Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 2
77 FRIÐLÝST SVÆÐI Umhverfisstofnun hefur sent hagsmunaaðilum drög að nýrri nátt- úruverndaráætlun til umsagnar. Samkvæmt þeim er tillaga gerð um 77 friðlýst svæði, þar af þrjá nýja þjóðgarða og átta svæði sem ekki hafa verið á náttúruminjaskrá. Þjóð- garðarnir eru við Vatnajökul og ná- grenni, Heklu og nágrenni og Látra- bjarg og Rauðasand. Fíkniefnahringur Þýsk lögregluyfirvöld hafa í sam- vinnu við hérlenda starfsbræður upprætt fíkniefnahring í Þýskalandi sem teygði anga sína til Íslands. Fimm hafa verið handteknir eftir húsleit nálægt Hamborg þar sem 20 kíló af hassi fundust. Málið tengist handtöku tveggja manna hér á landi í haust, Þjóðverja og Íslendings. Varað við hryðjuverkum Bandaríkjamenn vöruðu í gær við því að liðsmenn í hryðjuverka- samtökum sem tengdust al-Qaeda gætu reynt að efna til sprengju- tilræða í Malasíu. Sjálfsmorðs- sprengjumenn urðu tólf manns að bana í litlu þorpi í Tétsníu í gær- morgun og fyrr í vikunni féllu nær sextíu manns í öðru tilræði í Kákas- ushéraðinu. Embættismenn í Moskvu telja hugsanlegt að al- Qaeda hafi staðið á bak við tilræðin. Ný sjónvarpsstöð Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá einn, mun í haust hefja útsendingar á nýrri íslenskri sjón- varpsstöð á Breiðbandi Símans. Stöðin hefur hlotið nafnið Skjár tveir og verður í áskrift. Spá Valsstúlkum sigri Þjálfarar, fyrirliðar og for- ráðamenn félaga spá því að Vals- stúlkur hreppi Íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu kvenna í sumar. KR er spáð öðru sæti og Breiðabliki þriðja en talið að botnslagurinn verði milli FH og Þróttar/Hauka. Þúsundir líka í fjöldagröf Líkamsleifar þúsunda fórnar- lamba Saddams Husseins hafa verið grafnar upp í fjöldagröf sem fannst við borgina Hilla. Er talið að um sé að ræða fólk sem tekið var af lífi eftir misheppnaða uppreisn sjía-múslíma árið 1991. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F VIÐSKIPTI FJÁRMÁL FISKVEIÐAR Jack Welcher án efa einn þekktasti og áhrifamesti fyrirtækja stjórnandi síðari ára. Fjárfestingafélagið Kaldbakur er annað stærsta fyrirtæki lands- ins í fjárfestingum. NORÐMENN og Danir nota sprengiefni við veiðar til þess að fæla fiskinn ofar í sjóinn. SJÁLFSTRAUSTIÐ/4 AF KALDBAK/6 NOTA/9 Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Fis- hery Products International (FPI) hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka um endurfjármögnun langtímalána fyrirtækis- ins ásamt nýju fjárfestingarláni. Heildar- fjárhæð lánsfjármögnunarinnar eru 79 millj- ónir kanadadollara eða sem nemur um 4,2 milljörðum króna. Um 54 milljónum kanada- dollara verður varið til endurfjármögnunar á eldri lánum og 25 milljónum verður varið til uppbyggingar á fiskvinnslu fyrirtækisins. Með þessari lánveitingu og fyrri lánveitingu til sjávarútvegsfyrirtæksins Clearwater er Íslandsbanki orðinn stærsti einstaki lánveit- andinn til sjávarútvegs í Kanada. Fishery Product International er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á austurströnd Norð- ur-Ameríku. Starfsemi fyrirtækisins spann- ar allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávaraf- urða. Höfuðstöðvar FPI eru á Nýfundnalandi, en fyrirtækið er með starf- semi víða í Kanada og í Bandaríkjunum og söluskrifstofur víða um heim. Starfsmenn FPI eru 3.300 talsins og nam velta fyrirtæk- isins á síðasta ári jafnvirði 40 milljarða króna. Hlutabréf FPI eru skráð í Kauphöll- inni í Tórontó. Mikilvægur áfangi „Þessi samningur markar mikilvægan áfanga í fjárhagslegri endurskipulagningu FPI. Nýju lánsfé verður varið til þess að styrkja fiskvinnsluhluta fyrirtækisins og auka þannig samkeppnishæfni FPI. Við er- um jafnframt ánægðir með að vera komnir í viðskipti við Íslandsbanka, sem býr yfir mik- illi sérþekkingu á fjármálaþjónustu við fisk- iðnað,“ Derrick Rowe forstjóri. „Samningurinn við FPI er Íslandsbanka mikilvægur og styrkir stöðu bankans í þjón- ustu við alþjóðlegan fiskiðnað. FPI er leið- andi fyrirtæki í fiskiðnaði í Kanada og í fremstu röð á heimsvísu. Undanfarin ár hef- ur Íslandsbanki markvisst unnið að því að byggja upp viðskiptasambönd sín í alþjóð- legum fiskiðnaði. Samningur FPI við Ís- landsbanka ber vitni um samkeppnishæfni bankans og það orðspor sem hann hefur afl- að sér á þessum markaði,“ segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, um lánið. F J Ö G U R R A M I L L J A R Ð A L Á N Íslandsbanki lánar FPI Bankinn orðinn stærsti einstaki lánveitandinn til kanadíksa sjávarútvegsins ÍSLAND er í níunda sæti af 29 á lista svissneska IMD við- skiptaháskólans yfir samkeppnis- hæfustu þjóðirnar sem hafa færri en 20 milljónir íbúa. Á sama mælikvarða lenti Ísland í ellefta sæti árið 2002. Háskólinn í Reykjavík sér um gagnaöflun fyrir skýrsluna hér á landi. Guðrún Mjöll Sigurðar- dóttir, sérfræðingur við við- skiptadeild HR, segir að skýrslan byggi á gögnum sem aflað hafi verið í mars og apríl. Hún segir að skýrslan, og gögnin sem hún byggir á, nýtist t.a.m. stjórnmála- mönnum, stofnunum og félögum, samtökum atvinnulífsins og fyr- irtækjum. „Hún er gott tæki til að sjá hvar hömlur á samkeppnis- hæfni Íslands miðað við aðrar þjóðir eru mestar,“ segir hún. Löndum skipt í tvo flokka Löndum var nú í fyrsta skipti skipt í tvo flokka; með yfir 20 milljónir íbúa og með færri en 20 milljónir íbúa. „Það er vegna þess að samkeppnisumhverfið er mis- munandi eftir stærð hagkerf- anna. Almennt eru minni hag- kerfi talin vera viðkvæmari en þau stærri fyrir veikara efna- hagsumhverfi,“ segir Guðrún Mjöll. Ísland er næstneðst af Norð- urlöndunum á listanum, en aðeins Noregur er með lakari einkunn. „Þessi röðun segir ekki alla sög- una. Sumir þættir eru illviðráð- anlegir. Til dæmis er þjóðin smá, en smæðin virkar sem takmörkun á samkeppnishæfni þjóða í þess- ari mælingu,“ segir Guðrún. Smæðin hamlandi Mælingin á samkeppnishæfni skiptist í fjóra flokka. Í fyrsta lagi var lagt mat á stöðu efnahagslífs- ins, í 75 þáttum. Þar lenti Ísland í 26. sæti, samanborið við 17. sæti árið áður. „Það hamlar íslenskri samkeppnishæfni að Ísland er lít- ið, en sumir af þessum 75 þáttum hafa beint með stærð lands og þjóðar að gera. Því er Ísland oft í síðasta sæti, en við því er lítið að gera,“ segir Guðrún. Hið opinbera skilvirkt Í öðru lagi var litið á skilvirkni hins opinbera. Þar hækkaði Ís- land úr 15. sæti upp í það sjöunda. „Stjórnendur í atvinnulífinu segja að skrifræði hindri ekki starfsemi á markaði og að skattar hamli ekki frumkvöðlastarfsemi. Þá er almannatryggingakerfið talið vera mjög sterkt,“ segir Guðrún. Sveigjanleiki í viðskiptum Í þriðja lagi var skilvirkni í við- skiptum skoðuð, en þar var litið til 69 þátta. Ísland lenti í þriðja sæti hvað þennan flokk varðaði, en því fjórða árið 2002. „Stjórn- endur í atvinnulífinu telja að fólk sé almennt sveigjanlegt og fljótt að laga sig að nýjum aðstæðum í hagkerfinu. Almennt eru Íslend- ingar opnir fyrir nýjum hug- myndum og gildismat þeirra styður við samkeppni. Vegna smæðar landsins hefur alþjóða- væðing ekki haft slæm áhrif hér,“ segir hún. Innviðir traustir Í fjórða og síðasta lagi voru inn- viðir efnahagslífsins skoðaðir, í 96 þáttum. Þar stökk Ísland upp í fjórða sæti, upp úr því níunda. „Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér nýjustu upplýsinga- tækni. Menntun er ágæt og læsi þjóðarinnar mikið. Þá hefur já- kvæð áhrif á þennan þátt að raf- orkukostnaður fyrir stóriðju er lágur, mengun lítil og orkubú- skapur góður. Aftur á móti hefur markaðsstærðin hamlandi áhrif og ekki er talið að nógu mikil áhersla sé lögð á rannsókna- og þróunarvinnu hér á landi, sem endurspeglast í fáum umsóknum um einkaleyfi og fáum útgefnum vísindagreinum eftir Íslendinga,“ segir Guðrún Mjöll. Samkeppnishæfni Ís- lands eykst milli ára Smæðin hamlar samkeppnishæfni. Sveigjanleiki í viðskiptum og hjá hinu opinbera                   !                            !  " #  $                           !  " #$ % "& '    (     )   *  +, -, ., /, 0, 1, 2, + ++, + + % &! '(() ! '((' ! '((* ! '(((  Miðopna: Af Kaldbak er útsýni til allra átta Yf ir l i t „ÞESSU miðar eins og við má búast í svona viðræðum,“ sagði Illugi Gunnarsson, aðstoðar- maður Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, í gær þegar hann var spurður um gang stjórnarmyndunarviðræðn- anna milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann sagði að enn væri m.a. verið að vinna að söfnun gagna vegna viðræðnanna. „Þetta er í þess- um farvegi sem þeir [Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son] lýstu í gær [fyrradag]; menn myndu verða í sambandi og fara í þá vinnu að afla gagna sem þarf til að geta haldið áfram þessum viðræðum.“ Ekki hafði verið ákveðið í gær hvort Halldór og Davíð myndu hittast formlega í dag. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu vonast þeir til þess að línur í viðræðunum verði farnar að skýrast um helgina. Miðar eins og við má búast FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 12/18 Minningar 34/40 Höfuðborgin 19 Bréf 44/45 Akureyri 20 Kirkjustarf 45 Suðurnes 21 Dagbók 46/47 Landið 22/23 Íþróttir 48/51 Neytendur 24 Fólk 52/57 Listir 25/27 Bíó 54/57 Umræðan 28/29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Í LOK aprílmánaðar voru 5.791 á atvinnuleysisskrá á landinu, 2.992 karlar og 2.799 konur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnulausum í lok aprílmánaðar fækkaði um 252 frá mánuðinum á undan en fjölgaði um 1.819 frá apríl 2002. Atvinnulausum konum fækk- aði um 69 frá mánuðinum á undan og atvinnulausum körlum fækkaði um 183. Í apríl voru skráðir 121.172 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildir því að 5.509 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þessar töl- ur jafngilda 3,9% af áætlun Efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í apríl 2003. Áætlaður mannafli á vinnu- markaði í apríl 2003 var 140.835. Atvinnulausir voru að meðaltali um 2,4% eða 136 færri í apríl en í mars en um 49% fleiri en í apríl árið 2002. Í apríl 2002 breyttist með- alfjöldi atvinnulausra ekkert frá mars. Í apríl 2001 varð hins vegar um 12,2% aukning milli sömu mán- aða, sem stafaði aðallega af sjó- mannaverkfalli í mánuðinum, en at- vinnulausum fækkaði um 19,5% milli þessara sömu mánaða árið 2000. Atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu frá því í mars, nema á Norðurlandi vestra. Atvinnuleysið minnkaði hlutfallslega mest á Vest- urlandi og Vestfjörðum en lítils háttar annars staðar. Tæplega sex þúsund á atvinnuleysisskrá HONUM svipar óneitanlega til Keikós þessum upp- blásna gúmmíháhyrningi sem sást í garði einum í Kópavogi í gær. Þar var mikill hamagangur er þessar hressu vinkonur léku sér að því að príla upp á bak hans og renna sér svo niður aftur. Þótt háhyrningurinn sé stór og mikill um sig virðist hann þó heldur minni en nafni hans sem dvelur nú við Noregsstrendur. Ef að líkum lætur á hann eftir að sjást í einhverjum af sund- laugum borgarinnar í sumar og væntanlega kæta þar gesti af yngri kynslóðinni. Morgunblaðið/RAX Háhyrningur í Kópavoginum KARLMAÐUR á Höfn var fluttur á slysadeild í gær með djúpt sár á hendi eftir hundsbit, sem hann fékk þegar hann var að viðra heimilistík- ina á förnum vegi. Blendingshund- ur af púðlukyni kom þar aðvífandi en beit eiganda tíkurinnar þegar hann hugðist stugga óboðna gest- inum frá. Lögreglan segir að verr hefði getað farið ef barn hefði átt í hlut. Umræddur maður er mikill vexti, en meiddist þó talsvert. Lög- reglan leitar hundsins en talið er að íbúi í bænum eigi hann. Lögreglan segir lausagöngu hunda vera tals- vert vandamál í bænum, en fyrr í vor beit laus hundur barn og meiddi það. Lögreglan fangaði þann hund í kjölfarið. Er það í höndum bæjaryfirvalda að ákveða örlög hunda sem nást eftir árásir á fólk. Bitinn af hundi TVÍTUGUR maður sem lög- reglan í Reykjavík handtók í gærmorgun grunaðan um rán í Bónusvídeói við Kleppsveg sl. föstudag játaði á sig verknað- inn. Maðurinn otaði hnífi að af- greiðslukonum og rændi óveru- legri peningaupphæð og nokkr- um frelsis-símakortum og hljóp síðan af vettvangi. Málið er tal- ið að fullu upplýst. Rán upplýst REYKJAVÍK er næstvinsæl- asti áfangastaður „fræga“ fólksins á eftir París sam- kvæmt stærsta ferðavef Bret- lands, lastminute.com. „Við sjáum orðið svona lista annað slagið þar sem Reykja- vík og Íslandi er stillt upp með París, New York og öðrum frægustu borgum heims,“ seg- ir Guðjón Arngrímsson, blaða- fulltrúi Flugleiða. „Þetta er ótrúlegur árangur af mark- aðsstarfi undanfarinna ára og skilar sér í stöðugt fleiri ferða- mönnum.“ Lastminute.com sendir vikulega út fréttabréf og fá það um tvær milljónir manna, en þar kemur meðal annars fram að á eftir París og Reykjavík vill „fræga“ fólkið helst heimsækja Toskana, Dublin, New York, Bordeaux, Prag, fara í safarí-ferð til Suð- ur-Afríku og fara til Ibiza og Maldív-eyja. Ferðavefurinn lastminute.com Reykjavík í öðru sæti STARFSMAÐUR við Kára- hnjúka velti jeppabifreið á mal- arvegi við Grenisöldu á Fljóts- dalsheiði um þrjúleytið í gær. Hann slapp að mestu leyti ómeiddur en jeppinn er stór- skemmdur. Maðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lenti í lausa- möl, fór eina veltu og hafnaði jeppinn utan vegar. Tilkynnt var um slysið til lögreglunnar á Egilsstöðum um Neyðarlínuna, en annar starfsmaður Impregilo flutti þann sem velti bifreiðinni til skoðunar á Egilsstöðum. Velti jeppa á Fljótsdalsheiði Stjórnarmynd- unarviðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.