Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 31 UMRÆÐAN um sjávarútvegs- mál er á hvolfi, allt snýst um meint loforð um línuívilnun. Línuívilnun er ekki lofað af rík- isstjórninni heldur er hún aðeins nefnd sem ein af hugs- anlegum leiðum til að styrkja hagsmuni sjávarbyggða. En hvað eru sjáv- arbyggðir? Það eru byggðirnar við sjóinn sem byggjast að einhverju leyti á að draga afla úr sjó. Þær eru bæði stórar og smáar. Þær eru fyr- ir austan og vestan og norðan og sunnan. Styrking sjávarbyggða get- ur því ekki falist í sértækum að- gerðum, allra síst aðgerðum sem veikja aðrar sjávarbyggðir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir: ,„Að byggja áfram á núverandi aflamarkskerfi með hóflegu veiði- gjaldi við stjórn fiskveiða. Stjórn- kerfi fiskveiðanna hefur verið í stöðugri endurskoðun til þess að sem víðtækust sátt megi skapast um þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Áhersla verði áfram lögð á betri árangur við uppbygg- ingu fiskistofna og líffræðilega stjórn veiðanna. Þróunar- og rann- sóknastarfi verður haldið áfram til að auka verðmæti sjávarfangs. Leitast verður við að styrkja hags- muni sjávarbyggða, til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila, að nýta tekjur af veiði- gjaldi til uppbyggingar þeirra, tak- marka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðr- arbáta með línu. Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá.“ Hvað þýðir þetta? Hver eru lof- orð ríkisstjórnarinnar? 1. Byggja á núverandi aflakerfi 2. Hóflegt veiðigjald 3. Stöðug endurskoðun til að skapa sem víðtækasta sátt um sjávar- útveginn 4. Betri árangur við uppbyggingu fiskistofnanna 5. Líffræðileg stjórn veiðanna 6. Halda þróunar- og rannsókna- starfi áfram til að auka verðmæti sjávarfangs 7. Leitast við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða, til dæmis með því að: a) styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila b) nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar sjávarbyggða c) takmarka framsal kvóta innan ársins d) auka byggðakvóta e) taka upp línuívilnun fyrir dagróðrabáta með línu 8. Binda ákvæði um sameign þjóð- arinnar á auðlindum sjávar í stjórnarskrá. Þetta er að nokkru leyti skýrt, markmiðin klár og leiðir að þeim tilgreindar. Hvað styrkingu hagsmuna sjávarbyggða varðar þarf hins vegar að staldra við. Í stjórnarsáttmálanum eru nokkr- ar hugsanlegar leiðir að þessu markmiði nefndar, sbr. upptaln- ingu að ofan. a) Styrking forkaupsrétt- arákvæðis er göfugt, en erfitt í framkvæmd. Getur verið mik- ilvægt fyrir sveitarfélög þar sem t.d. eitt fyrirtæki er burð- arás í atvinnulífi. Þau sveit- arfélög hafa hins vegar yf- irleitt ekki bolmagn til að nýta forkaupsrétt. Í þessu sam- bandi er einnig rétt að minna á hvernig sveitarfélögin hafa selt sig út úr útgerðinni und- anfarin ár. Þetta styrkir ekki sjávarbyggðirnar, en getur varið einstakar byggðir við sérstakar aðstæður. Því má ekki gleyma að þær sjáv- arbyggðir sem kaupa styrkjast væntanlega. b) Með því að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar sveitarfélaga má alveg örugg- lega styrkja sjávarbyggðirnar og að mínu mati er þetta atriði best til þess fallið af þeim sem nefnd eru í stjórnarsáttmál- anum. Reyndar er veiðigjaldið sem slíkt, beinlínis til að veikja sjávarbyggðirnar. c) Með því að takmarka framsal má skapa frekari sátt í sjávar- útvegi, sérstaklega í deilum sjómanna og útvegsmanna. Ég efast hins vegar um að þetta styrki sjávarbyggðirnar, gæti styrkt eina en veikt aðra. d) Byggðakvóti er undirrót deilna. Getur átt rétt á sér við sérstakar aðstæður í mjög litlum mæli. Styrkir ekki sjáv- arbyggðirnar en getur varið einstakar byggðir í nauðvörn og þá á kostnað annarra. e) Línuívilnun er ekkert annað en mismunun aðila sem hvetur til offjárfestingar í greininni. Stjórnarsáttmálinn segir að kerfið eigi að vera í endur- skoðun til að skapa sem víð- tækasta sátt. Það væri í mikilli mótsögn við það ákvæði að taka upp línuívilnun miðað við þá miklu andstöðu sem þær hugmyndir hafa mætt. Stjórnarsáttmálinn tekur aðeins til þessara fimm ofantöldu hug- mynda. Leiðirnar að markmiðinu gætu líka verið einhverjar aðrar. Ég tel að sjávarbyggðirnar megi styrkja með því að byggja á núver- andi aflakerfi, lækka veiðigjaldið, byggja upp fiskistofnana með líf- fræðilegri stjórnun og auka verð- mæti sjávarfangs með rannsókna- og þróunarstarfi. Þessi atriði má öll finna í stjórnarsáttmálanum. Með þessu, ásamt takmörkun á framsali, væri einnig líklegast að ná sem víð- tækastri sátt. Ekki lenda á spori sértækra aðgerða. Hverju lofaði ríkisstjórnin? Eftir Hermann Stefánsson Höfundur er framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hf. ÞAÐ er athyglisverð iðja að berja höfði við stein, en minnihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur er að ná talsverðum tökum á þessari íþrótt eins og grein Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um lóðamál hér í blaðinu á mánudag ber með sér. Tölur, sem Hönnu Birnu er kunnugt um, segja þá sögu að sjaldan ef nokkurn tíma hefur verið hafin bygging á jafn- mörgum íbúðum í Reykjavík og á þessu ári. Lóðaframboð af hálfu Reykjavíkurborgar sjálfrar er það mesta í tvo ára- tugi en auk þess hefur lóðaráðstöfun á vegum einkaaðila sjaldan verið blómlegri og er áætlað að hafin verði bygging á 850 íbúðum í borginni í ár. Þetta er meira en á nokkru ári sem tölur eru tiltækar um, meira en nokkru sinni áður. Þessi staðreynd hefur hinsvegar engin áhrif á þá sem berja höfðinu við stein og því heldur Hanna Birna blákalt áfram og dregur þá ályktun að ætlaður lóðaskortur sé ástæða hækkandi fasteignaverðs. Þrátt fyrir að vart hafi meira verið byggt í annan tíma, þá eru nýbyggingar aðeins um einn tíundi hluti fasteignaviðskipta í höfuðborginni ár hvert. Að ætla að þessi tíu prósent séu ráðandi um fasteignaverð er fásinna. Það veit hver maður að fasteignaverð getur sveiflast milli hverfa og milli ára, í sjálfu sér óháð lóðaframboði, en sérfræðingar á fjármálamarkaði sem velt hafa vöngum yfir háu fasteignaverði telja að stöðuna nú megi helst rekja til aukins framboðs á lánsfé, sem íbúðakaupendum stendur til boða. Um leið og Reykjavíkurlistinn hefur tryggt framboð lóða undir fé- lagslegt og almennt leiguhúsnæði gegn hefðbundnum gatnagerð- argjöldum, hefur það verið stefna hans að sameiginlegur sjóður borgarbúa nyti þess þegar byggingaaðilar hafa talið lóðir í eigu borgarinnar verð- mætari en sem gatnagerðargjöldunum nemur. Það vekur vitaskuld furðu þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík úthrópa þessa lausn á sama tíma og flokkssystkin þeirra í öðrum sveit- arfélögum, t.a.m. í Garðabæ, hafa farið að fordæmi Reykjavíkurborgar og líta nú á lóðir sem verðmæti sem eðlilegt geti verið að selja á markaði. Sjálfstæðismennirnir í minnihlutanum í Reykjavík virðast ekki einu sinni skilja hvernig öfl á markaði virka og rekja fasteignaverðið í Reykjavík, sem vissulega hefur farið hækkandi, til lóðaskorts sem ekki er fyrir hendi nema á þeirra eigin biluðu hljómplötu. Bilaða lóðaplatan Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Höfundur er formaður skipulags- og bygginganefndar í Reykjavík. Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Tískuvöruverslun Laugavegi 25 Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Hlýtt og mjúkt Gæði á góðu verði Grandavegur - Vesturbær GRANDAVEGUR - FALLEG 3JA HERB. 90 FM ÍBÚÐ. Á TVEIMUR HÆÐUM. MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI. ( ath. að gólfflötur er mun meiri ) Verð: 14,4 m. kr. ÞINGHOLT Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali Þórarinn Kópsson, sölufulltrúi 820 9505 / 590 9505 kopsson@remax.is Í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag birtist afar athyglisverð grein eft- ir Jón Daða Ólafsson viðskiptaráðgjafa. Þar bendir hann á að ef Kára- hnjúkavirkjun ætti sér systurverkefni þar sem lögð er áhersla á þekk- ingariðnað en ekki rafmagnsframleiðslu fyrir gamaldags álbræðslu væri arðsemi eigin fjár tífalt til hundraðfalt á við bjartsýnustu áætlanir um arðsemi af risavirkjuninni hjá Kárahnjúkum. Þetta eru ótrúlegar tölur en sannar. Að vísu er áhættan í þekkingariðnaði meiri en það er hægt að gera ráðstafanir með góðum undirbúningi til að draga úr áhættunni. Það sem mestu máli skiptir er svo að eiga aðgang að fjármagni á hæg- stæðum kjörum til langs tíma. Á þetta hefur einmitt skort þrátt fyrir að iðnaðarráðherra geti talið fram einhverja milljarða sem voru eyrna- merktir til nýsköpunar. Betur má ef duga skal. Þekkingariðnaður á hakanum Sama dag birtist einnig önnur áhugaverð grein í Fréttablaðinu. Þar skrifa tveir rekstraraðilar fyrirtækja, Guðrún Möller og Ólafur Árna- son, um skortinn á fjármagni til nýsköpunar og þá sérstaklega um það hvað bankarnir eru tregir til að leggja fé í uppbyggingu á fyrirtækjum þó að ekki sé skortur á hugviti og tækifærum, fjármagnið vantar. Hjá nýjum eigendum bankanna virðist áhuginn liggja aðallega í gömlum fyrirtækjum á hefðbundnum markaði eins og í flutningum, tryggingum og í sjávarútvegi en þekkingariðnaður situr á hakanum. Guðrún og Ólafur tala af reynslu og hvar sem maður fer heyrir maður einmitt af áhugaverðum sprotafyrirtækjum sem gætu gert stóra hluti í framtíð- inni en til þess að halda áfram þróun og markaðssetningu þarf fjár- magn ekki til tveggja ára heldur til lengri tíma. Núna eru þessi fyr- irtæki að „berjast í bönkunum“ til að fá lán á fáránlega háum vöxtum, lán sem falla í gjalddaga þegar verkefnið er rétt að fara af stað. Eða þá að það þarf að leggjast í allsherjar pappírsvinnu og vesen til að fá einhverja smástyrki. Í stað þess ættu frumkvöðlar og hugvitsmenn að geta einbeitt sér að þróun og uppgötvunum án þess að þurfa að hafa sífelldar áhyggjur af fjármagnsskorti og lánum sem eru að falla í gjalddaga. Breyttar áherslur Bæði Jón Daði sem og Guðrún og Ólafur benda á þessi mikilvægu mál í greinum sínum og ég skora á iðnaðarráðherra að lesa greinarnar og kynna sér þessa hluti til hlítar. Því við viljum ekki þurfa að standa uppi eftir fimm ár þegar hagvöxturinn er aftur á niðurleið og hlusta á ráðherrana segja: „Við þurfum nýtt álver.“ Nei, við skulum einu sinni vera framsýnni og sleppa því að gera sömu mistökin aftur og aftur. Setjum myndarlegt fjármagn í þekkingariðnað til langs tíma, komum upp þekkingarklösum til dæmis á þremur stöðum um landið og við munum uppskera blómlegt atvinnulíf byggt á traustum grunni hugvits, þekkingar og tækni. En til þess þurfum við að taka höndum saman og gjörbreyta áherslum. Fjármagn í nýsköpun, núna! Eftir Hlyn Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.