Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. mars 1981 innheimta útvarpsins: .jtstandiD sé dágotr - Segír Theodór Georgsson. ínnheimtustjúri „Ég hef ekki nákvæmar tölur um það hvernig innheimtan hefur gengið fyrir sig, en mér sýnist að ástandið sé dágott, að fólk hafi tekið vel við sér síðustu dagana” sagði Theodór Georgsson inn- heimtustjóri útvarpsins í morgun, en i gær féllu i eindaga gjöld fyrir fyrri hluta ársins sem greiða á til stofnungarinnar. „Þetta hefur gengið ágætlega eftir þvi sem ég kemst næst. Hinsvegar fer mikill hluti þessara greiðslna fram með giróseðlum i gegnum bankakerfið og ég hef ekki fengið sent frá bönkunum siðustu 3-4 daga þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta er” sagði Theodór. gk —. undanpaga vegna bauja í bjdrgunarbátum „Það var sótt á af ýmsum að einhverjar baujur yrðu leyfðar, þó að þær fullnægðu reglunum ekki að öllu leyti, m.a. taldi Far- manna og fiskimannasambandið ófært að hafa engar,” sagði Stein- grimur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra, þegar fréttamaður spurði hann hvað valdið hefði ákvörðun hans að veita undan- þágu frá reglum um baujur i björgunarbáta og leyfa notkun á baujum af gerðinni LOCAT, en þær uppfylla kröfur reglugerðar- innar ekki að öllu leyti. Reglugerðin var gefinút 1979 og kveður svo á að i öllum islenskum björgunarbátum skuli vera radió- bauja með 121,5 MHz og 243 MHz og sé ekki stærri en 500 rúmsenti- metrar. Erfitt hefur reynst að finna baujur, sem uppfylla öll þessi skilyrði, en siglingamálastofnun- in samþykkti LOCAT baujurnar, en Póstur og simi ekki, en sam- kvæmt reglunum þarf samþykki beggja þessara stofnana. „Ég leyfði undanþágu frá reglunum, á meðan ekkert annað væri til, sem fullnægði þeim. Þessi bauja fullnægir ágætlega á annarri bylgjulengdinni, þeirri sem alltaf er hlustað eftir, en ekki hinni,” sagði sjávarútvegsráð- herra. SV Nú er það stutt hár og strípur fyrir vorið Hárgreiðslustofdn LHÖLL Oðinsgötu 2 Sími 22138 VlSIR NTJLNG! with honey or royal jelly natural cosmetrcs snyrtivorur Þær eru framleiddar úr náttúrulegum hrá- efnum og með hunangi eða hinu dýrmæta drottningarhunangitil þess að færa húð- inni öll þau náttúrulegu næringar- og bætiefni/ sem í þeim er að finna og geta haft undraverð áhrif á húðina. Lepo vörurnar eru fram leiddar af austurlenskum meisturum, sem virða náttúruna og kunna að nýta ef ni hennarog beita bæði aldagamalli kunnáttu austursins og nýjustu þekkingu vísindanna og tækni nútimans. AFBRAGÐSGÓÐAR VÖRUR OG ÓDÝRAR Við bjóðum nú: fíOYAL JELLY CREAM næringar- og rakakrem með drottningarhunangi. fíOYAL JELLY NIGHT CfíEAM 7 ' feitt næringar- og andhrukkukrem með drottningarhunangi. fíOYAL JELLY PACK hreinsimaska með drottningarhunangi, sem hreinsar, nærir og styrkir húðina. HONEY CfíEAM næringar- og rakakrem með hunangr, gott undir förðun, ein tegund fyrir feita húð, önnur fyrir þura. HONEY LOTION næringar- og rakamjólk með hunangi, til notkunar undir förðun. HONEY CLEANS/NG LOT/ON hreinsimjólk með hunangi. HONEYAND PEAfíL CLEANS/NG FOAM hreinsifroða með hunangi. HAIfí TONIO styrkjandi hárvatn með kamfóru, sem nærir og styrkir hárið og vinnur gegn flösu og kláða. DEODOfíANT svitalyktareyði, sem nærir húðina og dregur úr kláða, inniheldur kam- fóru. LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á LAUGAVEGS APOTEK SNYRTIVÖRUDEILD , „Þiö eigið alltaf leið um Laugaveginn'V Körfuknattleikur ÍSLAND 0 Laugardalshöll FINNLAND í kvöld kl. 20. Keflavík föstudag kl. 20. Borgarnes laugardag kl. 14. Mætum öll Landsliðsnefnd KKÍ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.