Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 2
Það styttist í Bjarkartón- leikana 19. júní og hjá Smekkleysu eru menn ánægðir með miðasöiuna. Búist er við að miðar verði uppseldir um mánaðamótin og engar áætlan- ir eru uppi um aukatónleika. Hljómsveitin Underworld, sem hitar upp fyrir Björk, er þegar farin að búa sig undir ferðina. Einn úr tæknitríóinu, Darren Emerson, kemur hingað nokkrum dögum fyrir tónleik- ana og mun plötusnúðast á Venus helgina á undan. Darren er talinn einn besti plötusnúður sem England hefur upp á að bjóða um þessar mundir. Björk var nýlega tekin fyrir í breska háðþættinum Spitting Image, eins og PRESSAN sagði frá í síðasta blaði. Þetta er mik- ill heiður því þátturinn gerir að- eins gúmmíbrúður af fólki sem allir þekkja. Fyrst brúðan hefur verið gerð er líklegt að Björk skjóti upp í þáttunum síðar á árinu. í grínatriðinu söng gúmmídúkkan: „Ég er svo frík- uð, enginn skilur hvað ég er að segja, bla bla bla," og reif í hárið á sér. Bubbleflies strippa á Akureyri Bubbleflies og Bong voru að skemmta á Akureyri um síðustu helgi og gekk það ekki átakalaust íyr- ir sig. Á föstudagskvöldið var sví- virðileg drykkja á liðinu, aðallega á Bubbleflies-strákunum sem fengu tremma og réðust á húsgögn í part- íinu sem þeir voru í. Áður en þeir höfðu étið stóla og aðra lauslega muni mætti löggan og hljómsveit- inni tókst með ævintýralegum hætti að stinga af út í rútu. Á laugardagskvöldið var Grúfi lof- aður í Dynheimum og eftir ballið hélt hópurinn í miðbæinn með smá- gefluhjörðina á eítir sér. Einhver veð- mál voru í gangi sem enduðu með því að Páll Banine ög Davíð Magn- ússon hlupu allsberir upp og niður kirkjutröppurnar og Páll kyssti smá- stelpurnar sem skipuðu sér í biðröð. Löggan mætti á svæðið og ræddi við Pál í hálftíma. Það var þó allt á léttu nótunum, um hve slátrið hefði skroppið saman miðað við það sem sást á passamyndinni og almennar pælingar um virðisaukaskatt af koss- um. Hljómsveitarmenn eru almennt ánægðir með ffamgöngu akureyrsku lögreglunnar í þessu máli, sem auð- veldlega hefði getað stungið strípa- lingunum í steininn... Paul Banks á Islandi Ameríski trúbadorinn Paul Banks er kominn tfl fslands og leikur hér fram á sunnudag. Paul hefúr starfað í Danmörku mestallan feril sinn og gert fjórar sólóplötur auk þess að hafa spilað inn á um eitt hundrað plötur sem „session“-spil- ari. Hann hefur verið áberandi sem sólónúmer á norður-evrópskum . blúshátíðum undanfarin ár. Paul leikur ftumsamið efni og standarda til helminga. Hann segir stíl sinn vera : graut af ragtime-, guðspjalla- og þjóðlagatónlist með blúsuðum und- irtóni. Paul Banks leikur á Blúsbarnum næstu þrjú kvöld, en slær lokatónana á Bíóbamum á sunnudagskvöld. Er lands vors guð í París? Amm saman höfum við setið við þjóðhagsspár og varla haft við að trúa upplýsing- um um gróða og tap þjóðarbúsins. í byrjun síðasta áratugar voru sett lög, sem smám saman eyðilögðu fjárhag heimilanna, en þær tölur komu aldrei fram í þjóðhagsspá. Meðan þorskurinn veiddist á ís- landsmiðum var auðvelt fýrir okk- ur áð slá peninga erlendis. Og við slógum og slógum alveg djöfulinn ráðalausan og enduðum með alltof stóran fiskveiðiflota, sem við höf- um ekkert með að gera. Og við er- um enn að kaupa togara af því við fáum þá fyrir slikk hjá rányrkju- þjóðum, sem eru búnar að eyði- leggja fiskimið sín. Við virkjum að vísu ekki meira í bili, enda eigum við Blönduvirkjun ónotaða og ein- hvern slatta í Kröflu, sem ekki er þörf fýrir. Aftur á móti sást nýlega fyrirbæri frá Kröflutímanum; karl- maður með derhúfu með skúf á kolli. Þannig búnir gengu nefnilega Kröflumenn á móti eldi og gufu á sínum tíma. Þjóðhagsstofnun hefur nýverið gefið hinum bjartsýnu byr undir vængi með aðeins jákvæðari spá en gerðist og gekk áður en íslendingar uppgötvuðu lausn vandamála, sem búið að var að tyggja ofan í þjóðina misserum saman: Smuguna. En Smugan er ekki fugl í hendi vegna þess að bæði Rússar og Norðmenn telja að þetta úthaf eigi að vera undir þeirra stjórn. Fyrir utan Smuguna höfúm við tækifæri til að stunda úthafsveiðar annars staðar, en hingað til hefúr þetta samanlagt 1 M T~1 " I í SANNLEIKA S A G T IIMDRIÐI G- ÞORSTEIIMSSOIXI M komið í veg fýrir bága tíð í landinu. En um leið og við getum dregið andann fyrir efnahagslegum harm- kvælum er byrjað að gera út á nýja drauma. Fyrst fýrir verður hug- mynd um eingreiðslu. Fyrirtæki og stofnanir, sem eru fjarri stofnana- legum útreikningum á efnahags- bata, skulu sem sagt borga spá- dóminn. Ríkisstjórnin á í erfiðleik- um vegna atvinnuleysis. Hún á líka í erfiðleikum vegna lágra launa. Það er gamall arfur frá þeim tíma þegar „næg“ atvinna var í landinu. Þá var dulið atvinnuleysi falið með lágum launum. Við trúum á útlendinga. Aflt sem útlendingar segja okkur er eins og guð hefði sagt það. Við eigum nokkra guði í útlöndum. Þeir lík- amnast í stofnunum eins og OECD, Efnahags- og ffamfara- stofriuninni í París, Evrópubanda- laginu, Alþjóðabankanum og Norðurlandaráði, svo eitthvað sé nefnt. OECD hefur sent útreikn- inga og tölur hingað til lands og í þeim skjölum hafa fúndist ábend- ingar um hvernig við ættum að haga okkur, svo ekki færi illa fýrir okkur efnahagslega. Stundum höf- um við staðið framarlega meðal þjóða hvað lánstraust snertir. I annan tíma höfum við verið í ösku- stó. Þá hefúr sett hroll að íslending- um vegna þess að útlendir menn töluðu ekki nógu fallega um okkur. Nú síðast hefur OECD spáð kreppu á íslandi til áramóta. Skyldi eiga að bjarga því með eingreiðsl- um? Menn spyrja hvað sé til ráða fýrst útlendingar halda því fram að hér sé kreppa sem vari a.m.k. í sex ár. Útlendingar hafa enga þörf fýrir að hrekkja íslendinga. Þeirra orð eru jafngóð guðsorði. Fyrir það fýrsta getur engin kreppa orðið hér sam- bærileg við þá kreppu sem eldra fólk þekkti á árunum fýrir seinna heimsstríð. Rafmagnsnotkun heimila er almenn og tæki eiris og ísskápur, þvottavél, sjónvarp, sími og útvarp þekktust ekki eða voru fágæt. Um einkabíla var ekki að tala. Fólk þurfti því ekki tekjur til að standa undir þeim nútímaþátt- um, sem þykja sjálfsagðir. Kreppan þá þýddi engu að síður að sumir höfðu varla að bórða. Slík kreppa í dag er óhugsandi. En atvinnuleysi er voðalegt fýrir nútímamanninn. Það geta allir séð á þeim tygjum, sem hann hefur sér til þæginda. Miðað við að kreppan íslenska sé heimatilbúin, eins og einhver viskuljós vilja vera láta, hlýtur gott ástand í öðrum löndum að hafa mikil áhrif hér til bóta. Við hljótum að geta haldið áfram að selja það, sem við framleiðum. Við höfúm nú búið við nokkurt atvinnuleysi um tíma. Engu að síður auglýsa ferðaskrifstofur að uppselt sé í ferð- ir til útlanda. Og við ætlum að ferðast mikið innanlands í sumar. Það heyrist því ekkert krepputal, hvað sem OECD segir. Lætur nærri að hægt sé að álíta að OECD sé guðinn sem brást, enda varla von til þess að menn í París geti sagt okkur eitthvað, sem við vitum ekki betur sjálfir, ef við nennum að leita að sannleikanum eða hræðumst hann ekki. En samt er eins og menn víki honum frá sér þótt þeir horfist í augu við sannleikann. Svo var um þingmenn þá, sem ræddu ógnvæglegar skuldatölur heimil- anna skömmu fýrir þingfrestun. Lögin, sem sett voru í byrjun síð- asta áratugar um verðbætur og síð- an æðislegasti vöxtur verðbólgu, sem hér hefúr orðið hið næsta á eftir, hefur bókstaflega skilið efna- hag fýrirtækja og heimila eftir í rúst. Nú eru tímar gjaldþrotanna. Sum þeirra stafa af atvinnuleysi einstaklinga en önnur og miklu fleiri vegna þess, að fólk gefst upp við að borga af skuldum sem hafa allt að áttfaldast á liðnum árum. „Þá Jyrst lítum við upp og trúum þegar einhverjir útlendingar hafa viðurkennt listamann eða kraftakarl eða söngpíu. “ Það dettur engum í hug að fjöl- skyldur geti staðið undir þeim af- borgunum, sem verðbæturnar kosta. Það er alveg fráleit stjórn- sýsla að setja fýrst á verðbætur og hleypa síðan verðbólgunni upp- undir 130 stig. Sárafáir ef nokkur getur staðist slíkt. Þetta er kannski meginþáttur þeirrar heimatilbúnu kreppu, sem talað er um. Sé nokk- ur leið að leysa fólk frá þessu oki á að gera það og liggur nærri að hætta mætti við eingreiðslur og aðrar uppbætur ef það væri hægt. Um OECD í París er það að segja, að eins og fjölmargar opin- berar alþjóðastofnanir er hún í besta falli gagnslaus. Hér á landi hefúr hún þýðingu af því íslend- ingar trúa útlendingum. Þetta hef- ur margsinnis sannast. Þá fýrst lít- um við upp og trúum þegar ein- hverjir útlendingar hafa viðurkennt listamann eða kraftakarl eða söngpíu. Ef útlendingur segir að hér sé kreppa er auðvitað ekkert annað fýrir Islendinginn að gera en trúa því, svona þegar hann er kom- inn heim úr síðustu sólarlandaferð- inni. Sannleikurinn er sá að við höfum ekkert með niðurstöður og spádóma OECD að gera. Tölurnar sem hún byggir á eru komnar héð- an að heiman. Niðurstöðurnar eru komnar héðan að heiman. OECD sendir aldrei neinn til íslands til að garfa í tölum. Þær eru sendar héð- an til Parísar. Guð í París sendir þær svo aftur til að hægt sé að lesa þær yfir hrelldum lýð. Höfundur er rithöfundur. 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 26. MAÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.