Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 26.05.1994, Blaðsíða 14
er ekki geðveikur N jáli Torfasyni er margt til lista lagt. Hann er lærður nuddfræðing- ur og hug- læknir. Hann hreinsar úr húsum, kemur á sátt- um milli álfa og manna og vinnur að uppfinningum sem þeir að handan hafa gefið honum hug- mynd að. Svo er hann maðurinn sem notar einbeitingu sína og hug- arorku til að lyfta því sem aðrir fá ekki bifað. Hann gengur á báli og gleri án þess að skaðast og festir þunga hluti á líkama sinn. Á Tálknafirði, þar sem hann bjó í mörg ár, var hann, vegna afls síns, nefndur Vestfjarðaskelfirinn. I er- lendum blöðum hefúr hann verið nefndur Houdini fslands. Hver er galdurinn við að vaða eld ogfesta á sig þunga hluti án þess að skaða sig? „Þetta er einbeiting. Fyrst og ffemst einbeiting. Ólíkt því sem margir halda festirðu hluti ekki við þig með svita. Þannig geturðu reyndar haldið einum peningi föst- um við þig en ef þú setur þyngri hlut á þig og byrjar að svitna renn- ur hluturinn til. Ég svitna ekki meðan ég sýni en þegar ég er búinn að sýna svitna ég eins og ég sé í botnlausu hjartakasti. Áf hverju lekur svitinn af mér þegar ég er bú- inn að sýna en ekki þegar ég er að sýna? Það er líka einbeiting. Það er fullt af íþróttamönnum sem myndu ná meiri árangri ef þeir næðu betri tengslum við hugann. Sjálfur hef ég aldrei æft að neinu marki.“ Þegar ég hitti hann á heimili hans byrjaði hann á því að tilkynna mér að ég hefði týnt úrinu mínu. Síðan lýsti hann dofa í fingrum sem ég á vanda til og höfuðverk nokkuð nákvæmlega. Eg sný talinu að skyggnihæfileikum hans. Þú hefur það sem nefnt er yfir- náttúrulegir hœfileikar. Hvenœr fórstu að finnafyrirþeim? „Ég er búinn að vera, eins og fólk segir, „skrýtinn" ffá því ég man efir mér. Herbergið mitt í níu ár sem krakki var upphaflega líkhús en mér leið mjög vel þar. Ég sá og fann fýrir verum. Það var alltaf ein- hver fyrir ffaman mann eða aftan. Síðan hefur þessi skyggnigáfa og hæfileikar sem henni fylgja verið eins konar tómstundagaman sem hefúr tengst þeim störfum sem ég hef tekið mér fýrir hendur. Sem dæmi get ég nefiit þegar ég var á sjónum. Þá sagði ég margoft fýrir um veiði. Ég þurfti aldrei að hlusta á veðurfféttir. Ef ég sá bregða fýrir mynd ákveðinnar manneskju þá sagði ég að nú skyldum við sigla í land því ég vissi að myndin boðaði kolvitlaust veður. Sjóslys sá ég fýrir og stundum gat ég sagt hvar þau yrðu. Það var einhver að skrifa í blöðin um daginn og hneykslast á því fólki sem þættist sjá alls kyns hluti. Þeg- ar ég las greinina hugsaði ég með mér að þessi manneskja hefði aldrei séð nokkurn skapaðan hlut nema sjálfa sig í spegli. Hún sagði reyndar að annaðhvort væri þama um geðveika menn að ræða eða þá sem væru á lyfjum. Þó ég segi sjálf- ur ffá er ég ekki geðveikur, enda væri ábyggilega búið að leggja mig inn ef ég væri það. Og á lyfjum hef ég aldrei verið.“ Njáll segist sífellt vera að þróa hæfileika sína og hafa nú náð sam- bandi við hluti sem fólk hafi kannski ekki haff trú á að væm til. Þegar ég tók viðtalið var hann ný- kominn úr ferð utan af landi þar sem hann hafði verið að sætta lif- andi verur og álfa. „Ég hafði aldrei trúað því að álfar væru til í raun og veru en fýrir tveimur árum sá ég hluta af þess- um verum. Núna sé ég þær allar, ég hef líklega ekki séð þær fýrr ein- faldlega vegna þess að ég hef ekki einbeitt mér nægilega og ekki verið á þeim slóðum þar sem þær hafa haldið sig. Ég á eftir að opinbera þessar sýnir nánar og þá held ég að margir geti byrjað að klóra sér í höfðinu. Það er miklu meira til í náttúr- unni en það sem venjulegt fólk sér dags daglega. Við verðum að lifa í sátt og samlyndi við náttúmna og þessar verur. Ef við gerum það er allt í lagi. Ef við hróflum við þeim gerast ótrúlegustu hlutir. Þegar þeir gerast segja þeir jarðbundnu: „Þetta er bara tilviljun.“ En það er ekki hægt að tala um tilviljun þegar hlutirnir gerast tíu eða tuttugu sinnum og hætta ekki fýrr en það er lagað sem hróflað var við. Ég held að margt í sambandi við þess- ar vemr eigi eftir að koma í ljós á næstu ámm þótt það verði kannski ekki á okkar ævi.“ Eru þetta góðar verur? „Já, en þær eiga sín landamæri og merkja þau kyrfilega og láta vita af sér ef raskað er við þeim. Og þessar verur hætta ekki fýrr en sættir em komnar á.“ Hvernig líta álfar út? Eru þeir pínulitlir? ,Herbergið mitt í níu ár sem krakki var upphaflega líkhús en mér leið mjög vel þar. “ heyrði mjög illa — það illa að fólk- ið á bænum þurfti að hækka róm- inn þegar það talaði við hana — þá talaði ég við hana mínum lága rómi og hún heyrði allt sem ég sagði við hana. Fólkið á bænum varð mjög hissa á því. Svo fór ég á annan bæ. Það em ákveðnir hlutir sem ég á eftir að skýra út í því sambandi, þeir snúast um ákveðnar orkulínur og fleira „Það er einhver að ýta mér út í þetta, ég veit ekki najhið á honum en hann er kínverskur nálarstungulæknir frá fyrri tíma. “ „Það eru allar útgáfúr og ekki hægt að lýsa því neitt sérstaklega. Svo em aðrar vemr sem koma frá sjónum. Þú sérð aldrei framan í þær, sérð aðeins á hlið þeirra og bak. Þær ganga í röð og það er eins og þær fari efitir ákveðinni braut. Ég er viss um að þama er um að ræða aðrar víddir og það eru fæstir sem skynja þær, það er ekkert ann- að sem er að gerast þarna. Þú skilur kannski ekki alveg hvað ég er að fara. En sjáðu hvernig dýr skynja á annan hátt og betur en við. Þegar Eyjagosið varð þá brjáluðust hund- arnir tveimur tímum áður en byij- aði að gjósa, þeir fundu eitthvað á sér. Sauðfé fer út í horn í fjárhúsi og bíður þar ef jarðskjálfti er í nánd. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Almannavarnir hefðu fundið út frá því að best væri að vera í hornum í jarðskjálfta. í þessari ferð fór ég á tvo bæi. Þar voru bæði framliðnir og álfar á ferli. Þeir ffamliðnu vom ekki að gera neitt af sér en íbúunum þótti óþægilegt að vita af þeim. Nú hafa tekist sættir milli þessara aðila og ég veit að allt verður í lagi meðan ákveðnum hlutum verður ekki raskað. Ég varð fýrir mjög fallegri upplif- un á öðmm bænum. Ég hafði fallið í leiðslu og þegar ég rankaði við mér tók ég í hönd gamallar konu á bænum og sagði henni frá öllu því sem ég hafði séð. Hún yngdist um tíu ár í andlitinu. Hún var svo ánægð og glöð. Þessi kona virkaði ákaflega vel á mig, ég gleymi ekki á næstunni þeirri vellíðan sem ég fann fýrir í návist hennar. Það var einkennilegt að þó að þessi kona sem tengist húsasótt. Þar kemur margt saman sem ég held að fólk hafi ekki gert sér grein fýrir hvernig virkar, bæði á menn og skepnur.“ Þú hefurfengist við að hreinsa úr húsum eins og kallað er. Ertu þá að losa íbúana við ágangframliðinna? „1 99 prósentum tilvika em framliðnir ekki að gera neitt af sér. Það em ýmsar orsakir fýrir því að þeir em þarna. I lifanda lífi hafa þeir kannski búið á viðkomandi stað og em að fylgjast með sínu. Þeim hefur liðið vel þar og vilja ekki fara. Þeir geta einnig verið tengdir fólkinu og em að fýlgjast með því. En fólkið getur tekið því illa, fundist þetta óþægilegt. Mörgu eldra fólki finnst þó notalegt að vera ekki eitt, hefúr það á orði og segir: „Maður er þá ekki einn á meðan.“ Það geta verið tilfelli sem fólk finnur mjög vel fýrir og era frekar neikvæð. Þessi tilfelli reyna mis- mikið á mann. Ég veit ekki ástæð- una en það virðist fýlgja þessu mis- mikil spenna, þetta er eins og raf- spennusvið. Ég man eftir að hafa komið á stað vel saddur en eftir korter leið mér eins og ég hefði hvorki drukkið né borðað í nokkra daga. Það er mismikil orkueyðsla þegar verið er að vinna í erfiðum tilfellum. En ef maður hefur sterka trú og fer með hana að leiðarljósi á móti þessum öflum, hvemig sem þau líta út, er maður vel vopnaður og vel varinn. Öflin hafa stundum verið það sterk að ég hef lagt af stað með eitt- hvað af þeim með mér. I einu af fýrstu erfiðu tilfellunum sem ég lenti í var ég tvo daga að losa mig Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Njál Torfason, nuddara, huglækni og Vestfjarðaskelfi, sem sér fleira en flestir aðrir og það ekki af þessum heimi. mgl hér heima. Það er ekki svo langt síðan ég sá á forsíðum blað- anna að enskur miðill hefði rekið 400 ára hauslausan draug úr banka á Englandi. Ég var ekkert gáttaður á því. Yfirskilvitlegir atburðir gerast ekki bara á íslandi. Hins vegar held ég að við séum í meira sambandi við náttúruna og öll þessi öfl heldur en gerist úti í heimi. Við erum færri, hér er minni mengun, við höfum meira náttúmrými og erum næmari fýrir náttúrunni. g Þú verður aldrei var við neitt ef S þú mátt ekki vera að því að anda. < Hér er fólk svo stressað að það má z ekki vera að því að lifa. Svona fólki E; líður illa og oft hrekkur það upp af " langt fýrir aldur ffarn af eintómum | gauragangi og látum. s Þar sem er mikil umferð þar er lítil lífsorka í loftinu. I minni um- ferð, þar sem eitthvað ber á nátt- úra, er meiri lífsorka. Það sem ég er að segja er að við lifum á meira en brauði og kjöti. Við næmmst á ákveðinni orku og verðum veik ef við fáum hana ekki. Þetta á ég eftir að sýna ffarn á í sambandi við húsasótt og fleiri skylda hluti. Þetta vil ég ekki tala meira um hér. En það kæmi mér ekki á óvart að fólk yrði hissa þegar það sæi samheng- ið. Ég er að teikna þetta upp og ég ætla mér að kynna kenningar mín- ar.“ Hvar ætlarðu að gera það? „Ég ætla að fá mér sal til að kynna hugmyndir mínar. Ég ætla þar að rökstyðja það sem ég er að segja. Það þarf góðan tfrna og góð- ar myndir. Ég hef samhengið. Ég vil spyrja vísindamenn hvemig þeim lítist á þetta, hvort þeir hafi svör.við þessu og hvort þeir geti af- neitað því.“ Mundu þeir ekki bara halda því fram að þú vœrir ruglaður? „Mér er sama um það, þá fengi ég bara betri staðfestingu á því að þeir væm það. Annars er ég ýmislegt að grúska annað, er t.d. að vinna að hönnun við ákveðin tæki sem ættu að virka á orkupunkta líkamans og aðra hluti er varða eða em í tengslum við t.d. mænusköddun. Þessar hugmyndir hef ég fengið í gegnum hugleiðslu. Það er einhver að ýta mér út í þetta, ég veit ekki nafnið á honum en hann er kínverskur nál- arstungulæknir ffá fýrri tíma. Ég þyrfti bara að komast í samband við mann sem væri grúskari á sviði örbylgjutækni og hefði fjármagn. Sumir segja að það dulræna sé ekkert annað en ofsjónir. Það er al- veg rétt en ekki í þeirri merkingu sem venjulega er lögð í orðið, held- ur sjá sumir of mikið eða meira en aðrir, sem sagt ofsjónir. Mér er alveg sama þótt einhveijir fordæmi hið dulræna, ef þeim líð- ur ekki illa á meðan er það gott undan áhrifunum. Síðan hef ég haft algjöra stjóm á þessu. Það er alveg sama hvert ég hef komið; mér hefúr gengið mjög vel. Og þegar þetta er yfirstaðið finnur það fólk sem býr í húsunum breytinguna, skynjar ffiðinn og kyrrðina sem færist yfir.“ En Njáll þarf ekki nauðsynlega að halda að heiman til að aðstoða fólk í vanda. „Um daginn hringdi í mig mað- ur sem var að flytja ffá Frankfurt til Belgíu. Hann var miður sín, hafði týnt brúðargjöf sinni, umslagi með rúmum 200.000 krónum. Ég sagði honum að hringja daginn eftir. Hann gerir það og þá var ég búinn að fara í hugleiðslu og teikna og skrifa skilaboð sem ég fékk. Ég sagði honum að peningamir hefðu ekki farið í ruslið því ég hafði séð vemna sem ég sé oft þegar ég fer í hugleiðslu telja peningana, gefa ákveðið merki og segja að pening- arnir mundu finnast á ákveðnum stað. Maðurinn fór heim og hringdi síðan í mig. Hann ætlaði varla að geta talað fýrir kæti því hann hafði fúndið umslagið á þeim stað sem gefinn var upp. Ég gat nú svo ekki annað en hlegið um daginn, en þá hringdu unglingsstúlkur og báðu mig um aðstoð. Aðra þeirra hafði vantað smávegis upp á að hafa náð prófi. Það átti að fara yfir prófið aftur og hún var að biðja mig að hafa áhrif á þá kennara sem áttu að fara yfir prófið þannig að hún mundi standast það. Ég hef nú ekki frétt af því hvernig það fór. Vegalengd í sambandi við aðstoð skiptir engu máli. Ég hef verið að velta því fýrir mér, ef fólk hefur áhuga á að maður hjálpi því, þá nægir að senda mynd, nafn, heim- ilisfang og síma. Síðan vinn ég í ró- legheitunum og sendi því aðstoð í formi fjarheilunar og styrks, kær- leiks og bænar. Mér hefur tekist vel upp þegar þetta hefúr verið gert. Ég er ánægður, — fólkið er ánægt. Meðan svo er finnst mér ég vera að gera rétta hluti. Ég starfa sem nuddari og þegar ég nudda nota ég miðilshæfileika mína, það sem kallað er röntgen- skyggni, og sé þannig hvað er að. Þetta get ég sannað hvenær sem er og hef reyndar margsannað fýrir fólki. Ég segi því fýrirfram hvar verkurinn er og í hvaða áttir hann liggur. Það gæti ég ekki þótt ég væri búinn að læra og lesa í hálfa öld. Það kom til mín maður um dag- inn sem hafði fengið planka í bakið við vinnu. Hann lagðist aldrei á bekkinn hjá mér. Ég lyfti upp skyrtunni hans að aftan og það sást ekki marblettur á honum. Ég sagði honum að hann væri rifbeinsbrot- inn, en vanalega er ekkert hægt að gera í slíkum tilfellum annað en að láta þetta gróa. Hann fór til læknis sem staðfesti það sem ég hafði sagt honum. Hefði ég nuddað manninn og ekki spáð heldur talið þetta tognunarverki þá hefði ég getað skaðað manninn frekar en hitt.“ Nú fordæmir þjóðkirkjan margt afþví sem þú vinnur við. „Ég skil það ekki. Ef þú lest Biblí- una þá er þar sagt frá þvi að læri- sveinarnir ráku út illa anda. Hvað vom þeir að gera? Eitthvað svipað því sem ég er að gera.“ En hvað með trúna, ertu trúaður? „Ég hef alltaf trúað mjög sterkt frá því ég var krakki og barnstrúin býr innra með mér. Sjáðu unga fólkið í dag, það gengur reyndar vel hjá mörgu þeirra en hjá alltof stór- um hópi er allt brostið, allt hmnið. Það er komið úr tísku að trúa. Ef þú trúir ekki þá geturðu ekki trúað á sjálfan þig. Ég tel að trúin sé lyk- illinn að þínum innri manni. Ef þú kemst ekki að þínum innri manni ertu einskis virði. Þá geturðu ekki tekist á við lífið af því innri styrkur er ekki til.“ Álfarnir eru fyrir þér sem stað- reynd en hvað með aðra þjóðlega trú? „Ég hef aldrei viljað raska við trú frá gömlum tímum. Það er svæði sem á að bera virðingu fýrir og láta í friði. Það era ákveðnir hlutir sem ,í 99 prósentum tilvika eru framliðnir ekki að gera neitt afsér. “ ég geri aldrei. Ef ég væri á sjó og báturinn færi öfugt frá bryggju mundi ég hoppa í land. Og eins ef ég sæi rottu koma hlaupandi upp úr skipi þá færi ég frá borði, því í 90% tilvika kæmi það skip ekki aft- ur að landi.“ En heldurðu að það sé eitthvað annað á seyði hér en í öðrum lönd- um? „Um daginn vom hér fýrirsagnir í blöðum þess efnis að útlendingar væm stórgáttaðir á hjátrú íslend- inga. Það er bara tilbúningur og mál.“ En eru þetta ekki ósættanlegir heimar, heimur vísindahyggjunnar og heimur hirts yfirskilvitlega? „Ég ber virðingu fýrir vísinda- mönnum og þeir hafa fúllan rétt til að gagnrýna okkur hina. Á sama hátt höfum við, dulhyggjumenn, rétt til að setja út á það sem þeir em að gera. Vísindamenn eru í sín- um heimi og við, þeir dulrænu, í okkar heimi, og svo má rökræða fram og aftur um hvor hópurinn sé í meiri vitleysu.“ 14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 26. MAI 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.