Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 53
og lagasmiðnum Benjamin Biolay. Þau voru ekki búin að þekkjast lengi er þau tóku að semja lög sem urðu að fyrstu sólóskífu Keren Ann, breið- skífunni La Biographie de Luka Philipsen, en nafnið er fengið frá lagi eftir eitt helsta átrúnaðargoð Keren Ann, Suzanne Vega, og eftirnafni ömmu Keren Ann, Philipsen. Hún segir reyndar að upphaflega hafi hún aðeins verið að vísa í nafn ömm- unnar, Lurs Philipsen, en þegar blaðamenn hafi farið að skrifa um tengslin við Luka og Suzanne Vega hafi henni þótt það hið besta mál. Safn smámynda La Biographie de Luka Philipsen, safn af smámyndum úr ævi ímynd- aðrar persónu, eins og Keren Ann lýsir plötunni sjálf, kom út í apríl 2000 og seldist bráðvel í Frakklandi. Tónlistin var einskonar bræðingur af triphopi, þjóðlagatónlist og franskri popptónlist, en hún hef- ur líka verið dugleg að vitna í ýmisleg bókmenntaleg minni og höfunda sé hún beðin að nefna áhrifavalda. Þá um haustið héldu þau Keren Ann og Biolay til Taílands að semja lög á nýja skífu. Vinnan gekk svo vel að þau voru aflögufær um lög fyrir plötu Henri Salvador, Chambre avec vue, sem kom út í október það ár. Sú plata seldist metsölu í Frakk- landi, yfir 600.000 eintökum, og jók orðstír Keren Ann svo um munaði. Árið 2001 fór að mestu í að semja lög fyrir næstu sóló- skífu og taka hana upp, en einnig samdi hún lög með Biolay fyr- ir plötu hans Rose Kennedy. La Disp- arition kom svo út í apríl 2002. Samhliða upptökum á la Disp- arition vann hún að fyrstu plötu sinni á ensku sem kom svo út undir nafninu Not Going Anywhere í nýliðinni viku. Frægðin ekki eftirsóknarverð Eins og nafnið ber með sér er Not Going Anywhere á ensku, ekki síst til að reyna að ná eyrum fleiri en Frakka. Þó Keren Ann hafi alist upp við ensku og ekki lært frönsku fyrr en ellefu ára gömul segir hún að sér hafi aldrei dottið í hug að syngja nema á frönsku, hún búi í Frakklandi og haldi mikið upp á tungumálið. La Biographie de Luka Philipsen, fyrsta sólóplatan, var þó upphaflega samin á ensku, en svo fannst henni rétt að hafa hana á frönsku, ekki síst vegna þess að hún var undir svo sterkum áhrifum frá frönskum tónlist- armönnum. „Það var þó gaman að spreyta sig á enskri plötu, en mér finnst ekki lík- legt að ég eigi eftir að slá í gegn í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Mér finnst það fyrir mestu að platan seljist það vel að ég fái að gera aðra plötu. Mér finnst frægðin ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér og allt það sem fylgir henni, viðtöl og kynningarferðir, varir vonandi bara skamma hríð svo ég fái frið til að taka upp næstu plötu. Mér finnst skemmtilegast að gera plötur, að taka upp lög jafn- óðum og þau verða til, en nú orðið kann ég líka vel við það að koma fram, leika á tón- leikum. Mér fannst það skelfileg reynsla til að byrja með, en svo áttaði ég mig á því að þegar ég er á sviðinu með hópi tón- listarmanna er eins og ég sé í lítilli fjöl- skyldu.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 53 AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.55, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Kl. 2, 4 og 6. KRINGLAN Kl. 2, 4 og 6. AKUREYRI Kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Kl. 2 og 4.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. KRINGLAN Sýnd kl. 2. AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4.. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2.. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i.10 ÁLFABAKKI Kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 6. ÁLFABAKKI kl. 5.45, 8 og 10.15. Frábær teiknimynd byggð á sígildu þjóðsögu um Tristan og Ísold. r r t i i í il j ri t Í l . Með hinum hressa Seann William Scott úr “American Pie” myndunum og harðjaxlinum The Rock úr “Mummy Returns” og “The Scorpion King.” Beint átoppinn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. MEÐ ÍSLENSKU TALI Miðaverð500 kr. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.15. KEFLAVÍK kl. 3.40, 5.45 og 8. ROGER EBERT  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. MEÐ ÍSLENSKU TALI  SG DV HJ MBL DEILU hljómsveitarinnar múm og hljómplötuútgáfu, sem gaf út eina af breiðskífum hljómsveitarinnar, lauk í vikunni með því að Hæstiréttur kvað upp úr um að hljómsveitinni hefði verið heimilt að grípa til aðgerða vegna vanefnda á útgáfusamningnum. En með því að gera samkomulag við plötuútgáfuna vegna vanefnd- anna hafi múm fyrirgert rétti sínum til að rifta útgáfu- samningnum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að múm hefði verið í fullum rétti að rifta samningnum. Deilan snerist um samning plötuútgáfunnar Platna við bandaríska lögmannastofu um að Sony fái afnot af laginu „I’m 9 Today“. Samkvæmt samkomulaginu mátti Sony nota lagið án takmarkana í sjónvarps- og útvarpsauglýsingum, á Netinu sem og í leikhúsi og til iðnaðarþarfa. Í kjölfarið gerði útgáfufyrirtækið samkomulag við múm um að hljómsveitin fengi öll leyfi til að nýta um- rætt lag til kynningar á vörum Sony um alla framtíð. Einnig fékk múm heimild til að hirða allar tekjur vegna leyfisveitingarinnar án skuldbindinga til að greiða plötuútgefandanum hluta þeirra og í þriðja lagi hét útgáfan því að hafa ekki uppi neinar kröfur á hendur múm eða öðrum af þessu tilefni. Fjórum dögum eftir að bréf, þar sem þetta sam- komulag var staðfest, var lagt fram, ritaði lögmaður múm hljómplötuútgáfunni bréf og lýsti því yfir að út- gáfusamningnum hefði verið rift, fyrst og fremst vegna samkomulagsins við bandarísku lögfræðistof- una. Þessa riftun á útgáfusamningnum hefur Hæsti- réttur nú ógilt. Snúið dómsmál leitt til lykta Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveitin múm ásamt gestaleikurum. Múm á sig sjálf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.