maí, bjóðum við velkomna á kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi, á Dalvegi 18, Davíð Odds- son forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráð- herra. Þeir munu koma á skrifstofu okkar klukkan 14:00 og ræða við gesti og gangandi. Boðið er upp á kaffi, kleinur og gos. Fjölmennum og tökum vel á móti ráðherrunum. Opnunartími kosningaskrifstofunnar fram til kosninga verður frá kl. 16:00 til 19:00 virka daga og frá kl. 10:00 til 14:00 um helgar. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. HÚSNÆÐI ÓSKAST Stígamót vantar framtíðarhúsnæði Stígamót óska eftir að leigja 200—250 fm húsnæði í góðu ástandi. Upplýsingar í s. 562 6868 eða 696 0222. TIL SÖLU Lagersala á skóm Höfum opnað aftur! í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Munið! Tökum engin kort. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari Ýmiss góð tilboð í gangi í dag Opið í dag 11—17 Gvendur dúllari fornbókaverslun, Klapparstíg 35, s. 511 1925 www.gvendur.is Risa-rýmingarsala Bækur - myndir - málverk húsgögn - skrautmunir o.fl. Allt að 70% afsláttur Allt á að seljast Fyrstir koma — fyrstir fá Gvendur dúllari — alltaf góður Kolaportinu UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Árgerði, L-Árskógssandi, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Gréta Sigrún Tryggvadóttir og Guðmundur Már Sigurbjörnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn á Akureyri og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 8. maí 2003 kl. 10:50. Ártún, eignarhl., Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Bjartmar V. Þorgrímsson, gerðarbeiðandi Lögreglustjóraskrifstofa, þriðjudaginn 6. maí 2003 kl. 11:00. Miðbraut 2A, Hrísey, þingl. eig. Dagbjört Elín Pálsdóttir og Jóhann Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Lands- banki Íslands hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 8. maí 2003 kl. 12:15. Mikligarður, suðurendi, verslun í kjallara, Hjalteyri, Arnarneshreppi, þingl. eig. Sigurbjörn Karlsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 8. maí 2003 kl. 10:15. Sandskeið 16, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Sigurður Brynjar Júlíusson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Svarfdæla, fimmtudaginn 8. maí 2003 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 2. maí 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF www.fi.is Gamla Krýsuvíkurleiðin Fyrsti hluti raðgöngu sunnudag. Gengið af Kömbum að Þrengsla- vegi. Lagt verður af stað klukkan 10.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1.600/1.900. Fararstjóri Björn Pálsson. 4. maí. Esja — Tindstaðafjall (um 800 m). Gengið verður upp á hnjúkinn og austur eftir Esjunni norðanmegin að Skálatindi og niður að Meðalfellsvatni. Hækk- un er rúmlega 800 m, vega- lengd 16—17 km og göngutími 6—7 tímar. Fararstjóri Tómas Þröstur Rögn- valdsson. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð 1.900/2.300 kr. 7. maí. Útivistarræktin. Krýsuvík — Arnarvatn Brottför frá Sprengisandi (Pizza Hut) kl. 18.30. Allir velkomnir — ekkert þátttökugjald. 8.—11. maí. Jeppaferð. Jök- ulheimar — Grímsvötn (4 dagar). Uppselt. Sjá nánar www.utivist.is ATVINNA mbl.is Seltirningar Í dag, laugardaginn 3. maí, verða Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra á kosningaskrif- stofu sjálfstæðisfélags Seltjarnarness á Austurströnd 3. Geir H. Haarde kl. 11.00. Davíð Oddsson kl. 13.30. Kosningaskrifstofa félagsins er opin: Virka daga kl. 16.30 — 18.30. Laugardaga kl. 11.00 — 14.00 Stjórn sjálfstæðisfélags Seltjarnarness. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is SMS FRÉTTIR mbl.is FASTEIGNIR mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.