Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 59 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Með- eign kemur til greina.  Blóma- og gjafavöruverslun í Glæsibæ. Verð aðeins 1,3 m. kr.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygg- ingariðaði.  Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Kringlubón. Ein þekktasta og besta bónstöð landsins. Sami eigandi í 16 ár.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld kaup.  Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka.  Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam- einingar eða fyrir duglega menn sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld kaup.  Hárgreiðslumeistarar/sveinar óskast til samstarfs í nýrri heilsu- og dek- urlind í Faxafeni. Gott tækifæri fyrir hæfileikafólk.  Spennandi tískuverslun í Kringlunni.  Lítil heildverslun með iðnaðarhráefni.  Lítið en mjög efnilegt plastframleiðslufyrirtæki óskar eftir framkvæmda- stjóra - meðeiganda.  Lítil efnalaug í Keflavík. Gott atvinnutækifæri.  Sérverslun með eigin innflutning. 200 m. kr. ársvelta.  Vinsæll kaffistaður í atvinnuhverfi.  Tískuverslun á Akureyri. Ársvelta 25 m. kr. Eigin innflutningur.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Lítil heildverslun með vörur fyrir hárgreiðslustofur. Hentar vel fyrir hár- greiðslufólk sem vill breyta um starfsvettvang. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. UNDIRRITAÐUR höfundur þessa greinarkorns hefur á undaförnum misserum og með vaxandi undrun fylgst með skrifum konu nokkurrar á Akranesi, sem öll fjalla um upp- blástur á afréttum og heiðarlöndum Íslands. Þetta vandamál virðist hún eingöngu kenna sauðkindinni (sem hún á þó líklega tilvist sína að þakka) og sauðfjárbændum. Eftir að hafa lesið af athygli þessi skrif ásamt álíka greinum eftir virðulega eldri leikkonu í Reykjavík, leyfi ég mér að efast um að þessar blessaðar konur hafi á síðustu ára- tugum komið lengra út á land en að Borgarfirði í vestri og Hellisheiði í austri. Í það minnsta er ég viss um að þær hafa ekki nýlega gengið um mörg af þeim heiðarlöndum Íslands þar sem sauðkindin heldur sig sum- arlangt. Ofbeittar afréttir og heiðar- lönd heyra sem betur fer að lang- mestu leyti sögunni til. Í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ég þekki best til, og svo mun einnig vera víða á Suðurlandi, er á haustin og veturna víða þungt fyrir fæti þar sem gengið er um útjörð, vegna mik- illar sinu. Þetta eru leifar þess gróskumikla gróðurs, sem þessar fáu sauðkindur sem rölta um þessa haga sumar- langt, komast ekki yfir að bíta. Hér hafa einnig á síðustu áratug- um gróið upp stór landsvæði, bæði fyrir tilverknað ötulla bænda og Landgræðslu ríkisins en ekki síst hefur náttúran sjálf séð um þetta sjálf. Vona ég að þetta stutta skrif mitt og þær upplýsingar sem þar koma fram, verði til þess að veita þessum blessuðum konum örlítinn sálarfrið í raunum þeirra. ÞÓRIR N. KJARTANSSON, Vík í Mýrdal. Fýkur landið burt? Frá Þóri N. Kjartanssyni NÝJUSTU rannsóknir breskra vís- indamanna sýna að börn hætta and- legri heilsu sinni með notkun kann- abisefna og tóbaks, auk neyslu áfengis. Samkvæmt nýbirtri rann- sókn á Bretlandseyjum kemur fram að ungmenni, allt niður að þrettán ára aldri, sem játað hafa reglulega notkun kannabisefna og tóbaks eru sjö sinnum líklegri til að verða fyrir andlegum röskunum að áliti sér- fræðinga. Drykkja enn yngri barna leiðir svo aftur til tvöfalt meiri lík- inda til að eiga við andlegar rask- anir, síðar á lífsleiðinni. Við sér- stakar þunglyndisaðstæður, eiga börn sem neyta kannabis og eða áfengis, tuttugu og sex falda áhættu, miðað við aðra, á að bíða andlegt skipbrot. Niðurstöður þess- ar sem voru birtar í „British Journ- al of Psychiatry“ eru nýjustu við- varanir sérfræðinga við áhrifum kannabis á heila ungmenna. Aðrar rannsóknir útgefnar á s.l. ári sýndu fram á tengsl milli kanna- bis og aukinnar áhættu á andlegum, heilsufarslegum og félagslegum vandamálum ungmenna. Þetta er fyrsta rannsóknin sem framkvæmd hefur verið með afger- andi hætti. Læknar hafa nú þegar áhyggjur af aukinni áhættu á höfuð, háls og lungu, með tilliti til krabbameins, af völdum kannabisefnanna. Þau hafa hærra tjöruinnihald í dag en nokkru sinni fyrr, þ.e. þau eru talin u.þ.b. 10 sinnum sterkari en á sjötta og sjöunda áratugnum. Þar eð þau geti innihaldið allt að 10 sinnum meira af tetrahydrocannab- inol, (THC) þetta efni sem gerir vímuna virka hefur áhrifin á heil- ann. THC efnið í kannabisresin get- ur verið allt frá 1% (mjög milt) upp að 26% (mjög sterkt). Kannabisreykingar ungmenna eru stöðugt að aukast á Bretland- eyjum, samanber opinberar tölur, sem sýna að þriðji hver fimmtán ára unglingur hefur þá þegar reynt efnið. Síðustu rannsóknir dr. Mich- aels Farrells og starfsbræðra við Maudsley sjúkrahúsið í Suður- London, sýndu sterk tengsl á milli notkunar tóbaks, áfengis og kanna- bis og andlegra/félagslegra vanda- mála. Rannsökuð voru 2.624 börn, á aldrinum 13-15 ára. Tíunda hvert barn átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Fram kom að tíð notkun eins ofantalinna efna jók áhættu á notkun hinna tveggja. Þau ung- menni sem ekki nota tóbak eru talin ólíklegri til að byrja neyslu á kannabis. Upphaf kannabisneysl- unnar reyndist svo oft upphaf neyslu annarra sterkari ólöglegra fikniefna (e-pillan, amfetamín, heró- ín). Um það bil einn af hverjum tíu ofantalinna viðurkenndu að hafa reynt kannabis. Þau ungmenni sem bjuggu hjá einstæðum foreldrum voru tvöfalt líklegri til að hafa reynt efnið, en þau sem komu frá for- eldrum í sambúð. Dr. Farrell segir: hinir reglu- bundnu neytendur sem neyta allra þriggja fíkniefnanna eru stöðugt í meiri hættu á geðheilbrigðis-rösk- unum, svo og á líkamlegum trufl- unum. Telur hann mikla þörf á frekari rannsóknum þar á. Aðrar rannsóknir hafi margsannað að notkun kannabis tengist aukinni hættu á þunglyndi. Breska þingið breytir lögum um kannabisefnin Einstakir þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að tjá sig um að kannabisefnin séu ekki eins hættu- leg og önnur ólögleg fíkniefni, með því að færa þau úr flokki B í flokk með svokölluðum C-lyfjum, (þ.e. lögleg en lyfseðilsskyld lyf) s.s. steralyfjum, róandi lyfjum og sterk- um verkjalyfjum. Ofantaldar breyt- ingar í lögum hjá Bretum taka gildi í byrjun þessa árs. Nýju lögin koma til með að heimila neyslu á efninu meðal þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, svo sem ef neyslan fer fram utan almennings á heimilum. Ólög- legt teljist hins vegar athæfið, ef höndlun efnisins fer fram utanhúss, í nálægð barnaskólalóða, á kaffihús- um, eða á þeim stöðum þar sem al- menningur kemur saman. Ung- menni undir 18 ára aldri fái hinsvegar án nokkurra undan- bragða þá sömu meðferð og tíðkast hefur komist þau í kast við yfirvöld vegna efnisins. Komið hefur fram í könnunum að gríðarleg aukning á neyslu hefur átt sér stað hjá bresk- um ungmennum eftir að tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar á lögum. Þar eð ungmennin hafi mis- skilið skilaboðin með því að álykta að kannabisefnin séu sem næst hættulaus. Samkvæmt nýjustu könnunum er stígandi verðlækkun á efninu á Bretlandseyjum 66 pund fyrir únsuna af kannabisresin (Ath.:1 únsa 28 gr). Stöðugt auknar sannanir eru fyrir því að orsök bíl- slysa megi rekja til ökumanna í kannabisvímu. Helstu skýringar stjórnvalda á ofangreindum breyt- ingum á lögunum eru: að yfirvöld eyði nú síauknum tíma og kröftum í að eltast við kannabisefnin og neyt- endur þeirra á kostnað sterkari efn- anna. Við ofangreindar breytingar geti yfirvöld því einbeitt sér í ríkari mæli að öðrum hættulegri og sterk- ari fíkniefnum. ELÍAS KRISTJÁNSSON, foreldri og áhugamaður um fíkniefnaforvarnir, Reykjanesbæ. Kannabisefnin auka líkur á andlegri vanheilsu ungmenna! Frá Elíasi Kristjánssyni EKKERT lát er á níðskrifum dálkahöfunda blaðanna um hinn æruverðuga janúarmánuð. Dag eft- ir dag bölsótast þeir út skammdegið og einhvern meintan kulda og ill- viðri. Sömu dálkahöfundar sáu þó ekkert sérstakt myrkur, kulda né illviðri í desembermánuði. Þá sáu þeir ekkert nema jólaglysið. Und- irritaður er ekki bjartsýnn að eðl- isfari og svokölluð „jákvæðni“ fer óskaplega mikið í taugarnar á hon- um. Nú getur hann þó ekki annað en yfir sig hneyklast á öllum þess- um óhróðri um hinn staðfasta og hugrakka janúar sem ekkert hefur til saka unnið. Hann er ekki einu sinni illviðrasamasti mánuðurinn. Það er hins vegar bróðir hans febr- úar. Janúar er heldur ekki dimm- asti mánuðurinn eins og vandræða- gemlingurinn desember sem er langleiðinlegasti mánuður ársins; tilgerðarlegur, upphafinn og óþol- andi góður með sig. Hann þykist vera eitthvað spes og allir smjaðra líka fyrir honum. Ef honum þóknast að snjóa er það kallað „jólasnjór“ og margir eru óhuggandi ef þeir fá ekki að brölta um í djúpum og ís- köldum „jólasnjó“. Aftur á móti ef janúar snjóar af hjartans lyst, eins og er hans óbrotna eðli, fær hann bara fúkyrði fyrir og grófar æru- meiðingar. Samt lítur hann björtum augum fram á veginn. Þegar des- ember gengur í garð er næstum allt skammdegið framundan. Það er niðurdrepandi. Þegar janúar kemur á sviðið er hins vegar aðeins eftir einn mánuður af skammdeginu. Það er uppörvandi í meira lagi. Hvenær er annars skammdegið? Þórbergur Þórðarson var með ágæta skilgreiningu á því: Skamm- degi er þegar sólin er á lofti einn þriðja af þeim tíma sem hún er lengst á lofti. Í Reykjavík er það rétt rúmar sjö klukkustundir. Eftir þessum kvarða hófst skammdegið 11. nóvember og það ríkir út jan- úarmánuð. Og takið bara eftir því hvað þessi afmörkun á skammdeg- inu, sem auðvitað getur þó aldrei orðið annað en svona hér um bil, kemur vel heim og saman við ein- hverja innri tilfinningu sem við höf- um fyrir myrki og birtu. Skammdegið á sínar björtu hlið- ar. Skemmtilegasti dagur ársins er til dæmis 7. janúar. Þá er búið að taka til eftir jólasukkið og framtíðin bíður hrein og óspjölluð með frá- bærri stemmningu í ljósi og skugg- um. Hafiði ekki tekið eftir því glæsilega sjónarspili? Svo er líka hægt að hefja hugann til stjarnanna í stað þess að gösla sorann og svínaríið. Til allrar óhamingju er sá plebbalegi ósiður að ryðja sér til rúms að láta jólaljósin lýsa langt frameftir janúar eða lengur. Sumir héraðshöfðingjar hvetja sveitunga sína til að láta loga fram á vor. Með þessu þykjast menn fæla burtu skammdegið. En þetta er eins og að hlæja á vitlausum stöðum í leikhús- inu. Hátíð er hátíð vegna þess að menn gera sér dagamun til að halda upp á eitthvað. Allt verður þá líka hátíðlegt. Jólaljós eftir að jólahá- tíðin er búin og ekkert er lengur til að halda upp á er hins vegar merk- ingarlaus lágkúra. Miklu nær væri að setja upp sterka ljóskastara eftir nýár, til að mynda marglit sviðsljós svo allir njóti sín nú virkilega vel. Yfirleitt er veðrið í janúar skap- legt hvað sem hver segir. Og ef menn eru í sæmilegu skapi inni í sér er hægt að dást að þeirri fjöl- breytni sem blæbrigðarík skamm- degisbirtan og blessað veðrið hefur upp á að bjóða. Á þrettándanum var Víkverji á Mogganum að springa af spenningi yfir því hvort þessi vetur myndi slá út síðasta vet- ur í hita. Þetta er hið rétta jan- úarhugarfar. Víkverji sagði að þetta hitaspurmál væri miklu skemmti- legra en Idol-keppnir og fegurð- arsamkeppnir. Ég vil endilega bæta við handbolta og stangarstökki. Í veðrinu fjúka ýmiss konar met í flestum mánuðum einhvers staðar á landinu að ekki sé nú talað um alla jörðina en um þau met má fræðast á netinu. Síðasta ár var t.d. það hlýjasta í sögu mælinga í Reykja- vík. Og verður framhald á hlýind- unum? Hitarnir sem lengi hafa ríkt víða í veröldinni hafa að mestu látið á sér standa á Íslandi. Síðustu ár hafa verið nærri meðallagi en ekki mikið meira en það, þrátt fyrir góða einstaka mánuði. En svo kemur allt í einu þetta risastökk, heilt stig eða meira yfir meðallagi syðra. Þeir stökkva ekki hærra Íslendingarnir á Ólympíuleikunum. Hitabreytingar koma stundum í stökkum og þegar er að hlýna almennt verður stökk númer tvö þá ennþá hærra en fyrsta stökkið en þriðja stökkið slær svo annað stökkið alveg út, að ekki sé nú talað um fjórða stökkið. Inni á milli er svo jafnara og sval- ara. Þetta líkist dálítið því hvernig vorið og sumarið kemur í nokkrum stökkum. Við eigum því líklega góða tíma í vændum. Kætumst því meðan kostur er og tökum næstu mánuðum og árum með tilhlökkun! SIGURÐUR ÞÓR GUÐ- JÓNSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. Til varnar janúarmánuði og ýmislegt fleira uppbyggilegt Frá Sigurði Þór Guðjónssyni Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.