Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 10
TVEIR fyrstu laxar sumarsins úr Laxá í Kjós veiddust í gærmorgun, 14 punda í Klingeberg og 10 punda í Kvíslafossi. Nýir fiskar voru í Kvíslafossi og menn sáu laxa víðar þótt ekki veiddust fleiri við svo bú- ið. Ásgeir Heiðar, umsjónarmaður Laxár, sagði í samtali við Morg- unblaðið að vel mætti vera meira vatn í ánni, en slíkt hefði ekki kom- ið að sök í fyrra, laxinn hefði byrjað að ganga í ána mjög vatnslitla. „Það eru aðeins örfáir dagar í stærsta straum og ég reikna með því að það lifni vel yfir veiðinni í krinum það,“ bætti Ásgeir við. Vatnaskilin að gefa Í gærmorgun voru komnir níu laxar á land úr Brennunni, þar sem Þverá í Borgarfirði mætir Hvítá. Flestir veiddust allra síðustu daga. Sjö þessara laxa voru 10 til 14 pund, tveir smálaxar og flestir veiddir á flugu. Í Straumunum, þar sem Norðurá fellur út í Hvítá, hef- ur einnig verið að veiðast, a.m.k. 1–2 laxar á dag að undanförnu, flestir stórir og flottir. Vænar hálendisbleikjur Vel hefur verið að veiðast í Köldukvísl og Tungnaá að undan- förnu, en þar hafa nýir leigutakar komið sér fyrir með aðsetur í há- lendismiðstöðinni Hrauneyjum. Þarna er selt á tvö svæði í Köldu- kvísl, hvort um sig með þremur stöngum og fylgir Tungnaá svæð- Fyrstu laxarnir úr Laxá í Kjós Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Vigfússon á Laxamýri með fyrsta lax sumarsins úr Laxá í Aðaldal, 14 punda hæng úr Bjargstreng. unum til skiptis. Þarna hafa menn verið að fá fín skot að undanförnu, t.d. veiddust 27 fiskar á bilinu 2 til 5 pund þar á tvær stangir um síð- ustu helgi, að sögn leigutaka, og þrír félagar náðu níu fiskum, tveggja til fjögurra punda á einni kvöldstund fyrir skemmstu. Ný svæði hjá SVFR Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur bætt við veiðistaðaflóruna að undanförnu, en félagið tók nýverið í umboðssölu annars vegar svokall- aðan Grenlæk 1 og Veiðiós og hins vegar Kolbeinsstaðaá og Hjalta- dalsá í Skagafirði. Það eru Sport- menn Íslands sem eru leigutakar svæðanna beggja. Það fyrrnefnda er sagt öflugt sjóbirtingssvæði og það síðarnefnda prýðisgott sjó- bleikjusvæði með laxavon. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR hafa hlotið styrki til rann- sókna á einelti úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar. Styrkirnir nema 850 þúsundum króna en þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Elín Einarsdóttir, námsráðgjafi við Digranesskóla, hlaut styrk til samanburðarrannsókna á eðli og or- sökum eineltis í grunnskólum á Ís- landi og í Noregi. Rannsóknin, sem er hluti af meistaranámi hennar við Háskólann í Stavangri, beinir sjón- um sérstaklega að áhrifum tækninn- ar á einelti, svo sem notkun farsíma, sms-skeyta og tölvupósts. Vanda Sigurgeirsdóttir, meistara- nemi við Kennaraháskóla Íslands, hlaut styrk til rannsóknar meðal 700 íslenskra kennara við 21 grunnskóla landsins sem er meðal annars ætlað að varpa ljósi á viðhorf kennara til eineltis og leiðir þeirra til þess að bregðast við því en markmið rann- sóknarinnar er að auka færni kenn- ara til að taka á einelti. Þá hlaut Inga Dóra Sigfúsdóttir, félagsfræðingur, fyrir hönd Rann- sókna og greiningar, styrk til rann- sóknarinnar „Einelti meðal ís- lenskra unglinga: Umhverfi og aðstæður“ en hún byggist á könn- unum sem hafa verið lagðar fyrir alla nemendur í áttundu, níundu og tíundu bekkjum grunnskóla lands- ins. Rannsókninni er ætlað að draga upp mynd af félagslegum aðstæðum íslenskra unglinga sem verða fyrir einelti og þeirra sem beita því. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn árið 2001 í nafni sínu og eiginkonu sinnar, Marg- aretar, en markmið sjóðsins er að styðja rannsóknir á einelti og kanna lagalegar og siðferðislegar leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Morgunblaðið/Arnaldur Styrkþegarnir Elín Einarsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt Bent Scheving Thor- steinsson, Páli Skúlasyni háskólarektor og Margaret Scheving Thorsteinsson. Þrír styrkir til eineltisrannsókna REYKJAVÍKURBORG afhenti ný- lega Umhverfisviðurkenninguna í sjöunda sinn. Að þessu sinni var það fyrirtækið Umslag ehf. sem fékk við- urkenninguna en sex fyrirtæki komu til greina. Starfshópur á vegum um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur valdi það fyrirtæki sem best þótti hafa staðið sig og var val starfshópsins á Umslagi ehf. sam- þykkt einhljóða. Markviss umhverf- isstefna fyrirtækisins, skapandi vinnuumhverfi, gerð umhverfisút- tektar, gæðastefna fyrirtækisins og flokkun alls úrgangs voru meðal þeirra atriða sem val starfshópsins byggðist á auk þess sem Umslag ehf. „hefur verið í fararbroddi í umhverf- ismálum, hefur lagt áherslu á lág- mörkun úrgangs og að reka fram- úrskarandi starfsumhverfi“ eins og fram kemur í rökstuðningi. Fyrirtæki sem áður hafa hlotið umhverfisviðurkenninguna eru Far- fuglaheimilið í Laugardal, Prent- smiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvakur, Hjá Guðjóni Ó. og Mjólk- ursamsalan. Umslag fær um- hverfisverðlaun Morgunblaðið/Golli Forráðamenn Umslags taka við viðurkenningunni frá Þórólfi Árnasyni. MINNIHLUTI Samfylkingar í bæj- arstjórn Kópavogs kvartar yfir því að í ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2002 hafi vantað efnahags- og rekstr- arreikning fyrir Tónlistarhús Kópa- vogs, Salinn, og hafi bæjarstjóri því lagt til í maí að afgreiðslu ársreikn- ings yrði frestað fram í júní. Gefi árs- reikningur ranga mynd af fjármálum bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs, Sig- urður Geirdal, segir að um sé að ræða eðlileg vinnubrögð og viðbrögð Sam- fylkingar séu stormur í vatnsglasi. Kópavogsbær á Salinn í félagi við Tónlistarfélag Kópavogs. Telja Sam- fylkingarmenn þá afgreiðslu brjóta í bága við sveitarstjórnarlög, þar sem kveðið er á um að afgreiðslu ársreikn- inga sé lokið 1. júní og skuli þá hafa farið fram tvær umræður um reikn- ingana. Minnihlutinn telur hvoruga umræðuna hafa farið fram og hefur beint fyrirspurn til félagsmálaráðu- neytisins þar sem spurt er meðal ann- ars hvort bæjarfulltrúum sé skylt að undirrita ársreikning sem bersýni- lega gefi ranga mynd af fjárhagsstöðu bæjarfélagsins við árslok 2002. Í svar- bréfi ráðuneytisins kemur meðal ann- ars fram að allir bæjarfulltrúar skuli undirrita ársreikning en hafi þeir at- hugasemdir fram að færa skuli undir- ritun gerð með fyrirvara eða bókun fylgja henni. Í bréfi til bæjarstjórans vísar félagsmálaráðuneytið til úr- skurðar sem fordæmisgildi hafi og mælist til þess að bæjarstjórn kynni sér þann úrskurð. Stormur í vatnsglasi? „Þetta er óttalegur stormur í vatnsglasi,“ sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri. „Við eigum Salinn nátt- úrlega ekki einir, það var búið að boða að hann yrði lagður fram við seinni umræðu og þar af leiðandi var hann ekki í reikningunum í fyrri um- ræðunni. Það hefði að sjálfsögðu verið best að tölur vegna hans væru þar en það var ekki. Þetta eru bara fastir lið- ir eins og venjulega, það vantar alltaf einhver blöð og einhver skjöl,“ sagði Sigurður og bætti því við að um eðli- leg vinnubrögð væri að ræða. Hann hafi sagt minnihlutanum að velkomið væri að endurtaka fyrri umræðu um reikningana og taka svo þá seinni hálfum mánuði síðar. Hjá félagsmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að mest um vert væri að vinnubrögð við ársreikning væru sambærileg milli sveitarfélaga. „Það vantar allt- af einhver blöð og einhver skjöl“ Minnihluti í bæjarstjórn Kópavogs ekki sáttur við ársreikninga ÁSTAND fjallvega er víða mjög gott og þeir koma margir vel undan vetri. Í liðinni viku voru Fjallabaksleið syðri og Arnar- vatnsheiðin opnuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig opnuðust Kjalvegur og línuvegurinn frá Gullfossi og Geysi yfir í Kaldadal. Fjallvegir opnast margir hverjir óvenju snemma í ár, og voru margir hverjir opnaðir um viku fyrr en í fyrra. Fjallvegir á miðhálendinu eru enn velflestir lokaðir en til stendur að athuga þá fljótlega. Fjallabaksleið syðri opnuð í vikunni Rakel Olsen um tillögu um veiðibann á hörpuskel Mestar áhyggjur af áhrifum á markaðsstarf TILLAGA Hafrannsóknastofnunar um að engin veiði verði á hörpudiski á næsta kvótaári hefur mikil áhrif á rekstur Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Þetta getur m.a. haft slæm áhrif á viðskiptatengsl sem byggð hafa verið upp á markaði, að mati Rakelar Olsen, forstjóra Sig- urðar Ágústssonar ehf. „Það er náttúrlega það sem maður hefur hvað mestar áhyggjur af. Markaðsstarfið hefur átt sér stað á síðustu þrjátíu árum og hefur farið batnandi síðustu tíu til fimmtán ár,“ segir hún. Sigurður Ágústsson ehf. selur stærstan hluta af hörpudisksfram- leiðslu sinni beint í verslanakeðjur í Frakklandi. Rakel segir að sam- dráttur síðustu ára hafi valdið því að fyrirtækið hafi ekki annað eftirspurn frá erlendum viðskiptavinum. „Við erum búin að selja allt sem við framleiddum í fyrra og kúnnarnir fara ekki að banka upp á fyrr en næsta haust. Við vonum bara að þetta taki sem minnstan tíma og að það fari fram rannsóknir á því hvað er að valda þessu hruni,“ segir Rak- el. Vekja at- hygli á bið- listum Á FUNDI félagsmálaráðs Reykjavíkur í gær lögðu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem vakin er athygli á biðlistum eftir félagslegum íbúðum. Í bókun sjálfstæðis- manna er því haldið fram að 990 einstaklingar séu nú á biðlista eftir félagslegum íbúðum. Þeir átelja vinnubrögð R-listans í húsnæðismálum og segja í bók- un sinni að „[a]ðgerðarleysi og stefna R-listans í skipulags- og lóðamálum [hafi] átt stóran þátt í þeirri verðsprengju sem orðið [hafi] á íbúðamarkaðnum í Reykjavík“. Óska svara um félagsstarf aldraðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu einnig fram fyrirspurn vegna skerðingar sem orðið hef- ur á félagsstarfi í nokkrum af þjónustumiðstöðvum aldraðra í Reykjavík. Sjálfstæðismenn telja að ákvörðun sem tekin var um niðurskurð í félagsstarfinu hafi að hluta til komið til fram- kvæmda þrátt fyrir að hafa ver- ið tekin til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.