Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 H VAÐA áhrif hefur frum- bernskan á líf okkar? Er hún eins og Freud segir uppspretta flestra þeirra erfiðleika sem hrjá okkur sem fullorðið fólk? Ef svo er getur Henning Carlsen prísað sig sælan því frum- bernskan var þurrkuð úr minni hans á sjö ára afmælisdeginum. Árið 1934, árið sem Henning átti sjö ára af- mæli, var ekki búið að finna upp reiðhjóla- hjálma handa börnum. Hann fékk hjól í af- mælisgjöf. Daginn eftir að hjólasýningin mikla endaði með höfuðið á símastaur – sem að vísu sýndi þá náð að vera úr tré – vaknaði Henning litli, nýorðinn sjö ára. Við rúm hans sat kona sem sagðist vera móðir hans. Síðan birtist faðir hans, eldri systir og eldri bróðir. Hann vandist þeim öllum fljótt en næstu árin fór mikill tími í að segja honum frá öllu því sem hafði gerst í lífi hans fram að þessu. Hann ólst upp í Alborg, á dæmigerðu milli- stéttarheimili. Þegar hann var barn flutti fjöl- skylda hans oft og í einu húsinu hafði fyrrver- andi eigandi skilið eftir alls kyns dót í kjallaraherbergi. Eitt af því sem þar var að finna var einfaldur lampi kallaður „laterna magica“, eða töfralampi. Lítið tæki með gas- loga og glerplötum sem varpaði myndum á vegg. Henning tókst að þrífa hann og fá hann til að virka. Ekki vissi hann þá að síðar yrði hann eigandi eins merkilegasta safns slíkra lampa í heiminum og að hann myndi helga lífi sínu því að búa til lifandi myndir. Það væri þó sögufölsun og ofureinföldun staðreynda eftir á að segja að lampinn hafi kynnt Henning fyr- ir töfraheimi kvikmyndanna. Þar er réttara að telja til bækur Konstantin Stanislavskij og ekki síst myndir Pudovkin og Eisenstein en þar má segja að eðli kvikmyndanna hafi runn- ið upp fyrir honum. Eftir það rykféllu náms- bækurnar og Henning lauk aldrei stúdents- prófi. Hann hafði uppgötvað nýjan heim og ekki varð aftur snúið. Á fimmta áratugnum var auðvitað enginn kvikmyndaskóli í Danmörku og eina leiðin inn í heim kvikmyndanna var að reyna að fá vinnu einhversstaðar í nálægð við gerð einhvers konar kvikmynda. Árið 1948 fékk Henning Carlsen vinnu hjá Minerva Film, fyrirtæki sem framleiddi heimildarmyndir af ýmsum toga, til kennslu eða kynningar á fyrirtækjum, nýrri tækni osfrv. Henning var reyndar búinn að vinna þar í nokkra daga, aðallega við að hita te, þegar hann áttaði sig á því að þar voru einungis gerðar heimildarmyndir. Hann ákvað þá að fyrst hann vissi ekkert um þær frekar en leiknar myndir gæti hann allt eins verið um kyrrt. Það varð til þess að fyrstu fimmtán árin vann hann eingöngu að gerð slíkra mynda og það með frábærum árangri. Fræga fólkið í París Sérstakt áhugamál Hennings var kvik- myndun skáldsagna og gerð handrita eftir skáldsögum. Ein þeirra kvikmynda sem hvað mest áhrif hafa haft á hann heitir „Casque d́Or“ og var gerð af Jacques Becker. Hún byggist á sögu frá því um aldamótin nítján hundruð og lýsir stríði milli tveggja glæpa- gengja. Henning lýsir þessari mynd sem ein- staklega trúrri uppruna sínum á allan hátt. Þar er engu orði ofaukið, segir hann og ekki einum myndramma. Síðar átti Henning eftir að átta sig á því hversu mikil áhrif þessi mynd hafði á hann. 1955 fékk Henning tækifæri til að dvelja í París í hálft ár og fór þangað án þess að kunna orð í frönsku. Á meðan á dvöl- inni stóð gerði hann hvað hann gat til þess að komast í kynni við franska kvikmyndagerð- armenn, hann hitti meðal annars Jean Renoir sem tók vingjarnlega á móti honum á heimili sínu við Avenue Frochot. René Clair var þá enn álitinn einn af fremstu kvikmyndargerðarmönnum heims. Hann byrjaði með þöglum myndum á þriðja áratugnum og gerði síðan myndir eins og „Undir þökum Parísarborgar“ („Sous les Toits de Paris“), og „Miljónin“, („Le Million“). Hann freistaði gæfunnar í Ameríku en á þess- um tíma var hann kominn aftur til Parísar og var að gera stórmynd, gerð hennar hafði vakið mikla athygli. Henning tókst að komast á tökustað þar sem hann hitti René Clair og fylgdist með tökum á hverjum degi í tvær vik- ur. Eftir heimkomuna til litlu Danmerkur varð Henning tíðrætt um Parísarævintýri sín og vinskapinn við stóru stjörnuna. Nokkru síðar kom René Clair til Danmerkur. Clair var boðið til Valby, í elsta kvikmyndaver landsins, þar sem Henning var við vinnu hjá Nordisk Film. Starfsfélagar Henning fylgdust vel með þegar Clair hitti Henning, sem var kynntur fyrir honum sem „yðar gamli vinur Henning Carlsen“. Clair horfði á Henning augnablik, breiddi svo út faðminn og faðmaði hann fast og hvíslaði í eyra hans um leið, „Hvar hittumst við?“ „Í stúdíóinu við Billancourt í apríl,“ hvíslaði Henning á móti. Clair sýndi þarna mikla kurteisi og nær- gætni, segir Henning sjálfur. Næstu ár vann Henning að gerð fjölda heimildarmynda, misáhugaverðra. Ein þeirra, „Hjólreiðadrengurinn“, mynd um öryggi barna í umferðinni, fékk þó verðlaun á mörg- um stuttmyndahátíðum um heim allan. Það var svo við gerð heimildarmyndar um Danfoss-verksmiðjurnar sem að hluta til var tekin í Jóhannesarborg, að hann komst í kynni við aðskilnaðarstefnuna. Upplýs- ingaflæði þess tíma var lítið miðað við það sem við þekkjum í dag. Aðstæður svartra í Afríku komu því mjög á óvart. Lítið hafði verið fjallað um þær utan Afríku. Höfundar eins og Nadine Gordimer, Breiten Breit- enbach og André Brink voru við upphaf ferils síns. En hin stutta dvöl í Afríku á þessum tíma varð til þess að Henning tók þá ákvörðun að fyrr eða síðar skyldi hann gera heimildarmynd um þetta efni og láta um- heiminn vita hvað var að gerast. Það var þó ekki fyrr en þremur árum síðar að honum var gert það kleift. Gamlingjarnir Eftir gerð Danfoss-myndarinnar ákvað hann að tími væri kominn til að standa á eigin fótum og reyna að gera sínar eigin myndir. Ein þeirra mynda sem Henning þykir hvað vænst um enn í dag er „Gamlingjarnir“, „De Gamle“, heimildarmynd um það hvernig var að vera gamall í Danmörku um 1960. Það er dæmigert fyrir vinnubrögð Hennings að áður en tökur myndarinnar hófust eyddi hann miklum tíma í að heimsækja og kynnast því fólki sem átti að koma fram í myndinni og tala um líf sitt og aðstæður. Hann heimsótti þau oft og mörgum sinnum, færði þeim blómstr- andi greinar, ávexti og blóm, hann hlustaði á þau þar til þau treystu honum. Hugmyndin með Gamlingjunum var að safna saman ýms- um lífsviðhorfum og klippa þau síðan saman eins og eins konar samtal, þar sem hver ein- ræðan tekur við af annarri. Rauði þráðurinn í myndinni var síðasti starfsdagur lestarstjóra áður en hann fór á ellilaun. Gerð myndarinnar tók tvö ár, en það var ekki óalgengt við gerð heimildarmynda á þessum tíma. Svipaða að- ferð notaði Henning síðar við gerð tveggja annarra mynda; „Fjölskyldumyndir“ og „Ung“. Saman mynda þær eins konar þríleik í dag, um lífið í Danmörku í upphafi sjöunda áratugarins. Myndin um Gamlingjana vakti mikla athygli og hlaut alþjóðleg verðlaun. En síðan var það Suður-Afríka sem átti hug hans allan í langan tíma. „Ísskápar í daglegu lífi suður-afrískra húsmæðra“ Henning hreifst af framtaki Bandaríkja- mannsnokkurs sem gert hafði heimildarmynd um Suður-Afríku undir því yfirskini að hann væri að gera auglýsingu fyrir flugfélag. Myndin var ekki vel gerð en hafði vakið mikla athygli og reiði. Henning hugsaði með sér að engum dytti í hug að einhver myndi reyna að endurtaka leikinn aðeins tveimur til þremur árum síðar. Honum tókst að fá Danfoss í lið með sér og fékk undirskrifað bréf frá forstjór- anum, Mads Clausen, í þá átt að Henning Carlsen væri að gera heimildarmynd um ís- skápa í daglegu lífi suður-afrískra húsmæðra. Mismunun kynþáttanna var þá í örri þróun í Suður-Afríku. Henrik Verwoerd, ríkisstjóri á þessum tíma, kom því í kring að Afríkönum var bannað með lögum að eiga fasteignir, Afr- íkanar urðu að halda sig frá borgunum og ut- an hvítu hverfanna eftir sólarlag, sett voru lög um refsingar við ástarsamböndum milli svartra og hvítra, hann minnkaði rétt svartra til menntunar osfrv. Um það síðastnefnda var meðal annars þetta skrifað: „Nýja kerfið var sett fram vegna þess að fyrra menntakerfi hafði framleitt „einstak- linga sem ekki voru við hæfi“ og „svarta Eng- lendinga“, sem höfðu gert sér hugmyndir sem ekki var víst að myndu alltaf tryggja okkur lágstétt sem væri reiðubúin til þjónustu. Þess- ir „einstaklingar sem ekki voru við hæfi“ máttu ekki lengur fá að „vera á beit á okkar grænu engjum“.“ Það er kaldhæðið, en síðasta setningin í þessari málsgrein, gæti verið úr hvaða eintaki sem er af einu mest lesna dag- blaði Danmerkur í dag, Ekstrabladet, sem nú í nokkur ár hefur haldið uppi miklum áróðri gegn Dönum af öðrum uppruna en dönskum og með annan húðlit en hvítan. En þannig var ástandið þegar Henning fór til Suður-Afríku og það er auðvelt að gera sér grein fyrir þeim hættum sem þetta verkefni hafði í för með sér. Í samvinnu við Nadine Gordimer En ekki mátti gleyma handritinu. Upphaf- lega hugmyndin var að „gera eitthvað um að- skilnaðarstefnuna“. Það dugði auðvitað ekki til. Henning hafði hrifist mjög af bók Nadine Gordimer A world of strangers, og hafði sam- band við hana. Hún var mjög áhugasöm og á endanum var myndin annars vegar byggð á aðalpersónu bókarinnar, en hins vegar notuð atriði sem ekki voru leikin heldur voru hrein- ar upptökur af aðstæðum undir aðskilnaðar- stjórninni. Myndinni var gefið einkar viðeig- andi nafn; „Dilemma“ eða „Togstreita“. Stuttu síðar var bókin bönnuð en líklega var það vegna þess að hún var nýkomin út í kilju- útgáfu en hafði fram að því aðeins verið til innbundin. Í kiljuútgáfu varð hún aðgengileg svörtum og því bönnuð. Fleiri slík dæmi fylgdu í kjölfarið, bæði tónlist og myndlist sem nota átti í myndinni var skyndilega „bönnuð“. Rík ástæða var til þess að fara var- lega. Eins og áður var getið var hluti af myndinni leikinn og því þurfti að fá leikara til starfa. Það var viðkvæmt mál og þeim var ekki sagt um hvað var að ræða. Það var viljandi gert, til þess að gefa þeim tækifæri á að segja síðar að þau hefðu ekki vitað hverju þau tóku þátt í. Ekki leið þó á löngu þar til allir leikararnir kveiktu á perunni, en enginn hætti við. Aðal- leikarinn, Zakes Mokae, var hundeltur eftir ... OG LJÚFIR TÓNAR LIFNA Í HJÖRTUM Ljósmynd/Else Heidary-Carlsen Fimmtíu árum eftir að hafa séð Potemkin, hina frægu mynd Eisensteins, fór Carlsen í pílagríms- ferð. Við Ódessatröppurnar 1998. Myndin er fengin úr sjálfsævisögu Carlsen, Mit livs fortrængn- inger, sem kom út hjá Gyldendal 1998. Henning Carlsen er eitt stærsta nafnið í danskri kvikmyndagerð. Hann hóf feril sinn á fimmta ára- tugnum með gerð heimildarmynda og „Dilemma“, leikin heimildarmynd sem hann gerði á laun í Suður- Afríku í kringum 1960, vakti alþjóðlega athygli. 1966 sló hann rækilega í gegn með myndgerð sinni eftir skáldsögu Knut Hamsun, Sulti. Nýjasta leikna mynd hans, „Hver ætli sé að kyssa hana núna?“, var gerð 1998. Hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld, laugardaginn 25. ágúst. E F T I R R Ö G N U S I G U R Ð A R D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.