Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. NAUÐGANIR voru fjórðungur allra kynferðisbrota sem tilkynnt voru til lögreglunnar í Reykjavík árið 2002. Tilkynnt var um 39 nauðganir sem er 39% aukning frá fyrra ári. Ofbeldisbrotum í Reykja- vík fækkaði á hinn bóginn um 14% á milli ára og fækkaði alvarlegum lík- amsárásum mest. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins fyrir árið 2002. Í fyrra voru 162 kynferðisbrot kærð til lögreglunnar í Reykjavík sem er 19% aukning frá árinu 2001 en 31% aukning sé miðað við með- altal áranna 1999-2002. Svipuð þró- un hefur átt sér stað á landsvísu. Hinir kærðu 11 árum eldri Tilkynnt var um 23 misneytingar en undir það brot falla m.a. svokall- aðar svefnnauðganir. Í 17 tilfellum var fórnarlambið rænulaust eða átti við andlega annmarka að stríða. Til- kynnt var um 23 kynferðisbrot gagnvart börnum og þrjú sifja- spellsmál. Blygðunarsemisbrot voru 29 á árinu, þ.m.t. áreitni sem átti sér stað um síma. Eitt vændismál var kært til lögreglu. Flestar tilkynn- ingar bárust í ágúst (16%) en fæstar í febrúar (4,3%). Tekið er fram að í sumum tilfellum geta kærur vegna kynferðisbrota borist mörgum árum eftir að brot á sér stað. Árið 2002 var 101 einstaklingur kærður fyrir kynferðisbrot, 97% voru karlmenn. Fram kemur að þeir sem eru kærðir fyrir kynferðisbrot eru að jafnaði mun eldri en þeir sem kæra. Árið 2002 var meðalaldur kærðra um 34 ár en meðalaldur þeirra sem kærðu var um 11 árum lægri. Svipaður aldursmunur kom fram í tölum fyrir árin 2000 og 2001. Ekki fleiri morð í 30 ár Fíkniefnabrotum fjölgaði um 24% frá fyrra ári. Þar munaði mest um fjölgun brota vegna vörslu og neyslu fíknefna og vegna fram- leiðslu. Kærðir voru 407 einstak- lingar, rúmlega þriðjungur þeirra var 20 ára eða yngri og 41% var 21– 30 ára. Árið 2002 voru framin fjögur morð í Reykjavík og höfðu þau ekki verið fleiri sl. 30 ár. Öðrum ofbeld- isbrotum fækkaði á hinn bóginn um 14%. Tæplega 60% þeirra áttu sér stað í hverfi 101 og helmingur of- beldisbrota var tilkynntur á laug- ardegi eða sunnudegi. Alls voru 569 einstaklingar kærðir, 86% voru karlar en 14% konur. Auðgunarbrotum fjölgaði um 3%, innbrotum um 13% en þjófnuðum og ránum fækkaði. 437 íbúar á hvern lögreglumann Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrra 2.318 einstaklinga og 1.585 gistu fangageymslur lögreglu. Heildarfjöldi brota og rannsóknar- verkefna var um 52.500 og um 21.500 einstaklingar voru kærðir. Stærsti brotaflokkurinn var sem fyrr umferðarlagabrot og fjölgaði þeim um 23% á milli ára. Verkefnin voru því ærin enda 123.685 íbúar í umdæmi lögreglunnar. Í árslok voru 437 íbúar á hvern lögreglu- mann. Lögreglustjórinn í Reykjavík gefur út ársskýrslu fyrir árið 2002 Tilkynningum um nauðg- anir fjölgaði um 39% Ofbeldisbrotum fækkaði um 14%, einkum alvarlegum líkamsárásum KVIKMYNDALEIKARINN John Travolta segir frá því í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki einu sinni, heldur tvisvar komið til Ís- lands. Árið 2002 millilenti hann á Keflavíkurflugvelli en yfirgaf aldrei flugstjórnarklefann. Í fyrra skiptið stóð dvölin að- eins lengur eða í tvo daga. „Umm, við vorum á hótelinu, fórum á sýningu. Vel á minnst, það vildi svo til að það var Grease,“ sagði Travolta en eins og alþjóð veit lék hann brilljantíntöffarann Danny Zuko af einstakri innlifun í bíómyndinni Grease. Hann kvað það „eiginlega stórskrítið“ að sjá Grease á íslensku en sýningin hefði verið vel heppnuð og skemmtileg. Aðaláherslan hefði verið lögð á tónlistina og af lýsingu Travolta að dæma er hér um að ræða sýningu Söngsmiðjunnar á Broadway árið 1994. Travolta var hér á landi í tvo daga og notaði tækifærið til að skoða sig um í nágrenni Reykjavíkur en tókst að láta lítið fara fyrir sér. „Vildi svo til að það var Grease“  Stórskrítið/48–49 John Travolta FJÓRAR ferðaskrifstofur bjóða upp á Kanarí- eyjaferðir frá Íslandi í vetur og alls eru 12.600 flugsæti í boði með þremur flugfélögum, Flug- leiðum, Spanair og Futura. Sala á ferðum þangað hófst í byrjun júlí sem er nokkuð snemmt ef miðað er við síðastliðin ár. Sam- keppnin er mikil og þegar hefur verðið lækkað frá því í fyrra um allt að 30% . Ferðaskrifstof- urnar bjóða upp á ýmsa nýja gististaði og nokk- ur dæmi eru um að ferðaskrifstofur séu að bjóða gistingu á sömu hótelum en fram að þessu hafa þær oftast verið með sérsamninga við gististaði á sólarströndum. 12.600 flugsæti í boði til Kanaríeyja í vetur Verð á ferðum hefur lækkað um allt að 30%  Verð hefur/B10 SÓLMUNDUR Oddsson, inn- kaupastjóri Nóatúns, segir að Nóatún muni taka innflutning á rjúpum til skoðunar á næstu vikum. Sem kunnugt er hefur Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra, ákveðið að banna allar rjúpnaveiðar í þrjú ár. „Það er ljóst að reynt verð- ur að leita allra leiða til að láta landann fá sína villibráð. Við höfum áður flutt inn skoskar rjúpur með góðum árangri en það eru fleiri lönd sem hægt er að skoða,“ segir Sólmundur. Sælkeradreifing flutti einn- ig inn rjúpur í fyrra en að sögn Bjarna Óskarssonar, eiganda fyrirtækisins, mun það flytja inn rjúpur aftur ef eftirspurn- in er fyrir hendi. „Við getum flutt inn rjúpur frá Svíþjóð og Skotlandi. Við björguðum þessu í fyrra þegar allt var þrotið. Það fá allir rjúpur sem vilja.“ Innflutn- ingur á rjúpum í skoðun FLUGUGILDRUR eru á nokkrum stöðum við Laxá í Aðaldal í sumar og er uppsetning þeirra liður í vöktun svæðisins. Það er Nátt- úrurannsóknastöðin við Mývatn sem hefur það hlutverk að fylgjast með lífríkinu og sér um gildrurnar og fylgist þannig með mý- flugunum og fleiri skordýrum. Flugugildrur þessar eru tæmdar reglu- botndýralífs, rek úr Mývatni í Laxá, svo og átuskilyrði anda og laxfiska. Góð veiði hefur verið í gildrurnar neðst í ánni undanfarið og þegar Þorkell Lindberg Þórarinsson líffræðingur tæmdi gildruna við Mýrarvatn í vikunni var af nógu að taka enda hefur mýflugnafánan þar verið blóm- leg í sumar. lega yfir sumarið en í þeim er geymsluvökvi sem flugurnar varðveitast í eftir að hafa lent í þeim og þangað til þær eru tæmdar. Mýflugur sem veiðast gefa góða hugmynd um stofna mýsins en árlega fást tölur um fjölda 20 algengra mýtegunda. Tölurnar gefa beint og óbeint til kynna almennt ástand í Mývatni og Laxá svo sem ástand Morgunblaðið/Atli Vigfússon Mikið er um mýflugu í skordýra- gildrunum á bökkum Laxár í Aðaldal Laxamýri. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.