Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 14
14 TIMINN ÞRIÐJUÐAGUR 4. nóvember 1969. AUGLÝSENG um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur: Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram sem hér segir: Fimmtudaginn 6. november n.k. R-1 — 400 Föstudaginn 7. Mánudaginn 10. Þriðjudaginn 11. Miðvikudaginn 12. — R-401 — 700 — R-701 — 900 — R-901 —1100 — R-1101—1300 Skoðunin verður framkvæmd fyrmefnda daga að Borgartúni 7, kl. 9.00—16.30. Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í gildi. Tryggingariðgjald ökumanns fyrir árið 1969 ber að greiða við skoðun, hafi það ekki verið greitt áður. Skoðun hjóla, sem eru í notkun i borginni, en skrásett era í öðrum umdæmum, fer fram fyrr- nefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoð- unar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið tek- ið úr umferð, hvar sem til þess næst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. nóvember 1969. Sigurjón Sigurðsson. VERZLUNARSTJQRI Vanan verzlunarstjóra, sem jafnframt getur aniv azt innkaup, vantar í kaupfélag norðanlands. Upplýsingar gefur STARFSMANNAHALD S.Í.S. Namskeio i sjóvinnubrögðum Fyrir pilta 12 ára og eldn hefjast um miðjan. nóvember. Innritun fer fram á skrifstofu Æskulýðsráðs, Frí- ■ kirkjuvegi -11, kl. 2—8 virka daga, sími 15937. Æskulýðsráð Reykjavíkur. r • • ÞAK :kara\ 'OR P Hugheilar þakkir færi ég öilum þeim skyldmenn- um og vinum, er með heimsóknum, gjöfum, skeytum,' eða á annan hátt, gerðu mér áttræðisafmælið ógleyman- legt. Bið ykkur öllum blessunar guðs. Ragnhildur Runólfsdóttir frá Hólmi, Austur-Landeyjum. ROHAN Framhalc af bls 8 um í Ástralíu ■— en Rohan mun hafa dvailið þar eitthvað. MICHAEL ROHAN er einnig haldinn ofsatrú á tölunni 7, sem hann teliur af guðlegum toga spunna. Hann vitnaði jafnt í Biblíuna sem ýmis bandarísk tímarit því til sönnunar að hann væri útkjörinn af Guði til að brenna moskuna og endurreisa musteri Saiomons ’ á sínum gamla stað í Jerúsalem. Hann rakti einnig æskuár sín, erfiða samtoúð við foreldra sína, misheppnað hjómabaind sitt og tilraunir sínar til að fremja sjálfsmorð — en þær voru tvær, báðar klaufalegar. Þá stkýrði hann frá beinu sambandi sinu við Guð og opim- beranir sínar í því sambandi. Fékk hann samtals þrjú skila boð. Þar á meðal var, að sú per- sóna, sem væri honum þýðingar mest í ísrael, væri kennari hans, Zepporah, sem hann ætti að gera að drottnimigu sinni þeg- ar þar að kæmi. Rohan kvaðst hafa beðið hinn ailmáttuga sönn unar á þessu, og var honum þá tjáð, að hún myndi taka í hönd sér minnisbók hans í kennslu- stund daginn eftir, hvað hún og gerði að sögn Rohans. Svo sem gefur að skilja, fylg ist fólk af miklum áhuga með vitnisburði Rohans hins útvalda, en óvíst er hverja refsingu hann hlýtur. — E.J. KENYA Framhald af b!s. 8 einkum sá, að KPU telur mála- miðlun við hvíta menn í land- inu fráleita. Þeir eru andvígir því, að Englendingar fái enn að reka búgarða í Kenýa, og að hvítir kaupmenn og fjármála menn séu enn öflugir í land- inu. Odinga var í stjórn Kenýa áð ur fyrr, en lenti í andstöðu við filokksmenn sína og var settur úr embætti sem varaforseti landsins. Stofnaði hann þá KPU, sem fær mestan stuðning sinn frá Luo-þjóðflokknum, en sá þjóðflokkur er mjög andvígur því að Kikuyumenn skuli ráða langmestu í landinu. Sa þjóð- flofckur er stærstur, og er m. a. Kenyatta úr honum. MJÖG HEFUR HITNAÐ í kolunum síðan Mboya var myrt- ur fyrr á þessu ári, en síðan hafa komið fréttir af eiðtöku ■ Kikuyu-manna. Hafa þeir svarið eiða á sama átt og Mau-Mau- menn hér áður fyrr, og einkum þá þess efnis, að völdin í Ken- ya skuli aldrei úr höndum Kik- uyu-manna fara. Fréttir af þessum eiðtökum hafa mjög aukið á óróa minni- hlutaþjóðflokka í landinu. Margir óttast, að með því að banna KPU verði ástandið enn hættulegra: stjórnarandstöðu- flokkurinn hafi verið eins kon ar öryggisventill. Nú geta hinir óánægðu hvergi leitað útrásar í pólitiskum samtökum. Að banna KPU leysir því fá vandamál, en getur verið upp- hafið af alvarlegri tíðindum. — E. J. Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför systur okkar, Ragnheiðar Brynjólfsdóttir, Vífilsgötu 4. F.h. okkar systkinanna: Gísli Brynjólfsson. MINICHIELLO Framhaid at bls. 1. löstræðinga sína og lesa amer íísku dagblöðin. Faðir Miniehiellos, sem býr í Napolí kom til Rómar í gæ: en fókk eski að neimsækja son sinn í fangelsið. Faðirinn sagði aS tveir ítalskir lögfræðingar hefur boðizt til að verja son srr:n fyrir rétti, ókeypis. Flugvélaræninginn verður ákxrður fyrir margföld brot á ítölskum lögum, m. a. mann rán og fyrir að hafa vopn ó- lógiega undir höndum. Há- marksrefsing er 34 ára fang- elsi en ennþá er talið víst, að máfið verði tekið fyrir á Ítalíu en þó ekki útilokað að hann verði framiseldur til Bandaríkj anna. Almenningur á Ítalíu virðist láta sig miklu skipta örlög Mini chiellos og jafnvel hafa nokkra samúð með honum. Fólkið er yfirleitt á móti því að hann verði framseldur bandarískum yfirTOldum, þar sem hann á yfir höfði sér dauðadóm _ og bung á metunum hjá mörg um er sú staðreynd, að hann hafi leitað til ættlandis síns, ft&líu. SIGURÐUR FRÁ VIGUR Framhald af bls. 1. um drætiti, og eru þrj'ár skýr- ingar nefndar. 1. Að ekki sé ætlunin að skipa hér sendiherra af sparn- aðarástæðum. 2. Að beðið sé með emtoætt- ið handa einhverjum, sem ekki er laus við þessa stund- ina. 3. Að í þessutn drætti felist mótmæli við and-ameríska stefnu Svía í utanríkismálum. Það heíur kvisazt hér, að fyrsta skýringin hafi helzt við rök að styðjast, en ekki skal um það fullyrt. FANNS7 FYRIR TILVILJUN Framhald at bls. 16 arflokkarnir hefðu sennilega ekki leitað Hengilssvæðið fyrr en of seint. Þegar maðurinn fannst, var hann furðu hress en þreyttur og blautur og ekki mun hon- um hafa orðið meint af ferða- ,aginu. Eins og fyrr segir var ialsverður skafrenningur og frostið líklega 6—7 stig. ÍSLAND í EFTA Framhald af bls. 1. EFTA-ríkin auka útflutning sinn til markaða utan, svæðisins þrátt fyrir tollmúrana. Eitt atriðanna á dagskrá fundar ráðhsrranna í Genf verður sam eining Evrópu. Má búast við því, að ráðherrarnir muni fara var lega í það mál allt saman með með tilliti til þess, að EBE-rík in halda ráðherrafund síðar í mán uðlnum, og verður þar rætt urn hugsanlega aðild Bretlands að EBE. Er talið að fundurinn í Genf gefi Eretlandi gott tækifæri til að lýsa enn einu sinni þeirri óikveðnu stefnu sinni. að gerast áðili að EBE. Á fur.dinum mun Athi Karjala inen utanríkisráðherra Finnlands, gefa skýrslu um Nordek-viðræður forsætisráðherra Norðurlanda í síðustu viku og þessari. FJALLVEGIR Framhald aí bls. 1 anverðum Þorskafirði. Ólafur Ólafsson kaupfélags- stjóri í Króksfjarðarnesi sagði Tímanutn 1 kvöld, að fjórir vörufiutningabílar sem ætla til Patreksfjarðar og ísafjarð- ar væru búnir að bíða í Króks fiarðarnesi frr bví fyrir helgi, og tveir bílar kaupfélagsins eru tepptir. vegna ófærðar á Hjailahálsi. Ófært hefur verið til Hólma- ikur en ráðgert er að ryðja veginn á morgun þriðjudag. Brattabrekka og Holtavörðu beiði vora ruddar á föstudag- inn, og hefur verið slarkfært bar fyrir stóra bíla og jeppa. Á morgun er ráðgert að ryðja, eí veður leyfir Á Norðurlandi er færð víð- ast hvar góð, og er fært bæði 41 Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar. Á Norðausturlandi er færð sæmileg í byggð að minnsta kosti. Á Austurlandi voru hæstu fjallvegimir, Oddsskarð og Fjarðarheiði, orðnir ófærir, en nú er búið að ryðja þar. Á Suðausturlandi mun færð vera sæmileg. Mikil ófærð var í Mýrdaln- um og á Mýrdalss^ndi í morg- un, en þar var rutt í dag, og var orðið vel fært í kvöld. Sami háttur verður hafður á snjómokstri í vetur og í fyrravetur, en þá var t. d. Norð urleiðin rudd á þriðjudögum og föstudiögum. INBROT í ÓVEÐRI Framhald af bls. 3 magnslaust og þar var unnið við kertaljós. Á Eystrasailti lenti danska strandferðaskipið „Trica“ í erfið- leikum og sendi út neyðarkall. Sovézkt skip kom á staðinn og bjargaði áhöfninni, sex mönnum. í Noregi varð mest tjón á síma- línum og skógum. Á einum stað þurfti að hreinsa 40 trjáboli ofan af símalínunni. Norskir inntorotsþjófar sáu sér leifc á borði á sunnudagsnóttina og fengu að stunda iðju sína að mestu óáreittir, þvi lögreglan hafði í öðru að snúast. Þrátt fyrir illstætt rok í Lilleström, var vitað um tólf innbrot ,en þjófarnir höfðu ekki árangur sem erfiði, því lítið hafðist upp úr krafsinu. Sagt er að margir dagar muni líða, þar til símasamband verður komið í la-g í Suður-Noregi, on þar varð geysimikið tjón á línum. TAP Á ORKUSÖLU Framhald af bls. 1. es Noidal og Eiríkur Briem létu frá sér fara, hafa valdið sér von- brigðum, þar hefði verið reynt að leyna staðreyndum með almenn um áróðri og kvað hann ástæðu til að víta slíkt framferði opin beriv trúnaðarmanna. Hér kvað Magnús vera á ferð inni óhjákvæmilegt rannsóknar- efni. sem komast yrði að hinu sanna um. Ingóifur Jónsson, raforkumála ráðherra, hélt því fram að staðhæfingar Magnúsar væru rang ar. Rakti hann síðan sínar tölur í málinu og hélt því fram, að hagnaður væri af sölu raforku til álversins. Framleiðslukostnaður væri 18,6 aurar á kwst., en sölu verð fyrstu 6 árin væri 26,4 aurar síðan 22 aurar. Sagði hann, að tölur Jóhannes ar N'-rdals og Eiríks Briems væ-u teknar beint upp úr bókum Lands- virk.iunar. Savði hann, að tekjur af virkjun inni > egna álversins stæðu undi mest öllum erlendum lánaafborg- unum en álverið notaði einungis 609! raforkunnar. Urðu siðan miklar umræður um rnálif og það gagn eða ógagn, sem af því hlýzt að fá erlent fjár magni inn í landið, en umræðunni var frestað. Leiguvél hjálparsam- taka kirkjunnar fyrir sprengju Aðfaranótt sunnudagsins 2. þ.m. lenti leiguflugvél hjálparsamtaka norrænu kirknanna á Uli-fiugvelli í Biafra. Um leið og flugvélin lenti, varð hún fyrir sprengju og kviknaði í henni. Áhöfn flugvélar innar og eini farþegi hennar, ka- þólski presturinn Kissane frá ír- landi, bjargaðist maumlega og fengu sumir brunasár. Flugstjórinn, Kl.epp, og aðstoð- arflugmaður hans, Markant, eru báðir norskir, en fiugvélstjórinn, Hough, er enskur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.