Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAKBORNINGAR í einu stærsta amfetamínmáli sem upp hefur komið hérlendis ýmist neituðu eða játuðu sök að hluta, eða bentu hver á annan, þeg- ar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ein úr hópnum, 23 ára kona, sagðist hafa verið beitt harðræði af lögreglu sem leitt hafi til játninga á glæp sem hún framdi ekki. Ákært er fyrir smygl á tæpum 6 kg af amfeta- míni og 300 grömmum af kókaíni og peninga- þvætti frá september 2001 til janúar 2002. Enn fremur er ákært fyrir smygl á 630 g af kókaíni til landsins árið 1998 auk frekara fíkni- efnasmygls í smærri stíl. Upptökukröfur ákæru- valdsins nema rúmum 6 milljónum kr. Sakborn- ingar eru sjö í aðalmálinu, fimm menn frá rúmlega tvítugu til fertugs og tvær konur. Var undir miklum þrýstingi frá vinkonu sinni Annarri konunni er m.a. gefið að sök að hafa fengið vinkonu sína til að taka við póstsendingum með fíkniefnum sem síðar voru sóttar í bíl henn- ar á vinnustað hennar. Samkvæmt ákæruskjali var um að ræða kíló af amfetamíni og 300 g af kókaíni. Vinkonan sagðist fyrir dómi hafa verið undir miklum þrýstingi frá meðákærðu um að taka við sendingunni og loks látið undan. Hefði hún leyft að póstsendingin yrði send á heim- ilisfang sitt. Síðan hefði hún sett pakkana í bíl sinn og skilið hann eftir opinn á bílastæði að beiðni meðákærðu. Í framhaldinu hefði ókunn- ugur maður komið til sín í vinnuna og sótt pakk- anna í bílinn. Sagðist hún ekki hafa vitað um innihaldið, en gefið hefði verið í skyn að um ólög- mætan varning væri að ræða. Fyrir sinn þátt fékk hún greiddar 200 þúsund krónur. Með- ákærða harðneitaði því að hafa fengið vinkonu sína til þessara gerða og sagðist ekki skilja hví verið væri að ljúga upp á sig. Atburðir hefðu þvert á móti verið á þann veg að vinkonan hefði heimsótt hana í Danmörku og þær síðan ferðast saman til Þýskalands þar sem vinkonan átti að hitta ónefndan aðila. Mjög illa haldin í gæsluvarðhaldi Meðákærða, sem einnig er sökuð um pen- ingaþvætti í málinu, sagðist enn fremur hafa ver- ið beitt harðræði af lögreglu við rannsókn máls- ins, sem leitt hefði til falskra játninga hennar. Hún hafi verið mjög illa haldin andlega sem lík- amlega og hefðu lögreglumenn notfært sér bágt ástand hennar til að þvinga fram játningar. Hefðu þeir oft yfirheyrt hana án þess að um formlega skýrslutöku væri að ræða að viðstödd- um lögmanni. Í gæsluvarðhaldinu hefði læknir þá úrskurðað að hún þyrfti næringu í æð. Verjandi konunnar áskildi sér rétt til að leiða lækni og sál- fræðing fyrir dóminn til að sannreyna fullyrð- ingar hennar. Bróðir hennar er meintur höfuðpaur í málinu, sem einnig varðar smygl á 4,8 kg af amfetamíni auk fyrrnefndra fíkniefna. Ákærði neitar sök. Hann keypti erlendan gjaldeyri fyrir 2,7 milljónir króna, sem ákæruvaldið telur að hann hafi ætlað til fíkniefnakaupa erlendis. Þegar hann var spurður hvar hann hefði fengið peningana til gjaldeyriskaupanna sagðist hann hafa sparað af launum sínum, en tjáði sig ekki frekar um málið. Tveir ákærðu, menn um tvítugt, eru sakaðir um móttöku og geymslu á amfetamíninu og sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir innihaldinu. Annar þeirra sagðist reyndar hafa haft illan grun um að eitthvað væri bogið við innihald dósa sem sendar voru hingað og þangað á íslensk heimilisföng og hann átti að safna saman. Hann hafi þó aldrei fengið svör um innihald þegar eftir var leitað. Því hafi hann beðið meðákærða vin sinn um að geyma dósirnar. Aðspurður af verjendum með- ákærðu, sagðist hann ekki hafa þorað að geyma hugsanlega ólöglegan varning en á hinn bóginn hefði hann talið í lagi að vinur sinn lenti í þeirri stöðu. Tjáði hann ekki vininum grunsemdir sínar um að sendandi dósanna hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Einn sjö sakborninga við aðalmeðferð í stóru amfetamínmáli Segir harðræði í gæsluvarð- haldi hafa leitt til játninga KARLMAÐUR sem sætir rannsókn lögreglunnar í Reykjavík vegna meintra kyn- ferðisbrota, með því að hafa geymt barnaklámefni í slíku magni að aldrei hefur annað eins sést hérlendis, fór til út- landa fyrir skömmu án þess að lögreglan hindraði för hans. Utanferð hans var með vitn- eskju og samþykki lögreglunn- ar og verjanda hans og var ekki talin ástæða til að krefjast úr- skurðar dómara um farbann vegna rannsóknar málsins, að sögn Harðar Jóhannessonar yf- irlögregluþjóns. Vitað er hvar maðurinn er og hvenær hann er væntanlegur til landsins aftur. Kemur hann heim eftir nokkra daga og er ekki talin þörf á að krefjast nærveru hans á Íslandi fyrr en yfirheyrslur yfir honum hefjast. Lögreglan hefur því fram að þessu hvorki lagt fram gæsluvarðhalds- né farbanns- kröfu á hinn grunaða. Við húsleit fann lögreglan í fórum mannsins á fjórða hundrað myndbandsspólna, yf- ir 200 DVD-mynddiska og tvær tölvur sem innihéldu klám- myndir í tugþúsundatali. Barnaklámsmálið Hinn grun- aði erlendis FLOTI fjögurra þýskra og franskra herskipa liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Flotadeildin hef- ur verið við æfingar en verður við bryggju hér til morguns. Þá er för- inni heitið til Skotlands, og þaðan til Tromsö í Noregi. Í flotadeildinni eru þrjú þýsk skip, freigátan Bremen, tundur- spillirinn Lütjens og birgðaskipið Berlin, ásamt frönsku freigátunni La Fayette. Skipin hafa hvert sitt hlutverk og er markmið æfinganna meðal annars að samhæfa þessi hlutverk að sögn Karsten Schneid- er, skipherra og yfirmanns þýsk- frönsku flotadeildarinnar. Í gær gafst almenningi tækifæri til að skoða skipin. Skipin mjög sérhæfð Freigátan Bremen er hönnuð til að leita að og eyða óvinakafbátum, og notar hún þyrlur til að finna kaf- bátana. Skipið er 130 metrar á lengd og er 3.680 tonn, og eru 219 í áhöfn. Alexander Zeihe, sem er einn af foringjum skipsins, segir skipið vera vel til þess fallið að styðja önnur skip, og var það meðal annars í sex mánuði á Persaflóa á meðan stríð bandamanna gegn Írak stóð sem hæst. Lütjens er tundurspillir sem er hönnuð til þess að verja flotadeild- ina gegn árásum úr lofti. Skipið er búið háþróuðum ratsjám og lang- drægum loftvarnakerfum. Lütjens er 134 metrar á lengd og er 4.730 tonn, með 337 áhafnarmeðlimi. Birgðaskipið Berlin er stærsta skipið í þýska flotanum, 19.200 tonn og 173 metrar á lengd. Skipið sér hinum skipunum í flotadeildinni fyrir birgðum svo sem olíu, vatni, mat og skotfærum. Þar er einnig hægt að setja upp fullkomið sjúkra- pláss fyrir allt að 50 manns. Nýjasta skipið í flotadeildinni er franska freygátan La Fayette sem var sjósett 1996. Skipið er byggt með það í huga að það sjáist illa eða ekki á radar og er eitt af fyrstu skipunum sem byggð eru með því lagi. La Fayette er 125 m á lengd, 3.700 tonn og er með 162 í áhöfn. Fjögur skip úr þýsk-franskri flotadeild í heimsókn í Reykjavík Æfa til að samhæfa mis- munandi hlutverk skipanna Morgunblaðið/Sverrir Guðný Guðmundsdóttir, Magnús Árni Magnússon og Davíð Hafþór Kristinsson horfa yfir borðstokkinn á þýska birgðaskipinu Berlin. Þau voru ánægð með heimsóknina. „Þetta er mjög gaman fyrir strákana,“ segir Guðný. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður VG, lýsir megnri óánægju með að utanríkismálanefnd „skuli ekki kölluð til efnislegs samráðs um innihald svarbréfs forsætisráðherra til Bandaríkjaforseta varðandi fram- tíð herstöðvarinnar í Keflavík,“ eins og segir í bréfi sem Steingímur sendi starfsmanni utanríkismálanefndar í gær. Óskaði Steingrímur eftir að bréfinu yrði komið á framfæri við formann nefndarinnar, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. „Hundsa lögboðið samráð“ Steingrímur telur að gengið hafi verið framhjá utanríkismálanefnd, sem samkvæmt þingsköpum skal kölluð ríkisstjórninni til samráðs í mikilvægum utanríkismálum „Eðli málsins samkvæmt þarf slíkt samráð að eiga sér stað áður en gengið er endanlega frá innihaldi svarsins og bréfið sent. Jafnvel þótt ofangreind- ir ráðherrar og formenn stjórnar- flokkanna hyggist, nú sem oftar, hundsa lögboðið samráð við utanrík- ismálanefnd hvað varðar efnisinni- hald orðsendingarinnar til Banda- ríkjastjórnar væri lágmarkskurteisi að utanríkismálanefndarmenn fengju bréfið í hendur áður en það verður afhent vestanhafs síðdegis í dag,“ segir í bréfi Steingríms. Sólveig Pétursdóttir, formaður ut- anríkismálanefndar, segist undrandi á bréfi Steingríms. „Það var haft fullt samráð við utanríkismálanefnd þegar fundur var haldinn fyrir skömmu síðan þar sem bréf Banda- ríkjaforseta var kynnt fyrir nefnd- inni. Á þeim fundi voru gagnleg skoðanaskipti þegar bréfið var rætt og jafnframt var nefndarmönnum tjáð að bréfinu yrði svarað fljótlega. Það hefur nú verið gert og bréfið verður kynnt á fundi utanríkismála- nefndar á morgun,“ segir Sólveig. Jónína Bjartmarz, varaformaður ut- anríkismálanefndar, mun stýra fundi nefndarinnar í dag í fjarveru Sól- veigar. Steingrímur J. Sigfússon Utanríkis- málanefnd hefði átt að fjalla um svarbréfið HEIÐURSFYLKING franska og þýska flotans lagði í gær blómsveiga við minnismerki drukknaðra franskra sjómanna og minnismerki þýskra hermanna sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfnin fór fram í Fossvogs- kirkjugarði í gærmorgun. Karsten Schneider, skipherra og yfirmaður þýsk- frönsku flotadeildarinnar, segir tilgang ferðarinnar til Íslands einkum hafa verið að æfa saman flotadeildirnar frá þessum tveimur bandalagsþjóðum. „Þegar kemur að þjóðaröryggi er samvinna bandalagsþjóðanna mikil- væg,“ segir Schneider. Hann segir nauðsynlegt að flotar landanna geti unnið saman þegar á reynir og að eina leiðin til þess að tryggja gott samstarf sé að æfa á frið- artímum. Flotadeildin er á förum á föstudag þegar hún siglir til Tromsø í Noregi. Schneider segir að engar æfingar séu fyrirhugaðar með norska sjóhernum þar sem skip hans eru í öðrum verkefnum. Morgunblaðið/Golli Þýskir og franskir sjóliðar í Fossvogskirkjugarði. Lögðu blómsveiga við minnismerki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.