Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 37 einstakir hópar innan BSRB hafa náð í kjarabaráttunni. Þannig hafa t.d. dagvinnulaun lögreglumanna og sjúkraliða hækkað um 46% frá árs- byrjun 2000. Heildarlaun sjúkraliða hafa raunar hækkað enn meira. Hins vegar hafa laun félagsmanna í Starfsmannafélagi ríkisstofnana hækkað minna eða um 28%, en innan félagsins er m.a. ófaglært fólk sem starfar á heilbrigðisstofnunum. Kon- ur eru einnig mjög fjölmennar innan félagsins. Félagar í Starfsmannafélagi Rvk. eiga inni hækkun Félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa fengið enn minni launahækkanir. Laun þeirra hafa einungis hækkað um 16% frá ársbyrjun 2000. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er varla hægt að tala um að kaupmáttur þessa hóps hafi aukist á tímabilinu. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að kjarasamn- ingur félagsins er ekki nema að hluta til kominn til framkvæmda. Ákvæði samningsins um starfsmat og hæfn- islaun, sem koma átti til fram- kvæmda 1. desember 2002, var frest- að og er nú stefnt að því að þau komi að fullu til framkvæmda á fyrri hluta næsta árs. Sú launahækkun sem þessi breyting mun hugsanlega skila félagsmönnum verður hins vegar greidd miðað við 1. desember 2002. Ekki liggur fyrir hvað starfsmat og hæfnislaun koma til með að skila þessum starfsmönnum Reykjavík- urborgar. Ef hins vegar er gefin sú forsenda að þessi breyting skili þeim 10% launahækkun á Reykjavíkur- borg eftir að greiða þeim tæplega 500 milljónir í laun fyrir það ár sem nú er að líða. Dagvinnulaun kennara hafa hækkað mikið Laun félagsmanna í BHM hafa hækkað um 31% líkt og laun fé- lagsmanna í BSRB. Launahækkunin er svipuð hvort sem horft er til dag- vinnulauna eða heildarlauna. Þetta er hins vegar nokkuð breytilegt þeg- ar horft er á einstakar stéttir. Launaþróun kennara einkennist af því að grunnlaun hafa hækkað mjög mikið. Dagvinnulaun fram- haldsskólakennara, sem fóru í sex vikna verkfall haustið 2000, hafa t.d. hækkað um 71%. Heildarlaun þeirra hafa hins vegar hækkað um 25,3%. Þó að heildarlaun kennara hafi ekki hækkað umfram aðra má ekki gleyma því að hækkun dagvinnu- launa um 60–70% hefur mjög mikla þýðingu fyrir kennara á eftirlaunum og kennara sem eru í B-deild Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, en þar er meirihluti kennara. Lífeyris- greiðslur eftir að starfsævi lýkur taka mið af dagvinnulaunum eftir- manns í starfi og því hefur hækkun þeirra mikla þýðingu fyrir opinbera starfsmenn. Læknar og kjaradómsmenn hafa fengið góða hækkun Heilsugæslulæknar háðu harða kjarabaráttu líkt og kennarar og uppskáru mikla hækkun dagvinnu- launa. Dagvinnulaun þeirra hafa hækkað um 82% frá því í byrjun árs 2000. Hafa ber í huga að í samning- um við þá voru ýmsar aukagreiðslur færðar inn í taxtalaun og því er alls ekki um svo mikla raunhækkun á launum þeirra að ræða. Engu að síð- ur má ljóst vera að bæði heilsu- gæslulæknar og sjúkrahúslæknar náðu ágætum árangri þegar þeir gerðu þá kjarasamninga sem enn gilda. Í lokin er rétt að minnast á þann hóp sem ekki þarf að standa í form- legri kjarabaráttu, en það eru þeir sem þiggja laun í samræmi við ákvarðanir kjaradóms og kjara- nefndar. Þær tölur sem nefndar eru í töflunni sem fylgir greininni sýna að þessir hópar hafa haldið sínu og gott betur. Hafa ber í huga að í júní á þessu ári hækkuðu kjaradómur og kjaranefnd laun æðstu embættis- manna, dómara, presta og prófess- ora. Sú hækkun er ekki inni í töfl- unni og því er launamunurinn á þessum hópum og öðrum í raun meiri í dag en þar kemur fram. munar heilum 9 klukkutímum. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af þessum tölum en að verkafólk, sem er óumdeilt með lægstu launin, telji sig þurfa að auka við sig vinnu. Laun félagsmanna innan BSRB hafa hækkað um 31,4% sem er held- ur meiri hækkun en meðallauna- hækkun ASÍ-félaga. Verulegur munur er hins vegar á hvaða árangri um árum g getur á Vinnuvika um 0,7 jun 2000, nna hefur stundir á ur verka- órnendur ku. Þarna voru gerðir á almennum vinnumarkaði ur hefur m 11,3% u 2000 kjarasamninga um aukinn en kaupmáttur hefur aukist mantekt Egils Ólafssonar m stéttum hefur styst. Hann nu verkafólki sem vinnur allra stétta. Morgunblaðið/Þorkell stu fjórum árum, en á sama tíma hefur vinnu- a stétta innan ASÍ hefur verið að styttast.  $ / 011+"  0112 3   0112        0112                   1         F           F     F    F  F        F   F  F     F         F                  F  F                 F  F   F               egol@mbl.is Árið 2000 hafði útblásturgróðurhúsalofttegunda áÍslandi aukist um 7% fráárinu 1990 en samkvæmt Kyoto-bókuninni, sem gerð var við rammasamning Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, skal útblásturinn ekki aukast um meira en 10% til ársins 2012 miðað við árið 1990. Er þá undanskilinn útblástur koltvíoxíðs sem fellur undir „ís- lenska ákvæðið“ sem felur í sér að heimilt sé, upp að vissu marki, að telja fram sérstaklega útblástur koltvíoxíðs frá nýrri stóriðju eða stækkun eldri stóriðju. Sé sá útblást- ur talinn með hafði útblástur gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi aukist um 13% árið 2000 frá árinu 1990. Lít- ill munur var á milli áranna 2000 og 2001 en þó hafði útblásturinn lítið eitt dregist saman. Þetta kemur m.a. fram í þriðju skýrslu Íslands vegna loftslagssamnings SÞ, sem gerð var í maí á þessu ári, og í tölum Umhverf- isstofnunar um losun gróðurhúsa- lofttegunda. Almenna reglan varðandi Kyoto- bókun loftslagssamningsins er sú að ríki sem fullgilda bókunina skuld- binda sig til að hafa minnkað losun sína um 5,2% einhvern tímann á ára- bilinu 2008-2012. Sátt við árangurinn „Við erum sátt við árangurinn en betur má ef duga skal,“ segir Hall- dór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. „Það hefur orðið töluverður samdráttur í iðnað- arlosun í álverum en við höfum tölu- verðar áhyggjur af aukinni losun gróðurhúsalofttegunda í sam- göngum. Það skiptir mjög miklu máli hver þróunin verður í sjávar- útveginum og við teljum marga ónýtta möguleika til að draga úr los- un þar, fyrst og fremst með endur- nýjun fiskiskipaflotans og aukinni fræðslu.“ Spár um útblástur fram til ársins 2012 benda til þess að útblástur muni ekki aukast umfram þau 10% sem Kyotobókunin heimilar á skuld- bindingartímabili bókunarinnar 2008-2012. Í losunarspánni er gengið út frá því að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, frá því í mars á síðasta ári, takist. Árið 2000 voru voru tvö verkefni sem uppfylla skilyrði íslenska ákvæðisins og útblástur koltvíoxíðs frá þessum verkefnum því ekki inni- falinn í heildartölum heldur talin fram sér. Þessi verkefni voru stækk- un ALCAN og járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Losunarspáin til 2012 er reiknuð út fyrir tvö tilvik. Í fyrra tilvikinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum stóriðjuverkefnum öðrum en þeim sem þegar hafði verði ákveðið að ráðast í þegar spáin var framkvæmd. Í síðara tilvikinu er gert ráð fyrir þremur nýjum stóriðjuverkefnum (álveri í Reyðarfirði, stækkun ál- versins á Grundartanga og frekari stækkun ALCAN í Hafnarfirði). Í báðum tilfellum gera spár ráð fyrir að Ísland verði innan marka Kyoto- bókunarinnar. Þessum árangri er að sögn Hall- dórs náð með því að fínstilla allan rekstur álveranna. „Það er engin ein lausn, heldur byggist þetta á mjög mörgum þáttum; fullkominni stýri- tækni, góðu starfsfólki og fleiru. Þetta skiptir máli fyrir okkur því margt af þessu hefur gerst eftir 1990.“ Halldór telur að svipuðum árangri við að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda megi ná í öðrum geirum. „Það er mikilvægt að undir- strika það að viðbrögð við loftslags- breytingum snúast ekki endilega um það að hætta efnahagsumsvifum og draga úr þeim heldur að draga úr só- un. T.d. má nefna í tengslum við fiskiskipaflotann að þá fer saman hagur útgerðarinnar að draga úr ol- íunotkun og að draga úr skaðlegum áhrifum í andrúmsloftinu.“ Losunarspáin, sem byggist á að- gerðum fyrir skuldbindingartíma- blið 2008-2012 gerir ekki ráð fyrir áhrfum frá vetnisvæðingu sem þó eru bundnar miklar vonir við. „Við lítum á vetnið sem langtímamál sem er mjög mikilvægt sem slíkt.“ Hall- dór segir að vetnisnotkun gæti þó farið að hafa áhrif á skuldbinding- artímabilinu og væri þá viðbót við aðra áhrifaþætti sem munu koma til lækkunar útblæstrinum. Í spánni er gengið út frá þeirri for- sendu að 10% bensínnotkunar færist yfir í dísilolíu vegna fyrirhugaðrar breytingar í skattlagningu á dísilbíl- um. Þá er gert ráð fyrir að starfandi fyrirtækjum í áliðnaði takist að halda útstreymi perflúorkolefna (PFCs) í 0,22 tonnum CO2-ígilda á hvert framleitt tonn af áli og að sam- bærileg tala fyrir ný fyrirtæki í ál- iðnaði verði 0,14 tonn. Einnig er gert ráð fyrir að olíunotkun á aflaeiningu minnki þótt heildarafli fiskiskipaflot- ans aukist. Þá er stefnt að því að auka bindingu kolefnis með ræktun. Góður árangur í minnkun útblásturs flúorkolefna Útblástur koltvíoxíðs hefur aukist á Íslandi frá árinu 1990 en að sama skapi hefur náðst góður árangur að sögn Halldórs Þorgeirssonar við að minnka útblástur ýmissa annarra gróðurhúsalofttegunda, t.d. flúor- kolefna. „Það munar mjög mikið um flúorkolefnin sem verða til í álverum þegar verða spennuris í kerunum,“ segir Halldór. „Þessi efni eru mjög langlíf í andrúmsloftinu og því skipt- ir mjög miklu máli að draga úr losun þeirra. Íslensk álver hafa náð góðum árangri í því og eru mjög framarlega í samanburði við álver annars staðar í heiminum hvað þetta varðar.“ Skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins um árangur Íslands við að uppfylla markmið Kyoto-bókunarinnar Áhyggjur af útblæstri frá bifreiðum Morgunblaðið/Júlíus 6  >B% .8            <= C C C C C C   =&" !   4!%/  ""  ($>  $+??1" 0111  $  " $  01+0   %    @ "   9  "  ! 5A"9 4 011:901+0 BCDEFC=GECD Þó að Ísland sé enn inn- an heimilaðra marka varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda samkvæmt Kyoto- bókuninni má betur ef duga skal. Umhverfis- ráðuneytið segir að ál- verin hafi náð góðum árangri. SPÁ fyrir útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi byggist á því að þær ráðstafanir sem rík- isstjórn Íslands ákvað á fundi sín- um 5. mars árið 2002 að grípa til beri tilætlaðan árangur. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða við að Ís- land uppfylli skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni fyrir tímabilið 2008–2012.  Dregið verði úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá sam- göngum með almennum aðgerð- um og með breytingum á skatt- lagningu á dísilbílum, sem leiði til aukningar í innflutningi á slíkum bílum til einkanota.  Tryggt verði að fyrirtæki í ál- iðnaði geri fullnægjandi ráðstaf- anir til þess að halda útstreymi flú- orkolefna frá framleiðslunni í lágmarki.  Leitað verði leiða til að draga úr orkunotkun í fiskiskipaflotanum.  Dregið verði úr urðun úrgangs og útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá urðunarstöðum.  Aukin verði binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu.  Áhersla verði lögð á rannsóknir á þeim þáttum sem áhrif hafa á út- streymi gróðurhúsalofttegunda og þróun lausna og úrræða til að mæta því.  Efld verði fræðsla og upplýs- ingagjöf til almennings um leiðir til þess að draga úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.