Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 15 M ARGIR krakkar þekkja vel hann Bene- dikt búálf úr sam- nefndum bókum Ólafs Gunnars Guðlaugs- sonar. Nú hafa Draumasmiðjan og Ís- medía sett upp söng- leik sem byggður er á fyrstu bókinni um bú- álfinn Benedikt og ævintýrum hans og Dídíar mannabarns í Álfheimum. Frumsýningin verður í Loftkastalan- um kl. 20 í kvöld. Það er Gunnar Gunnsteinsson sem leikstýrir upp- færslunni, en sjálfur hefur Ólafur Gunnar unnið leikgerðina. Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk per- sónanna og tónlistin er samin af Þor- valdi Bjarna Þorvaldssyni. Í leikritinu segir af Dídí manna- barni sem einn góðan veðurdag finnur búálf heima hjá sér. Þetta er Benedikt búálfur sem nýkominn úr baði, og þar sem að búálfar eru aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir kemur Dídí undireins auga á hann. Benedikt býður Dídí með sér í Álf- heima þar sem þau lenda í miklum æv- intýrum, kynnast m.a. Jósafat manna- hrelli og drekanum Daða sem er græn- metisæta. Í Álfheimum er hins vegar ekki allt með felldu því svartálfakonungurinn Sölvi súri hefur tekið upp á því að ræna Tóta tann- álfi sem passar upp á tennur álfanna í Álf- heimum. Það mun hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar því tannpína gerir álfa geðvonda og myrkar hugsanir breyta þeim í dökkálfa. Sjálfur Aðalsteinn álfakonungur er kominn með tannpínu og því góð ráð dýr. Dídí og Benedikt er falið að frelsa Tóta tannálf úr greipum Sölva í Sortuhelli, enda eru það að- eins búálfar og mannabörn sem geta hætt sér inn í þau myrkviði án þess að breytast um- svifalaust í dökkálfa. Eftir að hafa fylgst með fjörugri æfingu á verkinu sest blaðamaður niður með þeim Ólafi, Gunnari og Þorvaldi til að spjalla um verkið og tildrög þess að bókin um Benedikt varð að fjölskyldusöngleik. Enduðu alltaf á sömu lausninni „Þetta byrjaði nú með því að Hinrik Ólafs- son leikari, sem fer með hlutverk Aðalsteins álfakonungs í leikritinu, fékk augastað á bók- inni um Benedikt þegar hann var að lesa hana fyrir son sinn. Hann hafði samband við Gunnar Gunnsteins og var í kjölfarið slegið upp fundi þar sem við ræddum um hugs- anlega leikgerð að sögunni. Þetta var nú fyrir fjórum árum og hefur þetta verkefni því verið í þróun í nokkurn tíma,“ segir Ólafur. „Þorvaldur Bjarni kom snemma inn í verk- efnið og veltum við ýmsum möguleikum fyrir okkur við uppfærsluna. Við enduðum í raun alltaf á sömu lausninni það er að það þýddi ekkert annað en að búa til stóra sýningu í kringum þetta,“ segir Gunnar Gunnsteinsson sem vann náið með Ólafi að því að móta leik- gerðina að verkinu. „Þetta er nokkurs konar fjölskyldusöngleikur, enda er leikritið hugsað fyrir aldurshópinn frá tveggja til tíu ára og upp úr. Hópurinn sem stendur að uppfærsl- unni er sá sami og setti upp Ávaxtakörfuna í Íslensku óperunni, og fleiri verk eftir það og er því hérna á ferðinni fólk sem hefur reynslu af því að vinna saman og leggjast á eitt um að skapa vandaða heild,“ segir leikstjórinn Gunnar. Tónlistin í verkinu kemur út á geisladiski um helgina. „Við höfum farið dálítið wagner- íska leið með þetta, hljómsveitin fær að njóta sín til fulls og höfum við haft það að markmiði að bjóða krökkunum hér ekki upp á síðri tón- list en við myndum vinna fyrir fullorðna. Síð- an vinnur Andrea Gylfadóttir textana með mér og var fengur í því fyrir mig, enda skipta textarnir ákaflega miklu máli, alveg eins og tónlistin við að miðla áfram sögunni,“ segir Þorvaldur Bjarni höfundur tónlistar. Jósafat hinn fjölhæfi – Þetta er dálítið klassísk saga, ekki satt? „Já, þetta er klassískt ævintýri um baráttu góðs og ills,“ segir höfundur- inn. „Sagan er óstaðbundin og tíma- laus, hún gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Bækurnar um persón- urnar í Álfheimum er nú orðnar fjórar, en sú nýjasta kemur út nú í haust. En meginboðskapurinn í þessari fyrstu sögu sem leikritið er byggt á er sá að ljósið sigrar myrkrið.“ Með hlutverkin í leikritinu fara Björgvin Franz Gíslason, Lára Sveinsdóttir, Selma Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hinrik Ólafsson, Sveinn Þórir Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir. Í meðförum leikara verða sögu- persónurnar hinar skrautlegustu og eiga margar þeirra eflaust eftir að vekja kátínu meðal gesta. „Í öllum ævintýrum hefur hver persóna sitt hlutverk og reynum við því að hafa persónurnar mjög skýrar. Þetta er ákveðin forskrift sem maður verður að fylgja og held ég að það sé mikilvægt að leyfa sér að fara alla leið í því. Og þar sem við erum í Álf- heimum er frelsið svo mikið. Ef maður leyfir leikurunum að sleppa fram af sér beislinu með persónurnar, jafnvel þótt það sé ekkert alltaf rétthugsandi, geta mjög skemmtilegir hlutir komið út úr því, eins og sést á mörgum þessara persóna,“ segir Gunnar. Ólafur segir það eins og að sjá barn sitt fæðast að fylgjast með leikurunum gera sögupersónurnar að veruleika og sé Benedikt búálfur er ekkert minna en fullkominn í túlk- un Björgvins Franz Gíslasonar. „En vægi einstakra persóna hefur breyst talsvert milli bókarinnar og leikritsins. Jósafat manna- hrellir er t.d. persóna sem er mun fyrirferð- armeiri í leikritinu en bókinni, á meðan dökk- álfarnir birtast aldrei í persónumynd.“ Jósafat mannahrellir er tvímælalaust ein eft- irminnilegasta persóna verksins. Gunnar minnir á að hann gegni líka ábyrgðarhlut- verki í Álfheimum. „Hlutverk Jósafats er fyrst og fremst það að hrella allt mannfólk sem kemur til Álfheima og hrekja það í burtu. Til þess getur hann þurft að beita öll- um aðferðum, því það eru ekki bara litlar stelpur eins og Dídí sem slæðast þangað inn. Til Álfheima koma allavega persónur og þar hann því að hafa allt á valdi sínu, hvort sem það er karate, þungarokk, jóga eða skjall. Hann verður að geta gert allt,“ segir Gunnar. Ólafur segir það hafa verið mjög áhugavert ferli fyrir sig að fylgjast með mótun og upp- færslu verksins. „Við höfum verið að fara í gegnum ólík stig í vinnunni, handritastig, æf- ingastig og tónlistarvinnu. Við hvert skref hefur eðli verksins verið að breytast og er það ekki fyrr en núna á síðustu dögunum að maður hefur séð að hverju þetta er orðið,“ segir Ólafur Gunnar Guðlaugsson, höfundur bókanna og leikgerðarinnar um Benedikt bú- álf, að lokum. Ljósið sigraði myrkrið Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur verður frumsýndur í Loftkast- alanum í dag kl. 14. HEIÐA JÓHANNSDÓTT- IR brá sér í Álfheima og spjallaði við fólkið á bak við þetta leikrit. Jósafat mannahrellir (Sveinn Þórir Geirsson) er fjölhæfur mjög, kann jóga, þungarokk og karate. Morgunblaðið/Jim Smart Dídí mannabarn (Lára Sveinsdóttir) reynir að stappa stálinu í Daða dreka (Jóhann Sigurðarson) sem er allra dreka ljúfastur og grænmetisæta í þokkabót. Benedikt (Björgvin Franz Gíslason) er ráða- góður búálfur sem vingast við Dídí. heida@mbl.is MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Þóra Þóris- dóttir. Til 13. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Jacquel- ine og Sophia Rizvi. Til 13. okt. Gallerí Kambur: Samsýning 16 lista- manna. Til 13. okt. Gallerí Skuggi: Kimmo Schroderus og Charlotta Mickelsson. Til 20. okt. Gallerí Sævars Karls: Óli G. Jóhanns- son. Til 17. okt. Gerðarsafn: Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill. Til 21. okt. Hafnarborg: Tróndur Patursson. Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Til 4. nóv. Hús málaranna: Eyðun af Reyni og Kári Svenson. Til 20. okt. Hönnunarsafn Íslands: Óli Jóhann Ásmundsson. Til 1. des. i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Friðjónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12. okt. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Krist- ján Logason. Til 20. okt. Listasafn Akureyrar: Hollensk myndlist frá 17. öld. Til 27. okt. Listasafn ASÍ: Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir, Sólrún Trausta Auðunsdóttir. Til 20. okt. Listasafn Borgarness: Þorri Hrings- son. Til 30. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánudaga. Listasafn Íslands: Ljósmyndir úr safni Moderna Museet. Til 3. nóv. Listasafn Reykjanesbæjar: Einar Garibaldi Eiríksson. Til 20. okt. Listasafn Rvíkur – Ásmundars.: List- in meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Arne Jacobsen. Til 17. okt. Arno Lederer, Jórunn Ragnarsdóttir og Mark Oei arkitektar. Til 27. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3. Listasalurinn Man: Marielis Seyler. Til 14. okt. Ljósmyndasafn Rvíkur: Þýsk sam- tímaljósmyndun. Til 15. okt. Norræna húsið: Clockwise. Til 20. okt. Nýlistasafnið: Magnús Pálsson, Eric Andersen & Wolfgang Müller. Til 24. nóv. Skaftfell, Seyðisfirði: Þrír listamenn. Til 20. okt. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Egill Skallagrímsson. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Ferðalög: Frönsk fagurtónlist. Kl. 15:15. Langholtskirkja: Listafléttan. Kl. 17. Ráðhús Reykjavíkur: Lúðrasveitin Svanur. Kl. 15. Sunnudagur Ráðhús Reykjavíkur: Hljómsveit Sjötta flota Bandaríkjanna. Kl. 15. Salurinn: KaSa-hópurinn. Kl. 16. Ást- in er rósarunni. Þýskir tónlistarmenn. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Einleikari og stjórnandi: Gerrit Schuil. Kl. 19:30. Föstudagur Háskólabíó: Sjá fimmtudag. Kl. 19:30. Salurinn: Barry Snyder, píanóleikari. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Lífið þrisvar sinnum, fim., fös. Með fulla vasa af grjóti, lau., mið. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Viktoría og Georg, lau., fös. Karíus og Baktus, sun. Veislan, sun., fim. Borgarleikhúsið: Ljóti andarunginn. Kryddlegin hjörtu, lau. Með vífið í lúkunum, fös. Gesturinn, lau., sun. Jón og Hólmfríður, fös. And Björk of course, lau. Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla, lau., sun. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, frums. lau. Sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga, frums. lau. Sun., fös. Sellófon, þrið., fim. Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun. Snuðra og Tuðra, sun. Iðnó: Beyglur, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Höfundur leikgerðar: Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Selma Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hinrik Ólafsson, Sveinn Þórir Geirsson, Lára Sveinsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Höfundur tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Söngtextar: Andrea Gylfadóttir. Leikmynd og búningar: María Ólafs- dóttir. Lýsing: Alfred Sturla Böðvarsson. Gervi og förðun: Kristín Thors. Aðstoðarleikstjóri og dansahöfundur: Selma Björnsdóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Benedikt búálfur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.