Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 13 SVO virðist sem heilbrigðisyfir- völd á Taívan hafi misst stjórn á útbreiðslu bráðalungnabólgufar- aldursins (HABL) þar í landi og er veikinnar nú tekið að gæta á afskekktum svæðum á eynni. Sex létu lífið af völdum sjúk- dómsins í Taívan í gær og 18 ný tilfelli voru skráð. Hefur nú 31 lát- ist og 238 tekið sjúkdóminn á eyj- unni. Á sama tíma virðist vera að hægja á sjúkdómnum í Hong Kong en þar létust tveir á síðasta sólarhring og níu ný tilfelli voru skráð. Hafa þá 227 látist og 1.698 smitast þar. Í Kína var í gær skýrt frá fimm dauðsföllum af völdum bráða- lungnabólgu og 55 ný tilfelli voru skráð, að sögn kínverska heil- brigðisráðuneytisins. Hafa þá 267 látist í Kína og 5.124 greinst með sjúkdóminn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in, WHO, hefur lýst Taipei, höf- uðborg Taívan, hættusvæði vegna bráðalungnabólgunnar og mælt með því að ferðamenn fresti ferð- um sínum þangað. Þá hafa stjórn- endur stórs sjúkrahúss í borginni verið sakaðir um að reyna að leyna því hve sjúkdómurinn var útbreiddur meðal starfsmanna þar. Var yfirmaður sjúkrahússins rekinn úr starfi í kjölfarið. Staðfest hefur verið að lungna- bólgutilfelli hafa komið upp í Kaohsiung í suðurhluta Taívans, borginni Hualien í austri og Taim- ali á suðausturhluta eyjarinnar. Alls hafa nærri 600 manns látið lífið af völdum sjúkdómsins, flestir í Asíu, og um 7.500 manns hafa smitast. HABL breiðist út á Taívan Taipei. Hong Kong. AFP. ELLEFU fórust og 42 slösuð- ust í árekstri rútu og flutninga- bíls skammt austur af Dakar, höfuðborg Senegal, í gærmorg- un. Farþegarnir í rútunni voru á leið til bæjarins Tivaouane, sem er um 50 km frá Dakar, er áreksturinn varð, en að sögn lögreglu var flutningabíllinn á röngum vegarhelmingi. Einhverfum börnum fjölgar FJÖLDI einhverfra barna í Kaliforníu hefur næstum því tvöfaldast á undanförnum fjór- um árum, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar, opinberrar skýrslu. Í desember í fyrra nutu 20.377 börn opinberrar þjónustu vegna „klassískrar“ einhverfu, og var það 97% fleiri en 1998. Fyrri rannsókn leiddi í ljós að tíðni einhverfu jókst um 237% frá 1987 til 1998. Stjórnandi beggja rannsóknanna sagði að nýjustu tölurnar væru ekki aðeins til marks um breytta greiningu heldur endurspegluðu raun- verulega aukningu. Ekki er nein skýring þekkt á einhverfu. Til bjargar Feneyjum SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, hóf í gær form- lega aðgerðir sem ætlað er að bjarga Fen- eyjum frá hækkandi sjávaryfir- borði. Komið verður fyrir 78 stálþilum sem eiga að skýla borg- inni fyrir ágangi sjáv- ar, en frá því í byrjun síðustu aldar hefur hún sokkið 23 senti- metra og götur og torg flæðir sí- fellt oftar. Umhverfisverndar- sinnar eru andvígir fyrirætl- unum yfirvalda og segja þær munu eyðileggja lónið sem um- lykur borgina. Áætlaður kostn- aður við björgunaraðgerðirnar er um sex milljarðar evra. Aðstoð til Norður-Kóreu FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins tilkynnti í gær að veitt yrði 7,5 milljónum evra til að bæta stöðu heilsu- gæslu í N-Kóreu. Verður fénu veitt til hjálparstofnana sem nota það til kaupa á tækjum og lyfjum sem brýn þörf er á, og endurbóta á heilsugæslustöðv- um og sjúkrahúsum. Norskt „piip-show“ Á NORSKRI vefsíðu er nú boð- ið upp á enn eitt raunveruleika- sjónvarpið, en þar eru engin magnþrungin sturtuatriði held- ur einungis daglegt líf tveggja smáfugla. Undanfarinn mánuð hefur myndavél fylgst með búrinu þeirra, sem er innréttað eins og lítil dagstofa hjá fólki. Það var norski ljósmyndarinn Sten Magne Klann sem setti upp vefsíðuna www.piip-show.- no og segir hana geta fullnægt gægjuþörf fólks án þess að nokkrum sé útskúfað og enginn fái milljónir að lokum. STUTT 11 farast í árekstri Berlusconi Nýr listi www.freemans.is Mi›inn á 800 kr. á mánu›i e›a a›eins 185 kr. fyrir hvern útdrátt. 20% fjölgun vinninga -vinningur í hverri v ikuwww.das.is e›a á netinu 561 7757 Hringdu núna og trygg›u flér mi›a. ...og allt skattfrjálst! Fær› flú símtal frá okkur? D r e g i› í h ve rr i v ik u 52x DAS Vinningaveisla Í dag ver›a nærri 2000 vinningar dregnir út! fia› er ekki of seint a› vera me› í dag ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 20 93 5 04 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.