Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 9 Nýt t efni Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Sister Sledge 24. og 25. október Þær eru að koma aftur! 10. okt. Forsýning á MOTOWN 17. okt. Bíódagar Húsvíkinga 18. okt. MOTOWN og Á móti sól 24. okt. Sister Sledge Tónleikar 25. okt. Sister Sledge Tónleikar 7. nóv. MOTOWN og Papar/Skítamórall 15. nóv. Uppskeruhátíð hestamanna - Brimkló, opið ball 20. nóv. Herra Ísland 21. nóv. Jólahlaðborð og dansleikur 22. nóv. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 28. nóv. Jólahlaðborð og dansleikur 29. nóv. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 5. des. Jólahlaðborð og dansleikur 6. des. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 12. des. Jólahlaðborð og dansleikur 13. des. Jólahlaðborð, MOTOWN 26. des. Papar og Brimkló 31. des. Sálin hans Jóns míns 1. jan. Nýársfagnaður Broadway Dagskráin framundan er þessi: St afr æn ah ug m yn da sm ið jan /3 68 4 Frábær dagskrá á Broadway ...nú er rétti tíminn til skipulegja haustið og panta á rétta kvöldið! Frumsýning 18. október H ljó m sv ei tin Ja gú ar og Pá ll Ó sk ar ...MOTOWN MOTOWN: Í leikstjórn Harold Burr fyrrum söngvara The Platters og Mark Anthony. Sýningin færir áhorfendur aftur til þess tíma sem kallaður hefur verið The MOTOWN sound sem hófst uppúr 1960. Þetta er saga full af "soul". Laugardagur 15. nóvember: Uppskeruhátíð hestamanna Ball með Brimkló hefst um miðnættið Bíódagar Fjöldi söngvara, auk sjö manna stórhljómsveitar. Aðgangseyrir: 1.500 Húsvíkinga F ö s t u d a g u r 1 7 . o k t ó b e r : Föstudags- og laugardagskvöld jólahlaðborð + ball 4.200 21. og 22. - 28. og 29. nóvember. 5. og 6. - 12. og 13. desember Laugardagskvöld jólahlaðborð + MOTOWN + ball 6.400 kr. Milljónamæringarnir spila öll laugardagskvöld á jólahlaðborðskvöldum. Frábær matseðill, kíktu á www.broadway.is Nú er tímabært að panta ! Sími 533 1100 broadway@broadway.is Öll laugardagskvöld! Kvartbuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur Bómullarskyrtur, spariskyrtur, samkvæmisbolir og toppar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Bílskúr Er ekki einhver með bílskúr eða húsnæði, sem hann notar ekki, fyrir smið sem kominn er á eftirlaun, en hann sár- vantar aðstöðu til að þurfa ekki að setjast í helgan stein. Upplýsingar í símum 562 7086, 552 2864 eða 694 1526 SÚ meinlega villa komst inn í sýningarskrá á verkum Júlíönu Sveinsdóttur sem sýnd eru í Listasafni Íslands, að verk nr. 3, „Kona við sauma“ er sögð móðir listakonunnar. Móðir Júlíönu Sveinsdóttur (1889– 1966) hét Guðrún Runólfsdótt- ir, var fædd 26. nóvember 1860 og dó 20. október 1949. Með leiðréttingu þessari birtist mynd af þeim mæðgum. „Sýningin stendur til 26. október og hvet ég alla til þess að skoða sýninguna sem fyrst, svo þeir missi ekki af henni,“ segir í leiðréttingu sem Leifur Sveinsson sendi fyrir hönd ætt- ingja Júlíönu Sveinsdóttur. Leiðrétting vegna Júl- íönusýningar í Listasafninu Júlíana Sveinsdóttir Guðrún Runólfsdóttir NOKKUÐ er orðið um það að kennarar noti tæki við kennslu til að magna röddina í þeim tilgangi að hún heyrist betur. Björn Víðisson, hjá Heyrn- artækni ehf., segir að þetta tæki, eða hljóðkerfi, stuðli bæði að meiri námsárangri og hlífi rödd kennarans við álagi, en mörg dæmi séu um að kennarar hafi átt við kvilla í raddböndum vegna þess að þeir hafi ofgert röddinni við kennslu. Björn segir að raddir kennara séu misjafnlega sterkar og því þurfi sumir kennarar meira á svona tæki að halda en aðrir til þess einfaldlega að rödd þeirra heyrist um alla kennslustofuna. Eins séu stofurnar misjafnar hvað hljómburð varðar. Þá skipti stærð bekkjarins máli þegar leitast er við að tryggja að allir heyri vel í kenn- aranum. Hávaðasamir og erfiðir bekkir kalli einnig á að kennarinn beiti röddinni meira en ef um rólegri bekki er að ræða. Björn segir að þetta tæki sé ekki eingöngu hugsað fyrir kennara sem eiga á hættu að fá kvilla í raddbönd. Tækið sé ekki síður hugsað fyrir nemendur en rannsóknir hafi sýnt að náms- árangur batni ef það sem kennarinn sé að segja berist alltaf hátt og skýrt til nemendanna. Hvert tæki kostar um 145 þúsund krónur. Björn segir að tækið sé nú að finna í allmörgum skólum. Kennarar farnir að nota hljóðkerfi SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur ákvað í gær að taka upp að nýju þriggja daga staðgreiðsluafslátt af sektum vegna stöðvunarlagabrota, þar á meðal stöðumælasekta. Afslátturinn af sektunum er 550 kr. og lækkar því stöðumælasektin úr 1.500 kr. í 950 kr. ef hún er greidd innan þriggja daga. Sekt fyr- ir að leggja ólöglega er áfram 2.500 kr. en veittur er sami afsláttur, 550 kr., af henni sé greitt innan þriggja daga, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og formaður samgöngunefndar. Samþykkt nefndarinnar þarf nú að samþykkja í borgarráði og dóms- málaráðuneytinu áður en breyting- arnar taka gildi, og má reikna með að það taki einhverjar vikur, að sögn Kjartans Magnússonar, full- trúa sjálfstæðismanna í samgöngu- nefnd. Sjálfstæðismenn lögðu til að af- slátturinn yrði meiri, eða 750 kr., en sú tillaga var felld, sem og tillaga þeirra um að hafa gjaldfrjálst í stöðumæla á laugardögum. Kjartan segir að hér sé um að ræða áfangasigur í baráttu sjálf- stæðismanna fyrir lægri stöðu- mælasektum: „Allt frá því að R- listinn hækkaði aukastöðugjaldið í 1.500 krónur bentum við sjálfstæð- ismenn á að það væri of hátt og skaðaði miðborg Reykjavíkur með ýmsum hætti. Engin sátt hefur ver- ið með umrætt gjald enda hefur það fælt viðskiptavini jafnt sem rekstr- araðila úr miðbænum.“ Greitt í stöðumæla með GSM Á fundi samgöngunefndar var einnig samþykkt að ljúka undirbún- ingi til að hægt verði að greiða í stöðumæla með GSM-símum. „Við erum búnir að vera með það í und- irbúningi undanfarið ár og erum að leggja áherslu á að þeim undirbún- ingi verði lokið fyrir áramót og hægt verði að taka þetta upp í byrj- un nýs árs,“ segir Árni Þór. Einnig voru samþykktar breyt- ingar á hámarkstíma sem greiða má fyrir í stöðumæla og hann afnum- inn, en áður var hann ein til tvær klukkustundir. Afsláttur af stöðumælasektum Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.