Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 23
H^llbjörn J. Hjartarson, ’.airekasöngvari og kaupmaöur á Skaga- strönd. ,,Kántrýlög” með Hallbirni Hallbjörn J. Hjartarson sendi nýlega frá sér aöra plötusina og nefnist hún einfaldlega „kántrý lög”. Hallbjörn syngur 12 frumsamin lög og er hann höf- undur þeirra en textarnir eftir vini og vandamenn. Hallbjörn sendi fyrstu plötu sina á markaðinn fyrir u.þ.b. 5 árum og seldist platan upp, en Utgefandi var S.G. hljóinplötur. Hann hefur fengist við sitt af hverju síðan fyrsta platan kom út, samið fjölda laga, fengist nokkuð við söng og gripið i ýmis hljóðfæri. Hallbjörn rekur eigin verslun á Skagaströnd, starfar sem sýningarmaður i kvik- myndahúsi staðarins og gegnir starfi meðhjálpara. Hallbjörn er sjálfur útgefandi þessarar plötu og gefur hana út undir merkinu H.J.H. hljdm- plötur. Hljóðritun fór fram i Stúdió Stemmu i desember og janúar sl. undir stjórn Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt annaðist útsetningar. Upptöku- menn voru Sigurður Rúnar Jónsson og Berglind Jónas- dóttir, en aðstoðarmaður , var Jón Hör.ður Jónsson, | Hijóðfæraleik ö’nnuðust Jón Sigurðsson .(pianó, bassí, syntheseiser), Sigurður R'úhar Jónsson (fiðlur, þianó) Þórður Arnason (gitar) og ólafur Garðarsson (trommur). Hljóð- blöndun var i höndum Sigurðar Rúnars Jónssonar, Jóns Sigurðssonar og Hallbjörns J. Hjartarsonar. Skurður fór fram hjá PYE i London, CBS i Hol- landi pressaði og Prisma i Hafnarfirði sá um litgreiningu og prentun. Magnús Hjör- leifsson tók ljósmyndirnar á plötuumslagið og fór mynda- takan fram i óðali. Steinar hf. annast dreifingu plötunnar. Dolly Parton er I dag ein skærasta stjarna bandariska skemmtiiðnaðarins og sjálf hefur hiin sagt, að hún ætli sér að verða mesta „súperst jarna", sem nokkurn tíma hefur verið uppi í heiminum. Hún ólst upp I tveggja her- bergja Ibúð ásamt foreldrum sinum og 11 bræðrum i Sevier- ville, Tennessee, og i bernsku sinni sá hún aldrei sjónvarp né fór i kvikmyndahús. En Dolly vakti athygli á sér sem dreif- býlissöngkona og áður en langt um leið voru plötur hennar farnar að seljast i milljónum eintaka. Á siðasta ári náði Dolly þvi marki aö verða dýrasti skemmtikraftur i Las Vegas og skákaði þar bæði Sinatra og Barbru Streisand, en hún lét ekki þar við sitja. Með fyrstu kvikmynd sinni „Nine to five”, þar sem hún leikur með Jane Fonda og Lily Tomlin, tók hún kvikmyndaheiminn með trompi og enginn dregur nú i efa hæfi- leika hennar sem leikkonu. En um leið berast þær fregnir, að Dolly sé ekki lengur sama saklausa sveitastúlkan og áður. Hún vinnur myrkranna á milli tilaö ná settu marki og álagiö er farið að segja til sin, bæöi vinn- an svo og samkvæmislíf stjarn- anna i Hollywood, sem Dolly er nú sögð stunda af kappi. — „Þessi breytnvg á henni hefur verið að koma smátt og smátt á undanförnum þremur árum”, segir einn vina hennar. — „Það erekki aðeins, að hún sé farin að drekka, heidur bölvar hún eins og vörubilstjóri og hefur jafnvel strfplast um nakin i samkvæmum, og hver hefði trúað þvi á Dolly fyrir nokkrum árum?” — segir sá sami. Mönnum ber þó ekki saman um þetta og umboðsmaður hennar sagði, er þetta bar á góma: — „Hún hefur ekkert breyst. Hún stundar ekki sam- kvæmi, á ekki við áfengis- vandamál að striða né heldur flettir sig klæðum eða bölvar. Þetta er bull og vitleysa.” Ýmsir sjónarvottar þykjast þó vita betur og þær sögur hafa komist á kreik, að nýlega hafi hún sést i bifreið fyrir utan Bel- Air Hotel i „engu nema brosinu”, eins og það var orðað. Og menn hafa haft á orði, að hún hafi nýlega flett sig klæðum i samkvæmi I Hollywood, dauða- drukkin og hegðað sér eins og götudrös. En hvað sem þvi liður er vitað, að nýlega aflýsti hún seinni viku sinni i Las Vegas og fylgir það sögunni, aö hún hafi þá fengið taugaáfall vegna of- þreytu. Dolly vinnur myrkranna á milli til að ná þvi marki að verða mesta „súperst jarna”, sem nokkru sinni ■ hefur verið uppi i heiminum. Vélritun " Nýlega skýröum við frá þvf, að Pricilla Presley hygðist skrifa bók um mann sinn fyrrverandi, rokkkónginn Elvis Presley, og hefði hún m.a. sótt tíma í bók- menntum við Kaliforníuháákóla til að vera betur í stakk búin að skrifa bókina. En það þarf meira en bókmenntaþekkingu til að skrifa bók og nú berast þær fregnir, að Pricilla sé farin að sækja tíma i vélritun til að þurfa ,ekki að handskrifa handritið.... Mánudagur 13. april 198 vtsm Dolly ekki sama sveitastúlkan og ádur — Sögur á kreiki um aö velgengnin sé aö eyöileggja líf hennar og frama

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.