Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 9
vesturströnd Bandaríkjanna. Það má merkja áhrif frá umhverfi Kaliforníu í hönnun hans, umhverfis þar sem saman fara pálmatré, gifs- húðaðir húsveggir og sterk keramíkhefð and- spænis hrárri iðnaðarsvæðum afgirtum með stálgirðingum og bylgjóttu bárujárni, að ógleymdri víðáttumikilli strandlengju Kyrra- hafsins. Dansað á mörkum tveggja listgreina Yfirborð stáls og áls hefur alltaf heillað Gehry. Það er gestum sýningarinnar gert ljóst um leið og stigið er inn fyrir dyr safnsins því utan um víðfrægan hringlaga fláa þess hafa verið hengd stálnet sem hylja sýning- arrýmið nær sjónum. Fínlega útgáfu sama efnis ber að líta á svölum safnsins þar sem reistur hefur verið bylgjulaga strúktúr, einna líkastur kjólfaldi, þakinn álplötum ámóta þeim sem notast var við í Bilbao. Það var Gehry sjálfur sem hannaði umgjörð sýningarinnar í samstarfi við hönnuðinn Bruce Mau. Frank Gehry efnir gjarnan til samstarfs við listamenn sem og aðra arkitekta. Telur hann að slíkt samstarf örvi frjóa hugsun og leiði til óvæntrar og spennandi niðurstöðu. Hefur langvarandi vinskapur hans við listamenn á vesturströndinni, s.s. Larry Bell, Robert Irw- in, Ed Ruscha, Richard Serra og Claes Olden- burg, vafalaust sett mark sitt á hugmyndir arkitektsins en af verkum sýningarinnar að dæma þokast hann sífellt nær hreinni skúlpt- úrgerð í hönnun sinni. Skrifstofubygging DG-bankans í Berlín er dæmi um þetta, en fundarsalur í miðrými byggingarinnar er í formi hrosshauss. Segja má að Gehry hafi fyrst náð sér al- mennilega á strik eftir að tölvutæknin gerði honum kleift að útfæra og hrinda í fram- kvæmd byggingu flókinna straumlínulagaðra strúktúra, bygginga sem minna í senn á iðandi skrokk snáksins, hreyfingar öldunnar eða fisks sem slær sporðinum við á sundi. Hug- búnaðurinn sem arkitektastofa Gehry tók þátt í að þróa í byrjun 10. áratugarins nefnist CATIA, og það var þá sem bylgjóttu, álþöktu strúktúrarnir litu fyrst dagsins ljós. Frá stálkeðjum til spegilgljáðs áls Fyrsta verkið sem vakti verulega athygli á Frank Gehry sem arkitekt var hönnun hans á viðbyggingu og umgjörð um eigið heimili í Kaliforníu (1977–78 og 1991–92). Þar notaðist Gehry við óhefðbundin efni á borð við bárujárn, stálgirðingu og ódýran krossvið og formgerð sem stóð einna næst kúbisma og miðaði að einu allsherjar uppbroti hefðbundinnar rýmisgerðar. Síðan þá hefur aðdáun hans á óhefðbundn- um efnum þróast frá því grófa til fínlegri út- færslna. Kassalag bygginganna hefur að sama skapi verið brotið upp og sótt til áhrifa úr óreglulegri formgerð náttúrunnar. Í verkum Gehrys í dag mætast þessar andstæður hreyf- ingar og léttleika og þyngdar og kyrrstöðu. Straumlínulaga og áli þakin formin, ásamt glampandi glerinu, ljá byggingunum yfirbragð ólgandi iðunnar en þyngd hins margupp- brotna kassalags útveggjanna, sem og stærð þeirra segja manni að þær séu rismeiri og varanlegri en svo að hægt sé að hreyfa við þeim. Gestir fá nasaþef af vinnuferli arkitektsins og samstarfsmanna hans í þeim hluta sýning- arinnar þar sem þróunin við hönnun viðbygg- ingar við MIT-tækniháskólann í Massachus- etts er rakin frá óreiðukenndum útlínum í frumskissum Gehrys til fullunnins módels og þrívíddarmynda í tölvum. Fjöldi módela frá mismunandi vinnslustigum bygginga Gehrys leiðir í ljós hversu margbrotið ferli býr að baki einstaka byggingum. Afkastamikill sem aldrei fyrr Afköst Gehrys á síðastu árum hafa verið með ólíkindum. Af 40 verkum á sýningunni mátti telja um átta stór hönnunarverkefni, sem ýmist eru ný- hafin eða á mismunandi vinnslustigum. Á um- svifamikilli arkitektastofu Gehrys í Kaliforníu starfar nú fjöldi arkitekta og hönnuða undir leiðsögn meistarans en engu að síður spyr maður sig endurtekið að því við skoðun sýn- ingarinnar hvernig mögulegt sé að halda utan um og þróa slíkan fjölda tæknilega flókinna verkefna á sama tíma. Nokkur þeirra eru verkefni sem verið hafa í vinnslu um skeið en er enn ólokið, eru tónlist- arhús Disney samsteypunar sem hýsa mun fíl- harmóníusveit Los Angeles, tónlistarhúsið í Chicago, skrifstofubygging í Hannover í Þýskalandi og hótel kennt við Marques de Riscal á Spáni. Á síðasta ári efndi Gehry auk þess til samstarfs við arkitektinn David Childs um tillögu að nýrri byggingu The New York Times við Times-torg í New York og við franska arkitektinn Jean Nouvel við hönnun leikvangs í Prag. Þá eru enn ótalin smærri verkefni, á borð við nýja mötuneytið í byggingu útgáfufyr- irtækisins Condé-Nast í New York. Sögur af hönnun Gehrys þar hafa farið sem eldur í sinu um borgina og eru við það að æra áhugasama af forvitni því öðrum en starfsmönnum fyr- irtækisins er meinaður aðgangur að dýrðinni. Vart þarf að taka fram að pappamódelin í Guggenheim fleyta sýningargestum skammt í þeim efnum. KKIR ENGIN BÖNN Ljósmynd/Whit Preston, Frank O. Gehry & Associates Angeles sem verið hefur í vinnslu frá 1987. Ljósmynd/Peter Mauss, Esto Frá Vitra-hönnunarsafninu í Weil am Rhein í Þýskalandi sem Gehry hannaði á árunum 1987–89 og var fyrsta stóra verkefni hans í utan Bandaríkjanna. Ljósmynd/Tim Street-Porter Arkitektinn vakti fyrst athygli fyrir umbætur á eig- in íbúðarhúsi í Santa Moníka í Kaliforníu á árunum 1977–78. Hann bætti aftur við húsið árið 1991. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.