Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Sæþór í Reykjavík vinnur þessa dagana að dýpkun Grímseyjarhafnar. Með í för eru dráttarbáturinn Kleppsvík, skipstjóri á honum er Guðfinnur Karlsson, Þorlákshöfn, og gröfu- pramminn Eiðsvík, gröfustjóri Sig- urður Þorsteinsson, Reykjavík. Sæþór sér aðallega um dýpkun vítt og breitt um landið. Hafa Sæ- þórsmenn verið að dýpka margar hafnir landsins undanfarið, eins og á Djúpavogi, í Neskaupstað, á Vopna- firði, á Þórshöfn og Raufarhöfn. Sigurður gröfustjóri sagði að ver- ið væri að hreinsa framburð sem safnast hefði saman á klöppina hér og með því skapaðist betri aðstaða fyrir ferjuna Sæfara og „alvöru skip“ eins og hann orðaði það. Sig- urður sagði að ferðin til Grímseyjar með tækin hefði verið tveggja sólar- hringa sigling og töluverður barn- ingur annan siglingardaginn. Verk- ið sjálft sagði hann að tæki kannski eina viku. Héðan fara þeir Sigurður og Guð- finnur hjá Sæþóri til Flateyjar á Skjálfanda og taka til hendinni í höfninni þar. Morgunblaðið/Helga Mattína Sigurður Þorsteinsson gröfustjóri t.v. og Guðfinnur Karlsson skipstjóri á hafnarbakkanum í Grímsey. Höfnin dýpkuð Grímsey VÍÐA hafa sauðkindur borið bein sín í Aðaldalshrauni um tíðina, en í gjótum og sprungum gefur oft að líta bein af lömbum og fullorðnum skepnum sem þar hafa beðið dauða síns. Nýlega fannst töluvert af beinum í hraunbolla vestan flugvallarins og um er að ræða bein af nokkrum full- orðnum ám og gimbur sem hafa að öllum líkindum látið fyrir berast í skjólinu að hausti til fyrir ein- hverjum áratugum og fennt í kaf en ekki fundist. Hausthretin hafa verið mörg í gegnum tíðina en mönnum er minn- isstætt hret sem gerði mikinn usla 8. nóvember 1959 á auða jörð. Var þá iðulaus stórhríð og gerði á þremur dögum gríðarlegt stórfenni þannig að fé fennti bæði í Aðaldalshrauni og einnig í innsveitum sýslunnar. Margt af þessu fé fannst í snjónum en margir metrar voru niður á skepn- urnar og reyndist mjög erfitt að finna þær og sumar fundust aldrei. Í hvaða hausthreti þetta sauðfé sem hér um ræðir fórst skal ósagt látið og beinin munu áfram geyma leynd- ardóminn um dauðdaga kindanna. Beina- fundur í Aðaldals- hrauni Morgunblaðið/Atli Vigfússon Laxamýri ALÞJÓÐLEGUR samstarfshópur háskólafólks sem leggur stund á doktorsnám hélt nýlega námsstefnu hér á landi. Starfshópurinn kallar sig Circumpolar Phd Network in Arctic Environmental Studies. Þátt- takendur þetta árið komu frá fjöl- mörgum löndum m.a. Moldavíu, Búlgaríu, Síberíu, Grænlandi, Finn- landi, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, Núna- vút (N-Kanada), Noregi og Íslandi. Námsstefnan er hluti af fimm ára verkefni fjölþjóðlegra vísindamanna og doktorsnema úr þverfaglegum greinum sem snýst um að skoða umhverfisáhrif fjölmargra þátta á líf og starf á norðurslóð. Einn þess- ara þátta er ferðamennska og ferða- þjónusta og var verkefnið helgað honum þetta árið. Heimsóttu fjölda staða tengda ferðaþjónustu Stærstur hluti hópsins dvaldi hér á landi í tvær vikur og var aðal- áherslan lögð á tengsl hinna ýmsu þátta samfélagsins við ferðaþjón- ustu. Ýmsir ferðamannastaðir á Vesturlandi voru skoðaðir fyrri vik- una, meðal annars dvalið í Grund- arfirði, farið í Flatey, Hildibrandur í Bjarnarhöfn heimsóttur, farið í þjóðgarðinn Snæfellsjökul og að Brekkubæ á Hellnum, þar sem námsstefnugestir fræddust um upp- byggingu og sögu staðarins, um- hverfisstefnu gistiheimilisins, fram- kvæmd hennar og reynslu af rekstri umhverfisvænnar ferðaþjónustu. Að loknum fyrirlestri snæddi hópurinn kvöldverð á Brekkubæ. Síðari vikuna dvaldi hópurinn á Suðurlandi og heimsótti m.a. Garð- yrkjuskóla ríkisins í Hveragerði, svo og ýmis ferðaþjónustufyrirtæki, en Ísland var einmitt talið kjörið til þessarar námsstefnu vegna hins mikla vaxtar sem orðið hefur í ferðaþjónustu hér á landi undanfar- in ár og vegna hinna miklu nýjunga sem komið hafa fram innan atvinnu- greinarinnar. Menn beindu einkum sjónum sínum að þeirri aukningu sem hefur orðið á ferðalögum fólks um heiminn, þeim efnahagslegu tækifærum sem fylgja í kjölfarið en einnig þeirri hættu sem viðkvæm- um vistkerfum á norðurslóð stafar af þessari aukningu. Jafnframt var skoðað hvernig tryggja mætti sjálfbærni á fé- lagslega og menningarlega sviðinu í tengslum við aukinn fjölda ferða- manna og aukin umsvif innan ferða- þjónustu. Þátttakendur voru á einu máli um að námsstefnan hefði tekist frá- bærlega vel, en um skipulag hennar og framkvæmd sáu Anna Karlsdótt- ir lektor í landafræði við Háskóla Íslands og Jóhanna Oddsdóttir ferðamálafræðingur sem leggur stund á framhaldsnám í ferðamála- fræðum. Námsstefna um umhverf- isáhrif á norðurslóð Hellnar UM miðjan maí ár hvert koma krí- urnar í þúsunda tali í Rif í hópum. Þar hafa þær átt griðland og einka- rétt á varplandi í undanfarna áratugi. Friðþjófur Guðmundsson, sem var bóndi í Rifi á nýliðinni öld, gaf þeim þennan rétt og sá til þess að kríurnar fengju að vera í friði yfir varptímann. Svo virðist sem þessum sumar- gestum fjölgi ár frá ári og í sumar var svo komið að kríurnar voru komnar út um öll holt upp af Rifi alla leiðina út undir Hellissand. Síðari hluta ágústmánaðar, þegar unginn er kominn vel á stjá, flytur kríuskarinn sig í fjörurnar. Þá eru þær í stórum hópum á Brimnesinu, Krossavíkinni úti á Öndverðarnesi og við höfnina í Rifi. Þarna eru for- eldrarnir að æfa ungana í flugi og kenna þeim að afla sér ætis. Ung- viðið er búið undir ferðina löngu til Suðurskautsins. Miklar breiður af ungum og fullorðnum fugli þekja fjörurnar. Það er gaman að fylgjast með og sjá hvernig krían kennir unganum. Hún kemur með síli í gogginum og lætur ungann elta sig með það og sleppir því svo í fjöruna eða sjóinn. Þangað verður unginn að sækja það og er síðan furðu fljótur að komast upp á lag með að ná sér sjálfur í æti. Nú þegar mannanna börn eru að setjast á skólabekk eru kríukrakk- arnir að taka lokaprófin. Hópur eftir hóp hefur sig til flugs úr æfinga- svæðunum og heldur í suðurátt. Í rúma átta mánuði heyrist ekki í kríu hér undir Jökli. En að þeim tíma liðnum birtast stórir hópar af kríum. Þá er sumarið komið. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kría og fleiri fuglar á Brimnesi utan við Krossavík við Hellissand, en kríu hefur fjölgað mjög á þessum slóðum. Útskrift í kríuskólanum undir Jökli Hellissandur HEILBRIGÐIS- og trygg- inganefnd Alþingis heimsótti Heilbrigðisstofnum Suðurlands 2. september til þess að kynna sér starfsemina, áherslur og þarfir. Heimsóknin var hluti af kynningarferð nefndarinnar til stofnana. Nefndin heimsótti einnig réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi og fleiri stofnan- ir. Stjórnendur Heilbrigðis- stofnunarinnar fóru yfir rekstr- arstöðu stofnunarinnar og þá uppbyggingarþætti sem fram- undan eru í starfseminni en þar ber hæst fyrirhugaða viðbygg- ingu við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Kynning- arferð um Suð- urland Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.