Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 3 stéttarfélag þeirra legði áherslu á í komandi samningum. Þegar þátt- takendur innan VR voru beðnir að forgangsraða áhersluatriðum sagði fjórðungur mestu skipta að hækka lægstu launin en einn af hverjum fimm að lækka skatta. Nokkur munur er á svörum fé- lagsmanna í VR annars vegar og annarra félaga innan LÍV þegar spurt var hvort þeir vildu fremur leggja áherslu á prósentuhækkanir eða krónutöluhækkanir í samning- SEX af hverjum tíu félagsmönnum Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur (VR) vilja að megináhersla verði lögð á hækkun launa í næstu kjara- samningum og um sjö af hverjum tíu félagsmönnum innan Lands- sambands íslenskra verslunar- manna (LÍV) eru sömu skoðunar. Tæplega fjórir af hverjum tíu fé- lagsmönnum í VR og LÍV eru til- búnir í verkfall ef ekki semst í kom- andi samningum. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönn- unar sem Gallup hefur gert fyrir VR og LÍV meðal félagsmanna í samtökunum. 46% segja kjör sín betri núna en árið 2000 63,9% þátttakenda í VR og 70,7% félaga í LÍV sögðu í könnuninni að leggja ætti megináherslu á launa- hækkanir í næstu kjarasamning- um. Þegar félagsmenn í VR voru beðnir að meta stöðu sína í dag miðað við árið 2000 sögðu 46% kjör sín vera betri núna en 38% sögðu að þau væru svipuð. Könnunin er liður í undirbúningi verslunarmanna fyrir endurnýjun kjarasamninga en þeir eru lausir í vor. Einn af hverjum fimm segir mestu skipta að skattar lækki Fram kom í könnuninni að fé- lagsmenn virðast leggja mikla áherslu á að atvinna verði tryggð og að unnið verði gegn atvinnu- leysi. Þegar þátttakendur voru beðnir að raða áherslum sínum á kvarða frá 1 til 7 kom áherslan á at- vinnuöryggi næst á eftir áherslunni á hækkun launa sem það atriði sem félagsmenn töldu mikilvægt að unum. Rúmur helmingur aðspurðra félaga í VR eða 55,5% sagðist frem- ur vilja prósentuhækkun launa en krónutöluhækkun. 60% svarenda innan LÍV sögðust fremur vilja krónutöluhækkun en prósentu- hækkun launa. Þegar þátttakendur voru spurðir nánar um hversu miklu máli skipti að þeirra mati að leggja áherslu á hækkun lágmarkslauna sögðu yfir 90% félaga í VR það skipta fremur eða mjög miklu máli. Sama hlutfall taldi jafnframt mikilvægt að verja kaupmáttinn. Meirihluti innan VR ánægður með áherslu á markaðslaun Annar hver þátttakandi í könn- uninni, eða 53%, sagðist ánægður með þá áherslu sem VR hefði lagt á markaðslaun og er ánægjan meiri eftir því sem tekjurnar eru hærri. VR samdi í síðustu kjarasamning- um um markaðslaun en innan við 4% félagsmanna taka laun sam- kvæmt taxta, skv. upplýsingum fé- lagsins. Þegar þátttakendur voru beðnir að meta stöðu sína í dag miðað við árið 2000 sögðu 46% aðspurðra fé- laga í VR kjör sín vera betri núna en 38% sögðu að þau væru svipuð. Fleiri karlar en konur töldu stöðu sína betri nú en árið 2000 eða 56% á móti 42%. Yngri félagsmenn eru ánægðari en þeir eldri og ánægjan eykst eftir því sem menntunin er meiri og fjölskyldutekjurnar hærri. Félagsmenn leggja nokkra áherslu á styttri og sveigjanlegri vinnutíma og aukið orlof. 56,2% þátttakenda innan LÍV sögðust frekar vilja fá tvo auka orlofsdaga en 1% launahækkun ef valið stæði á milli þessara tveggja kosta og held- ur stærra hlutfall félaga í VR er sama sinnis en 62,1% þeirra sögð- ust frekar vilja 2 auka orlofsdaga en 1% launahækkun. Yngstu fé- lagsmennirnir vildu þó frekar launahækkun, en sá hópur er jafn- an á lægri laununum, skv. upplýs- ingum VR. Könnunin náði til rúmlega fimm- tán hundruð félagsmanna í VR og um 740 félaga innan LÍV í október og nóvember og var svarhlutfall meðal VR-félaga 66% og 63,8% meðal annarra félaga innan LÍV. Gallup gerir viðhorfsrannsókn meðal félagsmanna í VR og LÍV um kjarakröfur Flestir leggja áherslu á hækkun lágmarkslauna                                                     !"  #   $%      & '    % ( & " "  )   '   %       !  "#   "    $  ! " ""  #""  $%  $ "   "!& "    '( )*$ !  $+ ,-  "   $ ("   "  $ (.                                                   !   "#$"%&'$(%     )  *+     )  ,        *+   !   &'$#% -. '"$#%/ &#$&% / -. '($1% „KRÖFUGERÐ Flóabandalagsins er keimlík kröfugerð Starfsgreina- sambandsins en félögin sem mynda Flóabandalagið eru jú hluti af Starfsgreina- sambandinu og ég geri ráð fyrir að þeir hafi nokk- urt samráð með sér varðandi kröfur og samn- ingavinnuna sem fram undan er,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sem fengu kröfugerð Flóabandalagsins í hendur í gær. Ari segir kröfur Flóabandalagsins horfa til langs tíma ef samningsað- ilar nái saman um forsendur. Hann segir einnig að þær launakröfur sem gerðar eru í kröfugerðum Starfs- greinasambandsins og Flóa- bandalagsins séu verulega hærri en þær launakostnaðarhækkanir sem gert sé ráð fyrir í þjóðhagsspá, „og miklu hærri en þær launabreytingar sem atvinnulíf í okkar viðskiptalönd- um býr við. Það ber auðvitað tölu- vert mikið á milli varðandi sýn manna á mögulega samningsnið- urstöðu,“ segir Ari. Það ber töluvert mikið á milli Ari Edwald „VIÐ tvískiptum kröfugerðinni varðandi lengd kjarasamningsins. Við erum tilbúnir að ræða kjara- samning til allt að 48 mánaða ef semst um að tek- ið verði upp nýtt launakerfi og jafnframt að sett- ar verði inn ákveðnar vörður í samningnum sem byggðar verða á trygging- arákvæði. Ef þær forsendur eru ekki til staðar, erum við að ræða um styttri samning,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags. Félögin leggja einnig mikla áherslu á styttingu vinnutíma. „Við leggjum einnig mjög mikla áherslu á tryggingarmálin,“ segir Sigurður. „Ég er hóflega bjartsýnn. Mér finnst margt í samfélaginu segja okkur að menn eigi að geta gert áframhaldandi kjarasamninga sem skila kaupmáttaraukningu. Það er uppsveifla í samfélaginu og sam- kvæmt öllum spám horfa menn fram á hagvöxt á næstu árum. Eðli máls skv. á launafólk að fá sinn hlut af því. Það þarf hins vegar að feta þessa leið með þeim hætti að við missum ekki hlutina út í verðbólgu, vegna þess að það skaðar okkur mest ef illa fer.“ Næsti fundur samningsaðila verð- ur 9. desember. Hóflega bjartsýnn Sigurður Bessason 1. Ný launatafla. Felldir verði niður taxtar undir 93.000 kr. og taxtakerf- ið byggt upp frá þeirri grunntölu. Launatafla verði í sex þrepum og 25 launaflokkum með 1,5% bili á milli þrepa og flokka. 2. Tryggingarákvæði. Samið verði um tryggingarákvæði gagnvart verðbólgu og launahækkunum sem aðrir kunna að semja um umfram samning Flóabandalagsfélaganna. 3. Samningstími. Samið verði til 24 til 48 mánaða. Skilyrði lengri samn- ings er að semjist um nýtt taxtakerfi og tryggingaákvæði. Að öðrum kosti er stefnt að styttri samningi til 24 mánaða. 4. Launahækkanir. Almennar launahækkanir verði 19,25%, inn- röðun í launakerfi 2,5% og lægstu laun hækki um 30%. 5. Lágmarkstekjur. Samið verði um dagvinnutekjutryggingu sem taki hækkunum fyrir fullt starf miðað við niðurstöður komandi kjarasamninga á samningstímanum. Meginkröfur Flóabandalagsins launataxtar undir 93. 000 kr. verði felldir út. Samið verði til 24–48 mán- aða að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og um örugg tryggingarákvæði. Almennar launahækkanir á samn- FLÓABANDALAGIÐ, Efling- stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, setja fram kröfur í komandi kjarasamningum um að samið verði um nýtt launakerfi þar sem allir ingstímanum verði 19,25%, lægstu laun hækki um 30% og innröðun í nýtt launakerfi skili 2,5%. Forsvarsmenn Flóabandalags- félaganna kynntu sameiginlega kröfugerð fyrir forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins í gær. Vilja semja um styttingu vinnutímans Þá krefst bandalagið þess m.a. slysaréttur verði stóraukinn, vinnu- tími verði styttur og orlofsréttur miðist í nýjum samningi við starfs- grein og kjarasamning en ekki fyr- irtæki. Flóabandalagið setur fram þá kröfu að vinnutími styttist um 1 klukkustund á viku, úr 40 stundum í 39, sem komi til framkvæmda á ár- unum 2005 og 2006. Með því segir bandalagið að megi efla vinnuvernd og auka tíma fólks til samveru með fjölskyldu og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. „Meginmarkmið félaganna er að gera kjarasamning sem færir launa- fólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. Tryggingaákvæði og nýtt taxtakerfi skilyrði Skilyrði lengri samnings en til 24 mánaða er að samið verði um nýtt taxtakerfi og tryggingarákvæði. Í kröfugerð segir að slíkt ákvæði þurfi að veita tryggingu gagnvart verðbólgu og launahækkunum ann- arra umfram samning Flóabanda- lagsins. Flóabandalagið fer og fram á að framlag atvinnurekenda vegna sér- eignasparnaðar launþega verði hækkað um 1% á samningstíma- bilinu. Einnig að launafólki verði heimilað að breyta unnum yfir- vinnutíma í frí á dagvinnutímabili á þann hátt að ein stund í yfirvinnu jafngildi 1,8 klukkustundum í dag- vinnu. Þá verði launafólki gefinn kostur á að greiða ákveðið hlutfall launa inn á sérstaka menntunarreikninga sem njóti skattfríðinda og atvinnu- rekendur greiði mótframlag. Fari upphæð ekki til menntunar bætist hún við séreignasparnað viðkom- andi launamanns. Heildarkostnaður 28,23% á samningstímanum að mati ASÍ Samkvæmt mati hagdeildar ASÍ á kröfum Flóabandalagsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaðarhækk- un vegna krafna um almennar launahækkanir upptöku nýs launa- kerfis og innröðunar í nýja launa- töflu, aukið framlag til lífeyrissparn- aðar, styttingu vinnutíma o.fl. muni nema 28,23% á samningstímanum þ.e. frá 2004 til 2007. Gert er ráð fyrir að almenn launahækkun verði 5% á árinu 2004, 5% á árinu 2005, 4% á árinu 2006 og 4% á árinu 2007. Flóabandalagið leggur fram kjarakröfur og er tilbúið að semja til 48 mánaða Almenn laun hækki um 19,25% og lægstu laun hækki um 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.