Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN um skipulag í landi Lundar heldur sem betur fer áfram í fjölmiðlum. Það er ástæða er til að fagna þeim árangri sem áhuga- mannahópur um betri Lund hefur náð og ber að þakka þeim, sem þar hafa verið í forystu, um málefnalega baráttu. Baráttunni er þó engan veginn lokið enda virðast bæjarfulltrúar meirihlut- ans vera slegnir einkennilegri blindu í þessu máli. Hver ástæðan kann að vera skal ósagt látið en vissulega hefur það orðið mörgum sár vonbrigði sem stutt hafa núverandi meirihluta hvernig haldið er á málum. Þó þeir komi nú fram og segi að framlagt skipulag hafi bara verið „tillaga“ lóðarhafa og byggingarverktaka þá var þessi tillaga kynnt í nafni Kópavogsbæjar, sem hlýtur að taka fulla ábyrgð á henni. Tvær greinar hafa birst í Mbl. frá íbúum í Reykjavík sem fagna áformum um „skuggamúrinn“ í Fossvogsdalnum. Annar Reykvíkingurinn átelur Samfylkinguna um að svíkja verkafólk sem gæti þarna keypt sér ódýrt húsnæði. Ég leyfi mér að efast um það að þær íbúðir sem leiguhafar Lund- ar hyggjast reisa verði í ódýrasta klassa heldur verða þarna byggðar lúx- usíbúðir fyrir hina efnameiri. Það hefur komið fram að markmið leiguhafa er að hagnast sem mest með því að byggja sem mest – og ekki sakar að íbúðirnar kosti sem mest. Ástæða er til að ítreka að áhugamannahópurinn um betri Lund hefur alltaf undirstrikað að hópurinn er þverpólitískur en ef til vill tekst bæjarfulltrúm meirihlutans að breyta þessu með framgöngu sinni. Þá kemur fram í þessum greinum að mótmælendur séu fyrst og fremst fámennur hópur íbúa í nágrenninu sem stjórnist af eiginhagsmunagæslu. Það skal tekið fram að undirritaður býr hinum megin við Digraneshæðina eða í Hjöllunum. Þó „skuggamúr“ verði byggður í Fossvogsdalnum og geri hann að sannkölluðum „skuggadal“ þá varpar það ekki skugga á heimili mitt í eiginlegri merkingu. Það skiptir hins vegar máli fyrir mig sem Kópa- vogsbúa að koma í veg fyrir skipulagsslys. Fyrirliggjandi skipulag „eyði- leggur“ fallegt útivistarsvæði og spillir umhverfi og búsetuskilyrðum nú- verandi íbúa svæðisins. Það er jafnframt rík ástæða til að mótmæla þegar leiguhöfum lands á einu verðmætasta svæði höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett með skipulag og með því séu skipulagslög þverbrotin. Það er skylda okkar, sem trúum á lýðræðislegt stjórnarfar, að mótmæla kröfuglega og til að tryggja að bæjaryfirvöld þjóni íbúum Kópavogs en ekki byggingaverktökum og leiguhöfum. Undirritaður telur einnig að lokum að ekki hafi verið fullreynt af bæj- aryfirvöldum að taka erfðafestulandið Lund eignarnámi eða úthluta leigu- hafa öðru landi til að stunda landbúnað í útjaðri bæjarins. Nýlegur dómur í sambærilegu máli styður að þessa leið hefði átt að fara. Skuggamúr í Skuggadal Eftir Jón B. Lorange Höfundur er kerfisfræðingur, íbúi í Heiðarhjalla í Kópavogi. SKIPULAGSMÁL Reykjavíkur eru stöðugt í athugun og jafn stöðugt í samfelldu klúðri jafnt hjá borgar- sem ríkisstjórnum. Skiptir engu máli þótt skipt sé annað slagið um fólk eða flokka í þessum stjórnum. Engin lausn eða ákvörðun finnst. Fyrir nokkru skýrði Morgunblaðið frá því að Landsbankinn hefði gengið á fund borgarstjórans til að kynna þeim að þeir hefðu áhuga á að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á bílastæðinu austan Pósthússtrætis. Þessu var vel tekið af borgarstjóra sagði Morgunblaðið. Þetta sýndist mér horfa í illt efni og minna um of á mistökin við staðsetningu nýs húss Hæstaréttar á lóð Stjórnarráðsins við Arnarhvol, þar sem eðlilega hefðu átt að vera höfuðstöðvar stjórnsýslunnar fyrir allt landið sem nú þenur sig út yfir stöðugt stækk- andi svæði í kring um Arnarhvol. Þá urðu mér á þau mistök að halda að það væri Eimskip sem vildi byggja þarna, því að eg gat með engu móti séð að nauðsynlegt væri að byggja á ný yfir Landsbankann á þessum reit. Stórt bílageymsluhús í gamla miðbænum Það eru ekki margir möguleikar um úrlausnir á bílageymsluvanda gamla miðbæjarins í Kvosinni. Það er ekki viðunandi að fylla allar götur byggðarinnar með bílastæðum, enda dýrasta lausnin á vandanum og spill- ir fyrir eðlilegri uppbyggingu svæð- isins. Eg hafði því bent á að þarna væri hægt að leysa þennan vanda með stóru bílageymsluhúsi fyrir alla Kvosina og jafnframt að banna allar bifreiðastöður við göturnar á svæð- inu en með því fæst miklu betri nýt- ing á lóðunum. Menn verða að varast að byggja sér ekki til óhagræðis. Staðsetningin á húsi Hæstaréttar er gott dæmi um slíkt, enda er húsið í algjöru ósamræmi við umhverfið og spillir því. Þessu verður aldrei unnt að breyta. Skaðinn er varanlegur. Stórt bílageymsluhús fyrir gamla bæinn er nauðsynlegt og það þarf að útfærast af góðum fagmönnum. Það væri kannski möguleiki á að nýta þetta einnig fyrir byggðina í kring- um Arnarhvol með brúartengingu yfir Lækjargötu. Það er enginn möguleiki sjáanlegur um aðra um- ferðarkosti en einkabíla í sambandi við gamla bæinn. Skipulag umferðar í Reykjavík er í molum og menn verða að reikna með því áfram. Byggingarsvæði borgarinnar er á þrotum og það er verið að skipu- leggja dreifðar byggðir áfram upp um dali og fjöll. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Reykjavík- urborg verður að vera ábyrg fyrir skipulagi borgarinnar. Tónlistarhús í miðbænum Mikil umræða hefir verið um stað- setningu nýs tónlistarhúss í Reykja- vík og sýnist nú sem ákveðið hafi verið að staðsetja það gegnt Seðla- bankanum við Lækjargötu í gamla- bænum. Það vantar ekki tóm hús í gamla bæinn, það vantar þar fólk sem vill setjast þar að og þannig stöðva eða minnka daglega aðflutn- inga á vinnuafli til svæðisins. Birtir hafa verið uppdrættir af slíku fyr- irhuguðu tónlistarhúsi: Tveggja hæða kumbalda með tvöföldum bíla- kjallara. Þessi staðsetning er einhver verðmætasta lóðin á öllu höfuðborg- arsvæðinu og ofan á þessu húsi mætti eflaust staðsetja um 100 stór- ar og rúmgóðar íbúðir fyrir var- anlega framtíðarbyggð í gamla bæn- um sem auðvitað hljóta að eiga rétt á bílageymslum í kjallaranum. Ákvörðunarleysi skipulagsnefndar og borgarstjórnar er mjög áberandi. Mér sýnist sem hér sé verið að end- urtaka lóðamistökin frá húsi Hæsta- réttar. Það er verið að eyðileggja mikla möguleika til betri nýtingar á lóðunum. Reykjavíkurborg hefir ekki efni á að fara þannig með tak- markaðar lóðir á dýrmætustu stöð- um borgarinnar. Nýbygging hjá Hrafnistu Annað nýlegt dæmi um misnotkun eða vannýtingu á lóðum í skjóli ákvörðunarleysis skipulagsnefndar Reykjavíkur má finna hjá Hrafnistu. Þar hefir nú í sumar verið byggð ný álma á tveim hæðum við Brúnaveg með mörgum studió-íbúðum. Auðvit- að er gert ráð fyrir tveim lyftum á millum þessara tveggja hæða, það þarf lyftur fyrir gamalt og lítt sjálf- bjarga fólk. Þetta hús hefir fegursta útsýni Reykjavíkur yfir Viðey, Við- eyjarsund og nú atvinnulífið í Sunda- höfn. Hinum megin Brúnavegar eru hins vegar 12 hæða íbúðablokkir. Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefir takmarkað nýtingu lóðarinnar vegna ónógra bifreiðastæða. Þetta er óskynsamlegt. Grafarvogshverfið Þetta er stærsta og nýjasta bygg- ingarhverfi Reykjavíkur og nær upp að Korpu. Það er jafnframt verst skipulagða hverfið. Til að hindra dreifbýlisstefnuna hefði þetta hverfi átt að byggjast á hæðina eins og Manhattan eða Kópavogur. En lóða- laust skipulagið í Reykjavík er í mol- um og ákvörðunarlaust eins og fyrri daginn. Það verður ekki komið á sameiginlegu flutningakerfi með al- menningsvögnum meðan þessi dreif- býlisstefna er enn í gangi. Kumbaldaskipulagið Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. UMRÆÐA um siðferði í banka- málum gefur tilefni til að ræða siðferði í sjávarútvegi. Mörgum hefur misboðið gróf notkun sumra á leikreglum í sjávar- útvegi, sem tæp- lega var markmið löggjafans. Nefnd skulu hér dæmi, sem í öðrum at- vinnugreinum myndu teljast bæði ólögleg og/eða siðlaus: 1. Sumir selja eða leigja kvóta og skilja aðra íbúa viðkomandi sjávarþorps eftir í sífellt verð- minni eignum? Ef þetta er „bara bissness“ er það þá ekki lagaleg og siðferðisleg skylda stjórnvalda að borga þolendum fullar bætur? (Greiða fasteignir á stofnverði.) Minna má á þrjá nýlega hæsta- réttardóma um slíkar bóta- greiðslur sem stjórnvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa fengið á sig vegna veiðitakmarkana. 2. Stenst það siðferðislega, sam- keppnislega eða lagalega að senda vikulega hundruð tonna af óunn- um fiski (óvigtuðum?) úr landi meðan atvinnuleysi ríkir eins og t.d. í Vestmannaeyjum? Með af- skiptaleysi stjórnvalda er íslensk- um fiskvinnslufyrirtækjum meinað að bjóða í umræddan fisk. Er það ekki brot á samkeppnislögum? Af hverju má ekki bjóða þennan „gámafisk“ upp á íslenskum fisk- mörkuðum? Var landhelgin færð út, fyrir nokkra úrvalda „breska leppa“ sem hafa fengið einkaleyfi til að veiða fisk og telja sig líka hafa einkaleyfi til að selja hráefnið úr landi eftir geðþótta? 3. Er það siðlega eða lagalega boðlegt að fyrirtæki keppi á „jafn- réttisgrundvelli“ um kvóta þegar þorskur sem veiðist fyrir Suður- landi er þyngri og verðmeiri (40– 70%) en smærri þorskur fyrir Norður- og Norðausturlandi? Á að „grisja“ byggðir á þeim for- sendum? Þetta hlýtur að hafa ver- ið yfirsjón sem þarf þá að lagfæra. Þar að auki hafa komið fram sterkar vísbendingar um að þorsk- stofnar séu að öllum líkindum margir og staðbundnir á land- grunninu. Stjórn veiða verður þá að taka mið af þeim staðreyndum og fleiri staðreyndum sem ekkert tillit er tekið til. Fleira mætti nefna en þetta sýnishorn dugar. Mörgum ofbýður þögnin sem ríkir um þessi málefni. Ég er ekki að ásaka neinn. Þetta er samt svona.Siðferðiskennd minni er misboðið. Ég rek fisk- verkun í þessu umhverfi. Allir stjórnmálaflokkar bera ábyrgð á þessu – nema kannski Kvennalist- inn – sem aldrei var hægt að nýta í stjórn. Enginn flokkur er saklaus – ekki heldur Frjálslyndi flokk- urinn – stofnandi hans var ekkert betri þegar hann hafði einhver völd. Það væri nú að fara úr ösk- unni í eldinn að setja bara allt heila klabbið á uppboðsmarkað, eins og Samfylkingin og fleiri boða! Málið er einfalt. Við eigum að segja satt í stað þess að ljúga meira með þögninni. Í stað þagn- arinnar á að ræða málin – faglega og yfirvegað. Þá kemur betri nið- urstaða. Ábyrgð og skyldurækni verða að leysa af hólmi ógeðfellda græðgi, tækifærismennsku og blekkingar. Það er búið að stíga á bremsurnar í bankagræðgi. Næst er að bremsa þá niður þá sem ætla að verða „miklu ríkari“ með því að þurrka sér á skítugum skónum á heilu sjávarþorpunum. Máttu ekki Vopnfirðingar kaupa aftur helming af tilverurétti sínum á 900 milljónir eða vera afmáðir ella? Var það þá lögleg fjárkúgun? Eða er það siðferðislega og laga- lega boðlegt að sumir geti velt sér upp úr milljörðum með því að gera eigur annarra verðlausar í leiðinni? Leikreglur og siðferði í sjávarútvegi Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi. NÝÚTKOMIN er skýrsla Rík- isendurskoðunar um mat á árangri af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ég fagna skýrslunni sem góðu innleggi í umræðuna um stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi. Hins vegar er nauðsynlegt að benda á fjóra þætti sem hafa ekki komið nægilega skýrt fram í fréttaflutningi undanfarið. Afköst LSH eru óbreytt en færri starfsmenn Ríkisendurskoðun kemst að því að afköst spítalans hafi ekki aukist frá 1999 til 2002 en starfsmönnum hafi fækkað um 250. Þannig hefur fram- leiðni á hvern starfsmann aukist. Hafa verður í huga þegar afköst þessara ára eru borin saman að sam- einingin var enn í fullum gangi á árinu 2002. Þann tíma sem sér- greinar eru að flytjast á milli húsa og sameinast þá dregur úr afköstum á meðan. Starfsfólk er þá að vinna að flutningi og skipulagi á sameinaðri sérgrein. Sameiningin er enn í gangi en þó eru afköst að aukast og munu aukast enn meira á næsta ári. Sem dæmi þá hefur skurðaðgerðum fjölg- að um tæp 3% á þessu ári. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bið- listar hafi ekki almennt styst á þessu tímabili sem skoðað var. Rétt er að benda á að skv. nýjustu stjórnunar- upplýsingum spítalans hafa biðlistar styst á þessu ári í nær öllum sér- greinum. Því er árangur að nást í þeim málum. Gæði þjónustu mikil og faglegur ávinningur sameiningar greinilegur Í samanburði Ríkisendurskoðunar á gæðum þjónustu á LSH og á breskum háskólasjúkrahúsum þá kemur í ljós að sjúklingum á LSH hefur reitt betur af sem er talið til marks um góða þjónustu á LSH. Þá segir í skýrslunni að með sameiningu sérgreina á LSH hafi myndast fag- lega sterkar einingar með auknum möguleikum á sérhæfingu sem gefi kost á markvissari og betri þjónustu við sjúklinga og meiri möguleikum á kennslu og vísindastörfum. Rétt er að minnast á að í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir heilbrigðisyfirvöld eru sjúklingar mjög ánægðir með þjónustu á LSH og ber að fagna þeim niðurstöðum. Á föstu verðlagi hefur rekstur LSH staðið í stað frá sameiningu Þessi fullyrðing virðist vera þvert á það sem fram hefur komið í frétt- um um hækkun rekstrarkostnaðar frá 1999 til 2002. En svo er alls ekki. Eins og fram hefur komið hefur rekstrarkostnaður hækkað um 33% frá sameiningu þegar tölurnar eru ekki leiðréttar m.t.t. verðlags og ef ekki er tekið tillit til þess að greiðsla fyrir S-merkt lyf (lyf sem gefin eru eingöngu á sjúkrahúsum eða í tengslum við sjúkrahús) var flutt frá Tryggingastofnun ríkisins til spít- alans 2001. S-merkt lyf kostuðu LSH 1.370 m.kr. á síðasta ári en þessi kostnaður var ekki á spítalanum á árinu 1999. Þegar launakostnaður er verðleiðréttur með launavísitölu op- inberra starfsmanna frá 1999 til 2002 (30%) og rekstrarkostnaður verð- leiðréttur með neysluverðsvísitölu (16%) og kostnaður við S-merkt lyf er tekinn út þá hefur kostnaður við rekstur spítalans ekki hækkað á þessum þremur árum. Sem er mjög góður árangur miðað við að Íslend- ingum fjölgar um 1,8% á ári og öldr- uðum fjölgar um 2,4% á ári. Að auki gera tækniframfarir okkur mögulegt að veita sífellt meiri og betri þjón- ustu sem skilar sér m.a. í hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. Allt kostar þetta fjármuni. Að auki staðfestir Ríkisendurskoðun að engir fjár- munir voru veittir til spítalans vegna sameiningarinnar. Hins vegar má gagnrýna þá miklu hækkun sem orðið hefur á launum opinberra starfsmanna í landinu á síðustu árum og hafa laun á spít- alanum hækkað í samræmi við það. Samið hefur verið um þessar hækk- anir í miðlægum kjarasamningum og í stofnanasamningum en ekki eru all- ir með stofnanasamninga, s.s. læknar og hafa því fengið allar sínar hækkanir með miðlægum samn- ingum. Starfsmenn LSH eru op- inberir starfsmenn og þarf að nota rétt viðmið við verðleiðréttingar launakostnaðar á spítalanum frá ári til árs í stað þess að nota almenna launavísitölu. Samanburður á kostnaði hagstæður LSH Þegar bornir voru saman 28 al- gengustu sjúkdómaflokkarnir (Diagnosis Related Groups) þá voru 13 þeirra ódýrari á LSH en á bresku samanburðarsjúkrahúsunum en 12 voru dýrari. Þetta er í reynd mjög góður árangur fyrir LSH þar sem smæð þjóðarinnar gerir kröfu til þess að grunnmönnun sé ávallt til staðar svo hægt sé að manna vaktir allan sólarhringinn þó stundum séu sjúklingar of fáir til að standa undir þeim kostnaði. Bretarnir sem unnu með Ríkisendurskoðun að sam- anburðinum hældu LSH fyrir góða vinnu við kostnaðargreiningu og inn- leiðingu á DRG kerfinu sem gefur m.a. möguleika á samanburði á milli landa og veitir einnig færi á að breyta fjármögnun spítalans þannig að fjárframlög fylgi verkefnum. Ég hef bent á nokkur atriði í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem eru mjög jákvæð fyrir spítalann og er rétt að draga þá betur fram í dagsljósið en fréttaflutningur síð- ustu daga hefur gert. En skýrslan í heild sinni er mjög efnismikil og í henni er bent á marga þætti sem spítalinn þarf að skoða og nýta sér til enn betri þjónustu og skilvirkni í framtíðinni. Rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss er skilvirkur Eftir Önnu Lilju Gunnarsdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.