Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 7
MIIÐJUDAGUR 4. nóvember 1969. TIMINN 7 eggjar i norpunm Jóhannes skáld úr Kötlum sjötugur Jdhannes Bjarni JónassQn, skáld úr Kötlum, er sjötuigur í dag. Þarflaust er að rninna á þau tíma imót í aavi hans af því, að nauð- synlegt sé að gera úttefet á ævi- starfi skáldsins. Jóhannes , úr . Kötlum hefur sýnt það hvað eftir anna'ð hin síðustu ár, að hann er ekki allur, á sér jafnvel mein yngingai'þrótt en önnur skáld. Sjötugur er hann enn í fullutn færum orðsins og yrkir betur en páfinn. Litill vafi er á því, að hann á enn eftir að fella marga hugsun áhrifasterk orð. Jóhannes úr Kötlum er fæddur 4. nóvember 1899 að Goddastöð- um í Laxárdal í Dalasýslu. Hann var af fátæfeu bændaforeldri, al- ínn u'pp við efnasfeort en andlega velmegun, eins og harla títt var um íslenzk sveitabörn þeirrai' tíðar. Hann teyg'aði naemum barns huga lindir skáldskapar og sögu, hreifst á unglings'árum með síerkri öldu un'gmennafélaga og stjáifstæðisdrauma, og gefek hrifineygur fram á þeirri bj'örtu morgungöngu þjóðar sinnar. Hann kemst í Kennarasfeólann, sem var hásfeóli fátæiklinganna á þeim ár- um og fram undir lýðveldisstofn- un og hefur fóstrað til nokkurra mennta margan góðan íslending, sem ekki áttu í annað hús að venda til þess að svala sárasta þorstanum. Jóhannes úr Kötlum mun snemma hafa farið að yrkja — ef til vill efeki þriggja vetra, en vafalítið fljótlega eftir það. Og stunduim finnst mér, að þriiggja ára börn hafi fegursta skáld'skap mannlífsins á valdi sínu. En æskuljóð Jó'hannesar, sem síðar birtust í bókum, er sem tær dala lind. Þar ljóða saman ættjarðar- ástin, þjóðsagan, ævintýrin og lífsgleðin, mild og djúp. Fyrsta Ijóðabó'k Jóhannesar kom út 1926 og nefndist. Bí, bí og blaka, og ljöðahvöt hennar til lesandans fólst í-aunar í síðustu hendingum fyrstu vísu bókarinnar: Viltu með mér vaka vornæburstund. Öil eru kvæði þessarar fyrstu en vænu ljóðabókar, ástaróður til átthagánna,' sðlar, himins, lands- Jóhannes úr Kötlum Oig eyja með furður Iffs, ástar og þjóðsögu. sem undirhljóm. Þar er að finna mörg afbragðskvæði, sem rötuðu beint að hjarta þjóð- arinnar, og eru enn sterkasta taugin milli hennar og skáld® ins úr Kötlum, þó að síðar orti hann af meira afli og með af- dráttarlausari meistaratökum. Þjóð in skipaði þessu unga skáldi hik- laust í fremstu röð skálda sinna. Næsta bók var Álftirnar kvaka 1929. Enn er leikið á sömu lútu, en með bókunum Ég læt sem ég sofi 1932 og Samt mun ég vaka 1935. breytir að nokkru um svið og sýn. Nöfn bókanna — þessi gullfallega barnavísa — var eins og sjálfgefin umgjörð um þessi Ijóð og þroskaferil skáldsins. í þriðju bóikinni bryddir mjöig á því sverði. sem skáldið úr Kötlum var að smíða til baráttunnar í sam tíð sinni, en samt unir bann enn sínum beimadrauimi og lætur sem hann sofi. f fjórðu bóikinni dylst engnm, að hann er vaknaður. Jóhannes gerist baráttumaður komúnismans og kveður fagnaðar- óð'um öreigabyltinguna, sovétleið;;. toga og sósíalismann, en segir stríð á hendur auðvaldi, kúigurum þess og rotnuðum borgarabrag hinna gömlu þjóðfélaga. Hann kveður af s'kaphi'ta og sauimar að trölluen sínum með dómþunga •« níðangi'i En til austurs horfir ’hann með barnslegu trúnaðar- trausti og spyr: Sovét-ísland, hvenær kemur þú. Bann gerist einn stofnenda að tímaritinu Kauðuin pennum 1935 og yrkir síðar frægan lofgerðaróð um Stalin, ljómandi af söniu barns- legu hrifningunni og þegar hann horfði á himininn í æsku sinni vestur í Dölum. Hins vegar hefur hann átt karlmennsku til pess eft- ir liðinn daginn, er guðinn brást, að lá'ta undir höfuð legigj- ast að skrifa sinn Skáldatíma. Þegar kemur fram á miðja ævi tekur mjög að bera á því í skáldskap Jóhannesar, að honuen sé lífsþönf á því að sameina og semja sátt mií'li ættjarðarBjónar- miða sinna og hinnar nýju heirns sýnar og hugsjónar um sósialism- ann. Þannig fer honum sem mörgu skáldinu öðru að leita innar um. heim, þegar á ævi líður. Bókin' Ilrímhvíta móðir 1937, þegar Jóhannes er tæplega fertugur, er fyrsta tilraun til slíferar sátta- gerðar, eins konar röfcvísleg greinargerð um samræmda af- stöðu skáldsins ’ storimuini sinnar tíðar. Stói-merki þéirrar bókar eru þó ekki í því fólgin hversu sú sátt'ígerð tek st, heldur ninu hve þar er að finna mör.g stórsnjöll kvæði, en þau eiga það sammerkt að sækja alla kviku sína og þrótt í mál og söigu þjlóðarinnar, fegurð og tign lands íns og lífsins þar. Þar er líklega flest stórbrotnustu kvæði skálds- ins að finna, þa.u er hæst mun bera, þegar dagur er allur. Þar eru kvæðin Eigi skal höggva, Hinn hvíti ás, og mörg fleiri. Naasta kvæðabók. Hart er í heími 1939 eru beint framhald af Hrím- hvita móðir og þar cru kváéði eins og Stjörnufákur, Ástarkvæði til moldarinnar og Heiðalóur. en Framhald á bls. 15. Vindill hinna vandlátu -/cez, yfaoz, ctysiy.'enc/cd J c-í- i-uric/ye-yz- a, ‘iÉP KGL. HOFLCVEPAN DOR ;G^O^l^d!!:G^C^G^^(^C?!G^cy6^G^^GÍ^GX^:G^o/GV(^.GVCyGi:c>:Gt'c^CÁoyG\Cj?<Íga Rosa Danica vindillinn er vafinn úr úrvals tóbaksblöðum. Rosa Danica fæst nú í 5 stk. pökkum. Rosa Danica er framleiddur í stærstu vindlaverksmiðju Danmerkur og er í sama gæðaflokki og hinn þekkti vindill Flora Danica. REYNIÐ ROSA DANICA I DAG. rYS/U GCCt.-f I BÍNAÐARBANKINN er baiiki fólksins GUBJÖN SWRKÍBSSOBi H/EST ARÉTTARLÖGMADUR AUSTURSTRÆTI « SfMI 18354

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.