Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í FRAMTÍÐARSÝN George Orwells 1984 er sagt frá Winston Smith sem hefur það að atvinnu að breyta gögnum fortíðarinnar til að full- nægja ástandi dagsins í dag, breyta heimildum um aðstæður fortíðar til að núverandi aðstæður líti betur út. Með þessu móti að- stoðar hann Flokkinn við að heilaþvo alþýðuna. Lítil börn eru snemma þjálfuð í því að njósna um foreldra sína, ætt- ingja og aðra sem þau eru í daglegum samskiptum við, og ef þau verða vör við sjálfstæða hugsun, óvenjulegt at- ferli eða annað sem lítur út eins og svikráð gegn Flokkn- um eru þau hvött til að tilkynna það til Hugsunarlögregl- unnar. Má þá búast við að viðkomandi gufi upp einn daginn, án nokkurs fyrirvara, öllum heimildum um hann eytt; viðkomandi var aldrei til! Allt í kringum Winston er heilaþvegið fólk sem gleypir við stað- reyndum líkt og þær væru ætilegar. En Winston sér í gegnum þetta allt saman, hann veit að staðreyndum er breytt, hann veit að fólki er haldið niðri með áróðri og lygum, og hann veit líka að þeir sem mótmæla hverfa sporlaust. Allt í kringum hann eru myndavélar og hljóðnemar sem fylgjast með hegðun hans; jafnvel svipbrigði geta leitt til handtöku! George Orwell skrifar þessa bók 1949, síðari heimsstyrjöldin að baki og fasisminn á undanhaldi. Þessi bók, sem og Animal Farm, harðskeytt ádeila á þjóðfélagsskipulag Sovétríkjanna, færðu Orwell heimsfrægð. Sem betur fer rættist framtíðarsýn hans ekki, viðvörun hans hafði áhrif, árið 1984 er liðið og ég get sagt með vissu að svona lagað gerist ekki á Íslandi. Á Íslandi er öllum frjálst að hafa skoðun, og á meðan það meiðir ekki aðra er þeim einnig frjálst að tjá sína skoðun. Þeir sem hafa lesið sér til um mannkynssögu vita að þessi réttur fékkst ekki gef- ins. Hinn 17. júní síðastliðinn, þjóðhátíðardag Íslendinga, átti sér stað at- vik sem minnti mig óneitanlega á skáldsögu Orwells, og einnig á það hversu mikilvægt er að standa vörð um þennan stjórnarskrárbundna rétt. Þegar forsætisráðherra þjóðarinnar hélt ávarp sitt til þjóðarinnar, pólitískt ávarp sem lýsti hans skoðunum, lyftu nokkur ungmenni upp mótmælaspjöldum. Á þessi spjöld var rituð skoðun þeirra, hver hún var kemur málinu augljóslega ekki við því að á Íslandi ríkir skoðanafrelsi. Lögreglan brást hins vegar við með því að rífa spjöldin niður og vísa ungmennunum út af „hátíðarsvæðinu“ (ekki vissi ég nú að það hefði verið fyrirfram afmarkað) og hindra þau þannig í að tjá sína skoðun, jafnvel þó að tjáningaraðferð þeirra hvorki meiddi né truflaði neinn. Nú þarf að hafa í huga að ávarp forsætisráðherra var af pólitískum toga, líkt og tíðkast hefur, og var þeim sem hlýddu á væntanlega heimilt að tjá velþóknun sína með lófaklappi í lok ávarps, og þá væntanlega einnig að sýna vanþóknun sína með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt mál- flutningi ungmennanna reyndu þau ekki að grípa fram í fyrir forsætis- ráðherra, þau reyndu ekki að hindra forsætisráðherra í að flytja ávarp sitt, og því hefur lögreglan ekki andmælt. Forsvarsmenn lögreglunnar tala hins vegar líkt og að um fyrirbyggjandi aðgerð væri að ræða, að stöðva óeirðirnar áður en til óeirða kæmi. Þetta hljómar í mínum heyr- um líkt og að handtaka mann fyrir að labba inn í banka með lamb- húshettu, á þeim grundvelli að hann hefði allt eins hafa ætlað að ræna bankann, en ekki leysa út ávísun eða borga reikninga. Þetta er nú svo sem ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld brjóta á rétt- indum einstaklingsins. Við munum öll eftir Falun Gong-málinu, sem að mínu mati færði Íslandi skömm á alþjóðavettvangi, þar sem fólki var mismunað á grundvelli þjóðernis og skoðana. Sú vísa hefur bersýnilega verið kveðin í kútinn að „svona lagað gerist ekki á Íslandi“. Svona lagað gerist ekki á Íslandi … eða hvað? Eftir Andrés Fjeldsted Höfundur er nemi við Menntaskólann við Sund. HEIMILISLÆKNAKERFIÐ eða heilsugæslan hefur átt í vök að verjast undanfarin misseri. Það er eins og menn séu búnir að gleyma því, hvað heimilislækningar eru eða hvaða hlut- verki þeim var ætl- að að þjóna í sam- félaginu. Jafnvel fólk, sem gegnir ábyrgðarstöðum innan kerfisins, virðist hafa gleymt út á hvað hún gengur. Framkvæmdastjóri Heilsugæslu Suðurnesja lét t.d. hafa eftir sér, að það „ gengi þokkalega að veita fólki þjónustu“, þó að þar væru aðeins tveir heilsugæslulæknar, þar sem áður voru tólf. Þeim átti reyndar eftir að fækka enn frekar. Eitthvað mun þó framkvæmda- stjóranum hafa fundist vanta upp á þjónustuna, því að samið var við Heilsugæsluna í Reykjavík um að gegna Suðurnesjunum ásamt höf- uðborgarsvæðinu. Þó er vitað að Heilsugæslan í Reykjavík er stór- lega vanmönnuð og allir heimilis- læknar vita, að það er ekki hægt að stunda heimilislækningar með þessu móti. Svo koma helstu frammámenn í heilbrigðiskerfinu saman á fund og tala um grósku í heilsugæsl- unni. Heilsugæslan, og þá fyrst og fremst heimilislækningarnar bæði innan heilsugæslustöðva og utan, er grunnþjónusta,og því gífurlega mikilvægt, að vel sé að henni stað- ið. Staða hennar innan heilbrigðis- kerfisins er hliðstæð stöðu grunn- skólans í menntakerfinu. Ef heilsugæslan hrynur, skekkist allt heilbrigðiskerfið, og sjást þess merki í dag. Það er því höfuð- nauðsyn, nánast forgangsatriði í heilbrigðismálum, að endurreisa heimilislæknakerfið og byrja þá á því að gera sér grein fyrir, hvað er heimilislæknir, vegna þess að það virðist hafa skolast til í hug- um þeirra, sem síst skyldi. Undir- ritaður ætlar sér ekki þá dul að koma með tæmandi skilgreiningu á þessu hugtaki, en hyggst aðeins minna á þrjú atriði, sem talin hafa verið grundvallareinkenni góðrar heimilislæknisþjónustu, en það er, að hún sé samfelld, heildræn og aðgengileg. Með samfelldri læknisþjónustu er átt við það, að sami læknirinn annist viðkomandi persónu yfir lengri tíma, árum eða áratugum saman og öðlist þannig þekkingu á sjúklingnum, heilsufari hans og högum. Til þess að svo megi verða, þarf hver heimilislæknir að annast ákveðinn, afmarkaðan hóp skjólstæðinga. Þekking á sjúklingnum er grundvallaratriði í þjónustu heim- ilislæknisins. Með heildrænni þjónustu er átt við það, að heimilislæknirinn komi að sem flestum vandamálum skjól- stæðingsins, annaðhvort með því að leysa þau sjálfur eða með því að fá hæfan og trúverðugan mann til að leysa þau. Hann er talinn geta leyst 80–90% af vandamálum sjúklingsins, en veitir skjólstæð- ingnum auk þess handleiðslu gegnum heilbrigðiskerfið, og það er ekki þýðingarminnsta hlutverk hans, og verður því mikilvægara, sem kerfið verður sérhæfðara og flóknara. Með aðgengilegri þjónustu er átt við það, að skjólstæðingarnir eigi auðvelt með að nálgast þjón- ustuna, að það sé t.d. ekki löng bið eftir viðtali hjá heimilislækni og að þjónustan sé á viðráðanlegu verði, helst ókeypis. Það má ekki henda, að sjúklingur geti ekki leitað til heimilislæknis vegna fjárskorts. Ef tryggja á gott aðgengi, má hver heimilislæknir ekki hafa fleiri skjólstæðinga á sinni könnu en hann getur komist yfir að sinna. Löng bið eftir viðtali er að jafnaði vegna þess að læknirinn þarf að sinna of mörgum skjólstæðingum eða hann hefur tekið að sér of tímafrek aukastörf. Samkvæmt samkomulagi heimilislækna og heilbrigðisráðuneytisins er hæfi- legt, að hver heimilislæknir sinni 1.500 manns. Það er langt í land, að því marki sé náð, til þess vant- ar tugi heimilislækna. Það vantar kröftuga umræðu um málefni heilsugæslunnar, eink- um heimilislækninganna. Ef sú umræða á að bera árangur, þurfa neytendurnir að láta heyra kröft- uglega í sér. Þetta er ekki bara mál lækna og stjórnmálamanna. Umræða um þessi mál má ekki bara fara fram í býrókratískum skúmaskotum. Þetta varðar allan almenning, og umræðan verður því að vera opin. Hér hefur aðeins verið tæpt á örfáum grundvall- aratriðum, sem virðast hafa gleymst. Samfelld, heild- ræn og aðgengi- leg heilsugæsla Eftir Guðmund Helga Þórðarson Höfundur er fyrrv. heilsugæslu- læknir. FYRIR nokkru hlustaði ég á ungan mann halda ræðu. Hann virtist sérfróður um fiskveiðistefnu ESB og mælskur vel. Hafi ég skilið hann rétt taldi hann það Íslendingum til framdráttar að gangast undir þessa fiskveiðistefnu og ganga í ESB. Ekki tókst manninum að sann- færa mig og margt fannst mér þarfnast frekari skýringa. Ekki er ég fær um að gagnrýna þetta er- indi almennt, til þess skortir mig minni og þekkingu. Hins vegar ætla ég að víkja að tveimur atrið- um, sem ég saknaði að mestu í ræðunni. Í fyrsta lagi afgreiddi hann flökkustofna við Ísland með fáum orðum og virtist ekkert vandamál sjá við þá. Þó við fengjum full yfir- ráð, sem mér finnst ólíklegt, yfir fiskistofnum, sem halda sig innan 200 sjómílna markanna, þá gildir annað um þá stofna, sem fara út og inn úr lögsögunni eða eru beggja vegna landhelgislínunnar. Ef við gengjum í ESB gætum við ekki samið um nýtingu þessara stofna við nágranna okkar, það myndu þeir í Brussel gera. Þarna er um stórt hagsmunamál að ræða, sem ekki verður framhjá gengið með neinni sanngirni, því þarna er um að ræða loðnu, norsk-íslensku síld- ina, kolmunna og karfa, einnig má nefna grálúðu og túnfisk. Þar sem almenningur veit sennilega lítið um göngur grálúðunnar ætla ég að nefna að merkingar á henni í ís- lenskri fiskveiðilögsögu hafa sýnt að hún gengur talsvert til Norður- Noregs og eitthvað allt austur í Barentshaf. Þá heyrði ég ekki að hann minnt- ist á að eigin fiskveiðilögsaga hvers ríkis innan ESB er aðeins 12 sjó- mílur. Verður það ekki eins hjá okkur, ef við göngum í bandalagið? Ég sé engin merki til annars. Þó aðrar þjóðir hafi ekki veiðireynslu í íslenskri lögsögu síðustu árin trúi ég því tæplega að ekki verði ein- hverjir til þess að sækjast fast eftir að komast þar inn og ég óttast að þeim takist það á endanum. Erf- iðlega hefir öðrum þjóðum gengið að fá undanþágur á þessu sviði, að minnsta kosti varanlegar. Portúgal- ir fengu þannig tímabundna und- anþágu, sem nú er að renna út, og endurnýjun ekki líkleg til lang- frama. Einhvern tímann las ég í Morgunblaðinu að Möltubúar hefðu gert mjög góðan samning við ESB og fengið mest eða allt, sem þeir fóru fram á. Mér er ókunnugt um þann samningaferil en niðurstaðan varð sú, að þeir fengu 12 sjómílna eigin lögsögu eins og tíðkast hjá bandalaginu og að auki 13 sjómílur þar fyrir utan þar sem bátar yfir vissri stærð mega ekki veiða. Þetta mun hafa átt að sporna við því að erlendir bátar veiddu þarna. Ekki man ég hámarksstærðina á bátum, sem þarna máttu veiða, en þar sem fjarlægðin frá Sikiley er aðeins rúmlega 30 sjómílur þarf varla stóra báta til að fara þar á milli, ef áhugi skyldi vera á því. Það er því fráleitt að þeir hafi fengið 25 sjó- mílna eigin fiskveiðilögsögu. Vega- lengdin á milli Reykjavíkur og Öndverðarness er um það bil 60 sjómílur og ekki hafa Íslendingar þurft stóra báta til að skreppa hálfa þá leið. Í lokin get ég ekki stillt mig um að minnast á sjálfstæði okkar Ís- lendinga. Forfeður okkar hafa um aldaraðir barist fyrir því að við fengjum sjálfstæði og við erum varla fyrr búin að fá það en fram koma menn, sem vilja fórna því. Ég vil minna á grein Ingvars Gísla- sonar í Morgunblaðinu 17. júní þar sem hann bendir á að við verðum í sömu stöðu nú, ef við göngum í ESB, og við vorum 1904 en þá vor- um við með áhrifalítinn ráðherra, sem heyrði undir erlent vald. ESB og land- helgi Íslands Eftir Aðalstein Sigurðsson Höfundur er fiskifræðingur. Í VIÐTALI við mig í Morgun- blaðinu sl. sunnudag birtist eftirfar- andi klausa um framtíð flugvallar- svæðisins í Reykjavík: ,,Hvað sérðu fyrir þér varðandi Vatns- mýrina?“ ,,Vatnsmýrin er augljóslega tækifæri innan borgarmark- anna. Skipulagið gerir þó ekki ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu næstu árin en áform eru uppi um samkeppni um heildar- skipulag svæðisins á kjörtímabilinu. Annars held ég að við ættum ekkert að vera að eyða of miklum tíma í að þræta um Vatnsmýrina. Satt að segja hefur mér allt af fundist best ef ákvarðanir hafa nánast verið teknar sjálfkrafa. Ef breytingarnar eru orðnar svo sjálfsagðar að engum dettur í hug að hreyfa við mótmæl- um. Flugvallarmálið á örugglega eftir að leysa sig sjálft innan fáeinna ára. Ég hef fulla trú á því af því að ég tel að samgöngur á landi eigi enn eftir að batna. Fólk utan af landi fer í fram- haldinu af því að gera ríkari kröfu um að komast beint úr innanlandsflugi í utanlandsflug og stór hópur erlendra ferðamanna á eftir að fagna því að komast beint frá Keflavík út á land. Ég held að bæði landsbyggðin og ferðaþjónustan muni hagnast á því að boðið væri upp á innanlandsflug beint frá Keflavík.“ Samgönguráðherra kýs að senda mér tóninn í Morgunblaðinu með eft- irfarandi hætti sl. miðvikudag: ,,Það gætir hinsvegar mikils mis- skilnings hjá borgarstjóra þegar hann segir að það megi auðveldlega reka innanlandsflugið frá Keflavík. Það er mat allra sem nærri innan- landsfluginu koma um þessar mundir að innanlandsflug myndi leggjast af ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað. Það yrði mikið áfall fyrir ferðaþjón- ustuna í landinu og þjónustuna við byggðarlögin sem eru næst (á vænt- anlega að vera fjærst, innsk. ÞÁ) höf- uðborginni. Þannig að ég vonast til þess að borgarstjóri muni átta sig á þessu þegar hann hefur komið sér betur fyrir í stólnum.“ Hér er nauðsynlegt að staldra við. Samgönguráðherra mun ekki takast að færa þessa umræðu niður á per- sónulegt plan, þar sem reynsla mín í núverandi starfi er gerð að umtals- efni. Þau ummæli samgönguráðherra tel ég að dæmi sig sjálf. Í öðru lagi tel ég almenna kurteisi að vitna rétt í ummæli manna. Ég sagði ekki í viðtalinu að ,,…það megi auðveldlega reka innanlandsflugið frá Keflavík,“ eins og ráðherrann segir. Eins og lesendur geta séð með því að bera saman ofangreinda tilvitnaða texta kom slíkt ekki fram í máli mínu heldur var ég að lýsa framtíðarsýn minni í almennum orðum. Ég tel að samgönguráðherra mætti gjarnan lesa ágætan leiðara Morgunblaðsins um þetta mál frá sl. þriðjudegi og svara síðan efnislega því sem þar er rakið. Þar kom m.a. fram að ,,Morgunblaðið hefur í um- ræðum um flugvallarmálið bent á að eftir nokkur ár verði allt önnur sjón- armið uppi í því en verið hefur, m.a. vegna þróunar í samgöngum á landi og vaxandi fjölmennis á höfuðborg- arsvæðinu. Blaðið hefur t.d. bent á að íbúi á Kjalarnesi, sem tilheyrir óum- deilanlega höfuðborgarsvæðinu, sé væntanlega álíka lengi að aka til Reykjavíkurflugvallar þar sem hann er nú í Vatnsmýrinni og íbúi í Kópa- vogi er að aka í Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli.“ Einnig kemur fram í leiðaranum að ,,Önnur sjónarmið auka jafnframt líkurnar á að innan- landsflugið flytjist til Keflavíkur. Þar má nefna flugöryggismál – atvik á borð við það, sem varð í fyrrakvöld (sunnudagskvöld) er erlend flugvél straukst nánast við húsþökin í Þing- holtunum…“ Síðar í leiðaranum kem- ur einnig fram sú skoðun Morgun- blaðsins ,,…að í Vatnsmýrinni eru fólgin gífurleg tækifæri; þar liggja mestu vaxtarmöguleikar miðborgar- kjarnans.“ Hvað gengur samgönguráð- herra til? Eftir Þórólf Árnason Höfundur er borgarstjóri. MARKÚS Örn Antonsson út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins var að agnúast út í Stöð 2 á síðum Morgun- blaðsins 2. júlí. Á síð- ast liðnum sjö árum er samanlagt rekstr- artap Ríkisútvarps- ins undir stjórn Markúsar Arnar 925.619.792. Markús Örn virðist því aldrei hafa haft tilefni til þess að fagna rekstrarhagnaði. Stjórendur og starfsfólk Norðurljósa höfðu hins vegar tilefni til þess þegar ársreikn- ingur árs 2002 var birtur. Útlitið er hins vegar ekki alveg jafnbjart hjá Norðurljósum á þessu ári og því hafa stjórnendur Norðurljósa orðið að draga úr kostnaði m.a. með því að segja upp nokkrum ágætum starfs- mönnum, sem félaginu og öðrum starfsmönnum er eftirsjá að. Norður- ljós hefðu ekki þurft að grípa til neinna ráðstafana gætu þeir líkt og Markús Örn sent tapið af rekstrinum til skattgreiðenda. Þessara sömu skattgreiðenda sem verða hvort sem þeim líkar betur eða verr að greiða lögboðið útvarpsgjald til Ríkisút- varpsins að viðlögðum missi viðtækja sinna sé ekki staðið í skilum. Útvarpsgjaldið færði t.d. hljóð- varpsrekstri Ríkisútvarpsins Rás 1 og Rás 2 um 722 milljónir króna á árinu 2002. Þessar 722 milljónir eru hrein forgjöf á samkeppnisaðila Rás- ar 1 og Rásar 2 í hljóðvarpsrekstri. Til samanburðar má geta þess að heildartekjur allra hljóðvarpsstöðva Norðurljósa voru liðlega 430 milljónir af auglýsingum og kostun árið 2002. Talsmenn Norðurljósa hafa aldrei beðið um að Ríkisútvarpið verði lagt niður, selt eða gert að hlutafélagi. Aldrei hefur verið beðið um að Ríkis- útvarpinu verði bannað að afla sér tekna með sölu auglýsinga og/eða kostun. Hið eina sem Norðurljós hafa farið fram á er að samkeppnisstaða frjálsra ljósvakamiðla og Ríkisút- varpsins verði jöfnuð. RÚV tapztöð allra landsmanna Eftir Sigurð G. Guðjónsson Höfundur er forstjóri Norðurljósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.