Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 9. april 1981 mannlif Einn af haröjöxlum kvikmynd- anna< Anthony Quinn, tvinnaði saman blótsyröunum nýverið er aðdáandi hans með myndavél um öxl bað um að tekin yrði mvnd af þeim saman. Náunginn talaði með erlendum hreim og bar fram nafnið Quinn eins og "Queen". — ,/Hálfvitinn þinn", i — hropaði Quinn, — "þu veistekki einu sinni hvað L ég heiti og heimtar svo myndi k af okkur daman",0—oq leikar Sjk inn snaraðist upp í bíl sinn "fes og skellti hurðum... Tómas Tómasson með landsint stærsta páskaegg sem verðui dregið út á sunnudaginn. ái reidi Yf ir fimmtán þúsund ham- borgarar á þremur vikum — Landsins stærsta páskaegg dregið út hjá „Tomma hamborgurum” um helgina — „Þetta hefur gengið framai ölium vonum og á þremur vikum erum við búin að selja yfir fimmtán þúsund hamborgara”, — sagði Tómas Tómasson á hinum nýja veitingastað „Tomma hmaborgarar” við Grensásveg er Vísismenn litu þar inn nii i vikunni. Er okkur bar aö garði var margt um manninn, en afgreiðsl- an gekk fljótt og vel fyrir sig, rétt eins og menn eiga að venjast á samskonar veitingastööum úti i heimi þar sem sérhæfingin felst I afgreiðslu hamborgara. Staðurinn er auk þess blómum skrýddur og hinn vistlegasti svo að ekki þarf að koma á óvart þótt vel gangi. Tómas kvaðst leggja áherslu á stöðugleikann hvað gæöin snerti enda væri hráefnið i ham- borgurunum fyrsta flokks. Griðarstórt páskaegg hangir uppi i veitingastaðnum og sagði Tómas að það væru fyrstu verð- launin I samkeppni sem gestum staöarins gefst kostur á að taka þátt i, en hún felst i þvi að gestir eiga að geta upp á hversu þungt eggiö er. Dregið veröur úr réttum lausnum nú á Pálmasunnudag. Að auki má geta þess að sú nýlunda hefur verið tekin upp i sambandi við rekstur þessa staðar, að 1% af veltunni rennur Þær fréttir berast nú úr kvikmyndaheiminum, að leikkonan Shirley MacLaine sé yfir sig ástfanginn af sovéskum kvikmynda- leikstjóra og handritahöfundi, Andrei Konchalovsky að nafni. MacLaine er reyndar gift kaupsýslumanninum Steve Parker, en þau hjón hafa ekki búið saman i nokkur ár og rússneska leikstjór- ann hitti hún fyrir um það bil ári síðan. Hafa þau sést saman víða síðan, en leikstjórinn á heimili bæði í Moskvu og Paris. Er honum lýst sem afar myndarlegum manni og „fljúgandi greindum" eins og Shirley sjálf hefur orðað það. „Miss Miranda’ alias Dr.Thomas Callerud I léttri sveiflu á næturklúbbnum. Læknir á lausum kili: Dansar í kvenmanns- gervi á næturklúbbi SOV ÉSK AST Séð yfir afgreiðsluna f „Tomma hamborgurum”. til samtakanna SAA og Félags einstæðra foreldra. Shirley MacLaine ásamt sovéska leikstjóranum Andrei Konchalovsky. Dr. Callerud sinnir sjúklingi á spftalanum í Uppsölum. „Læknastörfin geta verið þreytandi og jafnvel hundleiðin- leg”, — segir Dr. Thomas Callerud, einhleypur 31 árs gamall læknir við spitala i Uppsölum i Sviþjóð. Svo að á hverju kvöldi fer hann i nætur- klúbbinn „Trocadaro” þar sem hann bregður sér i gervi dans- meyjarinnar „Miss Miranda” og treður upp við mikinn fögnuð viðstaddra. — „Ég átti i erfiöleikum með að slappa af frá starfinu og vinir minir ráðlögðu mér að fara út i þetta eftir að ég hafði komið fram á skemmtun hjá starfs- fólki spitalans”, — segir Dr. Callerud. — „t fyrstu gerðu hjúkkurnar grin af mér en nú taka allir þessu sem sjálf- sögðum hlut. Og þvi skyldi ég ekki gera þetta ef ég hef gaman af þvi?” Þaö fylgir hins vegar sögunni, aö aðrir læknar á spitalanum séu litt hrifnir af tiltækinu og telji þetta vera stéttinni til litils sóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.