Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 25 ÞESSI tvö leikrit fjalla um sam- skipti kynjanna áður en og eftir að ákvörðun er tekin um að hefja sam- búð. Fyrra leikritið fjallar um lífið eft- ir að þessi afdrifaríka ákvörðun er tekin. „Hún“ er sáróánægð með lífið og telur helst að það mætti bæta með því að taka að sér óvenjulegt gælu- dýr; „hann“ – sem hélt að allt væri í himnalagi – er sjálfsögðu á móti því. „Hún“ hefur öll ráðin í sambandinu og blekkir „hann“ og pínir uns „hann“ sér þann kost einn vænstan að leita til vinar síns um heppilegan mótleik sem svo losar hann við gæludýrið (og ef til vill sambúðarkonuna) á eftirminnileg- an máta. Eins og fjöldamörg verka Jóns er leikritið bráðfyndið. Annar kostur þess er að töluverðu efni er komið til skila á skömmum tíma. Hjálmar Hjálmarsson nær rétta andrúmsloft- inu, þessum gnarrandi rétta tón, svo absúrd-húmor Jóns nær að njóta sín. Þar skiptir meginmáli að leikararnir leiki blátt áfram íslenskar almúga- manneskjur, þar sem lögð er áhersla á ýmsa algenga takta í framburði og tóni án þess að ýkja um of. Kjartan Guðjónsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir eru brakandi fyndin sem nafnlausa parið sem eru ekki á eitt sátt um hversdagslega tilveru sína. Guðlaug nær sterkum tökum á þess- ari slungnu konu, enda leikur hún hana einmitt í réttum anda, áhorfend- ur vita aldrei hvort „hana“ langar virkilega í þetta gæludýr eða hvort hún er að þessu út af einskærum leið- indum og gremju út í sambýlismann- inn. Kjartan nær ótrúlega langt í aumingjatöktunum og samleikur þeirra tveggja er svo trúverðugur að verkið öðlast í þeirra meðförum dýpri merkingu. Hilmir Snær leikur vininn sem ræður „honum“ heilt og leikur á yfirvegaðan hátt rödd skynseminnar. Hljóðvinnslan er einstaklega vönd- uð: fótatakið er „hann“ kemur inn í upphafi leiksins gefur eitt og sér til kynna í hverskonar húsakynnum par- ið býr. Tónlistin, fuglagargið, brot- hljóðin og finnskumælandi rödd úr sjónvarpinu eiga stóran hlut í hvað verkið kemst vel til skila. Í skýjunum Áður en flutningur Í skýjunum hófst og eftir að því lauk var það kynnt. Því miður var fimm ára gömul kynning notuð óbreytt og „nýtt“ verk boðað. Hér er sagt frá ekki ósvipuðu pari, en nú í tilhugalífinu. Freyja á það sameiginlegt með „henni“ í leikritinu sem var flutt á undan að eiga und- irtökin í sambandi sínu. Hún leikur sér að tilfinningum Arnars, nokkuð viss um að hún getur dregið hann sundur og saman í háði að vild en samt með smá viðsnúningi haft sitt fram og hann góðan að lokum. Höfundurinn, Þorsteinn Guð- mundsson, er hallur að því að finna hið spaugilega við daglegt líf án þess að eitthvað sérstaklega óvenjulegt komi fyrir eða að persónur hans hagi sér á óvæntan hátt. Hann hefur greinilega miklu meiri áhuga á að lýsa persónum en framvindu. Margt er at- hyglisvert í verkinu og persónurnar skýrt mótaðar, sérstaklega hve Freyja getur verið andstyggileg og hve máttlausar mótbárur Arnars eru og hvað hún hefur mikla ánægju af að hafa líf hans í hendi sér. Vandamálið er að verkið er of langt, þrátt fyrir að byrja vel verða samræðurnar of keimlíkar í löngum miðhlutanum. Málalengingarnar draga verkið niður, hér skortir dramatíska spennu og Gísli Rúnar Jónsson hefur ekki fundið neina lausn á því vandamáli. Samskipti bryðjunn- ar og aulans verða einfaldlega ekki nógu áhugaverð til að halda verkinu uppi í hálftíma án beittari brandara og sinnaskipti þeirra í lokin eru ótrú- verðug. Helga Braga Jónsdóttir og Örn Jónsson ná að skapa áhugaverð- ar persónur en þó að aðstæður og til- svör séu gjarnan spaugileg er eins og leikurinn verði hálf máttlaus og allt í lausu lofti. Sviplítil hljóðmynd bætir ekki úr skák. Tilhugalíf og sambúð LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Jón Gnarr. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Hljóðvinnsla: Georg Magn- ússon. Fótatak, dýraskrækir og rödd úr sjónvarpi: Dalla Jóhannsdóttir, Gunnlaug Þorvaldsdóttir, Jan Murtomaa, Moli og Þorvaldur Þór Björnsson. Leikarar: Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Kjartan Guð- jónsson og Hilmir Snær Guðnason. Upp- taka frá 1999; flutt sunnudaginn 11. maí, endurtekin fimmtudagskvöldið 15. maí. MÁVURINN Sveinn Haraldsson Höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Hljóðvinnsla: Sverrir Gíslason. Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir og Örn Árnason. Upptaka frá 1998; flutt sunnudaginn 11. maí, end- urtekin fimmtudagskvöldið 15. maí. Í SKÝJUNUM Jón Gnarr Þorsteinn Guðmundsson Kvennakórinn Kyrjurnar heldur vortónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20.30. Á efnisskrá eru dægurlög, þjóðlög og aðrar dægurflugur. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og undir- leikari Halldóra Aradóttir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsinu kl. 12– 12.30 Fókusinn – verk nemenda skoðuð. Raftónlist kl. 20 Guðmundur Steinn Gunnarsson og Hallvarður Ásgeirsson, gítarleikarar, flytja dag- skrá. Frumflutt verða tónverk eftir Þóru Gerði Guðrúnardóttur og Hall- varð Ásgeirsson. Á MORGUN Farsi á faraldsfæti LEIKFÉLAG Hólmavíkur er í leik- för með gamanleikinn Sex í sveit en hann var frumsýndur á Hólmavík á skírdag. Leikritið verður sýnt í Óðali í Borgarnesi í kvöld kl. 21 og svo í Tjarnarbíói í Reykjavík á laugar- dagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Skúli Gautason en höfundur er Marc Camoletti. Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði. Verkið gerist eitt laugardagskvöld í sumarbústað við Eyjafjörð þar sem húsráðendur eru hin vel stæðu og huggulegu hjón Þórunn og Bene- dikt. Þau eru ekki við eina fjölina felld og brátt drífur að viðhöld þeirra beggja ásamt fleira fólki. Þá er sýning áformuð í Króks- fjarðarnesi í júní. ATVINNA mbl.is Traustir M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Camp-let tjaldvagninn er þrautreyndur hér á landi og áratuga reynsla sannar hin dönsku gæði. Camp-let hefur stórt áfast fortjald, eldhúseiningu og tvö rúmgóð svefnpláss. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tjalda og þá er leitun að stærri og rúmbetri tjaldvagni á íslenskum tjaldstæðum! Verð frá 529.000 kr. Vortilboð! Staðfestu pöntun fyrir 25. maí og ókeypis yfirbreiðsla fylgir með. Komdu og skoðaðu nýja 10 RT fellihýsið frá Starcraft. Það er stórt og sterkt, á 15" dekkjum með álfelgum, upphækkað, smíðað á „off-road“ undirvagn og smell- passar fyrir jeppana. Allt sem prýðir úrvals fellihýsi er til staðar; pottþéttur Aqualon tjalddúkur, miðstöð og eldavél, grjótvörn og tveir gaskútar. StarcraftCamp-let „off-road“ fellihýsið vortilboð ferðafélagar O PI Ð Í B ÍLDSHÖFÐA O PIÐ Í BÍLDS HÖ FÐ A Opið í kvöld til 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.