Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 8
, Wánudaguf, 13, aprll 1981 VISIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Herbert Guömundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Biaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvöröur: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. 91 Hefðar upp á jökultindi” Fátt er það sem fær raskað ró (slendinga nema þá helst einhver dægurmál í miðju skammdeginu, ef þau eru nógu lítilf jörleg. Um þessar mundir er verið að af- greiða lánsfjárlög frá alþingi, þar sem nýtt Islandsmet er sett í erlendri skuldasöf nun, án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ríkisstjórnin setur á verðstöðv- ua en segir síðan „allt í plati" og yfirdynja verðhækkanir, án þess að nokkur æmti né skræmti. Heklugos þykja ekki lengur tíðindi og menn brosa ekki einu sinni út í annað, þegar þingmenn gera sig að viðundri með því að vera á móti málum, sem þeir eru með. Um þessar mundir er verið að vekja athygli á því, að Alþýðu- bandalagið hafi stjórnarsinna í bandi og stjórni þeim með hótun- um, en það þykir ekki í frásögur færandi. Og hversvegna ættu menn að hafa áhyggjur, meðan jafn sómakær sjálfstæðismaður og Gunnar Thoroddsen leiðir Alþýðubandalagið til hásætis? Ekki getur hinn almenni borgari rönd við reist, ef Sjálfstæðis- flokkurinn, þetta „mikla stjórn- málaaf I", getur ekki spornað við fótum? Já, hversvegna ættu menn að hræðast hina svonefndu „kommúnista"? Sitja þeir ekki makindalega í sínum borgara- legu ráðherrastólum, sáttir við herinn, liprir við atvinnurekstur- inn og sallarólegir á Seðlabanka- fundi? Ekki er að sjá, að þeir séu í byltingarhugleiðingum, blessaðir allaballarnir. ólafur Ragnar er um þessar mundir önnum kaf inn við hákapítalískar umræður á Evrópuráðsfundi í París. Hjör- leifur hefur kaffært sig í býró- kratísku smásnatti og Ragnar leggur sig allan fram við að framfylgja hagfræðikenningum markaðslögmálanna í ríkisst jórnarmálum. Aðstoðarmaður hans, Þröstur Ólafsson, sem áður var þekktur fyrir marxískan átrúnað, hefur það hlutverk að berja niður kröf- ur um kjarabætur og koma l veg fyrir verkfall. Sameiginlega standa þeir að löggjöf um gerðardóm gagnvart flugmönnum og verkfal Isbann, rétt eins og þeir hafi aldrei gert annað. Svavar Gestsson sendir f lokks- mönnum sínum fréttabréf, þar sem sérstaklega er tekið fram, að ekki sé hægt að koma í veg fyrir endurnýjun á tækjabúnaði varnarliðsins og hefur reyndar tekið að sér að öðru leyti að vernda óbreytt ástand i varnar- málum (slendinga. Og hvað um hina óbreyttu? Skyldu þeir vera herskárri? Það er nú öðru nær. Guðrún Helga- dóttir hefur það verkefni að fylgjast með svipbrigðum for- sætisráðherra og segir, að „hann einn sýnirengin merki um annað en að mætavel fari um hann „hefðar upp á jökultindi"." Mikið hlýtur það að vera traust- vekjandi fyrir Guðrúnu, eftir að Gunnar lofaði henni f nafni danskra sem franskra yfirvalda að Gervasoni fengi að ganga laus. „Nú er vorið komið", segir Guðrún í Þjóðviljanum í gær og hefur f því sambandi mestar áhyggjur af sauðburðinum og vill fara að slíta þingi. „Ég er hrædd um að nokkur fljótaskrift verði á afgreiðslu þingmála undir lokin", segir þessi fyrrum frægi talsmaður róttæks marxisma, „og nokkur bið verði þess vegna á þjóðfélagsbreytingum, sem um munar". En á meðan Guðrún biðst af- sökunar á því, að vorið og sauð- burðurinn tef ji byltinguna, hefur Fylkingin fengið til sín erlendan sérfræðing Mandel að nafni, til að segja frá því, hvernig bylt- ingarsinnaðir marxistar greina stöðu heimsmálanna. Þeir héldu fund í gærkvöldi og ræddu málið af alvöru. Er ekki að ef a,að ráðherrarni r og Guðrún hafi getað gefið góð ráð og holl. Þau vita, hvernig lífið gengur „hefðar upp á jökultindi". Opíö brél til llugmálastjóra. flgnars Koioefl-Hansen: „um allar sagnlr hallaði hann mjðk, en ló frá víða” „Ráöuneytiö taldi þetta veröa aö fara svona,” segir þú orörétt i viötali viö fréttamann Visis, vegna tilefnislausrar uppsagnar minnar. Viötaliö er prentaö i Visi 12. mars s.l. Þaö er u auövitaö merk tiöindi fyrir almenning.aö stjórnsýslan hér sé oröin svo lik þvi sem ger- ist I lögreglurikjum, aö ráöu- neytin hafi forgöngu um aö reka menn Ur störfum 1 stofnunum rikisins. ÞU hefur boöiö þjóöinni uppá margháttaöan sannleika, en f þetta sinn held ég menn eigi erfitt meö aö trUa. * Þinn frjói andi Hvers vegna segir þU ekki frá ' þvi, flugmálastjóri, aö þU geröir ■þrjár atrennur aö ráöuneytinu, þar sem þU reyndir aö fá þaö til aö segja mér upp, áöur en það féllst á.aö láta afskiptalaust, aö þU sjálfur segir mér upp? „Þaö eru engar ástæöur gefnar fyrir uppsögn hans,” segir þU i viö- talinu. Hvers vegna, flugmála- stjóri? Eiga menn aö greina göfugmennsku þina I þessu svari, og skilja þaö svo, að þú viljir hlifa mér viö sannleikan- um? Ég afbiö slika hugulsemi. Er ekki sönnu nær. aö þinn frjói andi hafiekki veriö tilbUinn meö Hrafn JónSson, sem ný- lega hefur verið sagt upp störfum hjá flugmála- stjórn með nokkuð sögu- legum hætti, sendir flug- málastjóra opið bréf vegna aðdraganda máls- insogþeirra aðferða, sem beitt var við uppsögnina. Varpar Hrafn fram nokkrum spurningum, sem hann óskar svara við. tnllega sögu, þegar spurningin var borin upp viö þig? Afhjúpuð embættisglöF ÞU segir: „Hann er lausráö- inn.” Skýst þeim mörgum vis- dómurinn, er betri von er aö; segir i Grettissögu. Var ekki samt ástæöa fyrir þig aö kynna þér málin betur, áöur en þU af- hjUpaöir embættisglöp þin á þennan hátt? Ég skal koma þér á sporiö. 1. ágUst 1973 skrifar Sam- gönguráöuneytiö Fjármála- ráöuneytinu bréf,*þar sem það tilkynnir, aö þaö hafi heimilað þér aö fastráöa mig, með bréfi dagsettul6.jUlisamaár, i stöðu deildarstjóra flugvalladeildar, „frá og meö 1. þ.m. aö telja.” Margir visir menn fullyröa, að með þessari heimild hafiég ver- iö fastráöinn. Þegar þú umhverfðist Og svo kemur rUsinan þin: „ÞegarhjUin deila..” Aldeilis ertu makalaust höföinglyndur, flugmálastjöri, menn hljóta aö hrífast. En finnst þér nú samt ekki svolitið ljótt af þér aö velta allri sök yfir á Pétur skinniö Einarsson, hann.sem hefur ver- iö þér svo þægur og eftirlátur? Gamalt máltæki segir aö visu: Fiflinu skal á foraöið etja, en ég veitekki hvort þU færö menn til aö trúa þvi að þú hafir sjálfur ekkert vitað, heyrt né nærri komib viö samningu ályga- bréfsins, sem Pétur sendi mér 18. nóv. s.l. Þaö er a.m.k. ljóst, aö þaö varst þú, sem um- hverfðist af bræöi, þegar ég bað starfsmenn flugvalladeildar um aö staöfesta eöa hrekja róginn, sem i þvi bréfi stóö. Það varst einnig þú, sem fyrirskipaðir þessum starfsmönnum þinum aö svara ekki málaleitan minni. Þrátt fyrir þaö svöruöu margir — þú hefur trúlega ætlað þeim meira þýlyndi en þeir eiga — og enginn þeirra, ekki einn einasti,. staöfestir þaö.sem i bréfi Péturs stendur. .... en ló frá viða Hvers vegna mátti þessi sannleikur ekki koma fram, flugmálastjóri? Atti rógurinn i bréfi dekurdrengsins Péturs aö hylja réttar ástæöur þess. aö þú vildir losna viö mig úr stofnun- inni? Viltu nú ekki segja allan sannleikann og ekkert annað um þetta mál? Það yröi til- breytni, þvi f ram aö þessu hefur frásögn þin af þessu máli minnt á frásögn Gunnars Lambasonar af Njálsbrennu: „Um allar sagnir hallaöi hann mjök til, en ló frá viöa.” Manstu hvað hann hlaut i sögulaun?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.