Morgunblaðið - 12.06.2003, Side 10

Morgunblaðið - 12.06.2003, Side 10
TVEIR fyrstu laxar sumarsins úr Laxá í Kjós veiddust í gærmorgun, 14 punda í Klingeberg og 10 punda í Kvíslafossi. Nýir fiskar voru í Kvíslafossi og menn sáu laxa víðar þótt ekki veiddust fleiri við svo bú- ið. Ásgeir Heiðar, umsjónarmaður Laxár, sagði í samtali við Morg- unblaðið að vel mætti vera meira vatn í ánni, en slíkt hefði ekki kom- ið að sök í fyrra, laxinn hefði byrjað að ganga í ána mjög vatnslitla. „Það eru aðeins örfáir dagar í stærsta straum og ég reikna með því að það lifni vel yfir veiðinni í krinum það,“ bætti Ásgeir við. Vatnaskilin að gefa Í gærmorgun voru komnir níu laxar á land úr Brennunni, þar sem Þverá í Borgarfirði mætir Hvítá. Flestir veiddust allra síðustu daga. Sjö þessara laxa voru 10 til 14 pund, tveir smálaxar og flestir veiddir á flugu. Í Straumunum, þar sem Norðurá fellur út í Hvítá, hef- ur einnig verið að veiðast, a.m.k. 1–2 laxar á dag að undanförnu, flestir stórir og flottir. Vænar hálendisbleikjur Vel hefur verið að veiðast í Köldukvísl og Tungnaá að undan- förnu, en þar hafa nýir leigutakar komið sér fyrir með aðsetur í há- lendismiðstöðinni Hrauneyjum. Þarna er selt á tvö svæði í Köldu- kvísl, hvort um sig með þremur stöngum og fylgir Tungnaá svæð- Fyrstu laxarnir úr Laxá í Kjós Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Vigfússon á Laxamýri með fyrsta lax sumarsins úr Laxá í Aðaldal, 14 punda hæng úr Bjargstreng. unum til skiptis. Þarna hafa menn verið að fá fín skot að undanförnu, t.d. veiddust 27 fiskar á bilinu 2 til 5 pund þar á tvær stangir um síð- ustu helgi, að sögn leigutaka, og þrír félagar náðu níu fiskum, tveggja til fjögurra punda á einni kvöldstund fyrir skemmstu. Ný svæði hjá SVFR Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur bætt við veiðistaðaflóruna að undanförnu, en félagið tók nýverið í umboðssölu annars vegar svokall- aðan Grenlæk 1 og Veiðiós og hins vegar Kolbeinsstaðaá og Hjalta- dalsá í Skagafirði. Það eru Sport- menn Íslands sem eru leigutakar svæðanna beggja. Það fyrrnefnda er sagt öflugt sjóbirtingssvæði og það síðarnefnda prýðisgott sjó- bleikjusvæði með laxavon. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR hafa hlotið styrki til rann- sókna á einelti úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar. Styrkirnir nema 850 þúsundum króna en þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Elín Einarsdóttir, námsráðgjafi við Digranesskóla, hlaut styrk til samanburðarrannsókna á eðli og or- sökum eineltis í grunnskólum á Ís- landi og í Noregi. Rannsóknin, sem er hluti af meistaranámi hennar við Háskólann í Stavangri, beinir sjón- um sérstaklega að áhrifum tækninn- ar á einelti, svo sem notkun farsíma, sms-skeyta og tölvupósts. Vanda Sigurgeirsdóttir, meistara- nemi við Kennaraháskóla Íslands, hlaut styrk til rannsóknar meðal 700 íslenskra kennara við 21 grunnskóla landsins sem er meðal annars ætlað að varpa ljósi á viðhorf kennara til eineltis og leiðir þeirra til þess að bregðast við því en markmið rann- sóknarinnar er að auka færni kenn- ara til að taka á einelti. Þá hlaut Inga Dóra Sigfúsdóttir, félagsfræðingur, fyrir hönd Rann- sókna og greiningar, styrk til rann- sóknarinnar „Einelti meðal ís- lenskra unglinga: Umhverfi og aðstæður“ en hún byggist á könn- unum sem hafa verið lagðar fyrir alla nemendur í áttundu, níundu og tíundu bekkjum grunnskóla lands- ins. Rannsókninni er ætlað að draga upp mynd af félagslegum aðstæðum íslenskra unglinga sem verða fyrir einelti og þeirra sem beita því. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn árið 2001 í nafni sínu og eiginkonu sinnar, Marg- aretar, en markmið sjóðsins er að styðja rannsóknir á einelti og kanna lagalegar og siðferðislegar leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Morgunblaðið/Arnaldur Styrkþegarnir Elín Einarsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt Bent Scheving Thor- steinsson, Páli Skúlasyni háskólarektor og Margaret Scheving Thorsteinsson. Þrír styrkir til eineltisrannsókna REYKJAVÍKURBORG afhenti ný- lega Umhverfisviðurkenninguna í sjöunda sinn. Að þessu sinni var það fyrirtækið Umslag ehf. sem fékk við- urkenninguna en sex fyrirtæki komu til greina. Starfshópur á vegum um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur valdi það fyrirtæki sem best þótti hafa staðið sig og var val starfshópsins á Umslagi ehf. sam- þykkt einhljóða. Markviss umhverf- isstefna fyrirtækisins, skapandi vinnuumhverfi, gerð umhverfisút- tektar, gæðastefna fyrirtækisins og flokkun alls úrgangs voru meðal þeirra atriða sem val starfshópsins byggðist á auk þess sem Umslag ehf. „hefur verið í fararbroddi í umhverf- ismálum, hefur lagt áherslu á lág- mörkun úrgangs og að reka fram- úrskarandi starfsumhverfi“ eins og fram kemur í rökstuðningi. Fyrirtæki sem áður hafa hlotið umhverfisviðurkenninguna eru Far- fuglaheimilið í Laugardal, Prent- smiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvakur, Hjá Guðjóni Ó. og Mjólk- ursamsalan. Umslag fær um- hverfisverðlaun Morgunblaðið/Golli Forráðamenn Umslags taka við viðurkenningunni frá Þórólfi Árnasyni. MINNIHLUTI Samfylkingar í bæj- arstjórn Kópavogs kvartar yfir því að í ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2002 hafi vantað efnahags- og rekstr- arreikning fyrir Tónlistarhús Kópa- vogs, Salinn, og hafi bæjarstjóri því lagt til í maí að afgreiðslu ársreikn- ings yrði frestað fram í júní. Gefi árs- reikningur ranga mynd af fjármálum bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs, Sig- urður Geirdal, segir að um sé að ræða eðlileg vinnubrögð og viðbrögð Sam- fylkingar séu stormur í vatnsglasi. Kópavogsbær á Salinn í félagi við Tónlistarfélag Kópavogs. Telja Sam- fylkingarmenn þá afgreiðslu brjóta í bága við sveitarstjórnarlög, þar sem kveðið er á um að afgreiðslu ársreikn- inga sé lokið 1. júní og skuli þá hafa farið fram tvær umræður um reikn- ingana. Minnihlutinn telur hvoruga umræðuna hafa farið fram og hefur beint fyrirspurn til félagsmálaráðu- neytisins þar sem spurt er meðal ann- ars hvort bæjarfulltrúum sé skylt að undirrita ársreikning sem bersýni- lega gefi ranga mynd af fjárhagsstöðu bæjarfélagsins við árslok 2002. Í svar- bréfi ráðuneytisins kemur meðal ann- ars fram að allir bæjarfulltrúar skuli undirrita ársreikning en hafi þeir at- hugasemdir fram að færa skuli undir- ritun gerð með fyrirvara eða bókun fylgja henni. Í bréfi til bæjarstjórans vísar félagsmálaráðuneytið til úr- skurðar sem fordæmisgildi hafi og mælist til þess að bæjarstjórn kynni sér þann úrskurð. Stormur í vatnsglasi? „Þetta er óttalegur stormur í vatnsglasi,“ sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri. „Við eigum Salinn nátt- úrlega ekki einir, það var búið að boða að hann yrði lagður fram við seinni umræðu og þar af leiðandi var hann ekki í reikningunum í fyrri um- ræðunni. Það hefði að sjálfsögðu verið best að tölur vegna hans væru þar en það var ekki. Þetta eru bara fastir lið- ir eins og venjulega, það vantar alltaf einhver blöð og einhver skjöl,“ sagði Sigurður og bætti því við að um eðli- leg vinnubrögð væri að ræða. Hann hafi sagt minnihlutanum að velkomið væri að endurtaka fyrri umræðu um reikningana og taka svo þá seinni hálfum mánuði síðar. Hjá félagsmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að mest um vert væri að vinnubrögð við ársreikning væru sambærileg milli sveitarfélaga. „Það vantar allt- af einhver blöð og einhver skjöl“ Minnihluti í bæjarstjórn Kópavogs ekki sáttur við ársreikninga ÁSTAND fjallvega er víða mjög gott og þeir koma margir vel undan vetri. Í liðinni viku voru Fjallabaksleið syðri og Arnar- vatnsheiðin opnuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig opnuðust Kjalvegur og línuvegurinn frá Gullfossi og Geysi yfir í Kaldadal. Fjallvegir opnast margir hverjir óvenju snemma í ár, og voru margir hverjir opnaðir um viku fyrr en í fyrra. Fjallvegir á miðhálendinu eru enn velflestir lokaðir en til stendur að athuga þá fljótlega. Fjallabaksleið syðri opnuð í vikunni Rakel Olsen um tillögu um veiðibann á hörpuskel Mestar áhyggjur af áhrifum á markaðsstarf TILLAGA Hafrannsóknastofnunar um að engin veiði verði á hörpudiski á næsta kvótaári hefur mikil áhrif á rekstur Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Þetta getur m.a. haft slæm áhrif á viðskiptatengsl sem byggð hafa verið upp á markaði, að mati Rakelar Olsen, forstjóra Sig- urðar Ágústssonar ehf. „Það er náttúrlega það sem maður hefur hvað mestar áhyggjur af. Markaðsstarfið hefur átt sér stað á síðustu þrjátíu árum og hefur farið batnandi síðustu tíu til fimmtán ár,“ segir hún. Sigurður Ágústsson ehf. selur stærstan hluta af hörpudisksfram- leiðslu sinni beint í verslanakeðjur í Frakklandi. Rakel segir að sam- dráttur síðustu ára hafi valdið því að fyrirtækið hafi ekki annað eftirspurn frá erlendum viðskiptavinum. „Við erum búin að selja allt sem við framleiddum í fyrra og kúnnarnir fara ekki að banka upp á fyrr en næsta haust. Við vonum bara að þetta taki sem minnstan tíma og að það fari fram rannsóknir á því hvað er að valda þessu hruni,“ segir Rak- el. Vekja at- hygli á bið- listum Á FUNDI félagsmálaráðs Reykjavíkur í gær lögðu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem vakin er athygli á biðlistum eftir félagslegum íbúðum. Í bókun sjálfstæðis- manna er því haldið fram að 990 einstaklingar séu nú á biðlista eftir félagslegum íbúðum. Þeir átelja vinnubrögð R-listans í húsnæðismálum og segja í bók- un sinni að „[a]ðgerðarleysi og stefna R-listans í skipulags- og lóðamálum [hafi] átt stóran þátt í þeirri verðsprengju sem orðið [hafi] á íbúðamarkaðnum í Reykjavík“. Óska svara um félagsstarf aldraðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu einnig fram fyrirspurn vegna skerðingar sem orðið hef- ur á félagsstarfi í nokkrum af þjónustumiðstöðvum aldraðra í Reykjavík. Sjálfstæðismenn telja að ákvörðun sem tekin var um niðurskurð í félagsstarfinu hafi að hluta til komið til fram- kvæmda þrátt fyrir að hafa ver- ið tekin til baka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.