Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 7 hann að tæma veskið af bæði klinki og seðlum, setja ofaní kassann og rétta manninum svo veskið aftur einsog ekkert væri? Nei. Það gæti virkað einsog hann tæki þetta óstinnt upp. Hann rétti manninum veskið eftir að hafa tekið klink fyrir ferðinni. „Þakka þér fyrir.“ „Það var ekkert.“ Þegar ég hugsa mig betur um þá hefur nafn- giftin ef til vill eina merkingu: hún dregur dár að lykilsögunni, þeirri aðferð að vísa í skáld- skap óbeint (með brengluðum nöfnum) til þekktra einstaklinga í því skyni að salla þá nið- ur í háði. Ég hef aldrei kunnað að meta þessa aðferð; mér hefur fundist hún vera sjálfhverf, hálfgert runk þar sem höfundur treður mein- ingum sínum uppá lesandann og ekki alveg grunlaust um að ástæðan sé sú að hann álíti sig eiga eitthvað sökótt við fólk og sé að hefna sín. Til hvers eru þá bókmenntir? Því ef ég er svag fyrir einhverri kenningu um tilgang bók- mennta er hún sú að þær leysi lesandann úr þeim álögum sem vaninn hefur lagt á hann. Þetta gerir Nietzsche einmitt. Ég er aðeins áhugamaður um heimspeki og langt frá að vera nokkur sérfræðingur í Nietzsche, en stundum þegar ég stend útí garðinum mínum og reyki hugsa ég að enginn rithöfundur hafi tekist jafn vel á við það verkefni að rjúfa þá svefngöngu vanans sem hugsuninni og þar með tilverunni hættir svo djöfullega mikið til að vera. En þegar allt kemur til alls finnst fólki ekk- ert óbærilegra en að láta gabba sig. „Eru þau að gera lítið úr lífi mínu?“ Hugsuninni skaut uppí kollinum á Jónatan án þess að hann fengi rönd við reist. Auðvitað var þetta einstaklega endurtekningarsamt og einhæft starf. Því var ekki að neita. Hring eftir hring eftir hring, sömu leiðina daginn út og inn, eilífur rúntur, samur og samur út og austur. En hvaða rétt höfðu einhverjir hrekkjalóm- ar á Skjá einum eða PoppTíví eða Stöð tvö til að lítilsvirða tilveru hans? Var rútína þeirra eitthvað skárri? Og þegar hann heyrði tónteg- undina í hugsunum sínum rann upp fyrir hon- um að hann var í vonlausri aðstöðu: hann yrði að taka þessu vel, annars yrði hann dæmdur húmorlaus. Annaðhvort var hann í hressa lið- inu eða því beiska. Og það fór í taugarnar á honum að vera sett- ir slíkir afarkostir. Honum hafði verið stillt upp við vegg. Var ekki eitthvert glórulaus til- litsleysi í gangi í skemmtanabransanum? Hressleikinn var keyrður miskunnarlaust áfram einsog lúbarinn kerruhestur, látinn æða yfir allt sem á vegi hans varð. Hressleikaiðn- aðurinn skeytti hvorki um skömm né heiður. Ef þú varst ekki með í leiknum gastu gengið til liðs við hersingu óhamingjusamra nöldur- seggja. Sem voru vissulega til, Jónatan þekkti marga slíka og langaði ekki til að verða einn af þeim. En í raun og veru var það dálítil innrás í einkalíf hans að koma fyrir kvikmyndavélum og taka hann upp án hans vitundar. Þau tefldu á tæpasta vað í siðferðislegum álitamálum fjöl- miðla. Hvað hafði frænka hans sem var á Kleppi sagt við hann? „Það eru kvikmynda- vélar allsstaðar.“ Var þetta ekki alveg hárrétt hjá henni? Það voru kvikmyndavélar allsstað- ar. Lífið var stöðugt að nálgast það meira og meira að vera bein útsending. Raunveruleika- sjónvarp var auðvitað eitt … munurinn var sá að fólk vissi af kvikmyndavélunum þar og gat því sett sjálft sig á svið. En það voru komnar eftirlitsmyndavélar á hvert götuhorn; útvarps- stöðvarnar voru óþreytandi að hringja í fólk til að plata það uppúr skónum; allt í þágu gríns- ins; þeir sem ekki voru með voru fýlupokar. Ég er hérna staddur ennþá. Já, ég er að reykja. Það er tekið að hausta og sennilega verður kalt hérna úti í vetur. Ástæðan fyrir að ég hætti ekki að reykja er sú að það er gott að hugsa á meðan maður reykir. Svo vil ég heldur ekki gera stækum reykingarvarnarfasistum það til geðs. Nú verð ég að játa að ég hef lúmskt gaman af þáttum með falinni myndavél og get því ekki stillt þeim upp sem tákni um stigvaxandi lágkúru samtímans. Því oft tekst aðstandend- um slíkra þátta að búa til ankannalegar uppá- komur sem rjúfa framrás hversdagslegra at- burða. Og ég hef sjálfur tekið viðtal við mann án hans vitundar, þótt ég fengi reyndar leyfi eftir á til að útvarpa því. Þetta hefur verið gert við mig. Allt í góðu. En þó að þetta sé saklaust og græskulaust gaman eru einhversstaðar mörk og ég hef sett þau niður fyrir sjálfum mér. Fyrir tveimur árum var ég staddur í bíl að hlusta á útvarpsþátt á einni af dægurlaga- stöðvunum. Í þættinum var gabb í gangi. Stjórnandinn hafði hringt í kærustu sína og var að segja henni upp í beinni útsendingu. Hann sagði að þetta væri orðið gott hjá þeim og að sambandið virkaði ekki alveg. Hún var niðurbrotin og sagði ekki rétt að ræða þetta í síma, að betra væri að tala um þetta um kvöld- ið þegar þau kæmu heim – þau bjuggu greini- lega saman. Hann sagði að það hefði ekkert uppá sig og bað hana að hirða föggur sínar og vera farin þegar hann kæmi. Og síðan rann upp stund uppljóstrunarinnar þegar hann sagði henni að þetta væri bara gabb í útvarps- þættinum sínum. Hún kallaði hann drullusokk og skellti á hann. Þetta hljómaði ekki sem leik- inn dagskrárliður í mín eyru. Kannski voru einhverjir aðdáendur þáttar- ins að hlusta og fannst þetta ógeðslega flippað og hann kúl að þora, víla þetta ekki fyrir sér. En ég fylltist djúpri hryggð, depurð. Ekki hneykslan, nei, depurð. Útvarpsmaðurinn var reiðubúinn til að fórna einkalífi sínu á altari fjörsins. Allt fyrir skemmtunina! Leikgleði tuttugustu aldarinnar hafði náð efstu hæðum í lágkúru. Ekki aðeins voru skil einkalífs og op- inbers lífs rofin, sem er spennandi spil, heldur lagði hann innstu tilfinningar unnustu sinnar að veði, lék sér að þeim. Ég vona að hann hafi séð að sér, játað brot sitt og gert yfirbót. Í stað þess að fara í fýlu, sem hefði verið ófrjótt – hann hristi af sér gremjuna í snatri –, tók Jónatan að hugsa upp mótleiki. Ætti hann að bruna framhjá stoppistöðvunum þar sem þau biðu? Hann lét sér jafnvel detta í hug að hringja í Stefán, bílstjórann sem var með vagninn á hinni vaktinni, og fá hann til að koma í vagninn í venjulegum fötum þegar hvorugt þeirra væri í honum og skipta svo við sig, fara í einkennisbúninginn og vera tekinn við akstrinum næst þegar þau kæmu. „Þá held ég kæmi aldeilis svipur á þau,“ hugsaði hann. „Allt í einu kominn nýr bílstjóri og hinn orðinn farþegi. Svo gætu þeir skipt aftur. Fallin á eig- in bragði. Vitskert veröld.“ „Velkomin í vagninn,“ sagði hann við kon- una og hneigði höfuðið til hennar. „Þakka þér fyrir,“ svaraði hún. „Ég vona að þú verðir ánægð með þjónustu SVR.“ „Þakka þér kærlega fyrir.“ Það var ekki um að villast, hún var ærið sposk, einsog hún væri að springa úr hlátri. „Ég vona að þú notfærir þér ferðir vagnsins sem oftast í framtíðinni.“ „Ha? Já. Það er víst engin hætta á öðru. Mikið gat tilveran annars verið skemmtileg, tæki maður þann pólinn í hæðina. Í þetta sinn hafði maðurinn farið út á sömu stöð og konan kom inn. Jónatan sá hann í bak- sýnisspeglinum þar sem hann hafði fengið sér sæti í biðskýlinu. Síðan sá hann hvítan Mitsub- ishi renna upp að því og manninn stíga um borð. Já, mikið gat tilveran verið ljómandi skemmtileg. Hann þyrfti að lífga uppá heim- ilislíf sitt með svipuðum hætti. Það hafði, við- urkenndi hann fyrir sjálfum sér, ekki verið uppá marga fiska síðan einkadóttir þeirra hjóna flutti að heiman. Svo ekki væri talað um kynlífið, Guð almáttugur … Nei, þetta var þrúgandi tilvera, að undanförnu hafði hann skynjað það skýrt, skýrar en áður. Þau hjónin löfðu á vananum einum saman og höfðu engan kraft í sér til að gera neitt í því. Þau lágu eins- og lufsur í hægindastólunum og horfðu á sjón- varpið. Hvað ef þetta væri nú alltaf sami fram- haldsþátturinn sem þau voru að horfa á? Tækju þau yfirleitt eftir því? Í rúminu tóku þau enn eina umferð vanabundinna hreyfinga án þess að láta hvarfla að sér að þetta væri alltaf sama senan í endursýningu. Afhverju gerðu þau ekki eitthvað nýtt? Hvað var eig- inlega orðið af neistanum! Æ, það hljómaði ekki einu sinni vel að væla yfir horfnum neista, hljómaði einsog biluð plata, útjöskuð klisja. Hér þurfti róttækari meðöl. Það þurfti að kveikja nýjan eld og snúa skilningarvitunum á hvolf. Þau yrðu að fara til Timbuktu eða Balí – eða finna sér nýja leiki til að leika, leiki einsog þennan sem hann var núna staddur í! Nei, Jónatan Garðarsson er ekki tákn fyrir nafna sinn hjá sjónvarpinu. Til hvers væri það? Hann er samnefnari þess að feta sig vit- andi vits eftir þekktum slóðum, vanans sem keyrir okkur útá ystu nöf – og áfram. Og þó er hann allsekki bara þetta; hann er sjálfstæður einstaklingur og ég sé skýrt fyrir mér hvern drátt í andliti hans þar sem hann ákveður að tími sé kominn til að binda enda á leikinn. Jónatan setti vagninn í handbremsu, steig uppúr stólnum og gekk með hægð aftur í vagn- inn, á sama hátt og hann hafði nokkrum sinn- um gert þegar hann var að skamma krakka fyrir að gera bjölluat. Þvínæst bað hann kon- una, sem sat framarlega í vagninum, að tala við sig rétt sem snöggvast. „Það er bara örlítið formsatriði frá SVR,“ sagði hann kurteislega. Og síðan benti hann manninum, sem sat á aftasta bekk, að koma og tala við sig. Og þarna stóðu þau bæði fyrir framan hann einsog hrekkjótt börn á skrifstofu skólastjór- ans, furðu slegin og feimnisleg. „Jæja,“ hrópaði Jónatan og brosti útí eitt. „Komiði með það. Falin myndavél!“ En þau störðu bara opinmynnt á hann. Já, það er kalt hérna úti, einhversstaðar austur í bæ er andartakið frosið fast utan um þrjá einstaklinga til eilífðar og glötunin bíður okkar allra á götuhorni. Það er byrjað að snjóa. Höfundur er bókmenntafræðingur. Þ AÐ er ekki hægt að reisa múra um hugmyndir, heimspeki- stefnur, skoðanir eða trúarvið- horf,“ segir Salman Rushdie í grein sem hann ritaði í breska blaðið The Guardian 28. sept- ember síðastliðinn til varnar franska rithöfundinum Michel Houellebecq sem kærður hefur verið fyrir meint níð um íslam. Rushdie er harðorður í greininni og segir að múslimar hafi enn einu sinni vegið að málfrelsinu og mikilvægt sé að halda uppi vörnum fyrir skáldskapinn. Upphaf málsins er að Houellebecq lét þau orð falla í viðtali við frönsku tímaritin Lire og Figaro Magazine að íslam væri „heimsku- legustu trúarbrögðin“. Hann gaf einnig í skyn að Kóraninn væri ómerkilegt rit en sagði hins vegar að Biblían væri „að minnsta kosti vel skrifuð vegna þess að gyðingar hafi virkilega bókmenntahæfileika“. Í kjölfarið höfðuðu stærstu moskurnar í París og Lyon, Bandalag franskra múslima og Heimssam- band múslima mál á hendur höfundinum fyr- ir kynþáttahatur gegn múslimum. Rushdie, sem hefur eins og kunnugt er far- ið huldu höfði í meira en áratug eftir að hafa verið dæmdur til dauða fyrir guðlast í bók- inni Söngvar satans af erkiklerkum í Íran, segir að „ef einstaklingur í frjálsu samfélagi hafi ekki lengur rétt á því að segja opinskátt að honum þyki ein bók betri en önnur þá hafi það samfélag ekki lengur rétt á því að kalla sig frjálst.“ Enn fremur tekur Rushdie undir það með Houellebecq að það sé ekki hægt að leggja að jöfnu atlögu að hugmyndafræði fólks og trúarkerfum og atlögu að fólkinu sjálfu. „Þetta er tvímælalaust ein af grunn- stoðum opins samfélags,“ segir Rushdie. „Borgarar hafa rétt á að kvarta yfir misrétti sem þeir verða fyrir en ekki yfir því að ein- hver sé þeim ósammála, jafnvel ekki þótt sterkt og dónalega sé kveðið að orði.“ Rushdie hælir Houellebecq í hástert fyrir skáldsögur hans en Houellebecq er fræg- astur fyrir Öreindirnar (1998), sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, en hún vakti gríðarlega mikil og blendin viðbrögð. Nýj- asta skáldsaga hans, Platforme (2001) eða Áform sem væntanleg er í íslenskri þýðingu í nóvember, hefur einnig vakið mikil viðbrögð, ekki síst meðal múslima sem aðalsöguhetja bókarinnar hefur ímugust á. Gagnrýnendur hafa leitt getum að því að Houellebecq sé í raun að lýsa eigin hatri á múslimum í Áform- um enda hafi hann átt múslimskan fóstur- föður sem hann hafi afneitað. Rushdie segir að allir þeir sem unni bók- menntum ættu að hafna ævisögulegum túlk- unum af þessu tagi og verja sjálfstæði text- ans. Hann segir að það verði að vera hægt að skapa persónur af öllu tagi í skáldskap. „Ef skáldsagnahöfundur getur ekki lýst nasista eða ofstækismanni án þess að vera sjálfur sakaður um að vera nasisti eða ofstækismað- ur geti hann ekki sinnt starfi sínu almenni- lega.“ Rushdie segir að það sé „skylda allra góðra manna“ að koma Houellebecq til hjálpar því málstað hans sé mikilvægt að verja. Fjöl- margir eru sammála Rushdie. Franskir menntamenn og útgefendur hafa margir hverjir tekið upp hanskann fyrir Houellebecq en, eins og Rushdie bendir á, hafa líka marg- ir þeirra ekkert látið í sér heyra. Franska vinstrielítan þykir Houellebecq, að sögn, of grófur og klámfenginn til að vilja bendla sig við hann. Forlag hans í Frakklandi, Flamm- arion, hefur raunar einnig haldið sig til hlés á meðan öfgasinnaðir hægrimenn létu sig ekki vanta við upphaf réttarhaldanna, klæddir stuttermabolum með mynd af Mariönnu, gyðju lýðveldisins, prentaða á bolinn, kefl- aða. Þeim var fljótlega varpað á dyr. Franskir fjölmiðlar hafa látið gamminn geisa og meðal annars haldið því fram að Houellebecq hafi fyrst og fremst látið orð sín um íslam falla til að vekja athygli á nýjustu skáldsögunni sinni. Það virðist raunar stang- ast á við þá staðreynd að Houellebecq býr í afskekktri sveit á Írlandi og er lítið fyrir að vera í kastljósi fjölmiðla en fjölmiðlar hafa hins vegar bent á að á Írlandi fái listamenn góðan skattaafslátt. Reyndar hafa farið fram miklar umræður um ábyrgð og sölumennsku fjölmiðla í réttarhöldunum, hvernig þeir spila inn á blygðunarkennd fólks en fría sig ábyrgð þegar allt fer í bál og brand eins og í þessu tilfelli. Það þykir þó einna merkilegast við rétt- arhöldin að múslimirnir vitna ekki aðeins í ummæli höfundarins, heldur í stórkarlalegar yfirlýsingar aðalpersónu skáldsögunnar Áform. Hefur það gengið svo langt að dóms- forseti hefur oftar en einu sinni þurft að minna á að það sé ekki verið að rétta yfir skáldaðri persónu heldur höfundi og ummæl- um hans í blaðaviðtölum. Houellebecq hefur í vörn sinni lagt áherslu á að ummæli sín hafi verið slitin úr samhengi, að hann hefði ekki bara verið að ráðast á ísl- am, heldur á hvers konar eingyðistrúar- brögð. Hann neitar því að hann sé haldinn kynþáttafordómum en áskilur sér rétt til að gagnrýna íslam. Kröfur kærenda eru hins vegar skýrar. Dalil Boubakeur, rektor moskunnar í París, orðar þær með þessum hætti: „Það hefur ver- ið farið ósegjanlega illa með íslam, það hefur verið gengið algerlega fram hjá því sem það er. Hversu lengi verður hægt að haga sér svona? Enginn þekkir betur en ég hvað tján- ingarfrelsi þýðir. En það sem sagt er hefur sitt vægi. Það getur drepið. Tjáningarfrels- inu eru þannig takmörk sett. Ég tel að sam- félag mitt hafi verið svívirt, að trúarbrögð mín hafi verið svívirt. Ég fer fram á að rétt- lætinu verði fullnægt.“ Salman Rushdie AP Michel Houellebecq RUSHDIE VER HOUELLEBECQ Salman Rushdie segir það „skyldu allra góðra manna“ að koma Michel Houellebecq til varnar en hann hefur verið kærður fyrir meint níð um íslam. ÞRÖSTUR HELGASON segir frá málavöxtum. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.