Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 22
vism Laugardagur 1. ágúst 1981 boð í Tannlæknadeild i bandariskum stórmarkaði. (Hvenær tekur Hagkaup við sér?) Sértil* kjötinu — kostakjör hjá tannlækninum Tannlæknareikningar eru viðar vandamál en á islandi. Lika i Bandarikjunum. t>ar þykjast menn þn eiga lausnir á öllum vandamálum — tannlæknum lika. Lausnin er tannlæknadeild i stór- mörkuðunum. Og nú auglýsa tannlæknar m.a.s. i fjölmiðlum og keppast um að bjóða sem hag- stæðast verð. Dæmi má taka af Charles nokkrum Noblit, sem var með skemmdan jaxl. Einn tannlæknir bauðst til að gera við hann fyrir 50 dollara, annar fyrir 105. Charles hafði ekki efni á þvi. Svo rakst hann á auglýsingu frá tannlækna- stofunni Montgommery Yard þeir gerðu við jaxlinn fyrir 21 dollar þar. Stofan er við hliðina á nær- fatnaöardeildinni. Annað dæmi: 1 splunkunýja stórmarkaðinum i Worcester i Massachusetter tannlæknisdeild, þar sem mæður geta skilið börnin sin eftir á meðan þær versla. Þær fá kalltæki, sem lætur þær vita þegar viðgerö lýkur. ,, Förum til fólksins” Bandarikjamenn ku greiða 14 milljarða dollara á ári fyrir tann- viðgerðir. Það ber þó að hafa i huga að annarhver maður þar fer aldrei oftaren á 13 mánaða fresti til tannlæknis, 10% fara aldrei. Tannlækningar i Bandarikjunum er enn þá á „miðaldastigi” segir einn þarlendra tannlækna. Sá heitir raunar David Isaak og það var hann sem átti hugmynd- ina að stórmarkaðslækningunum. , Ef fólkiðvill ekki koma til okkar — þá förum við til fólksins”. Betri tækianýting — ó- dýrari viógerð Frá árinu 1978 hafa 300 tann- læknamiðstöðvar verið settar á fót — auk viðgerðastæðanna i stórmörkuðunum. A mið- stöðvunum vinna allt upp i 20 tannlæknar saman, eiga tæki og aðstæður sameiginlega og nýta þau betur. Afleiðingin eru lægri verð. Astæðurnar fyrir þessum breytingum öllum I uppbyggingu tannlækninga eru einkum tvær: Til að fjölga tannlæknum. á- kváöu stjórnvöld að greiða niður námskostnað læknanna og hæsti- réttur fékk tannlæknasambandið til að breyta siðareglum sinum i þá lund að þeir geta auglýst þjónustu sina. Tannlæknar gripu tækifærið og auglýsa nú ekki ólikt öðrum við- gerðarverkslæðum, t.d. „Ókeypis alls herjar skoðun” — „Opið dag og nótt.” „Sértilboð á nautakjöti — útasala á strigaskóm — kosta- kjör hjá tannlækninum” Þannig auglýsingar skjóta nú æ oftar upp kollinum bæði i'sjónvarpi, Utvarpi og blöðum. Asakanir þeirra tann- lækna, sem enn haga sér i anda gamla skólans, um að stór- markaðsviðgerðir séu lélegri en þeirra, fara inn um eitt eyra neyt- andans og út um hitt. Þeir fara þangað sem þjónustan kostar sem minnst. Þar sem tæki og á- höld eru fullnýtt. Eftir fimm ár, spá þeir framsýnu, verður komin tannlæknastofa i hvern einasta stórmarkað i Bandarikjunum”. Þess má geta i lokin að nýjustu fregnirherma að augnlæknar séu nú i öngum si'num vegna þess að stórmarkaðir séu farnir að selja gleraugu — neytandinn einfald- lega prófar sig áfram sjálfur þangað til hann finnur gler sem, passa sjón hans. Og umgjörðin kostar sáralitið i þokkabót. Einn kaldan laugar- dagsmorgun í nóvember 1979 voru tveir verka- menn á leið til vinnu sinnar i einu úthverfa Lundúnaborgar, Peckhamm. Þeir störf- uðu báðir i bygginga- vinnu og voru að fara inn á afmarkað lóðar- svæði sem lá bak við aðalgötuna þegar þeir komu auga á háhæluð kvenstigvél, sem lágu utan við girðinguna kringum lóðina. Þeir hefðu ekki veitt þessum stigvélum neina sér- staka athygli ef þau hefðu ekki verið blóðug. Og frá þeim visuðu blóð- slettur leiðina fram með girðingunni og að hlið- inu. Þeir fylgdu slóðan- um og hann lá inn á lóð- ina og endaði i timbur- hialla. mótatimbrinu, sem beið þeirra s.iálfra. Þar lá lik af ungri stúlku. Hryllileg misþyrming. Annar verkamannanna beið á meðan hinn sótti lögregluna. Það var ekki langt að fara, bakdyr lögreglustöðvarinnar vísuðu Ut að byggingarlóðinni. Innan nokk- urra minútna var svæðið krökkt af lögreglumönnum. Yfirmaður þeirra hét John Hobden. Hann lét senda likið i krufningu og skipaði mönnum sinum að kemba svæðið eftir ábendingum, einkum einbeittu þeirsérvið leitina meðfram blóð- slóðinni og þaðan um hliðargöt- una út á aðalveg Peckhamm. Fréttamenn komu á lögreglustöð- ina og Hobden sagði þeim frá lik- fundinum. — „Sár stúlkunnar eru þau verstu sem ég hef séð á 24 ára ferli minum sem lögreglumaður” sagði Hobden. „Varnarlaus stúlk- an hefur verið barin og henni hef- ur verið misþyrmt á hryllilegan hátt. Arásarmaðurinn hlýtur að vera dýrsleg skepna og við rainum ekki hætta fyrr en við ná- um honum.” Seinna um daginn fékk Hobden krufningsskýrsluna. Stúlkunni og engar ábendingar um hinn seka hafði verið nauðgað þrisvar, einu sinni á meðan hún var lifandi. Hún hafði verið lamin sundur og saman. Svo nálægt lögreglustöð- inni. Handtaska stúlkunnar fannst. Stúlkan hafði heitið Sally Shepherd og hún rak matsölu i Young Vic leikhúsinu i miðborg Lundúna. I tösku hennar fannst einnig bréf til hennar, sem vikið verður að siðar. John Hobden hóf rannsóknina á eigin lögreglustöð. Hún var svo nálægt morðstaðnum að útilokað virtist að enginn hefði heyrt ör- væntingaróp Sallyar. Af likinu var svo greinilegt að hún hafði barist lengi áður en hún lét lifið. En enginn þeirra sem var á vakt þessa nótt, hafði heyrt til hennar. Föstudagskvöld eru þar anna- samur timi og margt um mann- inn. Hvað hafði hún verið að gera? Þvi næst reyndi Hobden að komast að þvi hvað Sally hefði gert siðustu klukkustundir ævi sinnar. Það var auðvelt. Sally hafði fariðúr vinnunni um 19.30áföstu- dag og haldið til Woodford, annars úthverfis Lundúna. Þar bjó kærastinn hennar og þau höfðu farið saman á krá ásamt kunningjum. Um kl. 23 fylgdi kærastinn, Sam, henni á brautar- stöðina og kyssti hana bless áður en hún tók siðustu lestina inn i borgina. Vitnum kom saman um að saga Sams væri rétt og konan Sally Shephard og Karen Davis voru báðar drepnar á miskunnar- lausan hátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.