Morgunblaðið - 06.05.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.05.2003, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á UNDANFÖRNUM vikum hafa ís- lenskir fjölmiðlar fjallað þó nokkuð um íraskan dreng að nafni Ali Ismail Abbas. Ali er 12 ára gamall og býr í Bagdad. Fyrir stuttu varð hann fyrir þeirri ógæfu að brennast illa, missa fjölskyldu sína og báða handleggi. Það er fjarri mér að gera lítið úr þjáningum Alis. En mér finnst óvið- unandi að fjallað sé um hans aðstæð- ur eins og þær séu einsdæmi. Það eru svo ótal margir aðrir sem eiga um sárt að binda í Írak og víða ann- ars staðar, en enginn á Íslandi veit hvað þetta fólk heitir. Enda myndu þær fréttir varla selja blöð, fólk vill ekki lesa með kókópöffsinu sínu langar upptalningar á sér ókunnugu fólki, hvernig það sé sært og limlest. En hvernig særðist Ali? Jú, vinir okkar vestanhafs skutu flugskeyti á heimili hans. Auðvitað ætluðu þeir ekki að hæfa heimili neins. Auðvitað þykir þeim þetta alveg rosalega leið- inlegt. Og auðvitað verður Ali bætt- ur skaðinn. Með gervihöndum. Mál- flutningur af þessu tagi er auðvitað óþolandi og einungis aumt yfirvarp af hálfu þeirra sem bera ábyrgð á þessum viðbjóði. Vesalings Ali, handa- og foreldralaus, er einsdæmi aðeins að því leyti að hafa verið gerð- ur að tákngervingi hins stríðshrjáða sakleysingja. Sviðsljósinu er beint að honum og um leið frá öllum hinum. Það er vonast til þess að með því að vera mataður á upplýsingum um eina manneskju muni almenningur síður átta sig á því hversu margir þeir eru í raun, Aliarnir, í Írak og út um allan heim. Og það hefur örugg- lega einhver áhrif. Síðast en ekki síst er hamrað á því að drengnum hafi verið komið á sjúkrahús og verið sé að leita að „bestu fáanlegu gervilim- um“. Svo er ætlast til þess að heims- byggðin andvarpi yfir örlögum þessa ógæfusama barns en láti huggast við tilhugsunina um það að nú hafi þjóðir heims sameinast um að borga lækn- iskostnað drengsins, eins og þær sameinuðust áður um að skjóta flug- skeytum á heimaborg hans. En það er ekki góðmennska, mannúð eða samkennd með öðrum sem hér býr að baki, heldur hræsni í sinni allra ósvífnustu mynd. Það eru nefnilega til fleiri en ein tegund góð- verka og þessi er til þess gerð að friða samvisku manna og láta þá líta betur út í augum annarra. Mönnum, sem fara út í ótrúlega heimskuleg stríð með eigin hagsmuni í fyrirrúmi, þeim er alveg sama um lítinn dreng sem þjáist, á stað sem þeir geta varla bent á á korti. Missir Alis er óbæt- anlegur og þeir vita það. Þeir vita líka af öllum hinum sem ekki er talað eins mikið um. Og ennfremur eiga þeir sökina á öllu saman. Nú er það vel hugsanlegt að einhver lesi þetta og hugsi sem svo: „En sá móðursýk- islegi þvættingur! Saddam er (eða var?) vondur, vondur maður og handbendi djöfulsins og í heilögu stríði verður jú að færa fórnir … svo á að gefa stráknum nýjar, rándýrar hendur!“ Nú styttist í kosningar. Ég fyrir mitt leyti hef fengið nóg af því að skammast mín fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, þar sem það ágæta fólk virðist ekki kunna að skammast sín sjálft. Mér finnst við eiga rétt á ríkisstjórn sem við getum borið ein- hverja virðingu fyrir. Það er alveg á hreinu að fólk sem styður morð og limlestingar á öðru fólki mun ekki fá mitt atkvæði. ERLA ELÍASDÓTTIR, nemi í Menntaskólanum v/Hamrahlíð, Baldursgötu 30, Reykjavík. Hvað um alla hina? Frá Erlu Elíasdóttur SENDI hér með heillaóskir til eig- enda og starfsmanna Rannsókna- þjónustunnar Sýni ehf. fyrir að hafa staðið að fækkun kamfýlóbakter- sýkinga í mönnum. Greint er frá þessu á bls. 5 í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins þann 10. apríl síðastlið- inn. Starfsfólk rannsóknastofu Holl- ustuverndar ríkisins (nú Umhverfis- stofnun) sinnti kamfýlóbakter-rann- sóknum þegar ég hóf störf þar sem líffræðingur 1985. Frá 1986 komust þessar rannsóknir á matvælum og vatni í mínar hendur að mestu leyti. Kamfýlóbakter-sýklar voru einangr- aðir úr yfirborðsvatni og í hárri tíðni úr sýnum af frystum og ófrystum kjúklingum. Á þessum tíma var skylt samkvæmt reglugerð að frysta ali- fugla áður en þeir voru markaðssett- ir. Tíðni staðfestra kamfýlóbakter- sýkinga í mönnum var ýmist svipuð eða lægri en tíðni salmonella-sýk- inga. Árið 1986 greindust 114 salm- onella-tilfelli og 47 kamfýlóbakter- tilfelli. Að sögn samstarfsmanna var mér vikið úr starfi á rannsóknastofunni samkvæmt fyrirmælum frá yfir- stjórn Hollustuverndar ríkisins. Brottvikningin átti sér stað í lok árs 1992 og í kjölfarið stöðvaðist sam- starf rannsóknastofunnar og heil- brigðiseftirlitsins í landinu um kamfýlóbakter-rannsóknir á kjúk- lingum. Eftirleikurinn er mörgum lands- mönnum kunnur. Með reglugerðar- breytingu var leyfð sala á ófrystum alifuglum án þess að gripið væri til varúðarráðstafana vegna hárrar tíðni kamfýlóbakter-sýkla í kjúkling- um. Upp gaus mikið kamfýlóbakter- fár í landinu og samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 7. júlí 2002 voru 218 kamfýlóbakter-sýkingar í mönnum staðfestar á árinu 1998 og 427 árið 1999. ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR, örverufræðingur. Kamfýlóbakter-sýk- ingar á undanhaldi Frá Þuríði Gísladóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.