Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 3 M IG minnir að Guð- mundur Finn- bogason lands- bókavörður segði einhvern tíma frá því að hann léti helst ekki líða neinn dag án þess að leita að heppilegu orði sem hann taldi að vantaði í íslenskuna um hugtök, atburði eða hluti. Þetta var á fjórða áratug tuttugustu ald- arinnar. Um þær mundir var mikill áhugi á skíðaíþróttinni þrátt fyrir tilfinnanlegan skort á snjó í hlýrra loftslagi en elstu menn mundu. Ungu mennirnir kepptu í skíða- göngu, skíðastökki og svo einhverju sem var kallað slalom, og eitthvað rámar mig í að þeir væru að stunda þetta slalom hjá Kolviðarhóli, gott ef það var ekki í ein- hverri Flengingarbrekku. Eitt kvöldið sagði útvarpið frá því að Guðmundur vildi nota orðið svig um þessa keppnisgrein. Hann hitti á óskastundina og þessi hug- mynd hlaut um leið viðurkenningu al- þjóðar. En það sama varð ekki sagt um sögnina að svíga sem Guðmundur gerði að tillögu sinni, en sagnorð eru göfugri þáttur í íslensku máli en mörgum öðrum tungu- málum. Hún átti að beygjast eins og sögnin að síga og var í kennimyndum: svíga, sveig, svigum, svigið. Ég held að þessi sögn eigi ekki minni rétt á sér að sínu leyti en sagn- orðið að skíða sem nú er farið að heyrast æ oftar. Kannski er það til marks um að sagn- ir séu að hefjast til vegs í málinu. Til dæmis fer ekki illa á því þegar stéttarbræður mín- ir og systur segja í sjónvarpinu að í dag hafi súldað. Það orð finnst í orðabók Sigfús- ar, og reyndar líka orðið að súldra, sömu merkingar. Þar er meira að segja líka sögn- in að skúra í þeirri merkingu að það gangi á með skúrum. Orðabók Sigfúsar er mikil gersemi og nálgast að mörgu leyti full- komnun. Hún hefur verið mikil þraut fyrir prentara og prófarkalesara, en ekki hef ég rekist á nema eina prentvillu á meira en 1.000 þéttprentuðum og stórum síðum hennar. Og hún geymir framburð Íslend- inga fyrir 80 árum. En nóg um hana í bili. Nýyrði Guðmundar Finnbogasonar, svig, sýnir að hann skildi hvað það er nauð- synlegt að orð sem verða á allra vörum séu bæði lipur og skýr. Orðið er aðeins eitt at- kvæði og skýrist ljómandi vel af hljóð- skiptum sínum við orðið að sveigja. Oft hættir mönnum til að velja langar samsetn- ingar til að tákna ný fyrirbæri, svo sem málþráð, bifreið, þrýstiloftsflugvél og þyr- ilvængju. Þessar langlokur kunna að vera ill nauðsyn meðan fyrirbærin eru lítt þekkt, en um leið og þau verða daglegt umræðu- efni er æskilegra að nota styttri og hnyttn- ari orð eins og sími, bíll, þota og þyrla. Kannski er þó sanngjarnt að lögreglan fái að tala um bifreiðar og bifreiðarstjóra í settlegum skýrslum sínum. En öllum má ofbjóða og seint munu laganna verðir fara að kalla bílfæra vegi bifreiðarfæra. Af al- gengum orðum þarf nefnilega oft að mynda samsetningar, og þá sést best hvað það er óhönduglegt að stofnorðin sjálf séu sam- sett. Flestum nýyrðasmiðum þykir það mest- ur ókostur á nýyrðum að einhver annar en þeir sjálfir sé höfundur þeirra, eins og meistari Helgi Hálfdanarson hefur sagt. En þeir eru ánægðir með sitt. Fyrir einum fjörutíu árum var mikið rætt um rafheila, electronic computer. Þá datt mér í hug að kalla þetta fyrirbæri völu. Orðið vala er skylt sögninni að velja, enda var sauðarvalan látin velja svar við spurn- ingum með jái eða neii, eftir því hvor hliðin kom upp þegar henni var kastað. Þetta er í líkingu við talnakerfi rafheilans sem ekki þarf að velja nema um tvær grunntölur, einn og núll (hleðslu eða ekki hleðslu, með öðrum orðum já eða nei) til að draga af þeim allar aðrar tölur og einnig bókstafi og önnur tákn og teikn. Yfir orðinu vala er líka dálítil dulúð véfréttarinnar sem segir til um orðna og óorðna hluti. Eftir á að hyggja held ég að þetta nýyrði hefði vel dugað. En svo kom orð Sigurðar Nordal, tölva, og hafði alla kosti. Seinna datt mér í hug sjúkdómsnafnið eyðni fyrir AIDS. Sjálfsánægja mín með þetta orð var auðvitað mikil, mér fannst það vera hæfilega stutt um svo umrætt fyr- irbæri og færi því vel í samsetningum, svo sem eyðnismitun og eyðnifaraldur, auk þess sem það vísaði til þess að sjúkdóm- urinn eyðir vörnum líkamans. Hljóðlíkingin milli AIDS og eyðni væri líka nokkur kost- ur. Margir hafa aðhyllst þetta nýyrði, en kannski hefðu þeir verið fleiri ef höfund- urinn hefði haldið sig til hlés. Önnur tillaga sem ég setti fram var að nefna stærðfræðihugtakið vektor vigur, fyrirbæri sem hefur tiltekna stefnu og lengd. Þetta var ég auðvitað líka ánægður með sem stutt og lýsandi orð. Vektor (vect- or) er af latneskum uppruna, táknar þá burðarmann sem flytur eitthvað eða ekur því, væntanlega oftast eftir vegi. Nú hefur hver vegarspotti tiltekna stefnu og lengd, og vegur er líka skyldur latneska orðinu vehe = flyt, ek. Orðið vigur merkir líka meðal annars spjót, sem einnig hefur alltaf einhverja tiltekna stefnu og lengd. Um þessa tillögu mína varð engin opinber um- ræða og það kann að hafa valdið því að hún rataði beina leið inn í orðabækur, meðal annars fyrir tilstilli Reynis Axelssonar. Þriðja tilefni mitt til sjálfsánægju var til- lagan um að þýða stereo með orðinu víð- óma. Hana setti ég fram við Andrés Björnsson útvarpsstjóra þegar Rás 2 hóf göngu sína, en Jóhannes Arason kom henni á framfæri við landslýð í síðdegisútvarpi. Mono var þá til samræmis þýtt með orðinu einóma. Um þetta var þögn í mörg ár, en allt í einu skaut orðið upp kollinum án þess að höfundar væri getið, og nú heyrist mér að það hafi unnið sér nokkurn þegnrétt í málinu. Eftir þessa reynslu ætla ég að segja frá tveimur hugsanlegum nýyrðum, án þess að geta höfundar. Hið fyrra er orðið ljóri = ljósleiðari. Það er stutt og þægilegt í sam- setningum, ljóranet, ljóralögn og allt það. Gamli ljórinn í þakinu er úreltur í daglegu lífi, en þessi nýi ljóri gegnir sama hlutverki, að leiða ljós inn í híbýli manna. Hitt nýyrðið er gersími = GSM-sími. Merkingin er sími sem er alger að því leyti að með honum má hafa samband frá svo að segja hvaða stað sem er til svo að segja hvaða staðar sem er. Í orðinu koma fyrir í réttri röð stafirnir G, S og M, ólíkt því sem er í orðinu gemsi sem að merkingu til er eiginlega út í hött, og ekki spillir sú hljóð- líking að þessi framlenging eyrans og munnsins er einhver helsta gersemi nú- tímamannsins. Og að lokum ein spurning: Er ekki myndbandstæki snældustokkur með nýtísku hlutverk? FRAMLENGING EYRANS OG MUNNSINS RABB P Á L L B E R G Þ Ó R S S O N JAKOB JÓH. SMÁRI ÚR DJÚPINU Á arnarvængjum ber þú mig, guð, upp yfir fjöllin. Sæll og óttalaus vaggast ég á öldum hins sólheiða bláma. Dalir og hnjúkar dyljast í móðu, grásvört hraun og gulbrúnir sandar – ljósgræn engi, glituð silfurvír glóblárra strauma. Jöklarnir hylja höfuð sín hvítum skýjum af lotn- ingu fyrir þér. Og langt í fjarska syngur hið eilífa haf. Hærra og lengra – þangað sem morgunroðinn kyssir kvöldroðann. Til lands hins himneska dags. Sólskinsþögnin laugar sál mína, og hið tæra, ískalda uppheimsloft leikur um mig. Þá hverfur öll jarðlöngun. Ég sé nýja heima – og sjálfur er ég orðinn að nýj- um heimi. Á arnarvængjum ber þú mig, guð, upp yfir fjöllin. Jakob Jóhannesson Smári (1889–1972) var skáld og málfræðingur. Ljóð hans eru nýrómantísk í anda en í Kaldavermslum sem kom út árið 1920 varð hann einna fyrstur skálda til að birta prósaljóð. LJÓÐ Í SUNDURLAUSUM ORÐUM I FORSÍÐUMYNDIN er tekin á eyju sólarinnar í Títícacavatni þar sem inkar trúðu að guð sinn hefði fæðst. Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson. Íslensk ópera Er hún til? Spyr Bergþóra Jónsdóttir og svarar játandi, rúmlega þrjátíu óperur hafa verið samdar á Íslandi. Íslensk tónskáld eiga hins vegar erfitt með að fá óperur sín- ar settar upp við stóru leikhúsin í landinu. Sjö þessara ópera hafa aldrei heyrst, þrjár aðeins í konsertuppfærslu, þrjár þeirra eru ófullgerðar en átján hafa verið sýndar hér- lendis í fullri endanlegri gerð, þó aðeins einu sinni hver. Michel Houellebecq hefur skrifað nýja skáldsögu sem kom út í París í gær, föstudaginn 24. ágúst, og nefn- ist Plateforme. Houellebecq vakti gríðar- lega athygli með skáldsögu sinni Öreind- irnar sem kom út árið 1998. Friðrik Rafns- son fjallar um Plateforme og segir þar vera að finna þann kraftmikla og skýra stíl sem einkenndi Öreindirnar, einnig berorðar og beinskeyttar lýsingar á samskiptum fólks og ögrandi hugleiðingar. Henning Carlsen er einn athyglisverðasti kvikmyndagerð- armaður Dana. Kunnastur er hann fyrir heimildarmyndina „Dilemma“ sem fjallar um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku og myndgerð eftir Sulti Hamsuns. Ragna Sig- urðardóttir segir frá skrautlegum ferli Carlsens en í kvöld verður sýnd nýjasta leikna mynd hans, „Hver ætli sé að kyssa hana núna?“, í Ríkissjónvarpinu. Frank O. Gehry er ólátabelgurinn í heimi arkitektúrs- ins. Guggenheim-safnið í Bilbao, skrif- stofubygging DG-bankans í Berlín, fiskurinn í ólympíuþorpinu í Barsel- ónu og heimili hans sjálfs í Kaliforníu eru óræk vitni þess. Hulda Stefáns- dóttir skoðaði yfirlitssýningu um hönnun Gehrys í New York og fjallar um verk hans. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.