Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. april 1981 vtsm % , , 1 ■ ’ M - ~\ ' <' T Á Reyndi aö herma eftir Hinckley, - en ekkert samband annað á milli tllræðismannsins margar undarlegar tilviljanir, sem bentu til þess aö einhver samsæristengsl kynnu að vera á milli Richardsons og Hinckleys, tilræðismannsins, sem særði Reagan skotsári fyrir rúmri viku, liggi engar sannanir fyrir, sem styðji þá tilgátu. Virtist frekar sem Richardson hefði reynt aö herma eftir Hinckley. Hinn 22 ára gamli maður, sem handtekinn var fyrir að hóta að drepa Reagan forseta — aðeins átta dögum eftir að forsetanum var sýnt tilræði — hefur veriö úr- skurðaður i varðhald og gert að sæta geðrannsókn. Dómarinn fyrirskipaði geð- rannsóknina til þess aö ganga úr skugga um, hverja vörn Edward og Richarúsons og eins til aö ákveða, hvort hann er ábyrgur gerða sinna. Richardson hafði sagt við dómarann: ,,Ég bið réttinn að umliða mig og skilja, hver ég er, eða það, sem ég trúi á.” Lögreglan, sem vinnur aö rann- sókn málsins, segir, að þrátt fyrir Fjárðflun vegna fimm milijóna flðttamanna Fulltrúar 82 rikja koma saman til fundar i Genf i dag til þess að hrinda af stað fjársöfnunarher- ferð á vegum Sameinuðu þjóðana 17 saknað af sokknu skipi Enn er saknað sautján skips- manna af breska skipinu, Barbara B, sem sökk 150 milur vestur undan ströndum Costa Rica um siðustu helgi. Atta var bjargað af fiskimönnum i gær, þar sem þeir voru á reki i gúm- bát. Barbara B var á leið með 5.6oo tonn af sementi til Ecuador, þegar skipstjórinn, hollenskur maður, tilkynnti i talstöðinni á laugardag, að sprenging hefði orðið um borð og skipið brotnaö i tvennt. Ahöfnin, 25 manns, var i kojum nema vakthafandi. Saknað er 12 Perúmanna, 2 Costa Rikana, 2 Pólverja og eiginkonu skipstjórans. til hjálpar flóttafólki i Afriku. Stefnt er að þvi að afla 1.2 mill- jarða dollara. 13 utanrikisráðherrar eru meöal 57 ræðumanna á þessari tveggja daga ráðstefnu, þar sem fjallað verður um hungur, sjúk- dóma og örvæntingu þeirra fimm milljón flóttamanna, sem hafast við i búðum i 25 Afrikulöndum. Fólk þetta hefur flúið heima- byggðir sinnar vegna striðs eða erja milli ættbálka. Flóttafólk i Afriku er helmingur flóttamanna heims, og stefna Sameinuðu þjóðirnar að þvi að veita þeim bæði aðkallandi skyndihjálp og eins koma undir fólkið fótum. Sovétrikin og bandamenn þeirra, sem telja flóttamanna- vanda Afriku afleiðingu þess, hvernig nýlenduveldin hafa skilið við, taka ekki þátt i ráðstefnunni. Komu loks a vopna- hléi í Líbanon Eftir átta daga samfeiida bar- daga var allt með kyrrum kjörum i Beirút og Zahle i gær, og virðist sem allir aðilar virði vopnahlé, sem Sarkis forseti Libanon lýsti yfir i gærmorgun. Hinar sýrlensku friðargæslu- sveitir og kristnir menn, sem haldið hafa uppi linnulitilli skot- hrið úr fallbyssum, sprengju- vörpum og með eldflaugum á hvob aðra, lögöu niður vopn sin i gær. Það er talið, að um 240 manns hafi fallið og 600 særst i þessari orrahriö. I Beirút var sagt, að 20 manns hefðu falliö i gærmorgun og um 50 særst. I Zahle gátu Ibúar Ioks yfirgefið skotvarnarbyrgi sln og þegar var hafist handa við að bæta úr raf- magnsleysi og vatnsskorti, sem borgin hefur búið við i umsátrinu. Læknalið var á leiö til borgarinn- ar I morgun. kom maður sem þau héldu að væri ungverski leikstjórinn Ferenc K ofusz. Eftir afhendinguna upplýsti öryggisvöröur hátiðarinnar, Jerry Moon, að Rofusz þessi hefði alls ekki verið viðstaddur athöfn- ina. Umboðsmaður óskarsverö- launahátiðarinnar, Art Sarno, hefur nií upplýst, að maðurinn sem tók við verðlaununum, hafi verið í ungversku sendinefndinni, sem kom á hátfðina, og að herra Rofusz sé nú búinn aö fá styttuna sfna. „SetullDl" rutl burl Lögreglan i Vestur-Berlfn réðst inn i fimm hús f hverfi verka- manna i Kreuzberg i fyrrradag, og handtók 150 manns. Þetta er talið upphafið að viðtækum aö- gerðum borgaryfirvalda i þvi skyni aö brjóta á bak aftur hóp fólks, sem hefur i óleyfi sest að i auðu húsnæði. Taismaður lögreglunnar sagði að 840 lögregluþjónar hefðu tekið þátt i aðgerðunum, og stór hluti hverfisins hefði verið girtur af. Kraftmiklar vatnsbyssur og jarðýtur voru hafðar til taks, en ekki mun hafa komið til mótþróa af hálfu þeirra sem i húsunum bjuggu. iskaldur og rólegur Það er um að gera að vera ró- legur í neyðartilvikum, þaö getur oft gert gæfumuninn. Þetta sann- aöi hinn 52 ára gamli Norömaður, Kaare Andersen fyrir nokkrum dögum. Kaare lá innilokaður i jarðýtu, sem fallið hafiti ofan i Isvatn, I sex heilar minútur. Kaare er ýtustjóri og ók ýtu sinni eftir isnum viö Lillehamm- er. lsinn lét undan og ýtan sökk I djúpið, sem reyndar var ekki mjög djúpt. Kaare var fastur i stýrishúsinu, hann gat ekki opnaö dyrnar vegna þrýstings vatnsins utan frá. Hann bciö þvi sallarólegur, eða eigum við að segja Iskaldur, meðan Isvatnið seitlaði inn I ýt- una. Þegar ýtan var að fyllast, andaöi hann vel að sér, opnaði dyrnar og fór út. Þá voru liðnar fimm minútur frá þvi ýtan fór ofan I. En þar með var þrengingum hans ekki lokið. Er Kaare synti upp á yfirborðiö, rak hann höfuðiö íisinn. Hann kafaði þvi aftur niö- ur að ýtunni, miðaði þar út vök- ina, og komst upp á yfirborðið. Þessi sundferð hans tók eina min- útu, sem er þó nokkur timi miðað viö aðstæður. Oeirðunum lok- Ið I Júgóslavfu Aflétt hefur verið neyðar- ástandslögum, sem i gildi voru leidd vfðast i héraðinu Kosove i suðausturhluta Júgóslaviu. Her og öryggissveitir höfðu umkringt Kosove siðasta fimmtu- dag en þar hafði verið efnt til kröfugöngu og fleiri mótmælaaö- gerða. Kom til átaka, þar sem tveir lögreglumenn létu lifið og 57 særðust alvarlega. Undirrótin var óánægja stúdenta meö kjör sin, en hún braust út i óeiröum 1. og 2. april i bæjunum Pristina og viðar. Sagt var, að allt væri meö kyrr- um kjörum i Pristina I gær, nema háskólinn og óæðri skólar voru lokaðir. Verksmiðjur og önnur iðnfyrirtæki voru byrjuö störf að nýju. Kosovo þykir fátækasta hérað Júgóslaviu. Þar búa um 1.7 mill- jón manna, 80% albanskra ætta. OPIÐ 730- 2330 BEINT í BÍLINN ★Franskar kartöflur^ ★Samlokur ★ Langlokur ★ Meinlokur^ ★ Pylsur^ Hamborgarar^ Pizzur^ Sheilstödinni v/Miklubraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.