Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 64

Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 64
MORGUNSTUND gefur gull í mund, segir spakmælið. Gullið fyrir kon- una og hundinn hennar hefur án efa verið í formi hollustunnar og heil- brigðisins er þau fengu af því að fara í göngu um Seltjarnarnesið einn morguninn þar sem haustlitirnir setja mark sitt á umhverfið. Morgunblaðið/Kristinn Morgunstund á Seltjarnarnesi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÍF er nú að hefja sölu á ferskum, pökk- uðum sjávarafurðum í fyrsta sinn hér á landi. Þetta eru sömu vörur og SÍF selur á kjarnamörkuðum sín- um í Evrópu og Norð- ur- Ameríku. Meðal þeirra afurða sem SÍF býður upp á til að byrja með er reyktur piparmakríll, sem er nýjung hér á landi. Auk þess er boðið upp á laxasteikur, þorsk, ýsu, rækju og reyktan lax. Þegar fram líða stundir er fyrirhugað að bjóða sjaldséðari afurðir eins og túnfisk- steikur, sverðfisk og heitsjávarrækju. Það er dótturfyrirtæki SÍF, Tros, sem stýrir sölu afurðanna. Níels Rafn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Tross, segir þetta meðal annars gott tækifæri til að sýna hluta af því sem SÍF er að gera á erlendum mörkuðum, en markmiðið sé að bjóða neyt- endum upp á hágæða fiskafurðir í hand- hægum pakkningum. Ferskur fiskur frá SÍF í ís- lenzkar búðir  Bjóða/14 RÚMLEGA þrítugur söngvari, Einar Guð- mundsson, er kominn á samning hjá Þjóðar- óperunni (Volksoper) í Austurríki eftir einungis fjögurra ára söngnám. Einar, sem er fæddur og uppalinn í Garðabænum, fór stuttlega í guð- fræði áður en hann skipti yfir í Kennaraháskól- ann árið 1995 og lauk þaðan námi þrem árum síðar. „Ég ætlaði að verða prestur þegar ég var yngri. Það á vel við mig að standa yfir fólki og öskra eitthvað yfir það og þá skiptir ekki svo miklu máli hvort maður er prestur, kennari eða söngvari.“ Eftir kennaranámið réð Einar sig sem skóla- stjóra í Seljalandsskóla, lítinn grunnskóla undir Eyjafjöllum. Lauk söngnámi á tveimur árum Einar stýrði Seljalandsskóla í þrjú ár, en þeg- ar hann var nýsestur í skólastjórastólinn var honum tjáð að það vantaði karlaraddir í söng- deild Tónlistarskólans á Hvolsvelli. „Einhverjir heimamenn þóttust vita að ég væri eitthvað við- riðinn tónlist af því að ég spilaði á gítar í hljóm- sveitum í mörg ár. Ein bændakonan skráði mig bara í söngdeildina og ég fór að læra söng af kappi meðfram starfinu.“ Einar vann það starf ekki með hangandi hendi frekar en önnur og lauk áttunda stigi í söng á tveimur árum, námi sem venjulega tekur fjögur til fimm ár. Vorið 2001, eftir að hann lauk áttunda stiginu í söng, sagði Einar upp sem skólastjóri og sótti um í Mozarteum-tónlistarháskólanum í Salz- burg í Austurríki. „Ég komst beint inn og fór út um haustið og naut þar handleiðslu mjög góðra kennara, Mörthu Sharp og Wolfgang Holzmair. Ég var þarna í tvö ár, námið tekur venjulega þrjú, en kennararnir sögðu að ég ætti bara að drífa mig og fara að syngja fyrir og reyna að komast að í einhverju óperuhúsi.“ Ótrúlega hröð atburðarás Einar fór í prufusöng í júní í Þjóðaróperunni í Vín og var tekinn inn undir eins. Hann hefur nú sungið hlutverk dr. Falke í Leðurblökunni og er nú að fara að syngja Tristan lávarð í óperunni Mörtu eftir Flotow. Einnig eru framundan á þessari leiktíð verkin Carmen og La Bohème auk annarra stykkja. Atburðarásin í lífi Einars er ótrúlega hröð. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir fjórum árum, þegar ég byrjaði að syngja, að ég ætti eftir að standa á sviðinu í Volksoper-húsinu, hefði ég tal- ið hann haldinn alvarlegum svima. Þetta er bara spurning um að halda haus og láta stressið ekki fara í taugarnar á sér. Ég held að ég hafi lært mikið af því að vera skólastjóri, því maður lærir að vinna með fólki og höndla stressið. Þetta er dálítið ævintýrakennt, en maður verður bara að prófa þetta. Annars bakkar mað- ur bara heim í kennsluna aftur.“ Kominn á samning hjá Þjóðaróperunni í Vín eftir fjögurra ára söngnám „Dálítið ævintýrakennt“ Einar syngur hlutverk montpriksins einmana í óperunni Litla prinsinum á móti söngkonunni Yvonne, sem fer með hlutverk prinsins. ÆTLAÐUR eldislax veiddist um 6 km uppi í Selá í Vopnafirði fyrrihlut- ann í september, og í gær staðfesti sérfræðingur Veiðimálastofnunar að um eldislax væri að ræða. „Þetta er það sem við óttumst mest, að þessi lax gangi upp í árnar og blandist við villta laxinn. Þetta er að öllum líkindum lax af norskum uppruna. Við óttumst að hann fari á hreiðrin okkar og skemmi fyrir. Einnig er vísindalega staðfest að af- kvæmin eru mjög léleg,“ segir Orri Vigfússon, formaður Veiðiklúbbsins Strengs, sem er leigutaki árinnar. Sigurður Guðjónsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, segir staðfest að fiskurinn sé eldislax, en ekki sé vitað hvort hann sé af norsk- um stofni, og segir hann að DNA- rannsókn þurfi til að staðfesta það. Sigurður segir að ekki komi sér- staklega á óvart að laxinn náist svona langt uppi í ánni: „Þegar þeir eru komnir í kynþroskann þá reyna þeir að fara í ferskvatn eins og nátt- úran segir þeim, og helst þar sem þeir finna lykt af laxi. Áhrifin af mik- illi og langvarandi blöndun gæti ver- ið vanhæfari fiskur, og gæti honum því fækkað,“ segir Sigurður. Ráðherra hafnar samvinnu Orri segir að ekki sé vitað ná- kvæmlega hvaðan laxinn sé kominn. „Við viljum gjarnan komast að því hvaðan hann er og ætlum að láta fara fram DNA-rannsókn á þessum fiski, sem og öðrum eldislöxum sem veið- ast á þessu hausti. Það torveldar þessa rannsókn að landbúnaðarráð- herra hefur hafnað samvinnu við okkur.“ Landbúnaðarráðherra hefur að sögn Orra ekki svarað bréflegum erindum með fyrirspurnum um tölu- legar upplýsingar. Veiddu eldislax langt uppi í Selá Eldislaxinn sem veiddist um 6 km uppi í Selá í í byrjun september. SÝNINGU Vesturports á Rómeó og Júlíu, sem frumsýnd var í Young Vic í London á miðvikudaginn var, hefur verið afar vel tekið af leiklist- argagnrýnendum bresku dagblað- anna. Allir virðast á einu máli um að þótt texti Shakespeares hafi verið styttur mikið takist einstaklega vel að fanga anda verksins í uppsetning- unni. Charles Spencer hjá Tele- graph segir sýninguna búa yfir miklum krafti jafnframt því sem hún sé full af kynþokka. Michael Bill- ington hjá Guardian hefur sérstakt orð á því hve vel hafi tekist að skapa sjónrænan heim á sviðinu sem sam- samist fullkomlega heimi textans. Rómeó og Júlía fær lofsamlega dóma  Nær að fanga/28 GÍSLI K. Kristjánsson, 24 ára gam- all Íslendingur búsettur í Noregi, hefur fengist við tónlist með ýmsum hljómsveitum ytra en eftir að hann fór að sinna sóló- ferli hafa hlut- irnir gerst hratt. Nú er svo komið að stór út- gáfufyrirtæki eins og East- West, EMI og Sony eru öll að bera víurnar í hann. Þetta er haft eftir um- boðsmanni hans, Sam Johnson. Ekkert hefur enn komið út með Gísla en hann mun koma hingað til hljóm- leikahalds á Airwaves-hátíðinni, sem hefst 15. október næstkomandi. Með tilboð frá þeim stærstu  Humar/60

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.