Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 37 amma til við aðgerðaáætlun síðasta dags og ég hljóp í kringum hana og reyndi að gera eitthvert gagn. Eftir því sem við báðar eltumst rann það auðvitað upp fyrir mér að amma lagði á sig mikla vinnu við að halda veisl- urnar sínar, en hún gerði það af þeirri einstöku alúð og ánægju sem ein- kenndi öll hennar verk. Meðal kærustu minninga minna er jólaboðið sem amma og afi héldu á að- fangadagskvöld fyrir börn og barna- börn. Fólkið fór að tínast á Lang- holtsveginn um kl. 10 að kvöldinu og kom að glæsilegum tertum og kökum. Við krakkarnir tókum með okkur uppáhaldsjólagjafirnar og svo lékum við okkur saman langt fram á nótt meðan fullorða fólkið spjallaði saman. Þetta var alltaf falleg stund og ekki síður skemmtileg. Eiginlega markaði það byrjunina á hátíðleika æsku- jólanna að hittast hjá ömmu og afa. Afi og amma Lára voru líka dugleg við að halda upp á ýmsa áfanga í lífinu með fjölskyldu og vinum. Þá var auð- vitað boðið til veislu, lengst af á Langó en síðar á Sléttuveginum. Amma var alltaf til í að leggja á sig vinnu til að fá fólkið sitt saman. Með þessu var hún auðvitað aflið sem gerði fjölskylduna samhenta og nána, en hún lagði mikið upp úr því að allir kæmu við, þótt þeir gætu ekki verið lengi, því hana langaði til að hitta fólk- ið sitt og halda tengslunum. En það var einmitt það sem hún gerði. Ég á margar minningar um ferða- lög sem farið var í með ömmu og afa. Mér sem lítilli stelpu fannst æðislegt að fara í ferðalög þegar amma Lára var með í för. Amma sá nefnilega til þess að alltaf væri til eitthvað gott að borða og lagði sig fram um að útbúa það nesti sem hún vissi að hverjum og einum þótti gott að fá. Hún hafði un- un af því að láta fólkinu sínu líða vel. Seinni árin voru amma og afi dugleg við að leigja sumarbústaði og dvelja vikulangt á sama stað. Þau vildu að sem flestir kæmu í heimsókn og iðu- lega varð þeim að ósk sinni með þeim afleiðingum að bústaðurinn fylltist af fólki sem þurfti að gefa að borða. Og það fannst ömmu bæði gaman og gott þó að mann hafi stundum grunað að hún kæmi þreyttari úr sumarbústað- arferð en hún var þegar hún hóf fríið. Það varð til að styrkja tengslin milli okkar ömmu enn frekar þegar við Palli fórum að búa og fengum að leigja kjallarann á Langó. Þá vorum við Palli mikið uppi hjá ömmu og afa og mikið var spjallað. Við áttum ekki sjónvarp svo að við fengum að horfa á sjónvarpið þeirra. Oft borðuðum við saman og þá varð til hálfgerður „mat- arklúbbur“ hjá okkur sem fólst í því að einu sinni í viku borðuðum við sam- an á miðvikudagskvöldum og svo var spjallað fram eftir kvöldi. Þá voru ein- att á boðstólum tveir réttir, þ.e. einn fyrir mig og ömmu og annar fyrir afa og Palla. Afi og amma voru nefnilega ekki alveg sammála um hvaða matur væri bragðgóður og með þessum hætti fengu allir eitthvað gott. Og það var amma ánægð með. Amma heimsótti fólkið sitt í út- löndum ef þess var kostur. Þegar við Palli vorum í framhaldsnámi í Dan- mörku kom amma í heimsókn til okk- ar. Við ferðuðumst saman en minnis- stæðast er mér hvað henni þótti gaman að smakka danskar tertur. Hún fékk sér bara lítið af hverju en naut bragðsins til hins ýtrasta. Svo kom á hana þessi sérstaki „nammi- svipur“ sem sagði meira en mörg orð. Amma var mikil listakona og fag- urkeri. Hún lagði mikla áherslu á að heimilið væri fallegt og smekklegt. En hún hafði líka ánægju af handa- vinnu, að mála og sauma. Hún málaði postulín og silki af hagleik, saumaði myndir og dúka. Hún tók virkan þátt í handavinnustarfi á Sléttuveginum og í höndunum á henni urðu til mörg listaverkin sem við erum svo heppin að hafa hjá okkur til að minna okkur á ömmu. En amma var líka „lady“ í þeim skilningi að hún var virðuleg kona sem lagði áherslu á að vera allt- af vel til fara. Hún hafði mjög gaman af skarti og notaði gripina sína mikið. Það lýsir henni einmitt vel að síðustu vikurnar, þegar hún var orðin mjög veikburða, vildi hún hafa nælu í barminum eða festi um hálsinn, þó að hún færi kannski ekki út úr herberg- inu sínu. Þannig hélt hún virðingu sinni. Verulega fór að draga af ömmu í kringum síðustu áramót. Amma hélt þó upp á 85 ára afmælið sitt heima á Sléttuvegi, en í mars á þessu ári fluttu þau afi á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ. Þar var einstaklega vel og hlýlega tekið á móti þeim enda leið þeim vel þar saman, þó að enn drægi af ömmu. Síðustu dagana var orðið ljóst hvert stefndi og því kom það ekki á óvart að fá hringingu 24. júní um að nú væri ömmu að hraka. Ég fór ásamt fleirum í fjölskyldunni til að vera hjá ömmu og afa á þessari erfiðu stundu en mér fannst óhugsandi ann- að en að kveðja ömmu Láru. Hún dó svo að kvöldi Jónsmessunnar 24. júní og hvarf inn í sumarið og birtuna sem fylgdi henni alla tíð. Mig langar að lokum að þakka sér- staklega starfskonunum á Holtsbúð, en jafnt ömmu, afa og öðrum sem voru við dánarbeð ömmu var sýnd einstök virðing, hlýja og skilningur á þessari erfiðu stundu. Með yndislegri framgöngu sáu þær líka til þess að amma hélt virðingu sinni til hinstu stundar. Það er ómetanlegt. Enginn hefur átt ömmu eins og hana ömmu Láru. Minningar um hana verða mér alltaf nálægar og dýr- mætar. Lára Áslaug Sverrisdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HILDAR EIÐSDÓTTUR, Árteigi. Jón Sigurgeirsson, Kristín Jónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson, Sigurgeir Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Haukur Þórðarson, Eiður Jónsson, Anna Harðardóttir Arngrímur Páll Jónsson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Karitas Jónsdóttir, Erlingur Kristjánsson, barnabörn og langömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTJÁNSSON bifreiðastjóri, Helgamagrastræti 44, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi laugardagsins 28. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Ingibjörg Jónsdóttir, Kristján A. Jóhannesson, Hafdís J. Hannesdóttir, Stefán Jóhannesson, Ragnheiður Þórsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Helgi Gunnarsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET BOGADÓTTIR, Heiðarhrauni 30B, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 13.30 Gréta Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Bogi B. Jónsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegur frændi okkar, HAFLIÐI KETILSSON frá Álfsstöðum, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardag- inn 5. júlí kl. 11.00. Jón Grétar Guðmundsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Álfheiður Sjöfn Guðmundsdóttir, Eydís Katla Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR LÁRUSSON frá Heiði á Langanesi, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti, Þórshöfn, fimmtudaginn 26. júní, verður jarð- sunginn frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 5. júlí kl. 14.00. Sæmundur Einarsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Lára Einarsdóttir, Einar Nikulásson, Anna Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Egill Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Anleyg Petersen, Einar Valur Einarsson, Elísa Einarsdóttir, Ölver Guðnason, afabörn og langafabörn.  Fleiri minningargreinar um Kristján Ómar Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Láru Áslaugu Theodórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. sundur við það að missa skyndilega ástvin. Tilveran verður svo undarlega innantóm – framhaldið svo óljóst. Kristján var ástvinur minn og ég sakna hans mikið. Ég á honum margt að þakka – ekki síst fyrir ótal góðar stundir í gegnum árin. Minningarnar um þær varðveiti ég í hjarta mínu um ókomna framtíð. Öllum heimsóknum lýkur með kveðjustund og oftar en ekki fylgdi Kristján okkur út á plan. Þar stóð hann í inniskónum sínum á skyrtunni með axlabönd og veifaði brosandi bless. Þannig sé ég hann fyrir mér í dag. Einar Sverrisson. Hún Kollý systir mín hringdi í mig og sagði mér að hann Kóbi mágur minn væri dáinn. Fátt hefur haft meiri áhrif á mig. Hann Kóbi. Nei það getur ekki verið. En svona er það nú samt. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Á mig leita minningar – minningar um mann sem var mér kær. Ég eiginlega man ekki eftir öðru en að Kóbi hafi alltaf verið þarna, enda ekki nema fjögur ár á milli mín og Brynju Bjarkar, elstu dóttur hans og Kollýjar . Það var í Vikurhúsinu við Klepps- veg. Í barnsaugum mínum var þetta hús sveipað ævintýraljóma, með laug í bakgarðinum. Ég minnist þess þegar Kóbi kom og sótti mig og við fórum saman með fínu Rolleiflex-myndavélina hans nið- ur í Borgarskála Eimskipafélagsins til þess að taka myndir af stóra vöru- bílnum sem hann var að flytja til landsins. Sá stærsti sem þá hafði ver- ið fluttur inn. Þá var strákurinn, ég, alveg að springa úr stolti yfir því að hann væri mágur minn. Ég minnist myndakvöldanna eftir stóru Evrópuferðina sem þau fóru, en Kóbi tók mikið af myndum í þeirri ferð, allt á „slides“. Þá naut hann sín vel í hlutverki sögumannsins. Ég minnist sunnudagsbíltúranna á Þingvelli, þangað sem áður var í Bola- bás, Kollý breiddi teppi á grasið og töfraði fram brauð og kökur af sinni einstöku snilld meðan Kóbi bónaði bílinn og ég fékk að hjálpa til. Ég minnist þess, þegar foreldrar mínir létust og ég var aðeins 15 ára, hversu fljótur hann var að taka mig í faðm sinn og bjóða mér alla þá aðstoð sem hann gat. Þá flutti ég inn á heim- ili þeirra Kollýjar og bjó þar þangað til ég byrjaði búskap sjálfur. Ég minnist allra vídeókvöldanna sem við áttum í Vesturberginu og Depluhólunum, þegar hann hleypti mér ekki heim fyrr en ég gekk varla fyrir syfju. Ég minnist gleði og dill- andi hláturs í návist Kóba, sem gerði það að verkum að maður gleymdi öðru í návist hans. Ég gæti haldið lengi áfram um samverustundir okkar, en þá þyrfti líka meira pláss en ég fæ hér. Ég vildi óska að stundir okkar hefðu verið fleiri seinustu árin en raun varð. Vertu sæll, kæri mágur, megi verndarenglar fylgja þér, hvar sem þú ert. Elsku Kollý mín, megi almættið styrkja þig, Brynju Björk, Sigrúnu, Dóu, Kristínu Þóru og alla fjölskyld- una í ykkar miklu sorg. Bjarni. Elsku afi. Ég var ekki orðin einnar klukkustundar gömul þegar við sáumst fyrst. Þið amma voruð ekkert að bíða eftir neinum heimsóknartíma þegar pabbi hringdi í ykkur til að láta vita að ég væri komin í heiminn. Þið brunuðuð beint upp á spítala þó kom- ið væri fram yfir miðnætti. Þegar tími var kominn til að ég færi heim af fæðingadeildinni varstu búinn að láta bóna Lincolninn þinn til að ég kæmi heim með glæsibrag. Þú varst miður þín þegar ég fór til Ameríku, hringdir mikið og krafðist þess að fá sendar myndir af mér nokkrum sinnum í viku. Er við flutt- um heim og bjuggum hjá ykkur fyrstu mánuðina varstu himinlifandi. Kvöldið sem við fluttum í okkar eigin íbúð varstu svo leiður að við urðum að lofa að koma í morgunverð næsta dag til að hugga þig. Við pabbi keyrum framhjá húsinu ykkar ömmu á hverjum degi á leið til dagmömmunnar og alltaf er ég jafn ósátt þegar pabbi beygir til hægri í stað vinstri og ég uppgötva að ég er ekki að fara til afa. Þú baðst mömmu oft um að fá að sækja mig í pössunina og þá var ekki sjálfgefið að mamma fengi að sjá mig á næstunni því við fórum ýmislegt að bralla áður en við fórum til hennar. Við pössuðum upp á að hafa slökkt á símanum til að ekki væri hægt að reka á eftir okkur. Við keyrðum um bæinn, fórum að gefa bra-bra og fleira. Einnig fórum við oft í stutta göngutúra frá Depló, ýmist niður í móa eða upp á róló. Aldrei nokkurn tíma fann ég fyrir því að það væri mikið að gera hjá þér því þú hafðir alltaf nógan tíma fyrir mig og aldrei kvaddir þú mig öðruvísi en að knúsa mig vel og lengi. Þakka þér fyrir þessa yndislegu en alltof stuttu samfylgd, Kolbrún Eggerts. Elsku afi. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú lést okkur barnabörnin alltaf finna hversu stoltur þú varst af okkur og sparaðir ekki hrósin, sem fengu mig til að bera höfuðið hátt þegar ég hélt heim úr heimsóknum frá ykkur ömmu. Oft sátum við saman og horfðum á fótbolta í sjónvarpinu, þó sérstaklega þegar liðið okkar, Arsenal, var að spila og vorum oftast mjög sátt þegar leiknum var lokið þar sem liðið okkar er að sjálfsögðu mjög sigursælt. Þetta litla dæmi sýnir vel hvernig þú varst, ekkert kynslóðabil á milli okkar, við barnabörnin vorum vinir þínir og félagar. Jónasi tókst þú sem góðum vini þegar ég kynnti hann inn í fjölskyld- una og svo henni Tinnu Björk, fyrsta langafabarninu þínu sem þú varst svo stoltur af eins og svo litlu prinsunum sem komu svo hver af öðrum. Megi guð blessa ömmu og við vit- um að þú vakir yfir okkur og passar uppá að við höldum hópinn eins og þú gerðir alltaf. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. (Halldór Kiljan Laxness) Kolbrún Þórey (Kollý).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.