Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 31
Mánudagur 13. april 1981 Sviptur kvðldsðlu- leyfi vegna ítrekaðra brota Þorbergur Olafsson hefur veriö sviptur leyfi til kvöldsölu i Borgarsölunni i miðbænum á Akureyri, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Astæður fyrir leyfissvipting- unni voru itrekuð brot Þorbergs á reglum um kvöldsöluleyfi og einnig vegna vanskila hans á leyfisgjaldi til bæjarsjóðs. Sam- kvæmt reglugerð um kvöldsölur á Akureyri þarf sala að fara fram um sölulúgur eftir venjulegan verslunartima. Samkvæmt lög- regluskýrslu hafði Þorbergur ekki fariö eftir þessu heldur leyft viðskiptavinum sinum að komast i húsaskjól. GS/Akureyri Elmsklp: Halii upp á 2.5 milllarða Halli á rekstri Eimskip nam 2.5 milljörðum gamalla króna á sið- asta ári og stafar hann einkum af tregöu stjórnvalda við að leyfa hækkanir á farmgjöldum svo og af gengistapi. Ef áriö 1980 heföi veriö gert upp eftir hinni gömlu reikningsskilavenju þá heföi rekstur Eimskips skilað 800 milljón króna hagnaði. Þessar upplýsingar komu fram á aöalfundi félagsins sem haldinn var i gær. Gengistap siðasta árs nam 5.3 milljörðum, eða nær 15% af rekstrartekjum. Er þetta svip- aður kostnaðarliður og allur brennsluoliukostnaður skipanna. Heildartekjur Eimskipafélags- ins námu 35.8 milljörðum á sið- asta ári og var tekjuaukning milli ára um 79%. Aukning I heildar- flutningum nam 18% og er Eim- skip nú með 25 skip i rekstri. Siglingar skipanna I fyrra i vega- lengdum samsvarar sjöfaldri vegalengdinni til tunglsins. —SG VÍSIR Að undanförnu hafa togarar verið að veiða mikið af þorski fyrir austan land, nánar tiltekið frá Glettinganesflaki og suður fyrir Fót. Togararnir á þessu svæði hafa fengið fullfermi á nokkrum dögum af mjög smá- um þorski. Hafrannsóknar- stofnun hefur verið að loka stór- um hólfum á þessu svæði i viku- tima f senn. Togaraskipstjórar eru ekki á eitt sáttir um sumar lokanir, til dæmis hafa þeir fengið ágætis þorsk nyrst á svæðinu og finnst þeim aö betur mætti kanna svæðið áður en öllu er lokað. Málum er nú þannig háttað að togarar geta helst hvergi sett troll I sjó, nema þar sem smá- Samantoirður ð slærð ðorsks úr afla togara, llnu- og troilháta irá Vestmannaeyium: Tilþess að vega upp á mótitrollfiski, sem veiddur er á grunnslóð, þarf hvorki meira né minna en 6smá- fiska lír afla togaranna. Þetta er niðurstaðan, þegar meðaltal þorsks af grunnslóð er borið saman við smáþorskinn sem togararnir veiða. Það þarf ekki mikla Utreikninga til þess að sjá, hversu fengsælla væri aö leyfa smáfiskinum að komast inn á grunnslóð og dafna, þar til hann næði stærö væns þorsks eins og sést til vinstri á myndinni. (Visism. Guöm. Sigf. SM) FIMM SINNUM ÞYNGRIÞORSKAR í AFLA TROLLBATA EN TOGARA fiskur heldur sig. Hvað er til ráða? Togaraskipstjóri hér i Eyjum nefndi aö eina leiðin væri að tog- arar fengju ákveðin svæði þar sem bannað væri að leggja þorskanet út fyrir hundrað faðma dýpi, svo þeir þyrftu ekki að veiöa eingöngu smáfisk þvi net hamla veiðum togara á mörgum svæðum sem þorskur gengur á, á vetrarvertið.önnur togsvæöi eru innan landhelgis- linu togaranna. Til þess að sýna stærðarmis- mun á togara- og netaþorski annarsvegar og þorski sem veiddur er á trollbátum sem róa á grunnslóö hinsvegar, voru meðaltalssýni tekin úr nokkrum togaraförmum sem landað hafði verið i Eyjum. Vegiö með- altal þeirra var siðan borið saman við nokkur sýni af neta- og trollbátaþorski, sem tekin voru á sama hátt, þ.e. vegið meðaltal nokkurra báta. Mis- Samanburður á þorski, vegnu meöaltali úr togara (tveir þorskar yst til vinstri), þorski af Unubát (tveir i miðiö) og þorski veiddum i troll á grunnslóö (tveir ystu til hægri). munur var mikill. Togarafisk- urinn reyndist að meðaltali vera 2 kg og 55 cm á lengd, (öll sýni vigtuð slægð). Netafiskurinn var 5 kg og 82 cm. Trollfisk- urveiddur á grunnslóö var lang- stærstur, 11,5 kg og 104 cm. Ef við segjum að togari komi meö 100 tonn af 2ja kg þorski til hafnar, samvarar það þvi að 50 þúsund séu i farminum. Neta- bátur sem veiddi 50 þúsund þorska, kæmi þá með 250 tonn að landi, og trollbátur af grunn- slóð kæmi samkvæmt ofan- greindu með 575 tonn af þorski, miðað við þessa sömu 50 þúsund fiska, ef þeir fengju aö vaxa upp. Það liggur þvi i augum uppi að ef stærstu og afkastamestu veiðiskipin veiöa mest smáfisk, endar það með þvi aö allur fisk- ur verður uppveiddur áður en hann kemst inn á grunnin og hvar standa menn þá? — ASM.FR.VM. Vlðiígguraðstjópninklolni Morgunblaðið lætur að þvi liggja í forystugrein i gær, aö rikisstjórnin standi ekki traust- um fótum. Satt að segja benda atburðir slöustu daga til að svo sé. Ræður þar mestu óbilgirni Alþýðubandalagsins, sem leyfði ekki einu sinni samþykkt á heimildarákvæöi um fimm mill- jónir til flugstöðvar við af- greiðslu lánsfjáráætlunar i efri deild. Nú stendur fyrir dyrum, að flutt verði ný tillaga I neðri deild, þar sem ekki verði um heimildarákvæði að ræða, held- ur að skylt veröi að veita fimm milljónum króna til undirbún- ings flugstöðvarbyggingu. Fer þá Alþýðubandálagið væntan- lega að sjá i hverjar ógöngur þáð'hefur stefnt stjórnarsam- starfinu með óskiljanlegri óbil- girni, meðan málið var enn á viðráðanlegu stigi fyrir ríkis- stjórnina. En þaö er nú svo um þá Al- þýðubandalagsmenn, að þeim er meira i mun að sýna alþjóð, hvernig þeir geta kúgað Fram- sókn en sýna skynsamlegar jafnvægislistir i rikisstjórninni. Akvæði um minnihlutavald þeirra varðandi flugstöðvar- byggingu, eins og þaö birtist okkur I stjórnarsáttmálanum, er þeim sýnilega meira viröi en stjórnarsamstarfið. Auk þess teija þeir sig hafa fyrir þvi fulla vissu, að formaður Fram- sóknarflokksins muni ekki undir neinum kringumstæðum ræða við aðra flokka um hugsanlega stjórnarmyndun upp úr þeirri stjórn, sem nú fer með völd. Hefur hann þannig kosib aö af- henda Aiþýðubandalaginu ákveðinn ákvörðunarrétt yfir Framsókn. Þaö mun stafa af heitstrengingum hans fyrir kosningar þess efnis, aö hann myndi standa að myndun vinstri stjórnar. Hins vegar mætti hann minnast orðaskipta Jóns Arasonar biskups og séra Sveins á aftökustað I Skálholti forðum: Lif er eftir þetta Hf, herra, sagöi séra Sveinn. í raun er vafamál, hvort AI- þýðubandalagið treystir sér til að rjúfa stjórnarsamstarfið, eins og það hefur hótað, á jafn veikum forsendum og flug- stöðvarbyggingunni. Hér er um að ræða flugstöð fyrir milli- landaflug, ætlaða borgurum þessa lands og borgurum ann- arra landa. Þótt ákvæði kunni að fylgja, að varnarlib fái ein- hver not slikrar flugstöðvar á striöstimum, þá er það atriði ekki til að reisa á röksemdir gegn byggingunni. Maður getur búist við, að á strfðstimum fari fleira en flugstööin til nota i þágu varnarmanna. A.m.k. var það svo, þegar Bretar komu hér 1940 og réðust á Landssimahús- iö með öxum. Hefði þó eflaust verið hægt aö byggja það meö ákvæðum um, að Bretar mættu aldrei brjóta upp hurðir i þvi húsi. Þannig er Ijóst, að Alþýöu- bandalagið er að setja sig á móti fiugstöð til almannanota, og beita fyrir sig ástandi i flugmál- um innanlands. Vist er það rétt, að margt mætti betur fara á flugvöllum hér á landi, en það liggur ekki fyrir, aö Alþýðu- bandalagið t.d. hafi flutt tillögur um það á þingi að eyða tuttugu milljónum i endurbætur á flug- völlum innanlands. Sagt hefur verið, að sú stjórn, sem nú situr, hafi verið mynduö gegn „Ihaldinu” I Reykjavik. Sé til eitthvert sérstakt Reykja- vlkurihald, þá er það aö likind- um komið að fótum fram, samanber hlutfall gamalmenna i borginni. Landsby ggðin virðist _ sýnilega álita, að þetta sé henn- ar stjórn, og er þá við lýði óþol- andi rigur út i borgarsamfélag, sem I raun á I vök að verjast I efnahagslegu tilliti. Virkjunar- málin eru svo dæmi um ósam- komulag landsbyggðar, sem mun hafa ófyrirsjáanleg áhrif á stjórnarsamstarf i framtlðinni. Þannig er þaö margt fleira en flugstööin á Keflavikurflugveili, sem mæðir á rikisstjórn lands- byggðarinnar. Til hennar var stofnað með sérkennilegum hætti og sérkenniieg verða endalok hennar, hvort sem þau standa fyrir dyrum nú eða siö- ar. Og meinlokur Alþýðubanda- lagsins minnka ekki vanda hennar. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.