Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. april 1981 VtSIR VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjdri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðarnaöur á Akureyri: GísliSigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, AAagnús Ölafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Sfðumúla 8, símar86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sfmi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. FLUQSTOBVARBYGGINGIN Það er ekki á hverjum degi, sem þeir atburðir gerast á þjóð- þingi.að utanríkisráðherra lands- ins lendir í minnihluta við at- kvæðagreiðslu um utanríkismál. Það hefur sennilega aldrei hent áður.að Ólafur Jóhannesson sitji einn uppi með atkvæði sitt í and- stöðu við aðra flokksmenn sfna. Og það er sannarlega fátíður at- burður að ráðherra flýi þing og atkvæðagreiðslu eins og Tómas Árnason lét sig hafa í gærdag. Þessi sögulega stund rann þó upp í Efri deild alþingis þegar gengið var til afgreiðslu um til- lögu Lárusar Jónssonar og Karls Steinars um heimild til handa ríkisst jórninni um byggingu flugstöðvar á Kef lavíkurf lug- velli. Þessu til viðbótar greiddi Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra og sjálfstæðismaður at- kvæði gegn tillögunni, sjálfsagt af sömu ástæðu og Tómas hljóp af hólmi. Þeir voru hræddir um líf rfkisstjórnarinnar. Þeir vildu ekki ganga gegn vilja Alþýðu- bandalagsins. Nú liggur það fyrir að ríkis- stjórnin getur ekki samþykkt flugstöðvarbyggingu nema með samkomulagi allra þeirra, sem að stjórninni standa. Samkvæmt stjórnarsáttmála getur Alþýðu- bandalagið stöðvað frekari að- gerðir með einföldu nei-i. Hér var aðeins um heimild að ræða, en ekki endanlega ákvörðun. Samt þorðu þeir Tómas og Gunnar ekki að tjá hug sinn og vilja af ótta við reiði Al- þýðubandalagsins. Og svo eru menn að velta því fyrir sér, hver ráði ferðinni í ríkisstjórninni! Það vekur óneitanlega athygli að framsóknarmenn, aðrir en Ólafur Jóhannesson, gengu gegn þeirri ályktun, sem aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins afgreiddi um síðustu helgi, ályktun, sem lýsti yfir einróma stuðningi við byggingu nýrrar flugstöðvar á Kef lavíkurf lug- velli. Þeir þorðu ekki heldur. Það hugleysi sýndi aðeins, hve flokkssamþykktir og pólitísk sannfæring mega sín lítils, þegar allaballinn er annarsvegar, völd- in og kjötkatlarnir. Ný flugstöðvarbygging hefur verið lengi á dagskrá. Undirbún- ingur að henni hófst í tíð við- reisnarstjórnarinnar og það kom í hlut Einars Ágústssonar að ganga frá samkomulagi við Bandaríkjastjórn, sem fól í sér aðskilnað almennrar flugum- ferðar ociumsvita varnarliðsins. Einhver versti smánarblettur íslands er sú niðurlægjandi að- staða, að jafnt landsmenn sem erlendir gestir þurfa að aka í gegnum herbækistöð,þegar þeir fara eða koma til landsins. Við augum blasa hermanna- braggar og stríðsvélar og menn eru undir lögreglueftirliti, þegar ekið er inn á flugvallarsvæðið. Þetta ástand er óþolandi og auðmýkjandi fyrir hvern þann, sem hefur snefil af þjóðernistil- finningu. Af einhverjum annarlegum ástæðum hefur Alþýðubanda- lagiðsett sigá móti áformum um lagfæringu á þessu ástandi. Sjálfsagt vill sá flokkur halda áfram að ofbjóða íslendingum, jafnt sem öðrum.og ögra þeim til andstöðu við varnarliðið með þeirri auðmýkingu, sem þessu ástandi er samfara. En það er líti Imótleg og lang- sótt brella, sem aðrir f lokkar eða Alþingi (slendinga eiga ekki að láta bjóða sér. ólafur Jóhannes- son hefur ekki áhuga á því. Eftir ályktun miðstjórnar síns eigin flokks um helgina, hefur hann talið stuðning hans vísan. Annað hefur komið á daginn. í Ijós hefur komið, að Alþýðu- bandalagið hefur komið ár sinni svo vel fyrir borð, að hvorki framsóknarmenn né Gunnar Thoroddsen hafa leyfi til að fylgja skoðunum sínum eftir. At- kvæði þeirra eru háð pöntun Al- þýðubandalagsins. Ahrif hinnar nýju tækni, sem kennd er viö örtölvurnar, koma æ viðar fram. 1 prentiðnaöinum hafa þau valdið talsveðri ólgu og bæöi erlendis og hérlendis hefur starfsmönnum þar gengið misjafnlega vel að átta sig á breyttum tímum. Hérlendis er hdsgagnaiðnaðurinn liklega sú iðngrein þar sem áhrif örtölvu- byltingarinnar verða mest á allra næstu árum, en þar með er ekki sagt aö aörir megi stinga höfðinu i sandinn. Tveir fundir — tvenns konar viðbrögð Nýlega hefur verið skýrt frá tveimur fundum launþegasam- taka, þar sem um þessi mál var fjaliað. Annars vegar var ráö- stefna Alþýðusambands Islands um þau, hins vegar fundur hús- gagnasmiöa. A ráöstefnu ASI voru málin rædd frá ýmsum hliðum og að lokum gerð sú krafa að launþegar landsins fengju að hafa áhrif á þróun þessara mála i framtiðinni. Þessi krafa ASI-manna er mjög eðlileg og ætti raunar aö vera sjálfsögð að mati allra sanngjarnra manna, þvi þaö mun skipta launþega i þessu landi gifurlega miklu máli hvernig til tekst að aðlaga hina nýju tækni islenskum aöstæö- ' um. Forystumenn ASl hafa lagt á það áherslu i túlkun sinni á samþykktinni að Alþýðusam- bandið ætli ekki að berjast gegn nýju tækninni, heldur vilji það fá að stýra henni 1 farsælan far- veg. Engin ástæöa er til að tor- tryggja þessi ummæli forystu- mannanna og túlkun þeirra. Þeireru margir hverjir vel upp- lýstir menn og hafa viðan sjón- deildarhring. Þeim er það mæta vel ljóst aö þróun verður ekki stöðvuð, hún verður i mesta lagi hindruö um takmarkaðan tima og þegar sú hindrun brestur skellur flóöbylgjan yfir. Hins vegarmunu margar freistingar Vandrötuð leiö verða á vegi forystumanna launþegahreyfingarinnar i viðureign þeirra við hina nýju Magnús Bjarnfreðsson skrifar um örtölvurnar og viðbrögð islendinga við þeirri nýju tækni. Magnús getur um tvo fundi sem haldnir hafa verið af þvi tilefni, og mismunandi viðhorf sem þar koma fram. Hann tel- ur einsýnt að islendingar verði að tileinka sér nýja tækni, jafnvel þó það hafi í för með sér styttri vinnutíma og fækkun starfsmanna. tækni. Fram hjá þvi veröur tæp- lega komist að hún valdi tima- bundnum sárindum og erfiö- leikum, hversu vel sem stýrt verður milli boðafalla. Þess vegna mun reyna á forystu- menn launþegasamtaka og raunar launþega alla á komandi árum. Viðbrögð húsgagnasmiða Viðbrögð húsgagnasmiða voru á nokkuð annan veg eftir þvi sem þau hafa verið túlkuð i fjölmiðlum. Þau voru harðari, beiskari og blönduð ásökunum. Við þvi er ekkert aö segja. i raun og veru má segja að við- brögð þeirra séu mjög eðlileg. Ahrif örtölvubyltingarinnar koma hér á lándi I ljós i stökkum i einstökum atvinnugreinum. Opinberir aöilar virðast litið hafa fréttaf örtölvubyltingunni, aðilar vinnumarkaöarins hafa aiga sameiginlega stefnu mót- að, samanber samþykkt ASt- manna, menntakerfi okkar er liklega enn á þvi stigi að menn deila um þaö, hvort leyfa eigi vasatölvur i skólum. Ekkert skipulegt átak hefur enn verið gert til aö tryggja möguleika þeirra manna, sem veröa fyrir barðinu á á hinni nýju tækni til þess að afla sér þekkingar á öðrum sviðum atvinnulifsins. Erlendis eru menn viða farnir að horfast iaugu við framtiðina. Þar hefur örtölvubyltingarn- innar gætt miklu viðar i þjóð- félaginu en hér, bæði vegna þess hve framleiðsluiönaður þar er fjölbreyttari en hér og einnig vegna þess að atvinnuástand er þarlakara. Hérkemur þetta allt i einu i ljós i einstökum greinum framleiðsluiðnaðar, þegar ódýr vara frá tæknivæddum þjóðum kemur inn á markaðinn og i ljós kemur aö innlend fyrirtæki standast ekki samkeppnina. Þá ' gripa ráðamenn þeirra til allra tiltækra ráða og reyna að veröa samkeppnisfærir með stökk- breytingu fyrirtækjanna, fram- kvæma á nokkrum vikum eöa mánuðum aðgeröir, sem þróast hafa i langan tima erlendis. Hvað er til ráða? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, enda leiðir margar og þessi grein ekki skrifuð af neinum sérfræðingi á þessu sviði. Þaö er þó ljóst að i stórum dráttum er um tvær leiðir að velja. önnur er sú að takast á við þá samkeppni sem tækni- væðing viðskiptalanda okkar veitir innlendri framleiðslu, hin er að við einangrum okkur, annað hvort með háum verndartollum eða öðrum við- skiptahömlum. Ég efast um að seinni leiöin sé fær, að minnsta kostihygg ég að við þyrftum að endurskoöa okkar sjávarútveg og fiskvinnslu allrækilega, yröi hún farin. Hvernig getum við þá oröið samkeppnisfærir? Einfaldlega meö því aö taka hina nýju tækni i þjónustu okkar, koma alls staðar á Itrustu hagræðingu, framleiða hverjaeiningu eins ó- dýrtog unnt er. Vegna þess hve ódýr hin nýja tækni er, gerist það ekki nema á þann veg að fækka vinnustundum við fram- leiðsluna. Það gerist hins vegar tæplega á annan hátt en með þvi að annað hvort verði starfs- mönnum fækkað eða vinnutimi þeirra styttur, nema þvi aðeins aö mikill Utflutningsmarkaður opnist. Og það er vissulega ekki nema von að launþegar telji eðlilegt að þeir hafi áhrif á hvernig sU þróun verður. Krafa þeirra hlýtur að vera sú að þeir njóti hinnar nýju tækni. Þeir geta ekki tekið styttingu vinnu- timans á sig sem kjaraskerð- ingu, þeir hljóta að krefjast hækkaöra launa fyrir hverja vinnueiningu. En dæmið gengur samt dcki upp, þvi ef öll hag- ræðing kæmi I þeirra hlut yrði framleiðslan jafn dýr og samkeppnisaðstaöa hennar ó- breytt. Þvi verður að tryggja ný atvinnutækifæri fyrir þá, sem verða fyrir barðinu á nýrri tækni, jafnhliða þvi sem gert verður aðgengilegra en nú er fyrir fólk að setjast I helgan stein. En þvi miður eru aðgeröir islenskra ráðamanna i hróplegu ósamræmi við kröfur timans. Menn fimbulfamba um lengingu starfsaldurs i stað þess aö horf- ast I augu við vandamálið og láta atkvæðaveiðar ráða ferð- inni i atvinnuuppbyggingu I allt of rikum mæli. En það er nú önnur Ella.... Magnús Bjarnfreösson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.