Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 33
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 33 Stórvi›bur›ur á Kringlukránni Gle›ile ga hátí›! Söngvasveinar sjöunda áratugarins bjó›a til veislu Sannköllu› „sixties“ sveifla - Beatles, Stones, Dylan, Kinks, Spencer Davis, Small Faces, Troggs o.fl. föstudaginn 2. og laugardaginn 3. janúar frá kl. 23:00 til kl. 03:00 Unglingahljómsveitin ÞAÐ er ekki til annað sjónvarps- efni sem þjóðin bíður jafn spennt eft- ir og árlegt áramótaskaup enda gefst helstu grínistum þjóðarinnar þar tækifæri til að nota þá atburði sem borið hafa til tíðinda á árinu sem hrá- efni í langan skemmtiþátt. Þar er allt mögulegt sem viðkemur mönnum og málefnum líðandi stundar teygt og togað á alla vegu og skoplegustu hlið- arnar dregnar fram. Þetta er eini vettvangurinn þar sem allt er leyfi- legt og í raun betri mælikvarði á hvað bar hæst en nokkur fréttaann- áll. Það þarf varla að taka fram að þetta á aðeins við þegar vel árar í skaupmálum. Þegar grínið geigar geta afleiðingarnar verið skelfilegar; miklum mannafla, hugviti, tíma og almannafé er sóað í ófrumlega flat- neskju. Því miður verður að segjast um þetta áramótaskaup að það er langt síðan önnur eins lágkúra hefur verið borin á borð fyrir landsmenn við þetta tækifæri. Ófrumlegheitin eru algjör. Notast er við persónusköpun sem er löngu þjóðþekkt: Þannig leik- ur Örn Árnason Davíð, Pálmi Gests- son Halldór Ásgrímsson, Bubba Morthens og Ólaf Ragnar Grímsson og Karl Ágúst Úlfsson Björn Bjarna- son, allt karakterar og leikarar sem sjást reglulega í Sjónvarpinu. Mun- urinn er sá að yfirleitt hafa leikar- arnir mun betri texta til að vinna með. Margir aðrir leikarar sjást í gervum sem komið hafa fyrir áður í áramótaskaupum, eins og Erling Jó- hannesson sem Jón Ásgeir, Edda Heiðrún Backman sem Ingibjörg Sólrún, Rúnar Guðbrandsson sem Haraldur Johannessen og svona mætti lengi telja. Aðrir, eins og Þór- hallur Sigurðsson (Laddi), eru látnir leika útvatnaðar versjónir af gömlum grínhlutverkum, í hans tilviki ein- setumanninn og lækninn. Það er ekki hægt að treysta á sjálfkrafa viðbrögð áhorfenda þegar þeir sjá leikarana í þessum gervum þótt þau hafi virkað einu sinni. Þessi ófrumleiki er átak- anlegur, því þegar persónurnar taka til máls hafa þær svo ekkert nýtt til málanna að leggja. Það er eins og kvikmyndaver í Hollywood hafi ákveðið að gera framhaldsmynd af vinsælli kvikmynd en ekki tímt að hafa sömu handritshöfunda og leik- stjóra og ætlað algjörlega að byggja á vinsældum fyrri myndarinnar. Það er ekki hægt að sætta sig við að ára- mótaskaupið nái ekki meðal Spaug- stofuþætti að gæðum, þætti sem gerður er fyrir brot af því fé sem fer í skaupið og á brotabroti af þeim tíma sem aðstandendur skaupsins hafa til umráða. Væri ekki best að láta leik- arana sjálfa um textann því margir þeirra hafa samið mun betra efni um tíðina - Ragna Fossberg er náttúr- lega ómissandi til að byggja upp útlit persónanna og henni þætti án efa ekki mikið mál að búa til nýjar per- sónur sem þjóðin hefur ekki séð í samvinnu við leikarana. Þó að þetta skaup taki ósjálfrátt þátt í keppninni um skelfilegasta skaup allra tíma þá voru nokkur at- riði sem náðu að vera fyndin og nokkrir leikarar sem komu fram með eitthvað nýtt og ferskt. Steinn Ár- mann Magnússon fór á kostum í nokkrum hlutverkum, m.a. sem Öss- ur Skarphéðinsson (þó að hann sé alltof brosmildur miðað við fyrir- myndina) og sem eiginmaðurinn sem var undir meðaltali hvað tíðni kyn- lífsiðkunar varðar. Atriðið þar sem hann, Örn Árnason og Gunnar Helgason léku hvað mönnum fór raunverulega á milli í hótelherberg- inu í London var virkilega vel til fundið. Sömuleiðis Linda Ásgeirs- dóttir sem Siv Friðleifsdóttir í rúm- inu með rjúpunni en mafíuatriðið sem fylgdi í kjölfarið var of langt. Kjartan Guðjónsson var líka skemmtilegur Hannes Hólmsteinn, en þetta stutta atriði minnir líka á hve skaupið er unnið langt fram í tímann og að aðstandendur þess hafa misst af tækifæri til að gera síðustu og verstu tíðindum í þeirri atburða- rás skil. Guðlaug Elísabet Ólafsdótt- ir var bráðfyndin með Evró- visjón-lagið á heilanum og Helga Braga var smellin í stuttri innkomu. Atriðið þar sem grafarinn Björgólfur grefur ofan af fjölskyldunum fjórtán og kolkrabbanum var vel skrifað, en leikurinn hefði mátt vera snarpari. Það er kannski sárgrætilegast að þegar alþekktar persónur úr Spaug- stofunni eru látnar leika í svipaðri auglýsingu og hefur skemmt sjón- varpsáhorfendum um langa hríð þá kemst eftirlíkingin ekki með tærnar þar sem sú upphaflega hefur hælana. Leiðinlegasti hluti spaugsins var svo ofnotkun á þekktum lögum og frámunalega lélegir og ófyndnir textar sem var hnoðað saman af þessu tilefni. Hvenær ætlar þeim sem eru valdir til að skrifa áramóta- skaup að lærast að það er mun erf- iðara að koma brandara á framfæri í söngtexta en blátt áfram í hefð- bundnu leiknu grínatriði? Sömu per- sónurnar, flestar löngu þekktar af skjánum, komu fram aftur og aftur með svipaða aulafyndni ýmist raul- andi leirburð eða í andvana fæddum bröndurum. Hvað kostuðu eiginlega herlegheitin? Það þarf mun beittara háð, skáldlegri söngtextahöfunda, frumlegri efnistök, höfunda sem þora að ganga fram af fólki og nýjar persónur sem koma á óvart – en ekki bara uppsuðu úr gömlu gríni. Uppsuða úr gömlu gríni Morgunblaðið/Ásdís Langt síðan önnur eins lágkúra hefur verið borin á borð fyrir landsmenn við þetta tækifæri, segir m.a. í dóminum. Áramótaskaup Sjónvarpið Handrit: Ágúst Guðmundsson, Guð- mundur Steingrímsson, Gunnar Helgason og Jón Örn Marinósson. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Björn Helgason og Jón Víðir Hauksson. Hljóðupptaka: Einar Sigurðsson. Tækni- stjórn: Guðmundur Einarsson og Vilmar Pedersen. Myndblöndun: Ragnheiður Valdimarsdóttir. Gervi og hár: Ragna Fossberg. Búningahönnun: Helga Rún Pálsdóttir. Leikmynd: Ásta Björk Rík- harðsdóttir. Klipping: Sævar Guðmunds- son. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Erling Jóhannesson, Gísli Alfreðsson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Halldór Gylfason, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurð- arson, Jóhannes Kristjánsson, Karl Ágúst Úlfsson, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Kjartan Guðjónsson, Linda Ás- geirsdóttir, María Reyndal, Pálmi Gests- son, Rúnar Guðbrandsson, Skúli Gautason, Steinn Ármann Magnússon, Þór Tulinius, Þórhallur Sigurðsson, Örn Árnason og fjöldi aukaleikara. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.