Vísir - 11.11.1980, Page 18

Vísir - 11.11.1980, Page 18
18 Þriðjudagur IX. nóvember 1980, VÍSIR mannllf Þeir flugu fyrir 35 árum. Talift frá vinstri, Siguröur Ingóifsson, vélamaöur, Jón Jóhannesson 1. farþegi, Jóhannes Snorrason flug- stjóri og Smári Karlsson aöstoöarflugmaöur. MEÐSKRÍNU- KOST í LOFTIÐ FYRIR 35 ÁRUM Kveöjustund i flugstjórnarklefanum. Þegar hinn farsæli yfirf lugstjóri Flugleiöa, Jóhannes Snorrason,kom úr sinni siðustu ferð fyrir félagið, mætti honum fríður hópur núverandi og fyrrverandi sam- starfsmanna, og þar á meðal vélamaður og að- stoðarf lugmaður úr fyrstu ferð Jóhannesar i millilandaflugi, sem jafnframt var fyrsta millilandaferð íslensks flugfélags, með farþega. Sigurður Ingólfsson var véla- maöur i þeirri ferð sem stefnt var til Largs Bay i Skotlandi. ,,Þá þurfti nú að halda þessu gangandi, taka mixtúruna, stilla hana, en nú er þetta allt tölvustýrt, til mikils öryggis fyrir farþega. Annars var ég grándaður, heyrnarlaus og hjartveikur, ’68”, segir Sigurð- ur og hlær að öllu saman. Smári Karlsson mundi vel eftir þessari fyrstu ferð, og i ljós kom að það var Jóhannes sem ,,tékkaði Smára út” á tvivængj- una Dragon Rabbit 17. ágúst 1944. „Með Jóhannesi upphófst hið raunverulega atvinnuflug hér á Islandi”. — „Það var mjög lær- Sveinn Guöjónsson. dómsrikt að starfa undir hans umsjá og i þá daga þurfti flug- stjórinn að slá meira taktinn og stjórna mönnum meir en nú” sagði Smári. Jón Jóhannesson, stórkaup- maður, fékk farseðil númer 1 i millilandafluginu og hann fór einnig i siðustu ferðina með Jó- hannesi. Hann viðurkenndi að sér heföi ekki alveg staðið á sama þegar flugbáturinn lenti á Largs Bay, fyrir 35 árum. Vatn- ið hafði frussað undir vélinni og innilokunarkennd gerði vart við sig. „Það var kalt og við höfðum með okkur skrinukost en samt var mjög vel um okkur hugsað” sagði Jón, svo sýnilegt var að minningin um fyrsta milli- iandaflugið var enn mjög rik i hugum þátttakenda. Kirk Dougías breytir til — i kvikmyndinni Cactus Jack Kirk Douglas hefur nú loksins hrist af sér harðjaxlasvipinn og brugöiö sér I gervi gamanleikar- ans. 1 nýrri mynd sem ber heitiö „Cactus Jack” leikur hann kúreka af léttari tegundinni, sem mistekst allt sem hann ætlar sér. „Það var kominn timi til að breyta til”, — segir Kirk um hlut- verkið, sem er ólikt öllum hlut- verkum sem við höfum séð gamla harðjaxlinn i. „Þetta var hlut- verk sem ég gat ekki neitað, þó ekki væri nema aðeins fyrir ánægjuna.” — „Cactus Jack er maður sem er á rangri hillu i lifinu. Hann vill vera töff, en hreinlega ræður ekki við það. Ég hafði mikla ánægju af að fást við þennan furðulega ná- unga”, — segir Kirk og bætir þvi við, að þetta sé siðasti „vestrinn” sem hann muni leika i. í myndinni koma fyrir ýmis spaugileg atvik enda öll atvik gerð eins fáránleg og hugsast getur. Cactus Jack klæðist svörtum fötum, ber yfirvara- skegg og reynir að skjóta mönnum skelk i bringu. En eftir þvi sem hann reynir að vera harðari þeim mun bjálfalegri verður hann. 1 eitt skipti ætlar hann að ræna banka en þess i stað sprengir hann hálfan bæinn i loft upp og gengur nær þvi að sjálfum sér dauðum. 1 annan stað bregst það ekki að þegar hann ætlar sér að vippa sér léttilega á bak hesti sinum þá mistekst það alltaf. t eitt skiptið sest hrossið á aftur- endann og hneggjar óskaplega i stað þess að forða eiganda sinum undan óvinunum, Helsti mótleikari Kirk i þessari mynd er Ann Margret, sem leikur léttlynda sveitastúlku, Charming Jones, sem Cactus Jack reynir að gera hosur sinar grænar fyr;r. Hún er hins vegar hrifin af öðrum manni sem leikinn er af Arnold Schwarzenegger. Gallinn við hann er hins vegar sá, að hann tekur aðeins i hendurn- ar á stúlkum en kyssir þess i stað hestinn sinn. En sjón er sögu rikari og við skulum vona að þess sé ekki langt að biða að myndin verði tekin til sýningar hér. Cactus Jack reynir aö gera Arnold lifiö leitt. Hinn misheppnaöi útlagi Cactus Jack. MANNAMUNUR Kvikmyndaleikarinn Bob Hope tók virkan þátt i baráttunni fyrir kjöri kollega síns Reagans í forsetakosningunum í Bandaríkjunurn t i og ferðaöist víða og hélt ræður til stuðnings Reagan. Daginn J k fyrir kosningar kom Hope fram í sjónvarpi og sagði þá meðai M & annars, að eini munurínn á Jimmy Carter og Billy bróður JH flk . hans væri, að Billy hefði þó stefnu í utanríkismálum...

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.