Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 20
'$4 VÍSIR Mánudagur 13. apriVl981 Góður báttur um Kópavog! Ánægður skrifar: Þaö er alltof sjaldan skrifaö um það, sem vel er gert, og þess vegna settist ég niður og hripaði þessar linur á blað Sjónvarpiðá þakkir skildar fyr- ir Kópavogsþátt Valgeirs Sig- urðssonar, blaðamanns. Þáttur- inn var mátulega langur, fræð- andi en samt skemmtilegur. Það er ljóst, að sjónvarpið er ekki á flæðiskeri statt, ef það nýtur krafta manna eins og Valgeirs. Það eru einmitt þættir eins og Kópavogsþátturinn, sem sjón- varpiðá að gera meira af að sýna — þætti um þjóðlegan fróöleik. Æskunni er hollara aö nema slika visku af vörum eldri kynslóöar- innar, en að hlusta á eitthvað poppgarg. Þátturinn var vel gerður, myndavélin var ekki siflöktandi frá mönnunum tveimur, sem voru að rabba saman, svo að samband áhorfenda við þá var óslitið. Það kom ekki að sök, þó ekki væri sýnt allt á skjánum, sem um var talað — það geta menn alltaf séð sjálfir einhvern góöviröisdaginn i sumar. Einnig voru þeir Valgeir og Adolf frjálslegir, rétt eins og þeir væru á sunnudagsgöngu, með frakkana sina á handleggjnum, þar sem hlýtt var i veðri. Megi sjónvarpið standa fyrir fleiri slikum þáttum i framtlð- inni! — Afram Valgeir! FÆR STARFSFÓLK LAUN SÍN FVRIR SLIKA FRAMKOMU? Möðir hringdi: Ég fór I sundlaug Vesturbæjar um daginn, en sundlaugina hef ég stundaö i 22 ár. Þessi umræddi dagur var nokkuð sérstakur, þvi að i fyrsta sinn var mér þar sýnd slik ókurteisi af hendi starfsfólks, að ég á vart orð. Ég hafði farið með barnið mitt með mér i vagni, en starfsfólkið neitaöi að hjálpa mér við þaö að opna hliðardyr, sem eru mikið. notaöar einmitt til þess að taka vagna inn og út, þótt ég heföi sér- staklega beðið um aðstoð. Mig langar til þess aö spyrja, hvort fólk fær kaupiö sitt fyrir þessa framkomu við gamla kúnna og tilvonandi kúnna, þvi að barnið á örugglega eftir að stunda laug- arnar I framtiðinni, ef það mætir ekki slikri framkomu. Junum I hann einungis verið að hita upp. Snjórinn var harður og því létt færi, en aftur á móti svöruðu skíðin ekki | eins vel eins og í lausasnjó. Þetta gátu nú allir séð. í þann mund stansaði Blazer hjá okkur og var þar kominn Grétar Hansson, mikill vélsleðaunnandi og dellukarl. Honum og hans up' tækjum fáum við að kynnas’ næsta tölublaði Mótor'" var einnig með v vélsleða, en - með 4<> r \<* we' ínræður hversu mjúklega er tekið af stað Engin gírstöng og ekkert ör>" belti. Gleraugun voru k" bensíngjöfin var ai1' skeði. Aftur v- farið að r"'- & * % Ar * W ... 1% 'VÓ V4' «*■ við nú. jleðunum upp afl ^ví ^ftiingi og fannst okkur i \\V N ^ \\työanum skemmtilega. Ljósm. Kristján Ari. X^t^á ^legundir Drifter 440, Á''1 Q^ínvader 440. „Klaufskur kvenmaöur” Svar frá rltstlöra Mótorsports í lesendadalki Vísis siðastliðinn miðvikudag, birtist smáklausa eftir einhvern biladellukall, sem ekki vill láta nafns sins getið, um furðulega fyrirsögn i siðasta tölu- blaði Mótorsports. Ekki gat viðkomandi munað fyrirsögnina orðrétt, en hneykslast samt. Rétt er nún: ,,Meira að segja klaufskur kvenmaður hefði getað skipt um reim.” Og hneykslist nú hver, sem vill. Ekki er gefið i skyn, að kven- menn séu neitt klaufskari en karl- menn, heldur einungis, að til séu bæði klaufskir og lagnir kven- menn. Sama gildir að sjálfsögðu um blessaöa karlmennina, en vegna greinarinnar sem á eftir fylgdi, sem fjallar um reynslu- akstur vélsleða og meiri hluti les- enda þessarar greinar eru einmitt karlmenn, þá hljóta allir aðsjá að „klaufskur kvenmaður” hljómar betur i karlmannseyrum heldur en „klaufskur karl- maður.” Aftur á móti er hægt að full- yrða, að i sambandi við vélar og farartæki, hvort heldur er um leikföng eða nauðsynjahluti að ræða, þá eru klaufskir kvenmenn mun fleiri. Ekki er þaö af náttúr- innar hendi, heldur þeirra eigin sök. Mörgum kann að þykja litil ástæða til að svara þessum bila- dellukalli, en sjálfsagt þykir að hrinda þeim hugsunarhætti við- komandi, að Mótorsport- sé eitt- hvert sérrit karla. Kvenlesendur eru margir og jafnvel elsti áskrif- andinn, sem er um sjötugt, er kona. Með kveöju til biladellukóngs, Jón Sig. Halldórsson, ritstjóri. ER LEIKFIMITÍMINN ORÐINN AB SONGTÍMA? „Morgunhani” skrifar: „Morgunútvarpiö með veðri, fréttum, pósti, bærvoröi — og leik- fimi er ágætt, jafnvel betra en það er stundum. Já, morgunleikfimin lika, a.m.k. fyrir þá sem taka þátt i henni, hverjir svo sem það eru annars. Ending þeirra Valdimars og Magnúsar er viröingarverö. En nú er sú spurning orðin svo áleitin i mlnum huga, hvert út- varpsleikfimin stefnir, að ég get ekki oröa bundist. Lengi undan- fariö hefur leikfimitiminn likst meira og meira fyrirmynd að þvi, sem menn kalla gjarnan „að syngja i baöi”. Það hefur jafnvel hvarflaö aö mér, að þetta fyrir- bæri væri viðleitni hins annars ágæta Valdimars i þá veru að komast á listamannataxta hjá út- varpinu, sem ku jú vera meö skástu töxtum þar. Þar sem ég syng sjálfur fyrir sjálfan mig i baði og kann ekki að meta það, að talað orð i útvarpi sé raulaö eöa hálfsungiö i tima og ótima, mælist ég til þess, að Valdimar láti nægja svona sem aðalreglu að stjórna með taland- anum. A hinn bóginn gæti ég vel hugsað mér að mæla með þvi, að hann yrði fenginn til þess að stjórna t.d. Kerlingafjallasöng- timum i útvarpinu og jafnvel sjónvarpinu.. Já, þvi ekki?” HræDist forsljOrlnn íslensku stálbræðsluna? Garðbæingur skrifar: Hryggilegt var aö sjá i Morgun- blaðinu siðast liðinn fimmtudag, svör Sindraforstjórans viö spurn- ingu blaðamannsins, hvort inn- lend stálbræðsla myndi hækka verö á steypustyrktarstáli til neytenda. Þar byrjar hann á þvi aö reyna að læða þvi inn hjá les- endum, að verðiö muni hækka strax, og aö hann kjósi heldur „dumping” verðiö, sem nú er sannarlega viðhaft. En siöan pissar forstjórinn snarlega I skó- inn sinn i næstu málsgrein, þar sem hann bendir á, aö menn viti eldrei hvenær Elkem Spiegel- verket muni hækka verðiö. Það skyldi þó aldrei vera, að verðið hækkaði snarlega, þegar Elkem, meö aðstoö innlendra við- skiptavina, væri búið að koma i veg fyrir islensku stálbræðsluna. En hvernig má það borga sig að flytja út brotajárn til Elkem, sem siðan er selt hingað aftur sem fullunnin vara? Er hugsanlegt, að Sindraforstjórinn hræöist, að stálbræðslan komi i veg fyrir hans núverandi iðju, sem er að safna brotajárni með smánar- greiðslu, þegar hægt væri aö fá mun betra verð fyrir brotajárnið, verði islenska stálbræðslan að veruleika?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.