Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINN af kostum kvikmyndahátíða á borð við þá, sem kennd er við Eddu, er smugan sem opnast til að viðra myndir sem dreifingaraðilar hafa ekki trú á að spjari sig á almennum sýningum. Oftar en ekki er um at- hyglisverð verk að ræða, unnin af hugsjón og metnaði frekar en að gróðavonin sé aðalmarkmiðið. Ein slíkra er Blái bíllinn, raunsæ og ósér- hlífin, gerð fyrir lítið fé af ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki. Lán þess er að hafa fengið til liðs við sig stórleikarann David Strathairn, sem er kunnastur fyrir frábæra hluti í myndum hins óháða Johns Sayles. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Karen Moncrieff nýtur einnig krafta hinnar ungu Agnesar Bruckmer, sem fer óaðfinnanlega með aðalhlutverkið í frumraun Moncrieff sem er vel skrif- uð og áhrifarík umfjöllun um vand- meðfarið efni. Meg (Bruckner), er sautján ára fal- leg og bráðþroska nemandi í mennta- skóla í miðríkjum Bandaríkjanna. Heimilisaðstæðurnar eru afleitar því faðir hennar er hlaupinn á brott fyrir löngu síðan en móðirin stritar myrkr- anna á milli samhliða námi í kvöld- skóla og umhyggja fyrir Meg er greinilega aftarlega í forgangsröð- inni, vinnur með skólanum og gætir að auki litlu systur sinnar, sem á við geðræn vandamál að stríða. Ljósi punkturinn í lífinu er skólinn því Meg er góður námsmaður og í henni blundar ljóðskáld sem Auster (Strathairn), enskukennarinn hennar, hlúir að og fyrir hans orð og hvatn- ingu kemst Meg í úrslitakeppni ungra ljóðskálda í Flórída. Henni lýkur á öðrum nótum en ætlað var. Áhorfandanum líður eins og hann sé staddur á jarðsprengjusvæði í náttmyrkri, hætturnar liggja í loftinu, leynast við hvert vanhugsað fótmál í lífi greindrar og geðugrar stúlku sem hefur í raun engan vegvísi til að leið- beina sér á viðkvæmum aldri þegar hún er að breytast í unga konu. Þeir sem eiga að veita handleiðslu eru ann- aðhvort ekki menn til þess eða fjar- verandi. Annars er efni og inntak Bláa bíls- ins á þann veg að sem minnst má segja af framvindunni og þeirri óvæntu lífsreynslu sem bíður persón- anna. Útkoman er vissulega afleiðing- ar rangrar ákvarðanatöku og van- hæfni sem tekur á áhorfandann og situr eftir í minningunni. Hinsvegar er auðvelt að hvetja fólk til að láta þessa áhugaverðu mynd ekki fara framhjá sér, hvort sem það eru kenn- arar, nemendur, foreldrar eða vand- fýsnir áhorfendur. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddu. Blái bíllinn / Blue Car  Leikstjórn og handrit: Karen Moncrieff. Kvikmyndatökustjóri: Rob Sweeney. Tón- list: Adam Gorgoni. Aðalleikendur: David Strathairn, Agnes Bruckner, Margaret Colin, A. J. Buckley. 87 mínútur. Mira- max. Bandaríkin 2003. Kennari og nemandi FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER KL. 19:30 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Truls Mørk Ralph Vaughan Williams ::: Fantasía um stef eftir Thomas Tallis Hafliði Hallgrímsson ::: Sellókonsert Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 2 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Gul #1 Beethoven og splunkunýr spennandi sellókonsert 16. október 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Kór ::: Söngsveitin Fílharmónía Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 1 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 2 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 3 Hafliði Hallgrímsson og Truls Mørk munu kynna sellókonsertinn kl.18:30 á stóra sviðinu í Háskólabíói fyrir tónleikana á fimmtudaginn. Misstu ekki af skemmtilegri kynningu. Stóra svið Nýja svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT, Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT, Su 19/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 17 - AUKASÝNING Su 26/10 kl 14- UPPSELT Lau 1/11 kl 14 - UPPSELT Su 2/11 kl 14 - UPPSELT Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT Su 9/11 kl 14 - UPPSELT Lau 15/11 kl 14 Su 16/11 kl 14 - UPPSELT Lau 22/11 kl 14 Su 23/11 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 10/10 kl 20, Fö 17/10 kl 20 , Fö 24/10 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 BORGARLEIKHÚSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum Gildir ekki á barnasýningar og sýningar með hækkuðu miðaverði. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason FRUMSÝNING Fi 9/10 kl 20 - hvít kort 2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort FLUGUR e. Jón Thoroddsen Gjörningur o.fl í samstarfi við trúðinn ÚLFAR Su 12/10 kl 20.30 - Kr. 1.000 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Mi 15/10 kl 20, Lau 18/10 kl 20,- UPPSELT Fö 24/10 kl 20, Fi 30/10 kl 20, Fö 31/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 UPPSELT MIÐVIKUDAGINN 22/10 - KL. 19 AUKASÝNING LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 UPPSELT MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 28/10 - KL. 19 LAUS SÆTI MIÐVIKUDAGINN 29/10 - KL. 19 LAUS SÆTI Tenórinn 2. sýn. fimmtud. 9. okt. kl. 20.00. 3. sýn. föstud. 10. okt. kl. 20.00. 4. sýn. laugard. 18. okt. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: "Besta leiksýningin," að mati áhorfenda Lau. 11. okt. kl. 21.00. UPPSELT Mið. 15. okt. kl. 21.00. UPPSELT Sun. 19. okt. kl. 21.00. Örfá sæti Fim. 23. okt. kl. 21.00. Örfá sæti Sun. 26. okt. kl. 21.00. Örfá sæti www.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Ólafía Frumsýning 8. október. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fös. 10. okt sýn. fös. 17. okt sýn. fös. 24. okt Sýningar hefjast klukkan 20. ATH: takmarkaður sýningarfjöldi Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga erling Fim 9.10. kl. 20.30 UPPSELT Fös 10.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 16.10. kl. 20 UPPSELT Sun 19.10 kl 16 UPPSELT Sun 19.10 kl 20 UPPSELT Fös 24.10. kl. 20 ÖRFÁ LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Þekktir íslenskir leikstjórar kynna uppáhaldsleikskáldið sitt á Norðurlöndum. Kaffistofan opnuð kl. 20.00 og dagskráin hefst kl. 21.00 í salnum. 9. október Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og Forseti Íslands, kynnir rithöfundinn og sænska leikskáldið Per Olov Enquist og verk hans Líf ánamaðkanna. Gestaleikstjóri Vigdísar: Hallmar Sigurðsson. Leikarar: Ragnheiður Steindórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. 23. október Kjartan Ragnarsson, leikstjóri, kynnir norska leikskáldið Henrik Ibsen og verk hans Jón Gabríel Borkmann. Leikarar: Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. 6. nóvember Þorsteinn Bachmann, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, kynnir norska leikskáldið Axel Halstenius og leikritið Elling, sem unnið er upp úr samnefndri sögu norska rithöfundarins Ingvars Ambjørnsens. Leikarar: Stefán Jónsson og Jón Gnarr. 20. nóvember Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, kynnir sænska leikskáldið Lars Norén og verk hans Hræðileg hamingja. Leikarar: Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Flygenring. 4. desember Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri, kynnir handritshöfunda leikritsins og kvikmyndarinnar Veislunnar, Danina Thomas Vinterberg og Mogens Rukov. Leikið verður brot úr verkinu. Leiklistarkvöldin munu halda áfram eftir áramótin og verður dagskráin kynnt nánar síðar... Geymið auglýsinguna. Norræn leikskáld - Dramatísk fimmtudagskvöld í Norræna húsinu Norden í Fokus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.