Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 13 SUMARÓPERUR við Glynd- bourne hafa jafnan verið vin- sæll menningarviðburður meðal efnameiri Breta sem eru reiðu- búnir að greiða allt að 18.000 krónur fyrir miðann. Dagskrá óperuhússins í ár hefur þá not- ið einstakra vinsælda jafnt hjá gagnrýnendum sem áhorf- endum en óperuferð til Glyndbourne fylgir jafnan laut- arferð með dýrindis fæðu í því eins og hálfs tíma hléi sem gert er á sýningunni. Óperugestir voru hins vegar ekki alls kostar sáttir á sýningunni nú um helgina þegar einn gestanna dró útigrill upp úr pússi sínu og hóf að grilla fyrir fjölskyld- una. Slökktu starfsmenn óperu- hússins strax í grillinu. Að sögn breska dagblaðsins Independent telur starfsfólk og stjórnendur þá stefnu breska Verkamanna- flokksins að gera listirnar að- gengilegar sem flestum eina helstu ástæðu þess að „grill- arinn“ mætti í óperuna. Velta stjórnendur Glyndbourne því nú mikið fyrir sér hvort nauð- synlegt sé að auglýsa sér- staklega í sýningarskrá að bannað sé að grilla. Skopast að fræga fólkinu SKOPMYNDIR af fræga fólkinu eru nú til sýnis í almennings- bókasafni New York-borgar. Sýningin, sem nefnist Skop- myndir af þekktum Bandaríkja- mönnum, geymir verk teiknara á borð við Al Hirschfeld, Will- iam Auerbach-Levy, Peggy Bacon, Ralph Barton og Paolo Garetto. Þótt skopmyndagerð sem listgrein megi rekja allt til Ítalíu í lok 17. aldar var það þó ekki fyrr en á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja sem hún fór að njóta virkilegra vin- sælda og var það ekki hvað síst að þakka breyttu fjölmiðlaum- hverfi. Dagblöð, útvarp og kvikmyndir stækkuðu til muna hóp þekktra einstaklinga sem orðið gátu penna teiknarans að bráð. Tennur Theodore Roose- velt, eyru Clark Gable, barmur Mae West, yfirvaraskegg Groucho Marx og kinnbein Katherine Hepburn urðu þann- ig öll að sérkennum þessara einstaklinga með nokkrum pennastrikum. En að sögn Wendy Wick Reaves, yfirmanns sýningarinnar, er það einmitt á þessum tíma sem sú áherslu- breyting verður á skopmyndum að litríkar persónur taka við af þjóðfélags- og stjórnmála- gagnrýni fyrri skopmynda. Óperusöngvarar leita í vestur AUSTUR-evrópskir óp- erusöngvarar hafa frá lokum kalda stríðsins leitað í æ meiri mæli til vestrænna óperuhúsa, enda launin hærri en heima fyrir, og kann nú að stefna í að óperuhús Austur-Evrópuríkj- anna geti ekki lengur haldið sinni fyrri stöðu sökum mann- eklu. Uppfærsla hinnar rúss- nesku Kirov-óperu, sem lengi vel hefur talist til betri óp- eruhúsa, í London á dögunum mætti til að mynda umtals- verðri gagnrýni. Er það mat New York Times að þessi fólks- flótti hafi hins vegar gagnast vestrænum óperuhúsum ágæt- lega, sem áður hafi orðið átt í vanda með að manna vissar söngraddir. Bannað að grilla í óperunni GUÐRÚN Vera Hjartardóttir sýnir um þessar mundir skúlptúra í gallerí@hlemmur.is. Yfir- skrift sýningarinnar er „Rætur“ og vísar titill- inn til tengsla manneskju og náttúru. Í skúlpt- úrunum þremur sem Guðrún sýnir í galleríinu má greina augljósa samlíkingu mannslíkamans við tré og vöxt plantna. Rætur, hryggjarbein og laufblaðsmynstur vaxa á líkömum fígúr- anna, líkömum sem eru að öðru leyti raunsæis- lega mótaðir. Í sýningarskrá minnir Guðrún á hversu nátengdur líkaminn er náttúrunni og að ekkert efni finnst í mönnum sem er ekki líka í náttúru jarðar. „Líkaminn er jarðefni og er jafnmikil náttúra og fjallið við sjóndeildar- hringinn eða tréð í skóginum,“ segir í sýning- arskránni. Það sem vekur athygli blaðamanns er að sú gróteska ókennd sem verkin kunna að vekja með áhorfandanum víkur fyrir þeirri friðsældartilfinningu sem þau miðla. Mannver- urnar, sem eru kynlausar og dálítið barnslegar, tjá ekki ótta eða angist heldur þroska og nokk- urs konar innhverfu. En hvaðan kemur þessi friðsæld? spyr blaðamaður listakonuna. „Það er reyndar mjög misjafnt hvernig fólk upplifir verkin, en flestir hafa ýmist talað um þessa ró, eða að þeim hryllir við þeim,“ segir Guðrún Vera. „Ég held samt sem áður að þarna sé um að ræða löngun eða þrá eftir einhverju meira í tilverunni, einhvers konar almætti í víðum skilningi. Það má segja að mannverurnar í verkunum séu að láta undan tilverunni þar sem þær finna dýptina sem hver manneskja þráir í lífinu. Það er eitthvað sem við getum ekki kom- ið orðum að, en skiptir öllu máli. Þessi tilfinn- ing getur minnt okkur á dauðann sökum þess að í náttúrunni upplifir maður smæð sína. Þetta er spurning um að vera í líkamanum öllum.“ Guðrún Vera segir verkin að mörgu leyti sprottin af nokkurs konar náttúruupplifun, að upplifa sig í náttúrunni og sem hluta af henni. Hún bendir á verkið sem hún hefur nefnt „Vöxtur“ og útskýrir þetta nánar. „Þegar ég leit á verkið eftir að hafa búið það til hugsaði ég: Hún er í raun svo nálægt dauðanum. Hún er að verða að mold. Ég held að maður komist aldrei nær tilfinningunni fyrir lífinu en þegar maður er á barmi dauðans og þá meina ég ekki bara hinn endanlega dauða heldur þarf maður að gefast upp fyrir tilverunni. Þá verður lífið svo fullt af tilgangi, í stað þess að líða í hvers- dagslegum og yfirborðslegum hugsunum frá degi til dags.“ Við vinnslu verkanna þriggja á sýningunni notaði Guðrún Vera sinn eigin líkama sem fyr- irmynd. Öðrum þræði má því ef til vill segja að verkin lýsi þroska hennar sjálfrar sem lista- manns. „Með þessari sýningu finnst mér ég fyrst hafa náð einhvers konar áfanga, vera komin á rétta braut. Frá því að ég lauk fram- haldsnámi í Hollandi hef ég verið hálfófullnægð og leitandi. Á þessum tíma byrjaði ég að stunda hugleiðslu, sem gengur út á að taka til í lík- amanum og tengjast honum.“ Guðrún Vera segist hafa gengið með hug- myndina að þessari sýningu mjög lengi í mag- anum áður en hún tók á sig form. Nú er hún hins vegar þegar farin að leggja drög að næstu sýningum. „Ég tek þátt í samsýningu í Slunka- ríki á Ísafirði nú í september og þar vinn ég áfram með leirfígúruna. Síðan stefni ég á stóra sýningu árið 2003,“ segir Guðrún Vera að lok- um. Gallerí@hlemmur.is er opið fimmtudag til sunnudags frá kl. 14 til 18 og lýkur sýningunni 9. september. ÞRÁIN EFTIR DÝPTINNI Verkið „Bak“ á sýningu Guðrúnar Veru Hjartardóttur. ERLENT staka þjóðlagatónleika en Voces Thules flytja ís- lenska miðaldamúsík. „Ég hef fengið til liðs við mig Arngeir Heiðar Hauksson en hann hefur sérhæft sig í gamalli tón- list og leikur á alls konar hljóðfæri af gítar- og lútuættum – á tónleikunum leikur hann aðallega á miðaldahljóðfæri.“ Sigurður Halldórsson, einn af söngvurunum í Voces Thules, segir að tónleikar þeirra verði fjór- skiptir. „Við verðum í fyrsta lagi með tíðasöng – úr Þorlákstíðum, og í öðru lagi messusöng – við höfum tínt til ordinarium messuþætti úr ýmsum handritum alveg frá um 1200 til um 1473. Þriðji efnisþátturinn eru tvísöngvar og rímur og sá fjórði dansar. Þar verðum við með vikivaka og bassadansa sem við syngjum með trumbuslætti.“ Þeir Sigurður og Sverrir segjast ekki ætla að dansa með söngdönsunum, enda tónleikarnir haldnir í kirkju. „Kannski við laumumst til að stíga vikivakann á torginu framan við kirkjuna eftir tónleikarna.“ Sverrir segir að það sé félagi þeirra, Eggert Pálsson söngvari og slagverksleik- ari, sem taki að sér að kveða rímurnar – en það er kúnst sem ekki margir hafa á færi sínu í dag. SVERRIR Guðjónsson kontratenorsöngvari og sönghópurinn Voces Thules verða gestir Alþjóð- legu tónlistarhátíðarinnar í Utrecht í Hollandi um helgina. Þetta er elsta og virtasta hátíð gamallar tónlistar í heiminum í dag og fjölmargir heims- þekktir listamenn sem sérhæfa sig í flutningi eldri tónlistar sækja hana ár hvert. Sverrir Guðjónsson segir að þátttaka þeirra í hátíðinni sé til komin fyrir áhuga framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Kasper Vogel. „Hann hafði samband við okkur fyrir einu og hálfu ári um að taka þátt í hátíðinni í fyrra. Þá hafði hann áhuga á að búa til eitthvað sem tengdist Íslandi og var með í huga að fá einn- ig Sequentia-hópinn til að flytja Eddukvæða- dagskrá sína. Þessu var frestað um eitt ár en er að verða að raunveruleika núna.“ Sverrir segir að framkvæmdastjórinn hafi komið í heimsókn hing- að til lands í vor með blaðamenn með sér: „Bara til að fá betri tilfinningu fyrir landi og þjóð og þeim tónlistararfi sem hér er,“ segir Sverrir. Miðaldamúsík og þjóðlög Hátíðin hefst nú um helgina og stendur í tæpar tvær vikur. Sverrir Guðjónsson verður með sér- „Eggert hefur náð alveg sérstökum tóni í rím- urnar – þetta þarf að vera eitthvað á milli söngs og tals og Eggert nær því mjög skemmtilega.“ Tví- söngslögin sem flutt verða í Hollandi eru vel valin og ekki meðal þeirra sem oftast heyrast að sögn félaganna. Þegar tvísöngnum lýkur taka svo trumburnar og dansarnir við. Þjóðlög leikin á sinfóní Sverrir segir að fyrir þjóðlagatónleikana hafi hann kosið að hafa efnislegan þráð að fara eftir. „Það er árstíðatilfinning í prógramminu og líka ástarþráður og Arngeir rammar þetta inn með leiknum köflum og leikur þá á hljóðfærið sinfóní sem gefur þessu fornaldarlegan blæ. Ég reikna með að við verðum líka með kertalýsingu og við reynum að búa til eins miðaldalega stemmningu og hægt er,“ segir Sverrir. Voces Thules koma reyndar einnig fram á tónleikum Sverris og syngja þá nokkur tvísöngslög. Fleiri Íslendingar taka þátt í Tónlistarhátíðinni í Utrecht – þar á meðal þjóðlagahópurinn Embla og fræðimennirnir Árni Björnsson og Bjarki Sveinbjörnsson. Morgunblaðið/Sigurður Jökull RÍMUR KVEÐNAR, TÍÐIR SUNGNAR OG VIKIVAKI STIGINN Í LAUMI Voces Thules og Sverrir Guðjónsson syngja á tónlistarhátíðinni í Utrecht.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.