Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 16
16 VÍSIR Fimmtudagur 26. mars 1981 Bridgeáhugamaður hringdi: Ég hef það fyrir satt að skákæði hafi gripið um sig á mörgum vinnustöðum i borginni. Mér skilst að þetta sé jafnvel orðið svo slæmt á mörgum vinnustöðum að menn geri ekkert annað en að ræða um skák liðlangan daginn. Það keyrði þó um þverbak þegar upplýst varð að heims- meistaraeinvigið I skák ætti ekki aö verða hér á landi. Þá uröu þessir skákáhugamenn svo illir að við þá varö vart mælandi, og voru margir vinnustaðir óstarf- hæfir á meðan aldan gekk yfir. Tilefni þessara áminninga minna er það að ég tel algjörlega ófærtútá hvaða braut skákiþrótt- in er að fara. Hún er ekki gædd nokkrum virðuleika lengur, allir ekkisens aular, láta sig dreyma um milljónir i verðlaun og ham- ast við að tefla i vinnutimanum, þvi ekki má 8 tima törn liða án þess að þeir haldi sér i þjálfun. Oðru máli gegnirum Bridge, og held ég að þar komi tvennt til. 1 fyrsta lagi er það svo að sérstak- ar manngerðir spila bridge. Þetta eru léttir karakterar og með greind fyrir ofan meöallag. Auk þess er andinn i kringum þetta ekki þrunginn sömu spennu og i taflinu, menn hæða hver annan, slá á lettari strengi og ræða saman, að visu á flóknu máli sem ekki er á allra valdi að skilja. Þvi held ég að það sé ihugunarefni fyrir forstjóra á vinnustöðum, hvort ekki eigi að hvetja starfs- fólk fremur til bridgeiðkunar, heldur en þetta endalausa þegjandi tafl, þar sem menn endurtaka sömu vitleysurnar aftur og aftur, aðeins tveir geta leikið, en hinir verða að stein- halda sér saman svo ekki raskist þunnir heilaþræðir, af „óhljóðun- um”. Saga til næslabæjar: Nota útlenda ÞJónustu í stað Inntendrar A.J. skrifar: NU eigum við Islendingar i vök að verjast i samgöngumálum. Að okkur er sótt frá Utlöndum og nU sérstaklega frá Danmörku. Ot yfir tekur þó að ferðaskrifstofan Landsýn/Samvinnuferðir skuli gera samning við danskt leigu- flugfélag þegar þvi stendur til boða að fljUga með islensku félagi. I öðrum löndum er viða hreyfing i gangi sem heitir „not- um innlent”, innlenda þjónustu og innlendar vörur. í Banda- rikjunum er fólk hvatt til að ferð- ast innanlands en eyða ekki gjaldeyri i utanlandsferðir. A sama tima hleypur Land- sýn/Samvinnuferðir i fangið á dönsku leiguflugfélagi og segist hafa fengið betri kjör en hja Flug- leiðum. Hins vegar auglýsir Kjartan Helgason ferðir og dvöl i samskonar sumarhUsum i Dan- mörku á miklu lægra verði en þessi ferðaskrifstofa launþega og samvinumanna. Það hefði ein- hverntfma þótt saga til næsta bæjar að Samvinnuhreyfingin og launþegasamtökin gengju á und- an með að nota sér Utlenda þjón- ustu þegar innlend þjónusta og sennilega miklu betri er i boði. Með þökk fyrir birtinguna. EQLEI TILLEBAST Halldór hringdi: A lesendasiðu Visis fyrir nokkr- um dögum, sá ég grein eftir „sannfærðan”, þar sem hann hvatti ungt fólk til þess að kynna sér kristilegt starf af eigin raun, og láta ekki aðra segja sér að i starfi með ungu fólki á þessum vettvangi væri ekkert nema þulur og væl. Ég vildi aðeins koma þvi að að ég lét tilleiðast og skrapp niður á Amtmannsstig á laugar- dagskvöldið og þar var siður en svo leiðinlegt að dveljast. Sjálfur hef ég nokkuð pælt i trU- málum, svona Utaf fyrir mig, þvi ég taldi að ég ætti varla samleið með þeim hópum sem maður hefur heyrtkenna sig við kristileg samtök. Ég sé nU að ég hef vaðið i villu og reyk i þessu máli. Þarna var ungt fólk alveg eins og ég og þU, það var hresst, hafði heil- brigðar skoðanir og var fyrst og fremst lifsglatt og þægilegt i framkomu. Ég held að fleiri vaði i sömu villu og ég gerði og við þvi er aðeins eitt ráð. Kynnum okkur máiið betur. kv*ö vífthorí tánstaklirsganna og viröíngu fyrir náueganum og skoftumiiYi hans? Varla cr að efa, aft flestír snrii þetla lesa, hljóta aft vera þv.i sammála aft iimi sé. knminn fyrir þessa þa-tti. £g a?tla ekki aðfara r»ft predika hér, en (*g vihJi afteinsbenda ungu fóiki á fund klukkan háiílifuji iaugardaginn þar M fyigjum boftskapi Jesús Krisl um mannkær»eika, pg manngíll þá eigmimsi vift betrí heim. a veitaft margur hugsar «• hantv} j þeita. aft m) eígi aft fara aft draa menn inn i einhvern þror.gan séj ströarsöfnuft þar sexnekkeri ar»l aftitomisi aftheidur t>n ieiftieJeg| þuiur og „Kiltn hrmgtli sannfaírftur £'g vtldi veltá upp þetrri spurn- íb^u hvort ekki sft kominn fliui tfl be«í! aft umrá'ftan um unglinga- landamiíliftfari iun á nýja braut. m ekkl orftin full þíirf á aft full- fenír jafnt sem unglingarátti síg B jwim grundveii^^jtegn^^ Breski sakamálabátlurlnn: Elns og í mynda- sögum dagblaðanna Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég óska eftir þvi að koma á framfæri athugasemd við breska sakamálaþáttinn ,,úr læðingi, sem var á dagskrá sjónvarpsins á þriðjudagskvöldið. Þessir þættir eru svo stuttir að þeir minna einna helst á mynda- sögur dagblaðanna, þar sem fáir endast til þess að fylgja hinni mjög svo hægu atburðarrás eftir. Ef ekki er hægt að sýna tvo þætti i einu ætti að vera möguleiki að sýna þættina saman einhvern daginn, þvi ég held að fáir nenni að biða eftir atburðarrásinni, sem kemur i stuttum skömmtum og það vikulega. AB FA HOKKUR TONN AF STEYPU OG STAU flFTflH A SIG Ökumaður hringdi: 1 ÁrtUnsbrekku er 60 kilómetra hámarkshraði. Þvi finnst mér það skjóta skökku við, þegar maður ekur á fólksbil á 60 kiíó- metra hraða, að fullhlaðnir vöru- bílar og steypubilar ætla mann lifandi að æra með flautuhljóðum til þess að komast framúr. Hvaö gerðist ef þessir bilar þyrftu skyndilega aö hemla, eða hreinlega ef manni sárnaöi ein- hvern tima svo mjög hávaða- flautið i bilunum, að maður snar- stansaði til þess að ræða við þessa ódælu bilstjóra. Ætli maður væri nokkuð til frá- sagnar um það, eftir að hafa fengið nokkur tonn af stáli og steypu aftan á sig? Ætli bil- stjórarnir væru heldur áfjáðir I að skýra á hvaða hraða þeir óku, undir slikum kringumstæðum, eða hvers vegna þeir heimtuðu að fara framUr? Þetta er nokkuð sem allir bílst jórar ættu aö ihuga, hvort sem þeir aka á Trabant eða tiu hjóla trukkum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.