Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVÓTI AUKINN Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið að auka kol- munnakvótann um 229.000 tonn í ár, sem gefur af sér þrjá milljarða í út- flutningstekjur ef allur aflinn næst. Ákvörðuninni er tekið fagnandi af forstjóra Síldarvinnslunnar, Björg- ólfi Jóhannssyni, en fyrirtækið er með um 25% kvótans. Formannsskipti í LR Jóhann G. Jóhannsson og Sig- urður Karlsson hafa sagt af sér for- mennsku og varaformennsku hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur Ell- ert A. Ingimundarson verið skipaður formaður í þeirra stað. Ellert segist vona að sátt náist innan félagsins um mögulegar breytingar. Íbúar óánægðir Þungt hljóð er í Siglfirðingum í kjölfar ákvarðana um að hafna öllum tilboðum í gerð Héðinsfjarðarganga og fresta framkvæmdum til ársins 2006. Ólafsfirðingar eru einnig þungorðir í garð stjórnvalda. Bæj- arráð Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sendu í gær frá sér ályktun vegna ákvörðunarinnar og fer bæjarráð Ólafsfjarðar fram á viðræður við for- ystumenn ríkisstjórnarinnar nú þeg- ar. Berlusconi biðst afsökunar Silvio Berlusconi bað í gær Ger- hard Schröder, kanslara Þýska- lands, afsökunar á því að hafa á mið- vikudag sagt að þýskur fulltrúi á Evrópuþinginu ætti að taka að sér hlutverk fangavarðar nasista í kvik- mynd sem verið væri að gera á Ítal- íu. Schröder sagði málinu lokið af sinni hálfu. Enn árásir í Írak Þrír Írakar biðu bana og tíu bandarískir hermenn særðust í gær í sprengingu og þremur árásum á bandaríska hermenn. F Ö S T U D A G U R 4 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  SKAPANDI TRÚÐAR /2  VIÐ ERUM ÖLL EINS AÐ INNAN /3  ALI BABA OG BALLERÍNUR /4  STRÁKUR EÐA STELPA? /6  GLYS OG GÖTULÍF – EÐA VILTU KANNSKI KLIPPINGU?/7  ÍTÍSKUHEIMINUM hefur lengi ríkt tog-streita á milli tveggja strauma; þess sem erþægilegt og þess sem þykir smart. Víruð brjóstahöld, lífstykki og hælaháir skór eru til dæmis ekki beint heilsusamlegir fylgihlutir, en þykja gefa eftirsóknarverða reisn. Svipað gildir um ofurþröngar gallabuxur, stíf leðurbelti, jafn- vel gerviaugnahár. Nú virðast þarfir líkamans hins vegar njóta vaxandi skilnings í tískuveröldinni og er það vel. Nýjustu sumarskórnir eru eitt dæmið, margir þeirra eru úr mjúku efni og þrengja hvergi að fætinum. Nóg er af slíkum skæðum í verslunum í ár og háhælaðir skór eru jafnvel orðnir þægileg- ir, ekki síst þegar hællinn er kenndur við klósett. Tásuskór koma sterkir inn Svonefndir tásuskór eru ennfremur til fyrir bæði kynin, þótt úrvalið fyrir konur sé að vísu margfalt meira. Þetta eru þægilegir skór þar sem loftið leikur um fótinn og tærnar eru ekki kramdar, eins og verða vill í hinum támjóu. Enn notalegri eru svo mjúkir, fótlaga leðurskór sem auðvelt er að smeygja sér í, sumir eru jafnvel þeirrar náttúru að hælkappinn er líkt og geng- inn niður. Strigi hefur einnig löngum verið notaður í skó, efnið er sveigjanlegt og til þess að tolla í tískunni eru strigaskór ekki endilega lengur reimaðir, heldur geta þeir líka verið steinum skrýddir. Eftir þramm um götur og torg kemur hins vegar að því að fólk þreytist, jafnvel þótt skórnir séu í þolanlegri kantinum. Þá er tilvalið að geta sest á handtöskuna sína og hvílt sig á mjúkum fleti. Þessum eiginleikum er taskan Cover your ass einmitt prýdd, en hönnuður hennar er Guð- rún Lilja Gunnlaugsdóttir, búsett í Hollandi. Auk þess að vera gerð úr þykku milliefni er taskan tískugripur í hágæðaflokki, en hún var nýlega valin til sýningar á Tískusafninu í Hasselt í Belgíu, þar sem einnig voru sýndar töskur frá Philip Starck, Kenzo og fleiri stórlöxum.  Við erum /3  Ali Baba /4 Morgunblaðið/Arnaldur Á töskunni Passaðu rassinn er mynd af sitj- anda en að innanverðu eru skávöðvar. Task- an er ennfremur mjúkt sæti fyrir eigandann. Morgunblaðið/Jim Smart Skrautlegir tásuskór úr Bianco; loft leikur um fótinn.Sveigjanlegur sóli og loftgöt, frá Bianco. Hið ljúfa líf Mjúkir og flatbotna leðurskór með pallíettum úr Agadir. Þægindin í fyrirrúmi Dormað í garðinum í mjúkum skóm úr striga, án þess að slegið sé af tískukröfum um lit og snið. Yf ir l i t Í dag Viðskipti 12 Viðhorf 32 Úr verinu 14 Minningar 32/39 Erlent 14/17 Bréf 56 Höfuðborgin 18 Staksteinar 40 Suðurnes 19 Dagbók 42/43 Akureyri 20/21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Leikhús 49 Landið 23 Fólk 49/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Íslenskur dvergkafbátur, sem ætlaður er til rannsókna neðansjávar, hefur vakið athygli víða um heim. Ragn- hildur Sverrisdóttir kafaði í málið. Ísland og öryggisráðið Gera má ráð fyrir umfangsmikilli kosningabaráttu vegna framboðs Íslands til setu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Davíð Logi Sigurðsson kannaði málið. Kynlíf, lygar og hjónabönd Í sinni 33. kvikmynd leikur Woody Allen Hollywood- leikstjóra í blindgötu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Woody Allen. Íslenskur kafbátur á sunnudaginn ERLENDIR ferðamenn voru um 5% fleiri í júní en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráði. Ferðamönnum frá öllum helstu markaðssvæðum fjölg- aði og Ársæll Harðarson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs, segir að það hljóti að teljast gleðitíðindi. Alls voru erlendir ferðamenn 33.707 talsins í júní, samanborið við 32.215 í júní 2002. Stærsti hópurinn kom frá Bandaríkjunum, 5.752 ferðamenn, þar á eftir kemur Þýska- land með 5.051 mann og þá Bretland, en ferðamenn þaðan voru 4.647 tals- ins í mánuðinum. Ársæll segir að bandarískum ferðamönnum hafi fjölgað um 2% frá fyrra ári. „Þetta er fyrsti mánuðurinn í ár þar sem vöxt- ur er í fjölda ferðamanna frá Banda- ríkjunum, sem er mjög ánægjulegt og verður vonandi viðvarandi,“ segir hann. Bretum fjölgaði um 29% ef miðað er við júní 2002 og Þjóðverjum um 23%. Þá nam fjölgun danskra ferða- manna 27% og franskra 26%. Svíum fækkaði hins vegar um 13%, Kan- adamönnum um 27% og Norðmönn- um um 15%. Spænskum ferðamönn- um fjölgaði um 68%; úr 364 í 612. „Það er athyglisvert að lítilsháttar samdráttur er frá Norðurlöndunum samanlagt, en Danmörk sker sig úr með góða aukningu í júní,“ segir Ár- sæll. Morgunblaðið/RAX Ferðamenn austan Námaskarðs í Mývatnssveit.                              !" #  $ $$$$$  % &'(&) *'+*( )',&- +)& )'(&) -'.&& (*, )&& //* )'*/- +-) +/+ )'/.) &'.&- /'+&+ //'(.(                     !  "  # #$  Ferðamönnum fjölg- aði um 5% í júní VIÐRÆÐUR um sölu Sements- verksmiðjunnar hf. á Akranesi standa nú yfir. Íslenska ríkið á 100% hlut í verksmiðjunni en fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu sér um söluna fyrir hönd ríkisins. Að sögn Stefáns Jóns Friðriksson- ar, ritara einkavæðingarnefndar, fékkst engin niðurstaða í málið í gær er nefndin fundaði með tilboðsgjöf- um. „Við höldum áfram að ræða mál- in. Við erum að gera okkur vonir um að niðurstaða liggi fyrir á morgun [föstudag] eða í síðasta lagi á laugar- dag,“ sagði Stefán Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Fimm hópar vildu bjóða í verk- smiðjuna þegar hlutur ríkisins var auglýstur til sölu í mars sl. Í hópnum sem nefndin ákvað að ganga til við- ræðna við eru Framtak fjárfesting- arbanki hf., BM Vallá hf., Björgun ehf. og norska sementsverksmiðjan Norcem. Ekki hefur fengist upp gef- ið hversu hátt verð er rætt um. Tekjur Sementsverksmiðjunnar á árinu 2002 námu 1.160 milljónum króna. Eignir í lok síðastliðins árs voru 1.829 milljóna króna virði. Skuldir félagsins námu alls 733 millj- ónum króna og eigið fé var 1.096 milljónir króna í árslok 2002. Sala Sementsverksmiðjunnar Niðurstaða í dag eða á morgun ÞRIGGJA ára drengur var nær kafn- aður þegar pylsubiti stóð í honum á þriðjudag. Móðir hans hringdi á sjúkrabíl og reyndi viðurkenndar að- ferðir við að ná bitanum úr hálsi barnsins, en allt kom fyrir ekki. Þegar sjúkrabíll kom á staðinn leið barnið út af og ekki tókst að ná bitanum upp fyrr en á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Drengurinn hefur nú ver- ið útskrifaður og mun ná sér að fullu. Að sögn Herdísar Storgaard, fram- kvæmdastjóra Árvekni, er allt of al- gengt að matur og sælgæti standi í börnum hér á landi. Mjög mikilvægt sé að foreldrar kynni sér vel og kunni rétt viðbrögð við aðstæður sem þess- ar og muni að hringja strax á hjálp. Nauðsynlegt er að börn borði sitjandi en ekki á hlaupum og óráðlegt að láta lítil börn fá í hendur svonefnt „bland í poka“, enda getur sælgætið staðið í þeim. Nær kafn- aður af pylsubita ♦ ♦ ♦ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir ekki lengur með takmörkun á ferðalögum til neinna staða í heim- inum vegna alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL). Þeir ferðalangar sem síðastliðna tíu daga hafa komið hingað til lands frá Torontó í Kanada og Taívan í Kína, þar sem nýleg tilfelli alvarlegr- ar bráðrar lungnabólgu hafa komið upp, ættu að hafa í huga meginein- kenni sjúkdómsins, sem eru hiti yfir 38°C, þurr hósti og öndunarörðug- leikar. Þetta kemur fram í tilmælum frá sóttvarnalækni. Búið að ná tökum á HABL Hömlum á ferðum aflétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.