Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 29 tengslum við gosið. Hins vegar stendur núna til að grafa upp nokk- ur hús sem eru undir hrauninu og fyrsta skóflustungan verður tekin á fimmtudag [í gær]. Þetta er hugsað þannig að ferðamenn geti fylgst með því sem er að gerast og upp- gröftur mun fara fram á sumrin næstu ár. Með þessu má segja að fyrsta skrefið sé stigið til þess að tengja gosið beint við ferðamennsk- una,“ sagði Ingi. n á haust- ð störfum rðist í jan- ngum í lið urvinsson mm árum. ð að gera rins, sem ænum og hann eins ru auðvit- tíðarhöld- yndlistar- eiri hópar ggja fram anna eru r hljóm- á laugar- er t.d sér- efnist „Ó, m var einn- tókst þá ð frá fjöl- ér innan- efni af því andaþjóð- ddir hátíð- brugðist vera hér í tíðarhöld- sýna þeim ðstoð sem ði Ingi. við 2.500– din, bæði m og eins ann sagði t af hátíð- reynt að a að. ðal ferða- os en það ð auglýsa manna í k- Ljósmynd/Sigureir Reykurinn frá loðnubræðslunni mætir eldlogunum úr gosinu. Hér má sjá eyjuna á kafi í vikri. Mikið hreinsunarstarf var unnið árin eftir gosið. mönnum í gagnfræða- skólanum þessa frétt og þeir urðu margir snöggillir þegar þeir heyrðu þetta og sögðu að það mundi ekki gerast fyrr en eftir fimm ár hið fyrsta. Þetta viðhorf var þó kannski skiljanlegt á þeim tíma, þetta var ekki árennilegt, allt út í vikri og ösku,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort hann hafi aldrei orðið hræddur um að lokast inni eða langað burt sagði Magnús ekki svo vera. „Ég hafði alltaf nóg að gera og ég var alltaf fullbókaður þannig að ég hafði ekki tíma til að velta öðru fyrir mér. Sjálfur hef ég oft sagt að ég hefði ekki viljað vera fjarri Eyjunum meðan á þessu stóð. Mér fannst dýrlegt að taka þátt í þessu og geta hjálpað þeim sem leituðu til mín.“ Pantaði eitt gos Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort forlögin hafi átt ein- hvern þátt í því að það byrjaði að gjósa. Magnús kunni sögu af því. „Stuttu áður en gosið byrjaði hafði farið fram malartaka úr Helgafelli vegna framkvæmda við flugvöllinn. Í tengslum við það voru menn að velta því fyrir sér hvernig tryggja ætti eyjunni nóg af efni vegna fram- kvæmdanna. Haldinn var fundur með stjórnendum kaupstaðarins og flugmálastjórnar og farið yfir málin en ljóst var að mönnum var illa við að eyðileggja ásjónu Helgafells. Að- stoðarflugmálastjóri, Haukur að nafni, sagði þá í gamni að það væri réttast að panta eitt lítið gos. Þegar Haukur var vakinn nokkrum dög- um síðar og honum sögð þau tíðindi að það væri farið að gjósa í Eyjum fór hann að sofa aftur og hélt að það væri verið að gera at í honum vegna þess sem hann hafði sagt á fund- inum. Annað átti eftir að koma í ljós.“ MAGNÚS Guðjóns- son var einn af þeim örfáu Eyjamönnum sem yfirgáfu ekki eyj- una nóttina sem gosið hófst. Hann fór reynd- ar hvergi meðan á gos- inu stóð, fyrir utan nokkurra daga frí í eitt skipti. Magnús sá um flutninga á eyjunni á vörubíl sínum. Um gosnóttina sinnti hann engu skipunum björg- unarliðs og lögreglu- manna frá Reykjavík um að hann, eins og aðrir Eyjamenn yrði að fara til lands. „Einar Valur, yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu, bað mig um að vera sér til aðstoðar við að koma sjúk- lingum út á flugvöll því það var von á flugvélum. Í framhaldi af því var ég í björgun á öllum sviðum og mér datt ekki í hug að fara.“ Magnús taldi að það hafi einkum verið opnun barnaskólans sem hafi skipt máli fyrir uppbyggingu mann- lífs á nýjan leik. „Þá fór fólk að þyrpast hingað og þetta snerist við hjá mér, þá fór ég að keyra búslóð- irnar aftur heim til fólks. Það var mjög skemmtilegt tímabil enda margir sem höfðu ekki átt von á því að koma aftur.“ Það voru ekki allir jafnvissir um að mannlíf á eyjunni tæki við sér aftur. „Ég fékk vini mína úr Reykjavík til að koma og hjálpa mér að negla fyrir gluggana og ég sagði við þá þegar við höfðum neglt fyrir allt saman að þeir myndu svo koma og hjálpa mér að slá frá gluggunum. Þeir sögðu þá við mig að það yrði aldrei slegið frá þessum gluggum aftur. Þegar ég skrapp tvo daga upp á land fór ég austur í sveit og þegar ég kom til baka kom ég við á Sel- fossi og hitti þar kennara, Þórarin Magnússon, sem sagði mér að hann væri að fara að kenna í Eyjum og væri að leita eftir kennurum. Þegar ég kom aftur til Eyja sagði ég Magnús Guðjónsson Dýrlegt að taka þátt Magnús Guðjónsson ferða- yja, var i og var ina en inu þar kti, ók ilkynn- ítið óljós- ngin æri við eima í eyrði ég brautinni minnar að heyra g það má rra að rstu nótt kmark- ambandi Aurora. munum u arsveit- yjarnar. rin úr g höfðu með sér. r var vik- það ekki svo af- vað að að hún a hreinu a inn um unnar enda sá margt af því fram á að þurfa að byrja frá grunni eftir að hafa misst hús sín. Yngra fólkið hafði ekki myndað sömu tengslin og því var áfallið því ekki jafnþungt. Árið eftir gos keypti Aurora ásamt manni sínum hús sem var á kafi í vikri. Þau gerðu hús- ið upp og búa þar ennþá. Aðspurð um hvort unga fólkið hafi upp- lifað uppbyggingar- starfið öðruvísi en það sem eldra var sagði Aurora: Það var mjög góður andi yfir uppbygging- arstarfinu og það átti líka við um yngra fólkið, vinnustemmningin smitaði út frá sér og unga fólkið tók mikinn þátt í starfinu. Þótt stór hluti byggðarinnar hafi lagst undir hraun var auðvitað mikilvægast að enginn mannskaði varð.“ þakgluggann því það var ekki hægt að komast inn um úti- dyrnar. Meðan vik- urinn buldi á þakinu var ég inni að sópa og gera hreint, sem eftir á að hyggja var algjör vitleysa. Ég ákvað að reyna að koma öllum blómunum hennar mömmu út um þak- gluggann en þetta var nú allt saman til einskis því bæði húsið og blómin fóru undir vikurinn. En þetta fór þó að minnsta kosti hreint og fínt undir hraunið,“ sagði Aurora. Yngra fólkið snéri frekar aftur Eftir gos urðu talsverðar breyt- ingar á Eyjasamfélaginu og marg- ir sem snéru ekki aftur. Aurora taldi að það hafi frekar verið eldra fólkið sem ekki sneri aftur til eyj- ora Friðriksdóttir var 19 ára í gosinu ik- uldi u“ Morgunblaðið/Sigurgeir Á myndinni má sjá hús Auroru Friðriksdóttur og Bjarna Sighvatssonar. Húsið var á kafi í vikri þegar þau keyptu það. Á aðeins 15 árum hafa þau ræktað upp mikinn gróður í garðinum hjá sér. Aurora Friðriksdóttir hann stæði uppi á þakinu. Hann svaraði því til að það væri gas út um allt. En það var nú ekki alveg rétt hjá honum, það var ekkert gas ná- lægt. Hann var búinn að standa þarna heillengi þegar ég sá hann og sagði honum að koma niður og ók honum þangað sem hann þurfti að fara. Við hlógum mikið að þessu eftir á.“ En þrátt fyrir ýmsar hættur sem upp komu í gosinu varð enginn mannskaði. „Það var mikil sam- heldni hjá fólki á þessum tíma, bæði hér á eyjunni og eins upp á landi. Ef tveir Eyjamenn hittust uppi á landi heilsuðust þeir jafnvel þótt þeir þekktust ekki. Við sættum okkur við aðstæðurnar hér og við lifðum þetta af, enginn dó. Það er mikilvægast,“ sagði Anna að lokum. „Þetta voru hörkukarlar allt saman og duglegt fólk.“ Í gosinu kom upp gas sem lagði yfir bæinn og gat verið mönnum hættulegt. Þegar bílar keyrðu í gegnum gasslæðu drápu þeir á sér, því gasið drap allt súrefni. Um leið og eftir því var tekið að gas lá yfir urðu nærstaddir því að forða sér og komast upp á hærri punkt þangað til gasið hvarf. Högni sagði að yfir- leitt hafi verið reynt að flýja niður á höfn en þar var aldrei gas. Ýmis minnisstæð atvik tengjast þessum aðstæðum. Högni rifjaði upp eina sögu: „Einu sinni var ég að keyra um eyjuna og ók fram á lögregluþjón úr Reykjavík sem stóð uppi á jepp- anum sem hann var á. Ég stoppaði og spurði manninn hvers vegna HJÓNIN Anna Sigurðardóttir og Högni Sigurðsson tóku í gær fyrstu skóflustunguna að uppgreftri sex gamalla húsa við Suðurveg. Þau búa að Helgafelli sem er við rætur Helgafells og eru bæði uppalin í Eyjunum. Umhverfið í kringum húsið er fallegt og erfitt er að gera sér í hugarlund að fyrir 30 árum hafi varla sést í húsið fyrir vikri en þau hjónin eignuðust það skömmu eftir gos. Gamla húsið þeirra stóð við Grænuhlíð 11 og fór undir hraunið eins og önnur hús við þá götu. Anna sagði að þau hefðu verið nýbúin að borga upp gólfteppin í húsinu þegar gosið kom. Lítil mynd af þessu húsi er í stofunni hjá þeim hjónum og þar fyrir ofan hangir málverk af sama svæði nokkrum áratugum áð- ur, þegar svæðið var blómum skrýtt. Ást á eyjunni dreif áfram uppbyggingarstarf Aðspurð um hvað hafi að þeirra mati drifið áfram allt þetta mikla uppbyggingarstarf sem unnið var eftir gosið sagði Anna: „Íbúar höfðu bjartsýni, þor og vilja til að koma aftur. Þetta var ástin á eyj- unni eða það sem maður kallar á góðri íslensku ættjarðarást.“ Þau hjónin fóru frá eyjunni um gosnóttina og varð Anna eftir uppi á landi, í Hveragerði þar sem hún fór að vinna í skólanum. Högni vann hjá bænum þegar gosið varð og snéri því fljótt aftur til að taka þátt í hreinsunaraðgerðum og stýra vinnuflokki í hreinsuninni. Hann sagði að allt björgunar- og hreins- unarstarf hafi gengið vel og allir sem komu að hafi staðið sig vel. Anna Sigurðardóttir og Högni Sigurðsson Bjartsýni, þor og vilji Morgunblaðið/Sigurgeir Högni Sigurðsson og Anna Sigurðardóttir fyrir framan Helgafell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.